Dagur - 16.11.1983, Blaðsíða 1

Dagur - 16.11.1983, Blaðsíða 1
TRULOFUNAR. HRINGAR AFGREIDDIR SAMDÆGURS GULLSMIÐIR . SIGTRYGGUR & PÉTUR 1 AKUREYRI 66. árgangur Akureyri, miðvikudagur 16. nóvember 1983 129. tölublað ij|iyEIU\l ástæða tilað innheimta með sama álagiog í fyrra" - segir Jón Sigurðsson for- stjóri Þjóðhagsstofnunnar Hafa sveitarfélögin fjárhags- legt svigrúm til að lækka út- svars- og fasteignagjaldaálóg- ur, sem koma tU innheimtu á næsta ári? Jón Sigurðsson, for- stjóri Þjóðhagsstofnunar, lét þau orð falla á árlegri ráð- stefnu sveitarfélaga í síðustu viku, að hann sæi ekki ástæðu tíl þess að sveitarfélög inn- heimtu þessi gjöld með sama álagi og í ár. Forsendan væri sú, að verðbólgan væri á undanhaldi og spáði Jón 22- 26% verðhækkunum á niilli ára. Skoðun Jóns fékk misjafnar undirtektir á ráðstefnunni, enda er fjárhagur sveitarfélaga misjafn. Síðustu ár hefur álagn- ingarprósenta útsvars verið 12,1% hjá fles'tum sveitarfélög- um, en fyrir um 10 árum var hún 10%. Komið hafa fram hug- myndir um að fara milliveginn og hafa álagningarprósentuna 11% við álagningu á næsta ári. Þegar verðbólga er mikil greiða gjaldendur verðminni krónur heldur en miðað er við þegar lagt er á, þar sem í ár er greitt af tekjum fyrra árs. Pannig var raunveruleg álagningar- prósenta í ár ekki nema um 7,5%. Laxafóðurs verksmiðja stof nsett á Akureyri? Á vegum atvinnumálanefndar Akureyrar og Iðnþróunarfé- lagsins er nú unnið að hag- kvæmniathugun fyrir verk- smiðju til framleiðslu á laxá- fóðri á Akureyri. Er jafnvel reiknað með, að allt að 20 manns geti starfað við slíka verksmiðju. Laxeldi er vaxandi atvinnu- grein hérlendis, þannig að mark- aður fyrir laxafóður er vaxandi, auk þess sem reiknað er með að útflutningsmöguleikar verði , á slíku fóðri. Hér yrði um þurrfóð- ur að ræða, sem m.a. verður framleitt úr fiskúrgangi ef úr verður. Samkvæmt heimildum Dags hefur komið til tals, að þessi framleiðsla verði í sam- vinnu við Krossanesverksmiðj- una eða Útgerðarfélag Akureyr- inga. Jafnvel er hugsanlegt að þessir aðilar sameinist um fram- leiðsluna. Einnig er verið að leita eftir erlendum samstarfsaðila. Það eru fleiri nýjungar á döf- inni í atvinnumálum á Akureyri. Unnið er að athugunum á hag- kvæmni þess að setja hér upp samsetningarverksmiðju á reið- hjólum fyrir innanlandsmarkað og athugunum á eflingu ferða- mannaþjónustu á Norðurlandi. morgunkyrrð Trymbillinn í hljom- sveitar- gryfjunni Bls. 2 „Tígris- kötlurinn" tognaði illa í Gautaborg Bls.9 Hvað segja bæjar- full- trúarnir um lækkun útsvars? Bls. 3 Líf og mm»m r fjori Krossanesi Bls. 6-7 Húsavík: Full vinna hjá Fisk- iöjusam- laginu Full vinna er nú hjá Fiskiðjusamlag- inu á Húsavík en sem kunnugt er, þá var starfsfólkinu sagt upp fyrir skömmu og komu þær uppsagnir til framkvæmda sl. fimmtudag. Að sögn Tryggva Finnssonar, framkvæmdastjóraFiskiðjusamlags- ins þá féll vinna ekki niður í marga daga vegna þess hráefnisskorts sem var í síðustu viku og sagði Tryggvi að bót hefði verið ráðin á þessum málum nú. Er blaðamaður ræddi við Tryggva var Kolbeinsey að landa rumlega 100 tonnum af þorski og von er á Júlíusi Havsteen til hafnar innan skamms með þokkalegan afla. Brekkugata 3: Bygginga- nefnd sam- þykkti hús- næðið fyrir leiktækjasal „Bygginganefnd hefur samþykkt þetta húsnæði fyrir rekstur leik- tækjastofu og ég er að vinna í húsnæðinu í samræmi við þá samþykkt," sagði Bjarki Tryggvason er við ræddum við hann, en bygginganefndin hefur lagt blessun sína yfir að rekstur leiktækjastofu verði í húsnæðinu að Brekkugötu 3 þar sem versl- unin Cesar var áður til húsa. KA mun hafa mikinn áhuga á því að setja upp leiktæki í þessu húsnæði Bjarka, sem Bjarki myndi sjá um reksturinn á fyrir félagið. Bjarki sagðist einnig hafa boðið Þór sömu aðstöðu en svar hefði ekki ríorist frá félaginu ennþá.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.