Dagur - 16.11.1983, Blaðsíða 7

Dagur - 16.11.1983, Blaðsíða 7
HVAR ER REYKURINN OG LYKTIN? Það fara erfiðir dagar, vikur og mánuðir í hönd í Krossanesverksmiðjunni. Loðnan er komin og það þýðir að á meðan hennar nýtur við þá munu hjól verksmiðjunnar snúast nótt sem nýtan dag. Unnið verður á vöktum allan sólarhringinn og starfsmenn eygja því aukna tekjumöguleika það sem eftir lifir ársins. Ekki veitir víst af, eftir bara dagvinnu sl. tvö ár. Það eru tvö ár síðan loðna var síðast brædd í Krossanesi en starfsmenq þar hafa samt sem áður ekki setið aðgerðalausir. Beinamjölsverksmiðjan hefur starfað af fullum krafti og ^ auk þess hefur verksmiðjan verið endurbætt frá grunni, sett í hana mjög fullkomin stjórnunartæki sem gera mönnum kleift að fylgjast með flestum framleiðsluþáttum frá einum og sama staðnum. Þá hafa verið sett úpp mjög fullkomin mengunartæki í verksmiðjunni, þannig að reykurinn margfrægi er nú alveg horfínn og „peningalyktin“ er ekki „svipur hjá sjón“. Blaðamaður Dags lagði leið sína í verksmiðjuna fyrsta framleiðsludaginn á loðnuvertíð og ræddi við starfsmenn. Það var Hörður Hermannsson, verksmiðjustjóri sem tók að sér leiðsögn um húsakynnin, en Hörður var fyrst spurður að því hvenær , verksmiðjan hefði verið stofnuð. „Þetta er það sem allir hafa beðið eftir“ - segir Hörður Hermannsson, verksmiðjustjóri Hörður Hermannsson, verksmiðjustjóri og Jón Kristjánsson, vaktformaður við nýja stjórnunarbúnaðinn. - Það var á fyrsta áratug aldar- innar að Norðmenn stofnuðu hér síldarverksmiðju og eftir að frystihúsið tók til starfa hefur verið starfrækt hér síldar- og beinamjölsverksmiðja. Reyndar hefur lítið verið brætt hér af síld síðustu áratugina en talsvert af loðnu og síðustu árin áður en loðnan hvarf þá voru brædd hér árlega á milli 25 og 30 þúsund tonn af loðnu á ári. Að vísu eitt- hvað minna síðasta árið og auk þess hefur beinamjölsverksmiðj- an alltaf starfað. - Og nú er loðnan komin aftur? - Já víst er það en þetta hefur nú gengið ákaflega treglega það sem af er vertíðinni. Það hefur verið erfitt að eiga við loðnuna en við höfum þó fengið 490 tonn þessa fyrstu daga. Sæbjörgin VE landaði 130 tonnum um helgina og á mánudag landaði Skírnir frá Akranesi hér 360 tonnum. í nótt eigum við svo von á Grind- víkingi með um 700 tonn, þannig að það virðist sem svo að það sé að rætast úr þessu. - Hver er afkastageta verk- smiðjunnar? - Það hefur nú ekki reynt á það ennþá en við reiknum með því að það séu um 500 tonn á sól- arhring. - Og þið eruð lausir við reyk- inn og „peningalyktina" marg- frægu? - Reykurinn er horfinn. Hon- um er eytt með endurbrennslu hér í verksmiðjunni en lyktin hverfur aldrei alveg. Við höfum tekið hér upp alveg nýtt kerfi, hið fyrsta sinnar tegundar á landinu, fengið frá Noregi og við vonum að þetta verði til þess að stuðla að aukinni sjálfvirkni og um leið hagræðingu þegar verksmiðjan verður í gangi allan sólarhring- inn. - Sparar þessi nýi búnaður mannahald? - Að einhverju leyti og það er a.m.k. víst að við þurfum ekki að bæta við mannskap á álags- punktum, segir Hörður um leið og hann útskýrir nánar hvernig hin nýju tæki virka. M.a. hefur verið komið upp heljarmikilli stjórnstöð en þaðan verður eins og áður segir hægt að fylgjast með nærri því öllum þáttum framleiðslunnar frá einum og sama staðnum. Að sögn Harðar er það aðeins sjálf löndunin og móttaka á mjöli sem verður þar útundan. - Hvernig finnst ykkur að fá loðnuna aftur? Er spenningur í mannskapnum? - Þetta er auðvitað það sem allir hafa beðið eftir. Eigendurnir hafa beðið eftir loðnunni til þess að fá tækifæri til að greiða þessi nýju tæki niður og mannskapur- inn er ánægður með að fá góða törn núna. Við munum vinna á vöktum allan sólarhringinn ef ein- hver loðna verður að ráði, sem þýðir að mennirnir munu vinna 16 tíma annan daginn og átta tíma þann næsta eða 12 tíma að meðaltali á dag. - Hvað reiknið þið með að törnin standi lengi? - Það veit enginn en við reikn- um ekkert frekar með því að hér verði loðnubræðsla eftir áramót. Það fer allt eftir loðnunni sjálfri. Eftir því hvernig hún hagar sér. Ef vel gengur verður kannski loðnubræðsla hér í janúar. Það verður bara að koma í ljós, sagði Hörður Hermannsson, en undir hans stjórn starfa nú um 20 manns. Allir óðfúsir að takast á við loðnuna og skapa verðmæti fyrir þjóðarbúið. „Þetta fer til blessaðra bændanna“ - Rætt við Gunnar Ólafsson og Jón Kristjánsson I heljarmikilli skemmu við hlið verksmiðjunar voru þeir Gunnar Olafsson og Jón Krist- jánsson að leggja síðustu hönd á hringrás framleiðslunnar. Þeir voru að pakka mjölinu í 50 kg sekki sem þeir síðan hentu á þar til gert bretti. - Ó nei, það fer nú ekki til Japan þetta mjöl. Þetta er bændamjöl og fer beint til bless- aðra bændanna, sögðu þeir er undirritaður reyndi að geta sér til um áfangastað framleiðslunnar. Að sögn þeirra Gunnars og Jóns þá eru þeir báðir á sjötugs- aldri. Gunnar hafði unnið þarna í ein átta ár, en Jón lengur en hann mundi í fljótu bragði. Upphaflega var það beinamjöl sem rann í sekkina hjá þeim þennan dag en nú sögðu þeir að mjölið væri farið að blandast. Blessuð loðnan væri komin í spilið. Hörður við hluta nýja búnaðarins. Þar er reyknum eytt með endurbrennslu. Bjöm Gunnarsson - Hefúr unnið í Krossanesi í bráðum 50 ár. Myndir: ESE. Gunnar Ólafsson og Jón Kristjánsson (við stýrið). Frá skipi til lands. Það er Skírnir AK sem var að landa en loðnan fer eftir leiðslunni í land. „Loðnan er alltof smá“ Sá starfsmaður sem unnið hef- ur hvað lengst í Krossanesi er Björn Gunnarsson. Karlarnir segja í gríni að hann hljóti að vera fæddur þarna í verksmiðj- unni, en Björn segir svo ekki vera. - Ég er búinn að vinna hérna að meira eða minna leyti síðan 1934. Þá voru Norðmennirnir hérna en verksmiðjan var lögð niður 1939. Þá varð ég að leita mér að annarri atvinnu en þegar bærinn keypti verksmiðjuna, 1945 að ég held, þá byrjaði ég hér að nýju og hef unnið í Krossanesi síðan, segir Björn í viðtali við Dag. Þegar hann er spurður að því hvernig hann kunni við sig, segir hann: - Ég kann vel við það núna. Orðinn 65 ára og okkur þessum gömlu mönnum þykir best að fást við störf sem við þekkjum. Þetta starf þekki ég út og inn og því get ég gert því við- hlítandi skil, segir Björn sem í upphafi ferils síns hjá verksmiðj- unum vann sem „altmuglig- mann“ hjá Norsurunum og síðar sem bílstjóri í 30 ár. Er blaða- maður Dags ræddi við hann stjórnaði hann hakkavél sem hakkaði úrgangsfisk niður í hæfi- lega stærð fyrir verksmiðjuna „að bíta í“. - Hvernig líst þér á að loðnan skuli vera komin aftur Björn? Björn við hakkvélina. - Það er ekki slæmt að fá loðn- una aftur en mér líst illa á hvað hún er smá. Hún er þetta 12-14 cm en það er alitof smátt til að drepa. Þarna er hugsanlega verið að drepa niður framtíðina en þetta er auðvitað nokkuð sem enginn ræður við á loðnuveiðum. - Þú ert ekkert kominn að því að setjast í helgan stein? - Ætli það. Ég er ekki óvanur vinnu, þannig að ég held eitthvað áfram, sagði Björn um leið og hann sneri sér aftur að hakkavél- inni. 6 - DAGUR - 16. nóvember 1983 16. nóvember 1983 - DAGUR - 7

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.