Dagur - 18.11.1983, Blaðsíða 6

Dagur - 18.11.1983, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - 18. nóvember 1983 Þríhjólakappaksturinn var óhemju spennandi. Dönsk nekt í Sjallanum Einhver sú djarfasta sýning sem fyrir augu manna norðanlands hefur borið, var í Sjallanum í gærkvöld. Þar tróðu dönsku nektardansmeyjarnar Bettina og Dorte upp og léku listir sínar fyrir viðstadda. Ekki dugði þeim nektarskját- um að koma fram einu sinni. Sei, sei nei. Þær komu fram þrisvar og framkvæmdu ýmsar kúnstir sem ýmsum finnst að séu betur geymdar í svefnherbergjum eða álíka vistarverum. Þær Bettina og Dorte sem þekktar eru úr ýmsum vafasömum karlrembu- svínablöðum, hafa að undan- förnu gert það gott í Glæsibæ í Reykjavík suður, en ekki var annað að sjá en að norðlenskur karlpeningur kynni vel-að meta þessa „tertubotna". Lesendur geta svo dæmt sjálfir um sköpu- lag þessara frændsystra okkar á meðfylgjandi myndum KGA. Fjör í Herra og ungfrú Dynheimar taka nokkur Ijúf dansspor. Myndir: KGA. Dynheímum Áhorfendur hvetja stóra mann- inn á litla hjólinu. Það er 15 ára náungi á þríhjóli. Ekki svo að skilja að hann sé genginn í barndóm, heldur er þríhjóls- reið keppnisgrein á stór- skemmtikvöldi sem var í Dyn- heimum um síðustu helgi. Auk þess sem keppt var á þríhjóli, brutu unglingarnir heilasellurnar á spurningum. Málið var að vita hvað öll lögin heita. Sem og hver leikur af fingrum fram. Létt verk og löðurmannlegt. Að sjálfsögðu komu fleiri keppnisgreinar upp úr dúrnum. Að vera eða vera ekki - ja, það er nú það. Að mér læðist sá grunur að Sjeikspír hefði orðið órótt undir sinni grænu torfu (var hann ekki jarðaður?) hefði hann heyrt í þeim Rómeó og Júlíu sem tróðu upp í Dyn- heimum. Eitthvað var orðaræða þeirra úr samhengi við það sem sá gamli ritaði þeim í munn hér úti í Englandi fyrir hundruðum ára. Sic transit . . . Eða hvað? Spurning um þró- un málsins - ha. Endapunktur: Herra Dyn- heimar kosinn Sigurður Sig- urðsson og ungfrú Dynheimar Þóra Stefánsdóttir. Þau tóku sig vel út á dansgólfinu, samt dáld- ið feimin enda er maður ekki á hverjum degi aðalnúmerið á svæðinu. Ekki spyr ég að því - eru ekki allir í stuði? - KGA. Dúfna- dáðír Dúfur eru duglegar og óút- reiknanlegar. Það sanna eftir- farandi dæmi. Kirkjunnar maður á Englandi fóðraði tvær dúfur sem höfðu hreiðrað um sig á loftbitum í kirkjunni, með brauði og viskíi. Dúfurnar gerðu sér gott af krás- unum og rétt í þann mund sem sunnudagsmessan hófst, þá gerðu þær „loftárás" á kirkju- gesti. Dauðadrukknar, tóku þær tvöfalda dýfu og klessu- keyrðu í kirkjugólfið að hætti japanskra sjálfsmorðssveitar- manna. Dúfur eru líka þau dýr á um- ræddum eyjum sem hafa unnið til flestra heiðursmerkja. Af 53 dýrum sem fengu Victorúi- krossinn á stríðsárunum, var 31 dúfa. Aðeins einn kottur fékk medalíu og má því segja að verstu féndur dúfnanna hafi þar farið halloka. Fríkki Frákast. Toggi Troðari. Varið ykkur á ,, Villidýrunum6 4 Þeir eru nefndir „Villidýrin“. Brjálaðasta og grimmasta körfuboltalið sem uppi hefur verið. Sagt er að þeir „éti“ andstæðingana í orðsins fyllstu merkingu og enginn hefur sigrað þá ennþá enda enginn þorað að keppa við „Villidýrin“ ennþá. Þetta magnaða körfuboltalið sem hér um ræðir er ekki Harlem Globetrotters, og ekki lið Hrafna-Flóka. Liðið er nefnilega skipað dýrum úr dýragarðinum í Basel í Sviss og þar fara æfingar einnig fram. Kannski er von um að lið Basel og lið Sædýra- safnsins í Hafnarfirði leiði einhvern tíma saman hesta sína, en þá er jafn víst að það verði hrossakjöt í matinn. Meðfylgjandi myndir eru af Togga „troðara", Frikka „frákasti" og Balla „Blökkumannavíti". Kollhnís Þannig fer fyrir þeim sem leggja bílunum á tvöfaldri akreina- línu, segir í myndatextanum sem við fengum með þessari mynd. Að sjálfsögðu er það ekki rétt því jafn hrikalegar refsingar hafa hvergi verið tekn- ar upp ennþá en myndin er tek- in í Ohio í Bandaríkjunum. Þar opnaðist gatan fyrir framan einn ökuþórinn og vitaskuld stakkst kagginn beint á grillið ofan í holuna. Ástæðu þessarar skyndilegu opnunar má rekja til flóða. Enginn meiddist og nú mun vera búið að gera við göt- una.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.