Dagur - 18.11.1983, Blaðsíða 5

Dagur - 18.11.1983, Blaðsíða 5
18. nóvember 1983 - DAGUR - 5 Kristján frá Djúpalæk skrifar: vitni sögur eins og „September- dagar“, „Kona af Snæfjalla- strönd" og „Fjórða konan grætur". Hér er þó víða vandsiglt milli einlægni og væmni en sú sigling tekst höfundi bærilega í öllum þessum tilfellum. Kvensköss þau er rita mest um fálæti karlhöfunda viðvíkjandi reynsluheimi hins kynsins ættu að lesa sögur Einars Kristjánssonar. En eins og fyrr er sagt: Úrval úr smásagnasöfnum Einars hlaut að verða góð bók. Jón Bjamason frá Garðsvík: Fólk sem ekki má gleymast Bók þesi er hvort tveggja viðtöl við fólk sem höfundur vill ekki að gleymist og sagnir af því. Það má því segja að allnokkur skyld- leiki sé með henni og Aldnir hafa orðið því hér er um vel fullorðið fólk fjallað - og báðir eru höf- undar pennafærir. Fámenni þjóðar mun valda því að persónusaga er svo vinsæl. Allir þekkja alla eða kannast a.m.k. við og menn eru forvitnir um náungann. En nú sækja fjölmiðlar mjög inn á þennan við- talsvettvang og sýnist ýmsum að brátt sé meira en nóg að gjört. Hér eru fjórtán þættir á bók færðir. Ég vek athygli á þrem: „Húsmóðir í hjólastól", Krist- rún Guðmundsdóttir (í Hiéskóg- um), hefur orðið og tjáir þá ein- stæðu reynslu að sinna húsmóð- urstörfum stórfötluð. Henni virð- ist hafa tekist það með prýði. Hún varð fyrir þeirri raun að lamast á besta aidri en lét aldrei bugast. Þó lenti hún m.a. í því að missa heimili sitt, Mela í Víötöt og frásagmr Fnjóskadal, í eldsvoða og varð oft að skipta um bústað. Saga Kristrúnar er hógvær hetjusaga. Frásögnin „Mannbjörg á Gjögrum" er einnig hetjusaga og velkomin í hóp slíkra. En mest þykir mér varið í frásögnina af Gunnlaugi Jóhanni Sigurðssyni og dularfullu fyrirbærunum á Grýtubakka í sambandi við veik- indi konu Gunnlaugs og lækn- ingu. Frásögn af því skráði Bjarni Arason á Grýtubakka 1923 og hefur hún birst áður. Bþk Jóns er myndum prýdd og fylgir nafnaskrá. V Heiðdís Norðfjörð: Ævintýrin okkar Það er gaman að fá í hendur bók sem maður getur mælt með af heilum hug. Þetta eru sannnefnd ævintýri, grómlaus fegurð og gleði. Stíllinn er það ísmeygileg- ur að maður hefur á tilfinning- unni að ævintýrin séu fremur sögð en skrifuð enda segir á bak- síðu að þau séu skrifuð með það fyrir augum að vera lesin fyrir börn. Segja má líka að þau skír- skoti fyrst og fremst til þeirra aldursskeiða er lestrarkunnátta er ekki algjör. Hins vegar hygg ég að þau geti náð athygli allra barna sem ljótleiki fjölmiðla hef- ur ekki spillt. Fullorðnir ættu einnig að geta notið þeirra í allri hinni einlægu frásagnargleði og frjóu ímyndun sem einkennir þau. Dýr, fuglar, hulduverur og börn, jafnvel snjókarlar, mæta hér broshýr og góðglettin á síðum. Veröld Heiðdísar er án þeirra skugga er bölmóður tím- ans fellir yfir viðkvæma hugi. Hér er sól í sinni. Ekki spilla bókinni teikni- myndir Jóhanns Valdimars (11 ára sonar höfundar). Þær eru fyrsta flokks og í fullu samræmi við efni og tónfall ævintýranna. Kötturinn á bls. 29, séður með augum lítils páfugls í búri, er hreinasta listaverk! Jóhann ætti að huga að þessari listgrein í framtíðinni, m.a. til að geta myndskreytt næstu ævintýrabæk- ur móður sinnar. Þessa bók er gott að gefa barni um jól. g§ HEIODIS NOROFJÖRO ÆVINTÝRIN OKKAR frá Skjaldborg Fínt er að vera forstjóri og ferðast vítt í útlandi, serenaði syngjandi með sérstök dráttarréttindi. Þá birtitst vísa eftir Kristján Benediktsson og er hann póli- tískur sem fyrr: Jóhannes Albert hengdi á hankann . sem hékk yfir skuldadíkið. Nú sést það hvortríkið á Seðlabankann eða Seðlabankinn á ríkið. Friðbjörn Guðnason fer þessum orðum um eigin persónu: Oft mín sála ærslast fer eftir málahrinu, logar bál í brjósti mér og brakar íkálhöfðinu. Ég ergamalt orðið hró, aldrei mikið gefið. Vel að manni virðist þó við að taka í nefið. Á aðalfundi KEA þótti Frið- birni kjötið Iinsoðið og seigt undir tönn. Þá kvað hann: Ekki læri ég þann sið, er þó kannski lítill vandi, en mér er alltafilla við að eta skepnur hálflifandi. Næsta vísa er eftir Jón Jónsson á Gilsbakka í Skagafirði. Mun hún ungu fólki seig undir tönn til skilnings, enda ort fyrir alda- mótin síðustu. Tilefnið er að smalapiltur fórst í Norðurá. Að heli erhverjum hulið beim hvort er lengra eða skemmra. Berja-Láka burt úrheim bægði Norðurhemra. Þá er næsta vísa litlu auðveldari í meðförum. Heyrði ég konu á Svalbarðsströnd hafa hana yfir fyrir 40 árum. Ekki veit ég höf- und hennar. Má vera að þeir hafi verið tveir. Rýmfræðingar telja tungl. Tíðum kemur á þau bringl. Lúi er fyrir liðinn úln lengi að keipa fiski ingl. Séra Helgi Sveinsson orti: Geislar skarta ránarrönd rökkrið svarta brennur. Inn í hjartans leynilönd Ijósið bjarta rennur. Benedikt Ingimarsson kvað svo um misjafna menn: Stundum hlýja geislargeð oggleði á vinafundum. En úlfar flækjast einnig með oft á slíkum stundum. Ólína Jónasdóttir sá tilgerðar- lega dömu á götu á Sauðár- króki. Hún er að spranga víða vega vökur ígangi, armar lyftast. Skreytir vanga skrýtilega. Skyldi hana langa til 'að giftast? Frá umferöarfræðslu í 5. bekk í Glerárskóla. „Það er mjög gott aö ræða við krakkana“ — segir Vörður Traustason sem sér um umferða- fræðslu í skólum - Þetta hefur verið mjög skemmtileg törn. Það hefur verið gaman að vinna með krökkunum og ég hef eftir þessi kynni ekkert nema gott eitt að segja, sagði Vörður Traustason, lögregluþjónn í samtali við Dag, en Vörður hefur í vetur séð um umferðarfræðslu í skólum. Fyrri hluta þessarar fræðslu er nú lokið og því notuðum við tækifærið og spurðum Vörð hvernig umferðarfræðslunni væri háttað og hvernig gengið hefði í vetur. - Umferðarfræöslan fer fram með þeim hætti að ég heimsæki alla grunnskóla á Eyjafjarðar- svæðinu og ræði um umferðarmál við börnin, allt frá 0 bekk upp í 9. bekk. Þetta er tveggja mánaða törn og síðan mun ég fara aftur eftir áramót og reka smiðshöggið á þessa umferðarfræðslu. - Hvaða skólar eru þetta? - Það eru skólarnir á Akur- eyri, Barnaskóli Akureyrar, Oddeyrarskólinn, Glerárskólinn og Lundarskólinn og svo 7., 8. og 9. bekkur Gagnfræðaskólans. Síð- an eru það skólarnir á Dalvík, Ár- skógssandi, í Hrísey, Þelamerk- urskóli, Hrafnagilsskóli, Lauga- land og Sólgarður. - Hvað leggur þú áherslu á í kennslunni? - Það er misjafnt og fer eftir bekkjardeildum. Ég legg áherslu á að kenna þeim yngstu að ganga rétt yfir götu og varast þær hættur sem kunna að mæta þeim á leið- inni í skólann. Eldri börnin fá flóknari umhugsunarefni. - Hvaða aldurshóp er best að ræða við? - Það er erfitt að tiltaka ákveðinn aldurshóp. Þetta er mikið frekar bundið við einstaka bekki, en _ gegnumsneitt þá er mjög gott að tala við krakkana og ég finn að þau taka ábendingar mínar til greina. Vonandi gera þau það einnig í framtíðinni en það er rétt að taka það fram að það eru fleiri í umferðinni en bara gangandi vegfarendur. Það er ekki nóg að tala bara við börnin. Ökumenn verða einnig að læra sitt og taka tillit til þeirra sem eru gangandi í umferðinni og þetta á ekki síst við um þá staði sem eru í nágrenni skólanna. - Hvað mættu ökumenn helst bæta að þínum dómi? - Það að vera varkárari við gangbrautir. Það eru alltof marg- ir ökumenn sem virða ekki gang- brautarréttinn og þetta er því hættulegra að vetrinum þegar háir snjóruðningar myndast við gangbrautirnar. - Hvað finnst þér um umferð- ina nú í vetur? - Mér virðist sem umferð- arslysum fari fækkandi á öllu landinu ef gerður er grófur sam- anburður miðað við t.d. sl. tvö ár. 1982 urðu 373 alvarleg um- ferðarslys á öllu landinu en fyrstu níu mánuði þessa árs voru þau orðin 244 talsins. Samsvarandi tölur fyrir Akureyri eru 12 alvar- leg umferðarslys í fyrra, þar af tvö dauðaslys en fram til sept- emberloka í ár voru slysin orðin sjö talsins, þar af eitt dauðaslys. Þetta eru heldur lægri tölur og við verðum að vona að við getum sagt hið sama í lok ársins. - Hvað hefur þú rætt við mörg börn á þessari yfirreið þinni i skólunum? - Það er erfitt að átta sig á því. Það eru 2800 börn á skólaskyldu- aldri hér á Akureyri og um 400 á Dalvík, þannig að það er ekki óeðlilegt að ætla að þetta séu allt í allt um 4000 börn, segir Vörður Traustason, lögregluþjónn.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.