Dagur - 11.11.1983, Blaðsíða 16

Dagur - 11.11.1983, Blaðsíða 16
Akureyri, föstudagur 11. nóvember 1983 ——.......í Smiðju um helgina:— Þorvaldur Hallgrímsson píanóleikari og Örn Viðar gítarleikari spila dinnertónlist fyrir matargesti um helgina. Reynir Jónsson víbrafónleikarí spilar fyrir matargesti á laugardagskvöld. Fullbókað i fyrri tímann, en laus borð í seinni tímanum. IHBHHHHHHBHHHBBBHBHHHBHHi HHHHHHHHHHHHHHHHHÍ Hafþór: „Málið er í bið- stöðuu „Það er ekkert að frétta af þessu máli, má segja að það sé í biðstöðu eins og stendur,“ sagði Sigurður P. Sigmundsson fulltrúi í Sjávarútvegsmála- ráðuneytinu er við spurðum hann hvað liði afgreiðslu á þeim tilboðum sem bárust í hafrannsóknarskipið Hafþór. „Þegar þar að kemur mun Fjár- ■ málaráðuneytið einnig koma inn í þetta mál því það snertir það ráðuneyti einnig. Ef viðræður verða við þá aðila sem gerðu til- boð í skipið munu fulltrúar frá báðum þessum ráðuneytum taka þátt í þeim. En málið er sem sagt í biðstöðu og ekkert af því að frétta,“ sagði Sigurður. Opnað í lllíöar- Mikið var að gerast á Raufarhöfn í gær. Þá kom fyrsta loðnan þangað og einnig var byrjað að salta sfld, annað árið í röð eftir um 15 ára hlé á sfldar- söltun. Mynd: H.Sv. Dalvík: A.tvtimuleysi og fólks- flótti jafnvel framimdan — Bæjarstjóm heldur fund með hagsmunaaðilum í sjávarútvegi Geysilegur vandi er nú varð- andi stöðu sjávarútvegsmála á Dalvík. Á einu ári hafa fjórir bátar verið seldir frá Dalvík og sá fimmti er kominn á sölu- skrá. Atvinnunefnd bæjarins hefur margoft fjallað um þetta ástand og í framhaldi af því hefur bæjarstjórn Dalvíkur ákveðið að boða til fundar með hagsmunaaðilum á staðn- um og verður hann haldinn nk. sunnudag. Atvinnúmálanefndin hefur m.a. rætt við forráðamenn 12 helstu útgerðar og fiskvinnslu- fyrirtækja í bænum. Hjá þessum fyrirtækjum starfa um 300 manns og meirihluti þeirra á í miklum rekstrarfjárerfiðleikum. Á fundi atvinnumálanefndar- innar nýlega lagði nefndin til að athugað yrði með sameiningu og samvinnu fyrirtækja x fiskvinnslu og útgerð á Dalvík, og í beinu framhaldi af því hefur bæjar- stjórnin ákveðið fundinn nk. sunnudag. Atvinnumálanefndin hefur lagt áherslu á að bregðast þurfi skjótt við og grípa til að- gerða sem bægt geti þeirri hættu frá að fyrirtækin gefist upp sem myndi hugsanlega leiða til atvinnuleysis og jafnvel fólks- flótta frá staðnum. Á fundi bæjarstjórnar 3. nóv- ember þar sem ákveðið var að boða til fundarins nk. sunnudag var einnig samþykkt að fá á fund- inn Sigurð Stefánsson, en hann er löggiltur endurskoðandi og virtur sem ráðgefandi aðili á sviði sjáv- arútvegs. Leika Grímseyingar I „Skanimdegi'”4 Þráins Skíðalyftur í Hlíðarfjalli verða opnar nú um helgina ef veður leyfir en þar er nú nægur snjór og gott skíðafæri og sömu sögu er að segja um göngubrautina í Kjarna. Opnað verður um kl. 11 á laug- ardagsmorgun og opið til klukk- an 16 og á sama tíma á sunnudag. Tvær lyftur verða opnar, stóla- lyftan og Stromplyftan. Fólk er hvatt til að notfæra sér þetta, því það fer að sjálfsögðu eftir aðsókn hvort grundvöllur verður fyrir áframhaldandi opnun. I Kjarna- skógi hefur verið gott skíðafæri fyrir göngumenn undanfarna daga. „Við erum að leita að stað til þess að taka upp mynd á hve- nær sem af því verður nú,“ sagði Þráinn Bertelsson er við spjölluðum við hann, en það hafði fregnast að Þráinn hafí verið í Grímsey á dögunum til að kynna sér aðstæður þar. „Þetta var könnunarferð. Ég hafði komið út í Grímsey áður en ekki að vetrarlagi. Þetta er merk- isstaður og hefur margt til síns ágætis eins og flestir aðrir staðir. Annars gæti orðið erfitt að koma þarna út með 20 manna hóp, það gæti haft röskun í för með sér og að sjálfsögðu vantar þarna eitt og annað því að Grímsey er fyrst og fremst fyrir Grímseyinga sjálfa. Við erum að leita að stað sem er hæfilega afskekktur og upp- fyllir viss skilyrði, og Grímsey er mjög spennandi hvað það snertir. Þar eru t.d. hús sem gætu komið okkur að gagni og það fólk sem ég talaði við tók okkur svo elsku- lega og er ákaflega gott heim að sækja.“ - Snúum okkur aðeins að myndinni sjálfri, hvernig mynd er þetta sem þú hyggst fara að taka upp? „Það er lítið um hana að segja í sjálfu sér. Hún heitir „Skamm- degi“ og fjallar um dularfulla fyrirburði sem verða á afskekkt- um stað þegar þangað kemur manneskja úr fjölmenninu, en þetta er samið af mér sjálfum og það er sama félagið og stóð að „Nýju lífi“ sem stendur að þessu.“ - Getur komið til að Grímsey- ingar muni leika í þessari mynd eins og átti sér stað með Vest- mannaeyinga í „Nýtt líf“? „Það væri alveg undir heima- fólkinu komið en ég er ekkert farinn að ræða það. Það er alveg á hreinu að það verður engin mynd gerð í Grímsey nema með samþykki Grímseyinga og í sam- vinnu við heimamenn. Ef fólkið sýndi því áhuga að taka þátt í gerð myndarinnar þá yrði það sjálfsagt gert.“ Ifeður „Þetta verður prýðilegt hjá ykkur um helgina, alveg Ijómandi veður,“ sagði Eyjólfur Þorbjörnsson veðurfræðingur í morgun. „I dag verður hæg sunn- anátt og bjart veður, hiti yfir frostmarki en örlítið nætur- frost. Á morgun verður mjög líkt veður nema að átt- in verður s-vestan og þetta gæti haldist lítið breytt næstu daga. Það er sem sagt gott framundan hjá ykkur,“ sagði Eyjólfur. Nýkomið frá Kúnigúnd: Pönnur og pottar. M Kuldastígvél, allar stærðir. M Norsku ullarnærfötin vinsælu. "K Vélsleðahanskar M SkíÖahanskar. * Skíöahúfur. M Treflar. + Kuldaúlpur

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.