Dagur - 11.11.1983, Blaðsíða 1

Dagur - 11.11.1983, Blaðsíða 1
66. árgangur Aknreyri, föstudagur 11. nóvember 1983 127. tölublað I áfc &*•*»» sf w TlL.fi *•<«*¦*_ Lengingaraðgerðir aö hefjast á Margt bendir til þess að innan tíðar verði hægt að hefja lengingaraðgerðir við Bæklunardeild Fjórðungshússins á Akureyri. Halldór Baldursson, yfírlæknir deildarinnar sótti nýlega ráðstefnu um þessi mál í Sovétríkjunum ásamt tveim öðrum íslenskum sérfræðingum og í samtali við Dag sagði hann að ekkert væri því til fyrirstöðu að hefja lengingaraðgerðir hér ef nauðsynlegur tækjabúnaður fæst. Ráðstefnan sem íslensku sérfræðingarnir sóttu var haldin í Kurgan í Síberíu, en á þessum stað gekkst m.a. Helgi Óskarsson undir lengingaraðgerð svo sem frægt er orðið. Sovétmenn hafa staðið mjög framarlega í lengingum á dvergvöxnu fólki en samsvarandi aðgerðir eru þó notaðar víða um heim. Yfirleitt til þess að lengja hendur eða fætur á fólki þar sem dregið hefur úr vexti eða stytting orðið t.d. vegna slysa. - Ég vil taka það skýrt fram að það hefur aldrei komið til tals að fara út í að lengjá dvergvaxið fólk hér á landi en aðferðirnar eru þær sömu og þær getum við hagnýtt okkur ef við fáum að kaupa þessi tæki frá Sovétríkjunum, sagði Halldór Baldursson. Að sögn Halldórs eru þessi tæki tiltölulega einföld og vafalaust ekki mjög dýr. Talsvert stór hópur fslendinga gæti haft gagn af þessari „nýju aðferð" ef af verður, þar af nokkrir Akureyringar. Með lengingaraðferðum Sovétmanna er hægt að lengja útlimi manna um sem svarar einum millimetra á dag en allt í allt mun vera hægt að lengja t.a.m. hendur og fætur um tugi sentimetra. Ef ákveðið verður að hefja þessar lengingaraðgerðir hér, þá þýðir það í raun að afkastageta Bæklunardeildar FSA minnkar frá því sem nú er, miðað við óbreytt ástand. Lengingaraðgerðirnar taka oft upp í marga mánuði og á meðan þarf viðkomandi sjúklingur að dveljast á sjúkrahúsinu. ... Kaupmannahöfn-Reykjavík-Kaupmannahöfn 7.148 kr. Gautaborg-Reykjavík-Gautaborg 7.015 kr. Ráðhustorg 3, Akureyri Tel.: 25000 in hagstæöu jolafargjöld Osló-Reykjavík-Osló 6.698 kr. Stokkhólmur-Reykjavík-Stokkhólmur 8.102 kr. FERÐASKRIFSTOFA AKUREYRAR HF.| ^^

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.