Dagur - 18.11.1983, Blaðsíða 4

Dagur - 18.11.1983, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - 18. nóvember 1983 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI SlMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 130 A MÁNUÐI - LAUSASÖLUVERÐ 18 KR. RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARM.: HERMANN SVEINBJÖRNSSON FRÉTTASTJÓRI: GlSLI SIGURGEIRSSON BLAÐAMENN: EIRlKUR ST. EIRlKSSON, GYLFI KRISTJÁNSSON, AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. Vandamálin í sjávarútvegi Gert er ráð fyrir að á þessu ári muni sjavar- vöruframleiðsla okkar minnka um 10% og er þetta annað árið í röð sem um samdrátt á þessu sviði er að ræða. Þetta eru mikil við- brigði frá því sem verið hefur undanfarna ára- tugi. Með sívaxandi flota hefur okkur tekist að afla sífellt meira sjávarfangs, en nú er greinilega kominn afturkippur í þann vöxt, svo alvarlegur að við blasir stórfelld skerðing lífskjara okkar. Mikið er því í húfi að rétt verði haldið á þeim spilum sem við höfum nú á hendinni. Allar áætlanir ríkisstjórnarinnar voru við það miðaðar að afli á næsta ári gæti orðið svipaður og á því sem nú er að líða, að því við- bættu að búist var við því að loðnuveiðar gætu hafist af nokkrum krafti á nýjan leik. Ljóst er að loðnuveiðarnar verða ekki eins miklar og gert hafði verið ráð fyrir og fiski- fræðingar leggja nú til að ekki verði veiddar nema 200 þúsund lestir af þorski, eða 150 þúsund tonnum minna en gert var ráð fyrir að veiða mætti á þessu ári. Þetta er helmingi minni veiði en talinn var möguleiki á að veiða fyrir tveimur til þremur árum. Þó að gagnrýna megi með einhverjum rétti starfsaðferðir vísindamanna okkar í sjávarlíf- fræði, þá er málið ósköp einfalt hváð þetta varðar. Þeir hafa öruggustu heimildir um og aðferðir til að mæla ástand og stærð fiski- stofnanna sem völ er á. Aðferðir þeirra hafa orðið nákvæmari með hverju árinu sem líður og það er sífellt meiri ástæða til að taka varnarorð þeirra alvarlega. Þeir geta hins vegar ekki séð fyrir breytingar á náttúrlegum aðstæðum sjávarins, frekar en veðurfræðing- ar geta sagt okkur á þessari stundu hvernig næsta sumar verður til heyskapar. Lífsaf- koma okkar er undirorpin mikill óvissu um ytri aðstæður og þó að við getum ekki séð þær fyrir getum við beint sjónum okkar í auknum mæli að rekstri sem er ekki eins háður sams konar óvissuþáttum. Mikið hefur skort á að markvisst hafi verið unnið að því á undan- gengnum velferðarárum. Varðandi sjávarútveginn má ennfremur nefna það, að þó fiskifræðingar geti séð fyrir afleiðingar stórfellds smáfiskadráps, þá hefur ekki tekist að koma í veg fyrir slíkt, eftir því sem fjölmargar heimildir herma. Sögusagnir um slíkt eru svo sterkar og algengar að ekki verður hjá því komist að koma í veg fyrir þetta. Enginn veiðir undirmálsfisk vísvitandi, en eftir því sem harðnar á dalnum aukast lík- urnar á að smáfiskur slæðist með. Það er ekki svo auðvelt að hverfa af miðum þar sem eitt- hvað veiðist, jafnvel þótt smáfiskur sé í bland, ef til einskis annars er að hverfa. Meginmálið nú hlýtur að vera að auka afla- verðmætið með öllum tiltækum ráðum. Ör- ugglega er hægt að vinna þar mikið verk og gott, ef allir sem að þessu vinna taka höndum saman. BÆKUR Nýjar bækur í fyrsta bókaþætti haustsins, fyrir hálfum mánuði, var fjallað um nokkrar nýútkomnar bækur frá Skjaldborgarútgáfunni á Akur- eyri og verður nú haldið áfram þar sem frá var horfið. Skjaldborg er um þessar mundir að ráðast í tvö stórvirki, þ.e. endurútgáfu af safnritinu Göngur og réttir, sem Bragi Sig- urjónsson ritstýrði og fylgir enn eftir í 2. útgáfu, og svo hið mikla þjóðfræðasafn Að vestan er Bókaútgáfan Norðri gaf út fyrstu fjögur bindin af á sínum tíma undir ritstjórn Árna Bjarnar- sonar. Þessi fjögur bindi eru nú komin aftur, rúml. 300 bls. hvert, og þess fimmta er von fyrir jól, en alls verða bindin sextán. Bókaflokkurinn Að vestan er vel úr garði gerður og nytsamur enda sýnir hann okkur eindæma elju Vestur-íslendinga að rita þjóðleg fræði. Hugurinn var allt- af hálfur á ættarslóðum og sumir þeirra urðu höfuðskáld. Hvar sem þeir fóru báru þeir hróður ættlandsins með sér og deildu með öðrum. Þeir voru engir handarbaksmenn Sigmundur M. Long og Guðmundur í Húsey; en af þessum fjórum bókum eiga þeir sitt bindið hvor. Merkilegast er þó hve mikill fjöldi landa okk- ar vestra sat við skriftir í frístund- um og rit þeirra eru ótrúlega mikil að vöxtum. En hvernig er þetta mikla safn ritverka Vestmanna komið til okkar yfir hafið? Þar hefst Árna þáttur Bjarnarsonar. Hann hefur um áratugaskeið verið óþreyt- andi að safna gullkornum meðal Vestur-íslendinga, búa þau undir prentun (sbr. þetta mikla verk), gefa út sjálfur eða fá aðra til þess. Árni gaf m.a. út hið mikla ritsafn Jóhanns M. Bjarnasonar, ævin- týraskáldsins góða sem nú er aftur kominn upp á hornskákina eftir að Laxness veitti honum þann gæðastimpil er hann átti skilið. Þá gaf hann út Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar, 60 ár- ganga upp á 9000 bls. (!) og fleira og fleira eða samtals um hundrað bækur og rit. Ekki veit ég hvort menn meta enn að verðleikum þetta þjóð- nýta menningarstarf Árna og þakka sem skyldi - en sú mun koma tíðin. Það er vissulega gott að Skjald- borg tekur nú upp þráðinn með útgáfu þjóðfræðasafnsins Að vestan. Það verður eigulegt er lýkur. Þessi fyrstu bindi lofa a.m.k. góðu á allan hátt. & Einar Kristjánsson frá Hermundarfelli: Andardráttur mannlífsins Þetta er 5. bindi af verkum Ein- ars, úrval úr smásögum hans, 20 sögur, þar af ein ný. Bókina prýða afbragðsteikningar eftir þekkta listamenn. Einar er einn af snjöllustu smásagnahöfundum okkar. Hafa bækur hans sannað það, hver um sig. Þá er sjálfgefið að „úrval“ þeirra hlýtur að standa fyrir sínu - enda hver sagan annarri betri. En það má kannski segja að svik- ist sé aftan að kaupendum rit- safnsins með því að endurprenta ekki allt smásagnasafn hans í heild. Venjulega felst það í hug- takinu „ritsafn“ að um sé að ræða heildarútgáfu af verkum höfund- ar en ekki aðeins fleyttur rjóminn ofan af þeim. Einar er þekktur gamansagna- höfundur og raunar í-sérflokki því að ýmsir telja slíka iðju fyrir neðan virðingu sína nú um sinn. Þó verður að segjast að alvöru- sögur Einars eru hinum gaman- samari miklu fremri sem lista- verk. Það vekur til að mynda at- hygli hve hann virðist geta sett sig af mikilli nærfærni inn í hugar- heim kvenna, t.d. er köld rök- hyggja okkar karlanna og draum- hygli þeirra rekast á. Þessu bera Sérstök dráttarréttindi Páll Helgason sendir þættinum fyrstu vísurnar fimm. Á skrif- stofu Iðnaðardeildar Sam- bandsins á Akureyri starfa ásamt höfundi, þeir Sigurður Friðriksson, Reykvíkingur og Fram-ari og Árni Ingimundar- son, KA-maður. Sumarið 1982 féllu knattspyrnulið þessara fé- laga beggja í 2. deild. Þá kom þetta: Næðir um hjartað nístingssár nepja þrungin harmi. Siggi og Árni sorgartár saman fella afhvarmi. En á þessu sumri komust svo bæði liðin í 1. deild aftur. Þá var léttara yfir þeim félögum: Hugarástand hér er breytt, hyggja finnst ei svikin. Siggi og Árni gleiðir gleitt glotta í bæði vikin. Þegar vinnuskálarnir við Ullar- verksmiðjuna Gefjun voru byggðir, var Friðjón Axfjörð þar byggingameistari, en höf- undur hafði á hendi ýmsa út- reikninga í sambandi við bygg- inguna. Eitt sinn hringdi maður á skrifstofuna og bað fyrir smá- orðsendingu til Friðjóns. Höf- undur skrifaði þá heila blaðsíðu með orðsendingunni og sendi út til Friðjóns. Fékk hann blaðið um hæl til baka, ásamt þessari vxsu: Pitt mig ávallt þreytir raus, þú hefur fáu að sinna. Eitthvað verður iðjulaus aulans hönd að vinna. Nokkru seinna sendi Friðjón einhver verkefni inn á skrifstof- una, höfundi til úrlausnar. Þá fylgdi þeim til baka þessi vísa: Pung er raun við þig að stríða þeim, sem vilja hafa frið. Fjandinn má því fyrir kvíða að fá þig inn á heimilið. Á gjaldeyrisverðskrá bankanna er nýlega kominn liður, sem nefndur er „Sérstök dráttarrétt- indi“. Þetta vakti umtal á skrif- stofunni og varð þá þetta til:

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.