Dagur - 07.11.1983, Blaðsíða 4

Dagur - 07.11.1983, Blaðsíða 4
ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI SlMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 130 Á MÁNUÐI - LAUSASÖLUVERÐ 18 KR. RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARM.: HERMANN SVEINBJÖRNSSON FRÉTTASTJÓRI: GlSLI SIGURGEIRSSON BLAÐAMENN: EIRlKUR ST. EIRlKSSON, GYLFI KRISTJÁNSSON, AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. Dreifa byrðum atvinnusamdráttar í stjórnmálaályktun sem samþykkt var á 27. kjördæmisþingi framsóknarmanna í Norður- landskjördæmi eystra sem haldið var dagana 4.-5. nóvember segir: „Kjördæmisþingið telur að rétt hafi verið og óhjákvæmilegt að Framsóknarflokkurinn stæði fyrir myndun núverandi ríkisstjórnar. Efnahagsmálum og afkomu atvinnuveganna var þannig háttað að brýnt var að mynda meirihlutastjórn þegar að loknum alþingis- kosningum. í stjórnarmyndunarviðræðum milli þingflokka kom skýrt í ljós að ekki var fyrir hendi annar möguleiki til myndunar meirihlutastjórnar. Án núverandi stjórnar- samvinnu var ekki annað fyrirsjáanlegt en langvarandi stjórnarkreppa með háskalegum pólitískum og efnahagslegum afleiðingum. Kjördæmisþingið leggur áherslu á að fram- fylgt verði af festu þeirri stefnu sem mörkuð er í stjórnarsáttmála, að tryggja atvinnuör- yggi í landinu, jafnframt því sem ráðstafanir eru gerðar til þess að draga úr verðbólgu. Aðgerðir ríkisstjórnarinnar í efnahagsmál- um hafa þegar borið þann árangur að verð- bólga hefur hjaðnað og atvinna hefur yfirleitt haldist í góðu horfi, þegar litið er til landsins í heild. Þessu ber að fagna. í ljósi nýjustu upplýsinga um ástand fiski- stofna og horfur í sjávarútvegi telur þingið líkur á verulegum atvinnusamdrætti, verði ekki hart brugðist við. Þingið telur að verði atvinnuleysi ekki umflúið, skuli birðum þess dreift t.d. með styttingu vinnutíma, svo að störf skapist fyrir fleiri. Þingið viU minna á að Framsóknarflokkur- inn hafnar því algjörlega að atvinnuleysi sé notað sem tæki til að breyta tekjuskiptingu og gerð þjóðfélagsins. Þá skorar þingið á stjórnvöld að þau beiti sér þegar í stað fyrir aðgerðum sem tryggi viðunandi kaupmátt lágmarkstekna, en þar sem ljóst er að þjóðartekjur fara lækkandi um sinn telur þingið að þessu markmiði megi ná með tekjujöfnun í þjóðfélaginu". Á þessu 27. kjördæmisþingi framsóknar- manna í Norðurlandskjördæmi eystra var í stjórnmálaályktun einnig fjallað um fjöl- skyldu og jafnréttismál og áhersla lögð á að hinn mannlegi þáttur gleymist ekki í póli- tískri umræðu um atvinnumál og hjaðnandi verðbólgu. Fjölskyldan sé hornsteinn þjóðfél- agsins og því beri að taka fullt tillit til hennar og skapa henni þær bestu aðstæður sem hægt sé. í jafnréttismálum verði að búa svo um hnútana að allir þegnar þjóðfélagsins búi við sem réttlátastan hlut. Ingvar Gíslason, alþingismaður, flytur ræðu sína á þinginu. Ályktun 27. þings KNFE um atvinnumál: Nýta ber hvert tæki- færi til arðbærrar iðnaðarframleiðslu Á 27. kjördæmisþingi fram- sóknarmanna í Norðurlands- kjördæmi eystra var gerð ályktun um atvinnumál, sem samþykkt var samhljóða. Fer ályktunin hér á eftir: 27. kjördæmisþing framsókn- armanna í Norðurlandskjördæmi eystra leggur áherslu á að efla atvinnustarfsemi og uppbygginu atvinnulífs í kjördæminu, þannig að atvinnuöryggi og þróun atvinnumála verði sem hagstæð- ust. Skapa verður eðlileg rekstar- skilyrði fyrir atvinnureksturinn svo hann geti eflst af eigin ramm- leik. Jafna þarf starfsskilyrði atvinnugreinanna. Skattalögum verði breytt þannig að þau örvi eiginfjármyndun og fjárfestingu. Þingið minnir á þá mörgu sigra sem norðlenskir samvinnumenn hafa unnið á liðnum áratugum á sviði atvinnumála og verslunar. Vegna þeirrar reysnlu sem fengist hefur af samtakamætti fólksins á umræddum sviðum leggur þingið þunga áherslu á að kannaðir verði allir möguleikar til að auka atvinnuval í kjördæm- inu á vegum samvinnuhreyfíngar- innar. Því skorar þingið á sam- vinnufélögin í kjördæminu og á Norðurlandi öllu að efla samstarf sín á milli á sviði atvinnuuppbyggingar til að hamla gegn byggðaröskun. Pjónusta Þjónusta ýmiss konar er vaxandi þáttur í atvinnulífi þjóðarinnar. Þingið telur það réttlætiskröfu að opinber þjónusta verði efld í kjördæminu. Ef þjónustustarf- semi fær ekki skilyrði til að eflast á landsbyggðinni þýðir það að hún eflist þeim mun meira á höfuðborgarsvæðinu. Almennur iðnaður Allt bendir til þess að almennur iðnaður verði að taka við stærst- um hluta þess vinnuafls sem kem- ur út á vinnumarkaðinn á kom- andi árum. Ekki má ganga á hlut þessa vaxtarbrodds íslensks atvinnulífs með stjórnvaldsað- gerðum. Efla verður rannsókna- og þróunarstarfsemi í iðnaði og nýta hvert tækifæri, smátt og stórt, til arðbærrar iðnaðarfram- leiðslu. Kjördæmisþing telur óhjá- kvæmilegt að íslenskur iðnaður til innanlandsnota sé efldur og metinn að verðleikum og að við afhendum ekki til útlanda atvinnutækifæri sem vaxandi þörf er fyrir á landi hér. Telur þingið að jafnan þurfi að ligga fyrir sem gleggstur gæða- og verðsaman- burður svo að innlend fram- leiðsla njóti sannmælis. Þá telur þingið að gera beri kröfu um, að innfluttum vörum fylgi ávallt leiðbeiningar á íslensku. Sjávarútvegur Pegar í stað verður að hefja endurskipulagningu sjávar- útvegsins með hagkvæmari nýt- ingu flotans, bættri nýtingu aflans og auknum gæðakröfum. Jafna verður rekstrarskilyrði veiða og vinnslu. Sérstaka áherslu þarf að leggja á nýtingu vannýttra fiski- stofna og hvers konar fullvinnslu sjávaraflans. Landbúnaður Full þörf er á að hefja þegar heildarendurskoðun í landbún- aðinum með hagkvæmni fyrir þjóðarbúið að leiðarljósi, svo hann geti veitt fleiri vinnufúsum höndum atvinnu. Efla verður framleiðslu heimafengins fóðurs, bæta samkeppnisaðstöðu og skipulag loðdýraræktar, nýta hlunnindi skynsamlegar en gert hefur verið og stórauka fiskeldi í sjó og ferskvatni, ef hagkvæmt reynist. Orkuiðnaður Samhliða annarri atvinnuupp- byggingu verður að stefna mark- visst að hagkvæmri nýtingu orku- linda landsins. Ljóst er að stað- arval orkuiðnaðar mun hafa af- gerandi áhrif á byggðajafnvægi. Pingið skorar á stjórnvöld að hraða svo sem kostur er nauð- synlegum rannsóknum vegna hugsanlegrar byggingar álvers við Eyjafjörð. Verði talið öruggt að lífríki Eyjafjarðar verði ekki hætta búin, og takist að tryggja hagkvæmt orkuverð, styður þing- ið byggingu slíks álvers við Eyja- fjörð. Þá leggur þingið áherslu á uppbyggingu stærri iðnaðar víðar í kjördæminu og minnir sérstak- lega á Húsavík í því sambandi. Forsetar þingsins voru Haukur Haildórsson og Úlfliildur Rögnvaldsdóttir. Jóhannes Geir Sigurgeirsson, sem er næstur á myndinni, var endurkjörinn formaður stjómar KFNE. Myndir: H.Sv. 4 - DAGUR - 7. nóvember 1983

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.