Dagur - 14.11.1983, Blaðsíða 3

Dagur - 14.11.1983, Blaðsíða 3
01 og gosdrykkir frá Sana á mun hagstæðara verði „Okkur fínnst full ástæða til þess að vekja enn betur en gert hefur verið athygli á þeim mikla verðmun sem er á öli og gosdrykkjum hér á Norður- landi frá Sana og frá öðrum framleiðendum,“ sagði Ragn- ar Birgisson forstjóri Sana/ Sanitas á blaðamannafundi sem fyrirtækið boðaði til fyrir helgina. Tilefni fundarins var að nú er lokið framkvæmdum við hina nýju viðbyggingu Sana á Akur- eyri, einnig að vekja athygli á nýju maltöli og pepsi og ekki síst verðmun drykkjanna frá Sana miðað við drykki frá öðrum gos- drykkjaframleiðendum hér- lendis. „Það er sláandi munur á verði,“ sagði Ragnar. „Ef við miðum við lítra af gosdrykkjum frá okkur þá kosta þeir t.d. á Ak- ureyri 36,50 kr., kók kostar hér 47,40 kr. og drykkir frá Öl- gerðinni kosta 50,20 kr. Eg held að fólk hafi ekki gert sér þetta nægjanlega ljóst, en ástæðan er sú að hér á Akureyri starfar fólk að þessari framleiðslu og við get- um því boðið lægra verð en keppinautarnir. Það má setja dæmið þannig fram að ef við ber- um saman verð á pepsi og kók þá fær viðskiptavinurinn eina litla pepsiflösku í kaupbæti er hann kaupir lítra af pepsi miðað við að kaupa lítra af kók. Úr átöppunarsalnum í Sana. Það er jafnvel meiri munur á maltölinu og pilsnernum. Flask- an af þessum drykkjum kostar frá okkur 17,00 kr. hér á Akur- eyri en 22,15 frá Ölgerðinni. Ég held að Akureyringar og Norð- lendingar yfir höfuð ættu að gefa þessu meiri gaum en verið hefur.“ - Ragnar sagði frá því á fund- inum að þeir hefðu aukið talsvert kolsýrumagn í pepsi, sem gerði það að verkum að drykkurinn væri mun ferskari og frískari en áður var. Þá hefur framleiðslan á maltöli verið stórlega endur- bætt, og mætti segja að um gjör- breyttan drykk væri að ræða. Annars var Ragnari tíðrætt um verðmuninn sem vissulega er mikill. Þannig munar 10,90 kr. hvað pepsi er ódýrara á Norður- landi en kók, og á gosdrykkjum frá Sana og Agli Skallagrímssyni er þessi munur 13,70 kr. á lítra Sana í vil. Munurinn á flösku af maltöli og pilsner frá Sana og Ölgerðinni er 5,50 kr. á flösku Sana í vil. Þessar tölur eiga við Akureyri en á öðrum stöðum norðanlands er munurinn sam- bærilegur. Framkvæmdum við nýbygg- ingu Sana á Akureyri er nú lokið innanhúss og komin upp þar mjög góð aðstaða fyrir starfsem- ina í rúmgóðu og vel búnu hús- næði og þar starfa um 30 manns. HAGKAUP Reykjavík Akureyri Njarðvík 14. nóvember 1983 - DAGUR - 3

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.