Dagur - 07.11.1983, Blaðsíða 6

Dagur - 07.11.1983, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - 7. nóvember 1983 Aftur stór sigur Þórs á UMFS Slðari leikur Þórs og UMFS í körfuboltanum um helgina var langt frá því að vera góður og var hann mun slakari en fyrri leikurinn þótt úrslitin væru svipuð er upp var staðið. Byrjunin hjá Þór lofaöi þó góöu. Mikil og góð barátta í vörninni, hraðaupphlaupin gengu upp í kjölfarið og áður en varði var staðan orðin 14:7 og síðar 29:10. Þá var eins og leik- menn Þórs teldu sig geta unnið leikinn með „hendur fyrir aftan bak“ en það er ekki hægt gegn neinu liði. Borgnesingar voru fljótir að ganga á lagið á sama tíma og ekkert gekk upp hjá Þór og í hálfleik munaði aðeins 15 stigum, 39:24. Borgnesíngar minnkuðu mun- inn enn í upphafi síðari hálfleiks, sjá mátti á töflunni 44:34 en er líða tók á hálfleikinn fór dæmið að ganga betur upp hjá Þór enda úthald þeirra sýnilega betra en Borgnesinganna. Lokakaflinn fór t.d. 17:6 fyrir Þór en þessi sprett- ur þeirra kom of seint. Þórsliðið getur örugglega meira en það sýndi í leikjunum tveimur gegn Borgnesingum um helgina, sérstaklega miðað við síðari leikinn. Það er eins og öll barátta detti úr liðinu af og til og þegar það bætist við að sóknin er ráðleysisleg er ekki von á góðu. Hinir ungu piltar í liðinu verða að öðlast trúna á sjálfa sig, fyrr geta þeir ekki reiknað með fram- förum og betri árangri í leikjum sínum. Þeir láta hið minnsta mót- læti fara í taugarnar á sér sem aldrei leiðir til góðs, en á milli gengur þeim allt í haginn og sýna þá hvað í þeim býr. Úrslit þessa leiks urðu sem fyrr sagði 85:56 og stig Þórs skoruðu: Bjöm Sveinsson 21, Konráð Ósk- arsson 14, Jón Héðinsson og Eiríkur Sigurðsson 12 hvor, Guðmundur Björnsson 10, Stef- án Friðleifsson 6, Einar Áskels- son 4, Ríkharð Lúðvíksson 3, Hrafnkell Tuliníus og Jóhann Sig- urðsson 1 hvor. Stigahæstir Borgnesinganna voru Bjarki Þorsteinsson með 12 og Akureyringurinn Jón Pálsson sem lék með Þór hér áður fyrr skoraði 11 stig. Dómarar í báðum þessum leikjum voru þeir Rafn Bene- diktsson og Magnús Jónatansson sem skipa „dómaragrúppu“ nr. 8 og eiga að dæma alla heimaleiki Þórs í vetur. Þeir stóðu sig upp og ofan eins og leikmenn. Fjölmennt lið Borgnesinga til varnar er Eirikur Sigurðsson fer upp í skot. Þór náði sér í sín fyrstu stig í 1. deildinni í körfuknattleik um helgina er lið UMFS úr Borg- arnesi kom í heimsókn og lék tvo leiki. Þór sigraði í fyrri leiknum með 89 stigum gegn 58 og í þeim síðari með 85 stig- um gegn 56. í fyrri leiknum var jafnræði með liðunum framan af og leiddi UMFS 7:6. Þá kom góður kafli hjá Þór, og má segja að það sem eftir lifði hálfleiksins hafi Þór sýnt sína bestu kafla í þessum tveimur leikjum. Staðan breyttist úr 6:7 í 29:9 fyrir Þór og í leikhléi var staðan 45:26. Þórsliðinu tókst ekki að fylgja þessum góða kafla eftir í síðari hálfleiknum, og sérstaklega var fyrri hluti hans slakur hjá liðinu. T.d. var skorað 12:12 á fyrstu 7 mínútum síðari hálfleiksins en þá kom aftur sæmilegur kafli hjá Þórsurum sem breyttu stöðunni úr 55:40 í 75:46. Urslitin löngu Björn Sveinsson átti góða leiki gegn Borgnesingum. Hér er hann á fullri ferð með bolfann, einbeittur á svip að vanda. ráðin og lokatölurnar sem fyrr sagði 89:58. Þetta var ákaflega köflóttur leikur hjá Þór. Þegar vörnin náði sér á strik komu hraðaupphlaup- in strax upp og voru á köflum skemmtilega útfærð, en þess á milli datt allt langt niður og jaðr- aði á köflum við leikleysu. Þótt Borgnesingarnir séu ekki snjallir körfuboltamenn spila þeir þannig oft á tíðum að erfitt er að eiga við þá, þeir „hanga á“ boltanum og það vill æsa mótherja þeirra upp er þeir loks fá boltann. Þórsarar féllu í þessa gildru, og ef þeir náðu ekki að keyra hraðaupp- hlaup sín í gegn fóru þeir að hnoðast með boltann í stað þess að setja upp leikkerfi. Bestu menn Þórs í þessum leik voru bakverðirnir Konráð Ósk- arsson og Björn Sveinsson, og Jón Héðinsson var sterkur undir körfunum að venju þótt hann sé ekki í mikilli æfingu. Þá átti Stefán Friðleifsson ágæta kafla og sömuleiðis Eiríkur Sigurðsson þótt hann gleymi sér stundum í hita leiksins. Stig Þórs: Konráð Óskarsson 20, Björn Sveinsson 15, Eiríkur Sigurðsson 14, Stefán Friðleifs- son 10, Jón Héðinsson 9, Guð- mundur Björnsson og Ingvar Jó- hannsson 8 hvor, Hrafnkell Tulin- < íus 4 og Jóhann Sigurðsson 1. Stigahæstir leikmanna UMFS voru Hans Egilsson með 16 og Guðmundur Guðmundsson með 13. KA-stelpurnar náðu ekki saman „Eini Ijósi punkturinn hjá okk- ur í þessum leik var í síðustu hrinunni, en þá Ioks var eins og stelpurnar næðu saman,“ sagði Sigurður Harðarson þjálfari KA í 1. deild kvenna eftir að lið hans hafði tapað 0:3 fyrir Breiðabliki í íþróttahúsi Glerárskóla um helgina. Þrátt fyrir 3:0 sigur í þessari viðureign var lið Breiðabliks langt frá því að vera sannfærandi. KA-stelpurnar náðu aldrei saman í tveimur fyrstu hrinunum sem enduðu 15:8 og 15:2 fyrir Breiðablik. Það var loks þegar staðan var orðin 11:2 fyrir Breiðablik í þriðju og síðustu hrinunni að lið KÁ fór í gang og þá svo um munaði. Staðan breyttist ört KA í vil en þessi endasprettur kom of seint og Úthaldið brást hjá „Það verður bara að viður- kennast að okkur vantar meira þrek, það kom vel fram í þess- um Ieik,“ sagði Þorleifur Ananíasson eftir leik KA og Víkings í Seljaskóla í Reykja- vík um helgina. KA menn léku sinn besta leik á keppnistímabilinu í 45 mínútur af þessum leik, og þá gáfu þeir fs- landsmeisturum Víkings ekkert eftir nema síður væri. Þeir leiddu í leikhléi 10:9 og þegar síðari hálfleikur var hálfnaður var stað- an 15:13 KA í vil. En þá var eins og stungið væri á blöðru, KA- menn voru búnir með úthald sitt en Víkingar ekki og sneru dæm- inu við. Staðan breyttist í 15:15 í 18:16 og síðan 22:17 en KA skor- aði síðasta mark leiksins og loka- tölur því 22:18 fyrir Víking. „Vörnin fór alveg hjá okkur í lokakaflanum," sagði Þorleifur. „Þetta er úthaldsleysi og það má þvf búast við að æfingarnar verði strembnar á næstunni," bætti hann við. Mörk KA í þessum leik skor- uðu þeir Erlingur Kristjánsson 5, Magnús Birgisson 3, Kristján Óskarsson 3, Sigurður Sigurðs- son 3, Þorleifur Ananíasson, Logi Einarsson, Jóhann Einars- son og Jón Kristjánsson 1 hver. - Hjá Víkingi var Sigurður Gunn- arsson atkvæðamestur og skoraði 9 mörk. Þurftu of mikið að ræða við dómarana! „Það verður bara að segja það eins og er að Týr átti sigurinn í þessum leik alveg skilið, mínir menn voru eitthvað vanstilltir og ekki bætti það úr skák að þeir þurftu mjög mikið að ræða við dómarana að þessu sinni í stað þess að einbeita sér að því að spila handbolta.“ Þetta sagði Guðjón Magnús- son þjálfari Þórs í 3. deildinni í handbolta eftir tap Þórs í Eyjum um helgina. Þar urðu úrslitin 22:19 fyrir Tý, eftir að staðan í hálfleik hafði verið 15:12 heima- mönnum í vil. „Auðvitað spilar ákveðið reynsluleysi hér inn í því lið okk- ar er ungt. Það breytir því ekki að þetta var slakur leikur hjá okkur og nú var allt annað upp á teningnum hvað varðar samstöðu og baráttu en í leikjum okkar á Breiðablik náði að innsigla sigur 15:12 og vann því 3:0. Sigurður sagði að það sem háði KA væri leikreynsluleysi og er ástæðan aðallega sú að margar stelpurnar í liðinu eru nýjar þar. En liðið sýndi í þriðju hrinunni gegn Breiðablik að það getur spilað vel og staðið í mótherjum sínum í deildinni, og aukin geta hlýtur að koma með aukinni reynslu. Akranesi og í Borgarnesi á dög- unum. Þá var liðsheildin í lagi og og góð barátta, en nú ekki og því fór sem fór,“ sagði Guðjón. Lið Týs hefur tapað einu stigi það sem af er mótinu, gerði jafn- tefli gegn Akranesi, liði sem Þór hefur sigrað á útivelli. Guðjón sagði að lið Þórs og Týs væru svipuð að styrkleika, spurningin væri öllu heldur um það hvort lið- ið „héldi haus“ í leikjum þeirra. Þór hafði yfirhöndina framan af Ieiknum, en þeim gekk illa að setja undir „leka“ í öðru horninu í vörninni hjá sér og Eyjamenn notfærðu sér það óspart. Mörk Þórs gerðu: Sigurður Pálsson 6, Guðjón Magnússon 4, Aðalbjörn Svanlaugsson 3, Gunnar Gunn- arsson 3, Hörður Harðarson 1, Oddur Sigurðsson 1 og Baldvin Hreiðarsson 1. 1—x—2 Úrslitaröðin á getraunaseðli helgarinnar varð sem hér segir: Arsenal - Sunderland Birmingham - Coventry Liverpool - Everton Man. Utd. - A. Villa Norwich - Southampton Nott. For. - Wolves QPR - Luton Stoke - Tottenham Watford - Leicester WBA - Notts. C Sigurður Pálsson var markhæstur West Ham - Ipswich Þórsara í Eyjum. Oldham - Chelsea Hið nýja „sputniklið“ í 2. deild karla í blaki, „Reynivík“, vann öruggan 3:0 sig- ur t leik sínuin um helgina er það niætti liði Skautafélags Akureyrar. Úrslitin 3:0 og „Reynivík“ er ósigrað í Norðurlands- riðlinum. Ekki er þó hægt að segja annað en að það hafi hjálpað aö lið Skautafélagsins lék langt undir getu í þessari viðureign. SA hefur hingað til haft sterka sókn og góða hávörn en nú gekk ekkert upp hjá liðinu. Lítið líí var í sóknarleiknum, sama og ekkert reynt að „smassa“ en þess meira gert að því að reyna að „lauma“ boltanum yfir netið. Hinum megin netsins var svo Svanlaugur Þorsteins- son tii varnar, og hann sleppir fáum „laum- um“ í góiíið hjá sér. Ekki er fjarri iagi að áætia að SA-menn hafi verið hræddir við „sputnikana hjá Reynivík". Svo fór líka að úrslitin urðu ákaf- lega einstefnuleg, 15:3, 15:7 og 15:12 urðu úrslitin í hrinunum. Liðin þóttu jöfn í þess- um leik, helst að Svaniaugur stæði upp úr hjá „Reynivík“ en lið SA jafnt en mistækt. Um helgina léku einnig hin liðin tvö í Norðurlandsriðlinum, a og b lið KA. Þar var urn hreina einstefnu að ræða því b-iiðs- mennirnir höfðu Ktið eða ekkert að gera í hendurnar á a-liðsmönnum félagsins. Urslit- in í hrinunum 15:4, 15:4 og I5:6segja meira en mörg orð. Hjá a-Iiðinu voru þeir bestir Gunnar Staumiand og Þórir Schiöth, og að venju þeir uppspilararnir Karl Valtýsson og Sigvaldi Jónsson sem stjórna spili liðsins. - Hjá b-lið- inú var það helst Ólafur Þórarinsson sem sýndi eitthvað líkt og þeir í a-iiðinu. Ekkert verður leikið í Norðurlandsriöli 2. deildar karla um næstu heigi, en helgina þar á eftir verða tveir leikir og mætast þá þau lið sem berjast um sigurinn í riðlinum, XA og Reynivík“ á Akureyri. Stórsigur hjá stelpunum í Þór! Ýmislegt bendir til þess ad stelpurnar hjá Þór niuni endurheimta sæti sitt í 1. deildinni í haiidhulta þótt auðvitað sé of snemnit að fullyrða nokkuð um það enn sem komið er Þær hafa nú leikið fjóra leiki í 2. deiidinni og unnið þá alla auðveldlega. Um helgina léku þœr gegn Stjörnunni hér á Akureyri og höfðu yfirburði. Staðan í hálf- leik var orðin 7:3 en lokatölurnar 18:8 segja allt sem segja þarf. Mörk Þórs skoruðu Sól veig Birgisdóttir 4, Guðrún Kristjánsdóttir 4, Sigurlaug Jónsdóttir 3, Þórunn Siguröardótt ir 2, Margrét Björnsdóttir 2, Díana Gunnars dóttir 2 og Inga H. Pálsdóttir 1. Tvö lið fara upp í I. deild í vor og er álitið að tvö bestu liöin séu lið Þórs og ÍBV. Þór á eftir að leika gegn ÍBV, Þrótti og ÍBK í fyrri umferöinni. FH með kennslu „sym- gegn KA „FH-ingarnir eru í algjörum sérflokki í íslenskum hand- knattleik i dag og það er t.d. -fnjög mikill munur á þeim og 'Jííkingi,“ sagði Þorleifur 'Ananíasson KA er við rædd- um við hann í gær, en KA mætti FH í Hafnarfirði á laug- ardag í 1. deildinni og fékk stóran skell. Úrslitin urðu hvorki meira né minna en 20 marka sigur FH, 34:14. „Þeir eru mjög góðir og voru með háifgerðan sýningarhand- bolta í síðari hálfleiknum," sagði Þorleifur. „Þá gekk allt upp hjá þeim sama hvað það þeir reyndu Þorleifur Ananíasson: „Það stóð ekki steinn yflr steini hjá okkur.“ og áhorfendur sem voru fjöl- margir kunnu vel að meta. Þeir eru ákaflega grimmir í hraðaupp- hlaupunum og ég held að þeir hafi skorað a.m.k. helming marka sinna úr þeim. Við brotn- uðum niður og það stóð ekki steinn yfir steini hjá okkur. Mörk KA í þessum leik skor- uðu Sigurður Sigurðsson 6, Magnús Birgisson 4, Þorleifur Ananíasson, Erlingur Kristjáns- son, Jón Kristjánsson og Kristján Óskarsson 1 hver. - Markhæstu menn FH voru Þorgils Óttar Mathiesen með 8 og þeir Kristján Arason og Atli Hilmarsson með 7 mörk hvor. 7. nóvember 1983 - DAGUR - 7

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.