Dagur - 11.11.1983, Blaðsíða 15

Dagur - 11.11.1983, Blaðsíða 15
Listahátíð Vegleg Iistahátíð verð- ur haldin á Kópaskeri um helgina. Sýnd verða verk nemenda í grunn- skólanum á Kópaskeri, en Örn Ingi Gíslason, myndlistarmaður á Ak- ureyri, hefur frá 27. október verið með námskeið í myndgerð fyrir nemendurna. Verður afraksturinn sýndur á laugardag og sunnudag, en þarna er að fínna um 250 verk, unnin úr öllu mögulegu og ómögulegu efni. Nefna má leirmyndir, málverk, teikningar og myndir gerðar með blandaðri tækni, einnig skúlptúra úr rekaviði og steinum og hnýting- ar, svo eitthvað sé nefnt. í tengslum við sýningu nemendanna, sem eru 33 í skólanum á aldrinum 6- 12 ára, koma myndlist- armenn úr landshlutan- um og sýna verk sín. Þeir eru Örn Ingi, Ólafur H. Torfason, sem sýnir ljósmyndir frá Kópaskeri og nágrenni, Guðný Marinósdóttir, vefnaðar- kennari á Hrafnagili með vefjarlist, Jónína Lára Einarsdóttir frá Raufar- höfn með grafík, Ólöf Erla Bjarnadóttir frá Grímstungu á Hólsfjöll- um, sem sýnir keramik. Einnig verða sýndir gamlir hlutir úr byggða- safni Norður-Pingeyinga og gamlar bækur úr sýslu- bókasafninu, til að minna á að innan skamms verð- ur sýslubókasafnið opnað í gamla skólahúsinu. Sýningin verður opnuð laugardaginn kl. 16 og kl. 9 um kvöldið verða tón- leikar á sama stað, í skólahúsinu á Kópaskeri. Þar koma fram 6 lista- menn frá Akureyri. Þau eru Kristinn Örn Krist- insson, Lilja Hjaltadótt- ir, Magna Guðmunds- dóttir, Þuríður Baldurs- dóttir, Örn Viðar Er- lendsson og Kristjana Jónsdóttir, sem les ljóð við gítarundirleik. Kaffi- veitingar verða þá um kvöldið og á sunnudag verður sýningin opin frá kl. 9-5 e.h. Bílabíó í Borgarbíói Bílaklúbbur Akureyrar gengst um helgina fyrir bílabíói í Borgarbíói. Sýnd verður myndin Death Riders sem gert hefur það gott víða um lönd. Að sögn Kristins Krist- jánssonar, formanns BA þá verður sýningin á laugardag kl. 17 og verð- ur aðeins þessi eina sýning. Myndin sem er heimildarmynd um heimsins djarfasta og djöfulóðasta bílasýning- arflokk hefur ekki verið sýnd hér áður en myndin er fengin að láni frá kvik- myndahúsi í RVK. Allir eru hjartanlega velkomn- ir á meðan húsrúm leyfir. Allt í GASI hjá Baraflokknum Baraflokkurinn verður með hljómleika í H-100 um helgina. Kynnt verð- ur efni af væntanlegri plötu og verður þetta að teljast kjörið tækifæri til að nýsast fyrir um hvað þessi besta hljómsveit Akureyrar hefur í poka- horninu. Plata Baraflokksins sem Steinar hf. gefa út heitir „GAS“ og er hún að sögn kunnugra gasalega góð. Platan var tekin upp í Bray-stúdíóinu í Eng- landi fyrr á þessu ári en platan er væntanleg í verslanir hérlendis um eða upp úr næstu helgi. Hljómleikarnir í H-100 verða f kvöld og annað kvöld en ekki hefur verið ákveðið klukkan hvað hljómsveitin treður upp. Öruggast er því að mæta tímanlega, bæði til að forðast biðraðir og eins til þess að missa ekki af GASINU. Æskulýðsmót í Pelamerkurskóla Málverkasýning í Sjall anum Á sunnudag opnar Óli G. Jóhannsson málverka- sýningu í Sjallanum. Sýn- ingin verður í aðalsal og stendur aðeins þennan eina dag frá klukkan 3 um daginn til klukkan eitt eftir miðnætti. Óli sagði í viðtali við Dag að á sýningunni yrðu 40 verk, 26 akrýlmálverk og 14 tússteikningar. Málverkin væru öll gerð á þessu ári og öll frá sjáv- arsíðunni, lítil og stór. Tússteikningarnar eru frummyndir að grafík- möppunni sem hann gaf út í fyrra. Nú eru 10 ár síðan Óli G. Jóhannsson hélt sína fyrstu sýningu, þannig að segja má að þetta sé eins konar afmælissýning. Aðspurður um fjölda sýninga sem hann hefur tekið þátt í sagðist Óli ekki vera neinn statistik- er og ekki hafa hugmynd um það. Þess má svo geta að Óli sýndi síðast á samsýningu á Kjarvalsstöðum og seldust þá öll verk hans á sýningunni. Helgina 11.-13. nóvem- ber nk. verður hið árlega æskulýðsmót ÆSK hald- ið í Þelamerkurskóla. Yfirskrift þessa móts er Orð Guðs í mínu lífí og verður unnið með þetta efni bæði með söng, lestri, föndri og leikjum. Rætt verður um Lúther og áhrif hans á kirkjuna og starf hennar. Einnig verður kristniboðið í þriðja heiminum kynnt og rætt. Á laugardags- kvöld verður altarisganga en mótinu lýkur svo með guðsþjónustu í Möðru- vallakirkju kl. 14 á sunnudag. Þar ræðir sóknarpresturinn sr. Pét- ur Þórarinsson um Lúth- er og aðstoðaræskulýðs- fulltrúi kirkjunnar á Norðurlandi Sigfús Yngvason flytur kristni- boðshugleiðingu og ung- lingar aðstoða við söng og helgileik. Kirkjukór Möðruvallakirkju leiðir söng undir stjórn Guð- mundar Jóhannssonar organista. Þátttökugjald er kr. 100, en þátttakendur þurfa að hafa með sér mat og svefnpoka. Flugleiða- skákmót um helgina Flugleiðaskákmótið ’83 fer fram dagana 12. og 13. nóv- ember að Hótel Loftleið- um. Þetta er í fimmta sinn sem Flugleiðir efna til stór- móts af þessu tagi, en hið fyrsta fór fram árið 1979. í Flugleiðaskákmótinu taka þátt 24 sveitir, þar af 11 utan af landi. Keppt verður um veglegan bikar, sem Flugleiðir hafa látið gera, auk þess sem fleiri verðlaun eru í boði, jafnt tjl skák- sveita sem einstaklinga innan þeirra. Hin árlegu skákmót Flugleiða hana áunnið sér fastan sess sem meiriháttar skákviðburðir hérlendis og flestir af þekktustu skák- mönnum landsins jafnan meðal þátttakenda. Fram til þessa hefur sveit Búnað- arbanka íslands farið þris- var með sigur af hólmi í Flugleiðaskákmótinu og sveit Útvegsbanka íslands einu sinni. Flugleiðaskákmótið hefst klukkan níu að morgni laugardaginn 12. nóvember í Kristalsal Hótels Loftleiða og verða tefldar 23 umferð- ir. Mótinu lýkur með verð- launaafhendingu á sunn- udagskvöld. Skákstjórar eru Hálfdán Hermannsson og Andri Hrólfsson. JC-dag- urinn er ídag JC-dagurinn er í dag. Af því tilefni munu JC-félag- ar vera í flestum helstu verslunum bæjarins og dreifa sérstökum upplýs- ingarplakötum sem JC- Akureyri hefur látið gera sem framlag sitt til þessa dags. Plakat það sem hér um ræðir hefur að geyma tillögur neytendasamtak- anna um meðferðar- merkingar fatnaðar. Spjaldið er ókeypis. Félagar í JC-hreyfing- unni eru nú 460.000 víða um heim en í JC-Akur- eyri eru félagar 45 af báðum kynjum. Úrslit í firma- keppni Þórs Rokk og j ass í Sjallanum Úrslit í firmakeppni Þórs í innanhússknattspyrnu verða í Skemmunni á morgun og hefst fyrsti leikurinn kl. 16. Fjögur lið keppa til úrslita en þau eru Slipp- stöðin A- og B-lið, Póst- ur og sími og Sambandið. Alls verða því sex leikir í Skemmunni og er búist við harðri og tvísýnni keppni. Rokkstjarnan Sigurður Johnny sem gerði stormandi lukku í Sjall- anum á dögunum mætir aftur á svæðið um helg- ina og skemmtir þar bæði í kvöld og annað kvöld með hljómsveit Ingimars Eydal. Það verður ýmislegt fleira um að vera í Sjall- anum í kvöld. Kl. 21 hefst þar „stór-kjör- bingó Þórs“ og verður spilað um marga giæsi- lega vinninga. Auk þess skemmta þær vinkonur úr útvarpsþættinum „Á tali“ og hver veit nema Elli verði með í förinni. Þeir sem hafa gaman af jassj leggja væntanlega leið sína upp í Mána- salinn því þar leikur Reynir Sigurðsson af fingrum fram léttan jass ásamt félögum úr Jass- klúbbi Akureyrar og væntanlega verður sveifl- an í hámarki eins og vera ber. ml/éttitiét 19(83 SteÁteÖR * h 5

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.