Dagur - 16.11.1983, Blaðsíða 3

Dagur - 16.11.1983, Blaðsíða 3
„Þarf að kynna mér þetta betur“ - segir Jórunn Sæmundsdóttir bæjarfulltrúi Alþýðuflokks „Auðvitað myndi ég fagna því ef hægt væri að lækka þessa álagningarprósentu, en ég hef ekki myndað mér endanlega skoðun á því hvort þetta verður hægt,“ segir Jór- unn Sæmundsdóttir bæjar- fulltrúi Alþýðuflokksins. „Ég er ekki farin að sjá hvern- ig á að framkvæma þetta, en ef það er hasgt þá er sjálfsagt að gera það. Eg tel hins vegar eins og er að þetta sé ekki fram- kvæmanlegt, miðað við stöðuna eins og hún er. Ég þarf hins veg- ar að kynna mér þetta miklu betur áður en ég get fullyrt nokkuð um þetta eða gert mér fullkomna grein fyrir möguleik- unum,“ sagði Jórunn. „Vil fyrst beina augum að fasteigna- gjöldunum“ - segir Sigurður J. Sigurðsson bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokks „Við bæjarfulltrúar Sjálf- stæðisflokksins lögðum til í fyrra að það yrði ekki beitt Hvað segja bæjarfulltrúarnir? Er hugsanlegt að bæjaryfirvöld á Akureyri sjái sér fært að lækka álagningarprósentu útsvars og fasteignagjalda samhliða lækkun verðbólgu? Á Akureyri hefur útsvarsálagningin verið 12,1% en fasteignagjöld eru Iögð á með 25% álagi. Við fengum fimm bæjarfulltrúa til að svara spurningunni hér að framan, en tekið skal fram að hér er meira um að ræða tilfinningu viðkomandi en vissu, þar sem mál þessi hafa lítið eða ekki verið rædd hjá bæjaryfirvöldum. fullu álagi á fasteignagjöld á því ári,“ segir Sigurður J. Sig- urðsson bæjarfulltrúi Sjálf- stæðisflokksins á Akureyri. „Við töldum þá að fasteigna- gjöld hefðu hækkað meira held- ur en laun, þannig að raunveru- lega væri um viðbótarskatt- heimtu að ræða. Við lögðum þá til að hækkunin á fast- eignagjöldum yrði ekki meiri en sem nam almennum launataxta- breytingum og töldum að við gætum alveg náð saman fjár- hagsáætlun með þeim hætti. Ég held að það sé óhætt að segja að við erum enn sömu skoðunar og það verði að horfa mjög alvarlega á innheimtu bæjarfélagsins á útsvörum og fasteignagjöldum á yfirstand- andi ári vegna þess hversu gíf- urleg aukning á skattbyrði virð- ist ætla að verða á árinu 1984. Við höfum að vísu ekki reiknað þetta dæmi út ennþá, en mín til- finning er sú að égvil fyrstbeina augunum að fasteignagjöldun- um sem koma til álagningar á undan útsvörum og taka mið af öðru en beinum tekjum fólks eins og útsvarið gerir,“ sagði Sigurður. „Ekki hægt því miður“ - segir Valgerður Bjarnadottir bæjarfulltrúi Kvennaframboðs „Min tilfínning varðandi þetta mál er sú að það sé ekki hægt að lækka álagningarprósentu á þessi gjöld,“ segir Valgerð- ur Bjarnadóttir, bæjarfulltrúi Kvennaframboðsins á Akur- eyri. „Mín rök fyrir því eru ein- föld. Þetta eru tekjur bæjarins, reyndar aðaltekjur, og þær nægja ekki í dag fyrir allra allra nauðsynlegustu hlutum. Ef á að reka þetta bæjarfélag þá er nauðsynlegt eins og er að hafa þessa tekjulind, því miður. Ég geri mér alveg grein fyrir því að þetta þýðir auknar álög- ur á launafólk. Petta þýðir auknar álögur á alla sem hafa laun, líka þá sem eru með hærri laun. Ég geri mér líka grein fyrir því að þetta verður mjög erfitt fyrir fólk að greiða þetta en ég sé enga aðra leið eins og er. Síðan kemur sú spurning hvort ekki er hægt að koma til móts við þá lægst launuðu á annan hátt í sambandi við samninga, mér finnst það miklu eðlilegri leið,“ sagði Valgerður. „Ekki tilbúin að svara“ - segir Sigríður Stefánsdóttir bæjarfulltrúi Alþ.bandalagsins „Þaö er ekkert farið að ræða þetta mál í meirihluta bæjar- stjórnarinnnar og ég reikna með því að það verði að sjá fyrst hvernig fyrstu drög að fjárhagsáætlun líta út miðað við gjöld og ýmislegt áður en við tökum afstöðu til þess hver álagningarprósentan á að vera,“ segir Sigríðnr Stef- ánsdóttir bæjarfulltrúi Al- þýðnbandalagsins. „Ég er þess vegna ekki tilbúin að svara þessu fyrr en ég hef séð einhverjar tölur. Það er sjálf- sagt að líta á þetta dæmi vegna þess hver verðlagsþróunin hef- ur verið og vegna þess hrikalega kaupráns sem fram hefur farið í landinu. Hins vegar má það ekki gleymast að endar verða að ná saman hjá sveitarfélag- inu. Mér finnst alls ekki tímabært að fara að negla fólk upp í fjölmiðlum áður en þetta hefur verið rætt á réttum vettvangi. Þetta mál verður örugglega skoðað og afstaða tekin í beinu framhaldi af því með tilliti til þess hvernig fjárhagsstaðan lít- ur út,“ sagði Sigríður. „Æskilegt ef þetta væri hægt“ - segir Úlfhildur Rögnvaldsdóttir bæjarfulltrúi Framsóknarflokks „Auðvitað viljum við lækka álögur á bæjarbúa, en við viljum einnig halda uppi þeirri þjónustu sem fyrir er og auka framkvæmdir,“ segir Úlfhildur Rögnvaldsdóttir bæjarfulltrúi Framsóknar- flokksins. „Það væri mjög æskilegt fyrir Akureyringa ef hægt væri að lækka þessa álagningarprósentu og það þarf að skoða þessa hluti mjög vel og athuga hvort ekki er möguleiki á þessari lækkun. Það verður að koma í ljós við gerð fjárhagsáætlunar hvort svo getur orðið. Það hafa verið erfiðir tímar undanfarið og sjálfsagt veitir sveitarfélögunum ekki af þeim tekjum sem þau geta náð í. Mér finnst hins vegar erfitt að tjá mig frekar um þetta áður en málið hefur verið skoðað í heild sinni,“ sagði Úlfhildur. ---------- Mikil ^ verðlækkurn á kattasandi 3 kg 85,00 6 kg 165,00 12 kg 295,00 25 kg 550,00. Gerið verð- og gæðasamanburð og KATLIT hefur vinninginn. Við seljum katta- sand kl. 09-18. Ltikfangíi' inarkabuiinn HAFNARSTRÆTI 96 SÍMI96-24423 AKUREYRI Ragnheiður Steindórsdóttlr í My fair Lady. Leikfélag Akureyrar My fair Lady Sýningar: 16. sýning fimmtudag kl. 20.30. Uppselt. 17. sýning föstudag kl. 20.30. Uppseit. 18. sýning laugardag kl. 20.30. Uppselt. 19. sýning sunnudag kl. 20.30. Uppselt. Hópar utan Akureyrar fá afslátt á miðaverði. Börn og ellilífeyrisþegar fá 50% afslátt á miðaverði. Miðasala opin alla daga kl. 16-19 nema sunnudaga kl. 13-16 og kvöldsýningar- daga kl. 16-20.30. Sími24073. Ósóttar midapantanir seldar tveimur tímum fyrir sýningu. Leikfélag Akureyrar. Við önnumst flutninga fyrir þig 16. nóvember 1983 - DAGUR - 3

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.