Dagur - 18.11.1983, Blaðsíða 7

Dagur - 18.11.1983, Blaðsíða 7
Þeir komast upp með allt Þeir komast upp með allt. Allt frá því að aka dauðadrukknir upp í morð og nauðganir. Þeir drepa, smygla, ræna og selja eiturlyf en enginn getur gert þeim nokkuð. Á þessa leið hefst lýsing bresks vikurits á „glæpum" sendiráðsstarfsmanna í Bret- landi sem njóta „diplómat- ískra“ réttinda. Eru nefnd fjölmörg dæmi um afbrot sendi- ráðsstarfsmanna sem munu vera um 2.400 í Lundúnum en auk þess njóta 3.000 fjölskyldu- meðlimir þessara sömu dipl- ómatísku réttinda. Þeir eru gestir okkar en þeir brjóta allar reglur sem hægt er að brjóta, segir vikuritið og nefnir nokkur dæmi: Líbýskur sendiráðsstarfs- maður nauðgaði tveim stúlkum og hótaði þeim með hníf. Hann flúði land áður en hann þurfti að sýna diplómatapassann. Sendiráðsstarfsmaður frá Alsír fór einnig út fyrir siðferð- ismörkin og reyndi að nauðga stúlku. Glæpurinn tókst ekki en maðurinn slapp án réttarhalda. Sovéskur sendiráðsstarfs- maður „straujaði“ sex bíla með bíl sínum eftir taumlausa drykkjuveislu. Ekkert gert. 18 ára sonur sendiráðsstarfs- manns frá Ghana slapp við sekt eftir að hafa stolið handtösku og hafa tvívegis valdið óspekt- um á almannafæri. Finnskur dyravörður í finnska sendiráðinu ók blind- fullur á bíl sínum beint framan á annan bíl. Tveggja ára barn dó í árekstrinum. Ekkert gert. Indverskur sendiráðsstarfs- maður reyndi að ræna 20.000 pundum í enskri verslun en án árangurs. Ekkert gert. Sonur sendiráðsstarfsmanns frá Egyptalandi smyglaði eitur- lyfjum fyrir 100.000 pund til landsins en varð uppvís um smyglið. Ekkert gert. Arabískur sendiráðsstarfs- maður gekk berserksgang gegn fjórum lögreglumönnum sem voru ekki á vakt. Ekkert gert. Þannig lítur listi vikuritsins út en það er staðhæft að hann sé mikið lengri og verri. Bent er á að það sem af er þessu ári hafi sendiráðsstarfsmenn verið sekt- aðir um 150.000 pund fyrir brot á umferðarlögum og fyrir að leggja ólöglega við stöðumæla, en ekki eitt pens hefur fengist greitt. 92 sendiráðsbílar frá 32 löndum hafa verið fjarlægðir eftir að þeim var lagt ólöglega. Engar sektir hafa verið greidd- ar. Það er von að Tjallanum blöskri athæfi sendiráðsmanna og víst er að fólk hér á landi get- ur tekið undir þetta að vissu marki. En það sem nauðsynlega vantar í upptalningu vikuritsins er hvernig breskir sendiráðs- menn haga sér erlendis. Ætli þeir séu barnanna bestir? 18,.nóyember .1983 - DAGUR - 7 Rás 3 - Ymsir flytjendur Rásað um vin sælda tístana Ein af skemmtilegri safnplötum sem gefnar hafa verið út hér- lendis, kom út hjá Steinum hf. nývérið. Nefnist plata þessi „Rás 3“ og er á plötunni rásað á milli laga á vinsældalistum síð- ustu vikna í orðsins fyllstu merkingu. Af úrvalslögum á „Rás 3“ er fyrst að nefna Kharma Chame- leon með hinum ótrúlega vin- sæla Culture Club. Wings of a dove með ærslabelgjunum í Madnes, They don’t know með Tracey Ullman, Red red wine með UB 40 og Safety Dance með hljómsveitinni Men with- out hats. Þrjú íslensk lög eru á plötunni, Blindfullur með Stuðmönnum,.Bíldudals grænar með Jolla og Kóla og svo verð- launalag Jóhanns Helgasonar Take your time. Út á erlendu framleiðsluna er fátt eitt að setja en það eru mistök að láta Stuðmanna/Spilverksgengið fá tvö lög á plötunni. Betur hefði farið á því að láta Bíldudalinn bíða. „Rás 3“ er prýðilega skemmtileg plata og það er von- andi að Rás 2 hjá Útvarpi Suðurlands muni flytja jafn skemmtilega tónlist. Það breytir hins vegar ekki þeirri staðreynd að þunga- eða bárujárnsrokkið gleymist alveg á plötunni. Hvenær skyldu útgefendur átta sig á því að það er í þungarokk- inu sem hlutirnir eru að gerast og það er þungarokkið sem gildir í hita og þunga dagsins. - ESE Svört sveiOa Auðvitað hlaut að koma að því að þær Pointers systur sendu frá sér safnplötu með öllum bestu lögunum og auðvitað var ekki við öðru en búast að þetta yrði átakalítill gripur, lauflétt Motown-sveifla, krydduð perl- um eins og laginu Fire, sem Bruce Springsteen samdi sællar minningar. Pointers Sisters hafa um nokkurt árabil verið með vin- sælli söngfuglum vestan hafs, þó aldrei hafi þær náð að slaga (ódrukknar) upp í The Sur- premes eða Andrews systur í hinum þríheilaga dægurlagalög. Mesta lán Pointers systra var það að Bruca karlinn Spring- steen skyldi lenda upp á kant við útgáfufyrirtæki sitt endur fyrir löngu og með þeim afleið- ingum að hann fór í plötubind- indi þar til samningurinn rann út. Á þessum árum stráði Pointers sisters - Greatest hits Culture Club - Colours by numbers Springsteen um sig kornum sem síðar urðu að ódauðlegum perl- um og nægir þar að nefna lögin Because the night með Patti Smith og I came for you sem ég hald að Greg Kihm Band hafi flutt. Og svo er auðvitað Fire sem Pointers systur ættleiddu og gerði frábær skil. Um þessa plötu er ekki meira að segja. Öll bestu lögin eru þarna. Svört sveifla í svörtum úrvalsflokki. Um Fire þarf ekki að fjölyrða. það er einfaldlega klassiker par exelence. - ESE A & K* J Kvenlegur drengjakór Sá maður hafði hjarta úr steini sem ekki hreifst af Boy „litla“ George í videoupptökunni sem fylgdi laginu Do you really wanna hurt me - sem gerði það gott fyrri hluta þessa árs. Flestir hafa líklega hallast að því þá að þeir ættu aldrei eftir að sjá Gogga aftur, en annað hefur svo sannarlega komið á daginn. Menningarklúbburinn toppar topp eftir topp og ekki að ósekju. Úrvalslög og góðir gæj- ar eru blanda sem fáir hafa staðist. Síðan Do you really wanna hurt me leit dagsins ljós þá hafa Boy George og félagar úðað hverju hit-laginu út úr ermun- um á fætur öðru og það eru dauðir menn eða þaðan af verra sem ekki þekkja lögin Time og Church of the poison mind og nú síðast Kharma Chameleon. Mér er það ljúft og skylt að játa að Goggi og félagar hafa snortið mig djúpt með sínu glaðbeitta gæðapoppi og það er ekki á hverjum degi sem slíkir fuglar ná að brjótast inn úr bárujárns- brynjunni. Á „Colour by numbers" ann- arri plötu Culture Club eru bæði úrvalslögin, Church . . . og Kharma Chameleon en auk þess eru þar upprennandi lista- sprangarar. Lög eins og Miss me blind, It’s a miracle og Stormkeeper eru ljúf eins og sykur. Eiginlega jafn ljúf og sykurinn sem er ekki innifalinn í Scarsdale-kúrnum og þessi lög og Culture Club eru til alls vís í framtíðinni. Áfram með Culture Club og Gogga hinn drengjalega, eða réttara sagt hinn kvenlega dreng. Annað eins popp höfum við ekki heyrt síðan ABBA heitin sálaðist. ■ ...vÁ-- fí-V;ó ■ 6®M onlsvt B®vIA JDOlBlWOCl ----—-- ----— ■■ mm

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.