Dagur - 14.11.1983, Blaðsíða 5

Dagur - 14.11.1983, Blaðsíða 5
Jafnréttisnefndin kynnir nýtt frumvarp Jafnréttisráð hefur sent jafn- réttisnefnd Akureyrar frum- varp til laga um jafna stöðu og jafnan rétt karla og kvenna, til kynningar og umfjöllunar. Eitt af hlutverkum jafnréttis- nefndar er að upplýsa um jafn- réttismál og telur nefndin brýnt að sem flestum gefist tækifæri til að kynna sér þetta frumvarp, þar sem gert er ráð fyrir ýmsum gagngerðum breytingum frá nú- gildandi jafnréttislögum, meðal annars hvað varðar aukna ábyrgð stjórnvalda og atvinnurekenda á framgangi jafnréttis. Jafnréttisnefnd hefur þegar sent frumvarpið ásamt greinar- gerð til allra stjórnamálahreyf- inga á Akureyri, svo og til Kvennasambands Akureyrar og J af nréttishreyfingarinnar. Nefndin vill vekja sérstaka at- hygli atvinnurekenda og verka- lýðsfélaga á ábyrgð þeirra á fram- kvæmd jafnréttis. Peir aðilar sem hafa áhuga á að kynna sér frumvarpið nánar, geta snúið sér til jafnréttisnefndar, Geislagötu 9. Milliliða- kostnaður minni en víðast annars staðar „Þrátt fyrir að ýmsum þyki nóg um milliliðakostnaðinn hér hjá okkur er hann sem bet- ur fer mun lægri en í flestum nágrannalöndum okkar,“ segir m.a. í fréttabréfi frá uppiýs- ingaþjónustu landbúnaðarins, en þar kemur fram að bóndinn fær í dag 63,8% af því verði sem neytandinn greiðir þegar mjólk er komin í eins lítra um- búðir, en víðast hvar er þetta hlutfall ekki nema 50%. í fréttabréfinu segir: „Sam- kvæmt síðasta verðlagsgrundvelli eiga mjólkurframleiðendur að fá kr. 13,78 fyrir einn lítra af mjólk. Frá þessu verði dregst flutnings- kostnaður á mjólkinni til sam- lagsins og sjóðagjöld. Undanfarin ár hafa bændur yfirleitt náð því verði, sem þeim hefur verið ætlað að fá sam- kvæmt verðlagsgrundvellinum. Ef mjólk væri seld í lausu máli þá mundi hún kosta kr. 15,70 hver lítri, en niðurgreiðslur eru kr. 4,51 á lítra. Þannig að raun- verulegt verð sem neytendur ættu að greiða væri því kr. 20,21 á lítra í lausu máli. Þannig að verð- ið sem bændur eiga að fá er 68,2% af raunverulegu útsölu- verði af mjólk, seldri í lausu máli. Ef við miðum áfram við það að mjólkin væri ekki greidd niður þá mundi einn lítri í um- búðum kosta kr. 21,61, en verðið sem neytendur greiða nú er kr. 17,10. Bóndinn fær í dag 63,8% af því verði, sem neytandinn greiðir þegar mjólkin er komin í eins lítra umbúðir. Þetta hlutfall þætti mjög gott víðast hvar, því yfir- leitt ná bændur ekki nema rétt um 50% af því verði, sem neyt- endur greiða fyrir mjólkina. Þrátt fyrir að ýmsum þyki nóg um milliliðakostnaðinn hér hjá okkur er hann sem betur fer mun lægri en í flestum nágrannalönd- um okkar.“ PASSAMYNDIR Ragnheiður Steindórsdóttir í My fair Lady. Leikfélag Akureyrar My fair Lady Sýningar: 16. sýning fimmtudaginn 17. nóv kl. 20.30. Uppselt. 17. sýning föstudaginn 18. nóv. kl. 20.30. Uppselt. 18. sýning laugardaginn 19. nóv. kl. 20.30. Uppselt. 19. sýning sunnudaginn 20. nóv. kl. 15.00. Uppselt. 20. sýning fimmtudaginn 24. nóv. kl. 20.30. Hópar utan Akureyrar fá afslátt á miðaverði. Börn og ellilífeyrisþegar fá 50% afslátt á miðaverði. Miðasala opin alla daga kl. 16-19. Sýningar- daga kl. 16-20.30. Sími: 24073. Ósóttar miðapantanir seldar sýn- ingardaga eftir kl. 18.00 Leikfélag Akureyrar. Vattfóðraðar snjobuxur bama stærðir 2-12, verð frá kr. 622,- Loðfóðraðar barnaulpur stærðir 2-12, verð frá kr. 830,- Bílastæðin eru við búðardyrnar. Athugið að sími verslunarinnar verður framvegis 22275 (beinn stmi). Eyfjörð Hjalteyrargötu 4. AKUREYRARBÆR Borgarafundur Þriðji og síðasti borgarafundurinn um málefni Hitaveitu Akureyrar verður haldinn í kvöld, mánudaginn 14. nóv., í Oddeyrarskóla (gengið inn að sunnan) kl. 20.30. Hitaveita Akureyrar. Framsóknarfélag Akureyrar Bæjarmálafundur verður haldinn í Strandgötu 31 mánudaginn 14. nóvember kl. 20.30. Fulltrúar í nefndum eru sérstaklega hvattir til að mæta. FRAMSÓKNARFÉLA AKUREYRAR aftur ending öryggi Véladeild Sambandsins Búvélar, Ármúla 3 Reykjavík Sími (91) 38900. Véladeild KEA Óseyri 2 sími 96-21400 Bændur sportmenn hjálparsveitir YAMAHA SNJÓSLEÐAR í frosti á Fróni snjósleðar fyrirliggjandi BR 250 lShestöfl ET 340 32 hestöfl ET 340T 32hestöfl SS 440 51 hestöfl EC 540 58 hestöfl SR 540 60 hestöfl V-MAX hestöfl Hafið samband við sölumann og kynn- ið ykkur okkar kjör 14. nóvember 1983 - DAGUR - 5

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.