Dagur - 11.11.1983, Blaðsíða 4

Dagur - 11.11.1983, Blaðsíða 4
ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI SfMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 130 Á MÁNUÐI - LAUSASÖLUVERÐ 18 KR. RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARM.: HERMANN SVEINBJÖRNSSON FRÉTTASTJÓRI: GlSLI SIGURGEIRSSON BLAÐAMENN: EIRÍKUR ST. EIRlKSSON, GYLFI KRISTJÁNSSON, AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. Utanríkismál Fyrirhugaðar framkvæmdir við nýjar ratsjár- stöðvar komu til umræðu á kjördæmisþingi framsóknarmanna á Norðurlandi eystra, sem haldið var 4.-5. nóvember sl. Þingið andmælti hvers kyns hernaðaráformum og þar með byggingu ratsjárstöðva fyrir Bandaríkjaher. Ályktun þingsins um utanríkismál var svo- hljóðandi: „Kjördæmisþingið lætur í ljós áhyggjur af vaxandi ófriði, innrásum og vopnuðum átök- um víða um heim. Þingið fordæmir árásir stór- velda á önnur ríki, svo sem innrásir Sovétríkj- anna í Afganistan og Bandaríkjanna í Gren- ada. Kjördæmisþingið lýsir andstöðu sinni við hvers kyns áform um aukin hernaðarumsvif í landinu. Þá leggur þingið til að aukið verði eftirlit með varnarliðinu á Keflavíkurflugvelli, með tilliti til smygls á eiturlyfjum. Ennfremur verði tollfrelsi diplomata endurskoðað. íslendingum ber að standa vörð um þjóð- frelsi sitt og efla samskipti við þær þjóðir sem virða lýðræði og mannréttindi. Kjördæmisþingið lýsir stuðningi við mál- stað óháðra friðarhreyfinga sem miða fyrst og fremst að því að knýja stórveldin til að hætta kjarnorkuvígbúnaði. Fagnar kjördæmisþingið þátttöku íslensku þjóðkirkjunnar, undir for- ystu biskups íslands, í alþjóðlegum friðar- samtökum kristinna kirkjudeilda og trúfé- laga.“ Húsnæðis- og félagsmál í ályktun um húsnæðis- og félagsmál var fagnað þeim árangri sem félagsmálaráðherra hefur náð í því efni að leysa vandamál hús- byggjenda. Þingið beindi því til þingmanna og ráðherra flokksins að vinna að uppbygg- ingu húsnæðislánakerfis sem tryggi að greiðslubyrði lánþega vegna staðalíbúðar fari ekki yfir hæfilegt hlutfall af tekjum vísitölu- fjölskyldu. „í ofangreindu lánakerfi verði gert ráð fyrir þörf aldraðs fólks að minnka við sig húsnæði er það lætur af störfum og tekjur dragast saman. Framkvæmd þessa málaflokks verði í höndum sveitarfélaga. “ Þá vakti þingið athygli á bygginga- og húsnæðissamvinnufélögum og að réttur þeirra verði tryggður við endurskoðun á lög- um um Húsnæðisstofnun ríkisins. „Þingið vill vekja athygli á því að fjármagn úr Framkvæmdasjóði virðist ekki hafa runnið í sama mæli til landsbyggðarinnar og höfuð- borgarsvæðisins," sagði ennfremur í ályktun kjördæmisþingsins. Þá ályktaði þingið einnig um aukin verkefni og meira sjálfræði sveitar- félaga, gerð verði gleggri skil á verkaskipt- ingu þeirra og ríkisins og sveitarfélögum ætl- aðir nýir tekjustofnar til nýrra verkefna. Kristján frá Djúpalæk Mennlng eða nesj amennska? Afkimamenning? Eitt sinn var dreifbýlismenning okkar kölluð „nesjamennska" af þeim sem bjuggu við hina einu sönnu menningú höfuð- borgarinnar. Enn hefur komið hljóð úr sama horni; og er sá einn munur á að nú heitir dreif- býlismenningin „afkimamenn- ing“. Höfundur þessa nýyrðis (sem mun þó vera fræðiheiti innan félagsvísinda) kallar sig ÓEF og skrifaði nýlega grein í Dagblað- ið-Vísi, helgaða sjónvarps- og útvarpsefni úr dreifbýlinu. Par lætur hann m.a. þessi orð falla um þátt sjónvarpsins: „Kvikmynd Guðlaugs Tryggva Karlssonar, Sé ég eftir sauðunum, var sérstakt fágæti. Myndatakan var léleg, textinn kannast við - og verið flengdur fyrir. - Nú sé blygðun sú og hat- ur á sveitinni sem þetta olli að brjótast sem „duld“ upp úr undirvitundinni og lýsi sér í nefndum asnaspörkum. En hvað um það: Enn þyrfti að flengja kauða því að þessi grein er nýtt skammarstrik gegn landsbyggðinni! Nú er að vísu ekki nýtt að köldu andi af síð- um DV til sveitafólks. Hitt er leitt að heyra að t.d. nafnið Laugar í Reykjadal skuli vekja upp jafnömurlegar kenndir í því húsi. Morgunblaðsmenning? Morgunblaðið varð sjötugt ný- lega og hamingjuóskir skulu því færðar héðan, ásamt þökk- um fyrir góða fréttaþjónustu á mörgum sviðum. - Einnig fyrir afmælisbarn þróast öfugt við okkur mennina: Morgunblaðið er frjálslyndara nú en þá er það var yngra og hrærist í takt við tímann. Okkur hættir til að staðna. Drif á öllum Ég var staddur í stofnun nokkurri hér í bæ rosadag einn fyrir skömmu. Afgreiðslukonan taldi stjórnendur veðurfars óhæfa um þessar mundir. „Eig- um við þá ekki bara að setja Steingrím á tróninn og láta hann stjórna veðrinu?“ sagði ég. „Jú, bara Blazerinn dragi þangað upp!“ svaraði konan. Fetta þótti mér harla fyndið svar. En út frá þessu fór ég að hugleiða allt það veður sem gert ^__________ MENNINGARARFLEIFÐ SVEITAMENNSKUNNAR , munHinn lífi cnda cr hann oröinn virðist vcra leif af þeirri me inn með rfl,mið hrevtt'ur á leikaraskapnum og arfleiíð að hlera síma. Um helgina Maðurinn ------- . skotraði sér inn á skerminn á laugardagskvöldið og það þýddi að undirritaður sat sem negldur fyrir framan hann. Þessi ævintýramynd eftir hinni frægu sögu Alexander Dumas var vel leikin og vel gerð i alla staði. Góð afþreying fyrir börn á öllumaldri. A sunnudagskvöld var SJðnvarp næstu viku besU þátturinn, næst á myndina liii, enaa er nanu dulitið þreyttur á leikaraskapnum og tekinn af vískidrykkju. Það er sama hvað reynt er, hann verður alltaf gamaU leikari og verður aldrei yngd- urupp um tvotUþrjá áratugi. Kvikmynd Guðlaugs Tryggva Karlssonar, Sé ég efUr sauðunum, var sérstakt fágæU. Myndatakan var léleg, textinn vondur og þulurinn hræðUegur, en samt er ég viss um að ieif af þeirri menningar- arfleifð að hlera síma, eins og algengt er í þeim sveitum sem ekki hafa sjálfvirkan síma. I þættinum er malað um eitthvað sem engum kem- ur viö nema spyrUnum og viðmæl- anda hans og að minu maU ætti að halda þessum þætU á símalínunni i staö þess aö senda hann út. Má ég frekar biðja um A tali með Eddu og Helgu. Auk þess skil ég ekki þessa _ •_ * ' -rpninct” * u~»*~*nni mcö vondur og þulurinn hræðilegur, en samt er ég viss um að sveita- mennirnir í Flóa og á Skeiðum hafa verið stórhrifnir. Fyrir okkur hina, sem þekkjum sveitamennskuna nánast aðeins af afspurn var þetta skemmti- legt (sic) sýnishorn af afkima- menningu.“ Útvarpið fær einnig sitt. Er þar einkum veist að þætti Hildu Torfadóttur á Laugum í Reykjadal, Á sveitalínunni, frá Ríkisútvarpinu á Akureyri: „(Það) eru nokkrir þættir sem geta fengið mig til að stökkva upp og slökkva á tækinu. Það eru einkum síðdegistónleikar af ýmsu tagi, messur, og þegar Hilda einhver Torfadóttir malar á sveitalínunni. Síðastnefndi þátturinn virðist vera leif af þeirri menningararfleifð að hlera síma ... í þættinum er malað um eitthvað sem engum kemur við nema spyrlinum og viðmælanda hans og að mínu mati ætti að halda þessum þætti á símalínunni í stað þess að senda hann út.“ Ekki síst fer það í fínar taug- ar þessa höfundar að kynnt sé hvaðan Hilda er, sem sagt úr sveit. Sjálfsagt finnst honum að landshlutaútvarpið hljóti að sækja efni sitt í sjálfan visku- brunninn syðra? Sálfræðingar myndu trúlega álykta út frá svo sjúklegri fyrir- litningu á því sem hann kallar „menningararfleifð sveita- mennskunnar“ að höfundur hafi verið í sveit í blábernsku, framið þar eitthvert skammar- strik sem hann þorði ekki að það frjálslyndi að ljá mönnum með andstæðar skoðanir rúm á síðum sínum. En það er tvennt sem ég vildi fetta fingur út í hjá Morgun- blaðinu. Annars vegar er hin einstaka þjónustulund og aga- klökkvi við stjórnvöld í Wash- ington, þar sem blaðið er kaþólskara en páfinn og hins vegar umfjöllun þess um listir. Er þó annar aðalritstjóranna skáld gott og rithöfundur. Meinið er að blaðið fær yfir- leitt listamenn til að skrifa um kollega sína í hverri grein: Mál- ari skrifar um málara, tónlist- armaður um tónlistarmenn, ljóðskáld um ljóðskáld o.s. frv. Sjálfur hef ég reynt að forðast að skrifa um ljóðskáld þótt ég geti bóka. Ég tel það algjöra ósvinnu að listamenn á sama sviði skrifi hverjir um aðra. Þeir geta aldrei orðið hlutlausir. Þar kemur til afbrýði, ismadekur og sjálfsást. Það eru greindir list- neytendur og listfræðingar sem eiga að sinna slíkri þjónustu. Stundum verður mér hugsað er ég les listgagnrýni í Morgun- blaðinu: Fjarska eiga þessir menn gott að vita svona ná- kvæmlega hvernig listaverk á þeirra eigin sviði á að vera og hvernig ekki! Slíkir hljóta sjálfir aðeins að framleiða fullkomna list. Oftar blöskrar mér þó að- eins fimbulfambið. En Lesbókin er gott blað hjá Gísla Sigurðssyni þó mér þyki arkitektúrinn fá þar óþarflega mikið rúm. Þrátt fyrir allt verður maður að viðurkenna að þetta sjötuga hefur verið út af því að forsætis- ráðherra nýtti sér lögfestan rétt til að kaupa bíl með ákveðnum kjörum sem margir fleiri hafa notfært sér átölulaust fram að þessu. Hygg ég að þarna komi til sú reynsla pólitíkusa, nú andstæðinga ráðherrans, að miklu auðveldara sé að vekja upp storm um smá mál en stór. Þetta bílamál skilur almenning- ur sem ekki veltir stórum summum. Við skynjum síður misferli með milljónir. Það er of loftborið fyrir okkur. Fólk hefur jafnvel tilhneigingu til að dást að þeim sem getur „svindlað“ stórt á kerfinu. Mér er enn í minni það sem Steindór heitinn Sigurðsson, einn af okkar góðu en gleymdu listamönnum sagði um viðskipti sín við nýríkan múgamann: „Biddu hann aldrei um fimmtíu krónur. Það er tala sem hann skynjar sem stórfé og neitar þér samstundis um. Biddu hann um fimmhundruð krónur. Hann nær ekki upp í það ennþá og segir strax já.“ Þessi sál- arfræði er enn í fullu gildi. Það var því snjallt hjá stjórn- arandstæðingum Steingríms að nota þetta „smámisferli" til að þyrla upp miklu moldviðri en láta stóru tölurnar sem sognar eru úr kerfiskúnni liggja í þagn- argildi. Við skiljum bílverð, ekki afréttarlanda. Reikna má svo með að ef Steingrími væri falin stjórn tíð- arfars myndi hann banna þenn- an eilífa útsynning og afnema fárviðrin með bráðairgðalög- um. 4 - DAGIIR - 11. nóyen\l?er,í9fi3

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.