Dagur - 18.11.1983, Blaðsíða 3

Dagur - 18.11.1983, Blaðsíða 3
18. nóvember 1983 - bÁGUR - 3 Um 240 gluggar á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri halda hvorki vatni né vindum: „Veröur ekkl lagfært án þess aö peningar fáist til þess“ - segir Ásgeir Höskuldsson framkvæmdastjóri Sjúkrahússins „Ég verð því miður að viður- kenna að þetta hefur við rök að styðjast,“ sagði Ásgeir Höskuldsson framkvæmda- stjóri Sjúkrahússins á Akureyri er við bárum undir hann bókun heilbrigðisnefndar frá 3. nóvember sl. Eins og fram kom í Degi í síð- ustu viku, í samtölum við starfs- menn Fjórðungssjúkrahússins, þá telja þeir að gamli hluti spítal- ans sé að drabbast niður vegna viðhaldsleysis, sem stafar af fjár- skorti. Þetta er staðfest í bókun heilbrigðisnefndar, en þar segir m.a.: „Rætt var um gluggakerfi Fjórðungssjúkrahússins á Akur- eyri, sem hvorki heldur vatni eða vindum, sem veldur vaxandi vatnselg innanhúss og kulda í viðeigandi vindáttum..." Þá segir í bókun nefndarinnar að nefndin líti svo á að nokkuð vanti á að þetta húsnæði uppfylli skilyrði heilbrigðisreglugerðar og beinir nefndin þeim tilmælum til stjórnar sjúkrahússins að vinda bráðan bug að því að láta lagfæra glugga og annað það sem þarf til að sjúklingum séu búin sóma- samleg skilyrði. „Þetta á við um elsta hluta sjúkrahússins,“ sagði Ásgeir Höskuldsson. „í slagviðri er ástandið mjög slæmt hvort heldur vindátt er að sunnan eða norðan, og þá lekur mjög mikið inn um glugga og jafnvel inn um veggi. Við höfum reynt að laga þetta með bráðabirgðalausnum á hverju ári svo lengi sem ég hef verið hér eða frá 1974. Þetta eru gamlir hverfigluggar sem komu til landsins um 1950 og eru með fyrstu hverfigluggum sem settir voru í stórbyggingu hér á landi, og hafa alla tíð reynst óþéttir og batna ekki með aldrinum. Ég er búinn að sækja um fjár- magn til að lagfæra þetta á hverju ári. Umsóknirnar um tækjakaup og viðhald hafa hins vegar verið skornar verulega niður og þetta hefur setið á hakanum þar sem ekki hefur jaðrað við rekstrar- stöðvun vegna þessa máls eins og vegna annarra hluta. Þetta verður ekki iagfært án þess að peningar fáist til þess. Við höfum verið með áætlanir um það í fyrra og eins í ár að skipta um þessa glugga á fjórum árum en hér er um að ræða 240 glugga sem þarf að skipta um. Það hefur hins vegar ekki fengist nema brot af því fjármagni sem þurft hefur til að gera hluti sem við teljum bráðnauðsynlega og það blasir við að það verður lítið annað gert en að fara í bráða- birgðalagfæringar á þessu vanda- máli,“ sagði Ásgeir. Aðstandendur þáttarins t.f.v.: Unnur Ólafsdóttir, umsjónarmaður, Þorgerður Einarsdóttir, Ásmundur Amarsson, Benedikt Arnarson, Ingimar Guðni Haraldsson, Ásrún Atladóttir, tónmenntakennari, og fyrir aftan hana er Margrét Unnur Axelsdóttir. Mynd: H.Sv. Akureyringar I finnska útvarpinu Fimm börn frá Akureyri munu koma fram í nýársdagskrá finnska útvarpsins að þessu sinni, en um árabil hafa íslensk börn komið fram í þessari dagskrá. Akureyringar hafa ekki áður orðið þessa heiðurs aðnjótandi. Umsjón með þess- ari dagskrárgerð hefur Unnur Olafsdóttir, kennari í Glerár- skóla, og börnin eru nemendur í skólanum. Dagskrárliður þessi er inni í þætti þar sem fjallað er um jóla- hald hinna ýmsu þjóða. Krakk- arnir í Glerárskóla munu segja frá jólaundirbúningi og jólahaldi á íslenskum heimilum og syngja jóla- og nýárslög, auk þess sem þau flytja kveðjur frá íslenskum börnum. Ingimar Guðni Haraldsson, átta ára, mun lesa um jólaundir- búning og jólahald og 11-12 ára börn sjá um sönginn en þau eru Ásmundur Arnarsson, Benedikt Arnarson, Margrét Unnur Axels- dóttir og Þorgerður Einarsdóttir, en Margrét Unnur mun flytja kveðju frá íslenskum börnum. Ásrún Atladóttir, tónmennta- kennari við Glerárskóla, hefur undirbúið söng barnanna. * Tölvusamband Um áramót er heppilegast að tölvuvæðast. Tölvangur hf. Gránufélagsgötu 4, Akureyri, býður símasamband við öfluga tölvu (WANG). Fyrirtæki þurfa að eignast skjá, innfærsluborð og prentara, en Tölvangur hf. sér um allt annað, m.a. afnot af mjög fullkomnum forrit- um. Nú þegar eru mörg fyrirtæki í sambandi. Komið og sjáið tækin vinna. Nánari upplýsingar í síma 23404. TÖÍVANGUfíhf. GRÁNUFÉLAGSGÖTU 4, AKUREVRI SlMI 23404 • PÓSTHÓLF 804 602 AKUREYRI Jólaföndur Sigrún Jónsdóttir, listakona, verður hér með námskeið í jólaföndri dagana 5.-10. des. í Sjallanum (uppi). Upplýsingar og innritun hjá Ragnheiði Ólafsdóttur í síma 22231 frá kl. 1-3 virka daga. verður í Sjallanum nk. sunnudags- kvöld og hefst kl. 20.30. Húsið opnað kl. 20.00. Ath: Þeir sem koma inn fyrir kl. 21.00 fá frítt inn. Dagskrá: Ómar Ragnarsson skemmtir gestum með einu af sínum eldhressu prógrömmum. Oddgeir Sigurjónsson ostameistari íslands kynnir nokkra af sýnum frábæru ostum. Bingó aðalvinningur helgarferð til Reykja- víkur fyrir tvo. Tveir lyftingamenn leggja saman krafta sína og ætla að lyfta hálfu tonni hvort sem menn trúa því eða ekki. Hljómsveit Ingimars Eydal leikur fyrir dansi til kl. 01. Knattspyrnudeild K.A. 2 M\@' afgreiðsla, æss- 0 Norðlendingar ! Munið hagstæðu kjörin hjá okkur Verið velkomin HÓTEL LOFTLEKNR FLUGLEIÐA jtm HÓTEL

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.