Dagur - 14.11.1983, Blaðsíða 9

Dagur - 14.11.1983, Blaðsíða 9
Á að byggja einbýlishús syðst í Fjörunni? Á að byggja iðn- garða norðan við Höepfners- húsið? Á að byggja hótel aust- an við Tuliníusarhúsið? Á að byggja einbýlishús á gamla leikvellinum í Búðagili? Á að leyfa sjúkrahúsinu að byggja starfsmannabústaði á brekku- brúninni umhverfis Litla- Klepp? Skipulagsnefnd Akureyrar vinnur að því þessa dagana, að leita svara við þessum spurning- um og raunar mörgum öðrum, í sambandi við deiliskipulag af Innbænum og Fjörunni. Arki- tektarnir Hjörleifur Stefánsson og Peter Ottosson hafa gert til- lögur að skipulaginu til nefndar- innar. Fela þær í sér það sem um er spurt hér að framan og margt fleira athyglisvert kemur þar fram. Meðal annars er gert ráð fyrir auknum umsvifum Minja- safnsins og einnig er Skautafélag- inu ætlað svæði fyrir hlaupa- braut. Þá er reiknað með að hest- húsabyggðin í efri hluta Búðagils fái að halda sér. ® Skiptar skoðanir Skiptar skoðanir hafa verið um tillögur arkitektanna innan skipulagsnefndar og ekki síður meðal bæjarbúa. Mörgum finnst ekkert athugavert við að þétta byggðina í gamla Innbænum, elsta hluta Akureyrar, en aðrir, einkum þeir sem í þessum bæjar- hluta búa vilja að heildarsvipur hverfisins haldist óbreyttur, eða Er rétt að byggja 14 einbýlishús á þessuin stað? því líkastur sem hann hefur verið í áratugi. „Ég reikna með að skipulags- nefnd móti afstöðu sína á næstu vikum; ég á von á að það geti orðið innan hálfs mánaðar," sagði Finnur Birgisson, skipu- lagsstjóri, í samtali við blaðið. Gat hann þess jafnframt að nefndin hefði tekið jákvætt undir þær hugmyndir arkitektanna, sem búið væri að taka afstöðu til. Ekki vildi hann þó tiltaka hvaða þættir það væru. Arkitektarnir gera ráð fyrir 13-14 „stakstæðum" húsum sunnan og norðan við Aðalstræti 63, sem er eina húsið austan Aðalstrætis á löngum kafla. Um þetta atriði hefur skipulagsnefnd ekki náð samstöðu, samkvæmt upplýsingum Finns. Kemur þar margt til, þar á meðal gamli Naustavegurinn, en á svipuðum stað og hann er nú er ætlunin að leggja tengibraut fyrir byggð framtíðarinnar á Naustatúnum og þar í grennd. Er rétt að byggja 40-50 íbúðir í raðhúsum á þessum stað? ® Óþarfi? „Ég er mjög óhress með þá þétt- ingu á byggð sem er fyrirhuguð í Innbænum og Fjörunni,“ sagði Sverrir Leósson einn af íbúum Fjörunnar. „Ég sótti um heimild bæjaryfirvalda til að rífa gamalt ónýtt hús við Aðalstræti fyrir tveim árum með það fyrir augum að byggja nýtt hús í staðinn. Ég hafði hugsað mér að hafa húsið þannig að gerð að það félli vel inn í umhverfið og lagði tillöguteikningar fyrir bæjarappa- ratið. En þegar mér haföi verið þvælt fram og aftur á milli stofn- ana bæjarins var erindi mínu synjað á þeim forsendum að Fjaran ætti að fá að halda sinni mynd. Ég veit því ekki hvað hef- ur valdið sinnaskiptum bæjarins í þessu máli núna ef þessar hug- myndir verða að veruleika. Hins vegar er ég enn á þeirri skoðun að það eigi að leyfa byggingar í stað ónýtra húsa og á stökum lóðum. Én það er alger óþarfi að skipuleggja heilu hverfin í gamla bænum á sama tíma og mikið er um byggingarlóðir í öðrum hverf- um bæjarins,“ sagði Sverrir Leós- son. „Ég vil ekki útiloka þéttingu á byggð í Innbænum og Fjörunni á meðan málið er í athugun og til umfjöllunar,“ sagði Jónas Karl- esson formaður skipulagsnefnd- ar, í samtali við blaðið. Hann sagði að bæjarverkfræðingi og bæjarstjóra hafi verið falið að kanna ýmsa þætti varðandi ein- býlishúsin innst í Fjörunni. Vildi hann því ekki tjá sig um sína skoðun á þeim þætti fyrr en þeim athugunum yrði lokið. „Ég hef ekki mótað mína af- stöðu til hugsanlegra einbýlis- húsalóða innst í Fjörunni, því ýmsir þættir þess máls eru enn óljósir," sagði Sigurður J. Sig- urðsson, bæjarfulltrúi og skipu- lagsnefndarmaður. „Ég get ekki séð að þessi byggð, ef úr verður, komi til með að skaða þá íbúa sem fyrir eru, nema síður væri, því það ætti að auðvelda alla þjónustu við hverfið. Hins vegar veit ég ekki hvers vegna arkitekt- arnir gerðu ekki frekar tillögu um húsalínu austan götunnar, eins og áætlað var þegar Aðalstræti var byggt. Mér finnst það allt eins koma til greina, án þess að ég sé að tala um að húsin standi í skipulegri röð eins og tíðkaðist,“ sagði Sigurður. ® Ekki fyrir spítalann í skipulagstillögum arkitektanna er einnig gert ráð fyrir íbúða- byggð á svæðinu sunnan og neð- an við sjúkrahúsið. Þar hafa Hjörleifur og Peter hugsað sér raðhús eða keðjuhús með 40-50 íbúðum sem vel gætu hentað starfsfólki spítalans, eins og þeir orða það. „Mér finnst ekki raunhæft að tala um þessa byggð fyrir einn eða annan vinnustað," sagði Jón- as Karlesson, formaður skipu- lagsnefndar, um þetta atriði. Sig- „Gamla Akureyri er einstakur bæjarhluti“ - Deiliskipulag fyrir Fjöruna og Innbæinn í fæðingu urður J. Sigurðsson tók í sama streng og hann sagði jafnframt, að slíkt skapaði slæmt fordæmi gagnvart öðrum vinnustöðum. Hann vildi hins vegar ekki úti- loka byggð á þessu svæði, þó ef til vill mætti hugsa sér hana í öðru formi en arkitektarnir gerðu tillögu um, t.d. einbýlishús, sem féllu vel að umhverfinu. „Ég hef í sjálfu sér ekkert á móti nýjum húsum hér í nágrenni við mig, enda fer ég ekki að am- ast við umhverfismálum, kominn á þennan aldur,“ sagði Haraldur A að láta Minjasafnið fá þessa ióð, eða á að leyfa eigendum liennar að byggja þar einbýlishús? Sigurgeirsson, sem er fæddur og uppalinn við Spítalaveg og þar hefur hann lengst af búið. „Það er í lagi að þétta byggð- ina, frekar heldur en að þenja hana út, en það er gaman að hafa græna bletti innan um ef þeir eru vel hirtir. Þetta svæði hér fyrir sunnan og ofan mig hefur verið mjög illa hirt undanfarin ár. Þar hefur mátt sjá njólaskóga, sinu- lubba og aðra órækt. Þá er betra aö byggja á svæðinu,“ sagði Har- aldur. Það má telja víst, að lóðir á umræddum stað verða eftirsótt- ar, verði það úr að skipuleggja þar byggð. Ástæðan er útsýnið sem óvíða á Akureyri er meira eða fallegra. Það er líka mikið at- riði að vel takist til með húsagerð því þessi staður er mjög áberandi í umhverfinu, t.d. séð frá sjónar- hóli þeirra sem koma til bæjarins um Drottningarbraut. ® Iðngarðar eða mótel? Peter og Hjörleifur gera ráð fyrir iðngörðum norðan og austan við Höepfnersverslun og verslun með þjónustu við ferðamenn austan við Tuliníusarhús. Sigurð- ur sagðist ekki geta sætt sig við að sjá á þessum stað iðngarða í þeirri mynd sem fælist í því orði, t.d. bifreiðaverkstæði með til- heyrandi umhverfi. Hann sagðist hrifnari af þeirri hugmynd, að ætla þarna stað fyrir mótelbygg- ingu, ellegar handverksmenn, sem byggðu starfsemi sína jafn- hliða framleiðslunni á verslun og þjónustu, t.d. við ferðamenn. Stjórn Minjasafnsins á Akur- eyri hefur hug á landvinningum í Innbænum. Vakir þá einkum tvennt fyrir stjórninni; flutningur gamalla húsa til safnsvæðisins og sýning á stórum og fyrirferðar- miklum safngripum utanhúss. Peter og Hjörleifur telja eðlilegt að uppfyllingin austan núverandi safnlóðar verði „helguð" safninu, t.d. til að koma þar fyrir húsum eða safngripum tengdum sjávar- útvegi. Einnig benda þeir á lóð- ina nr. 62 við Aðalstræti, sunnan Minjasafnsins, ásamt Skammagili sem besta kostinn til stækkunar safnlóðarinnar. Benda þeir á að á lóðinni sé gamalt hús sem æski- legt sé að varðveita og gæti orðið hluti safnsins auk gömlu húsanna Aðalstrætis 66 og 66a. Þessi lóð er hins vegar eignarlóð sem er í eigu erfingja Ármanns heitins Dal- mannssonar. Dagur bar þessa hugmynd undir Stefaníu dóttur hans. „Við systkinin erum eðlilega ekki hrifin af þessum hugmynd- um og verði þær að veruleika munum við mótmæla skriflega til ráðamanna bæjarins," sagði Stef- anía. „Við höfum haft áhuga á að byggja á þessari lóð eitt hús til að byrja með og jafnvel annað síðar. Þau hús kæmu til með að standa vestar á lóðinni en gamla húsið og það á að standa áfram. Við höfum staðið í bréfaskriftum við Akureyrarbæ út af þessu í tvö ár en aldrei fengið skriflegt svar. Hins vegar hefur verið rætt við okkur,“ sagði Stefanía Ármanns- dóttir. Umrædd lóð er nokkuð stór og þar er myndarlegur trjágróður, enda var Ármann heitinn með uppeldisstöð fyrir trjáplöntur á lóðinni, auk matjurtagarðs. Ofan lóðarinnar á Friðrik Magnússon, lögmaður, eignarland og í Skammagili er fjárhús Sverris Hermannssonar á erfðafestu- landi. Auk þess sem hér hefur verið drepið á eru ýmis atriði í skipu- lagstillögum arkitektanna, sem að líkindum eiga eftir að vekja athygli. Má þar á meðal nefna smábátahöfn, þar sem gömlu Höepfnersbryggjunnar eru. í tillögum sínum leggja arki- tektarnir áherslu á að húsgerð verði við hæfi, ef úr nýbyggingum verður. Vilja þeir að efnt verði til hugmyndasamkeppni um húsa- gerð á svæðinu, sem hús- byggjendur gætu síðan valið úr. í lok tillögu sinnar segja þeir Pet- er og Hjörleifur orðrétt: „Hönnun gatna, stíga og op- inna svæða og frágangur þeirra er jafnvel enn mikilsverðari þáttur í framtíð Fjörunnar og Innbæjar- ins en ný hús sem byggð verða á svæðinu. Segja má að gamla Ak- Er rélt að byggja 4-5 einbýlishús á þessum stað? ureyri hafi verið fullbyggð um 1910. Nú sjötíu árum síðar er enn ekki lokið frágangi gatna og stíga, sem lagðir voru um og fyrir aldamótin. Gamla Akureyri, Fjaran og Innbærinn, er einstakur bæjar- hluti og enginn annar bær á land- inu á sér líkan. Framtíð hans ræðst af þekkingu bæjaryfirvalda á sögu hans og skilningi þeirra á því hve merkur bæjarhluti gamla Akureyri er og hve margvísleg og einstök hús þar er að finna." ® Borgarafund? Samkvæmt upplýsingum Finns Birgissonar, skipulagsstjóra, hef- ur ekki verið ráðgert að halda boragarafund um þessar skipu- lagstillögur. Hins vegar verður skipulagið auglýst og uppdrættir hengdir upp bæjarbúum til sýnis, eftir að skipulagsnefnd og bæjar- stjórn hafa samþykkt það. Síðan gefst bæjarbúum kostur á að gera skriflegar athugasemdir sem sendar verða með skipulaginu þegar það verður sent til endan- legrar staðfestingar hjá Félags- málaráðuneyti. Þar verður síðan metið hvort eðlilegt sé að taka til- lit til þessara athugasemda. En af hverju heldur skipulagsnefnd ekki borgarafund, áður en skipu- lagið verður mótað til þess að kynnast viðhorfum bæjarbúa, ekki síst þeirra sem í Innbænum og Fjörunni búa? „Það hefur verið haft samband við stærstu hagsmunaaðila á svæðinu og það er ætlun okkar að standa myndarlega að kynningu á þessu skipulagi. Hér er því eng- inn feluleikur á ferðinni. Ég get tekið undir það, að borgarafund- ur yrði til að eyða tortryggni, ef hún er fyrir hendi," sagði Jónas Karlesson og Sigurður J. Sigurðs- son var spurður sömu spurning- ar. „Ég tel það sjálfsagt að kynna þessar skipulagstillögur á borg- arafundi, áður en skipulagið verður afgreitt í skipulagsnefnd og bæjarstjórn. Það gerir ekki annað en gott fyrir bæjarfulltrúa að kynnast hugmyndum bæjarbúa,“ sagði Sig- urður J. Sigurðsson. 14. nóvember 1983 - DAGUR - 9

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.