Dagur - 21.11.1983, Blaðsíða 1

Dagur - 21.11.1983, Blaðsíða 1
TRÚLOFUNAR- HRINGAR AFGREIDDIR SAMDÆGURS GULLSMIÐIR . SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI 66. árgangur Akureyri, mánudagur 21. nóvember 1983 131. tölublað Er jafnrétti til náms úr sögunni? - Heimavistarskólar í dreifbýli fá ekki lögboðin gjöld greidd frá ríkinu þrátt fyrir ótvíræða lagaskyldu og ítrekaðar beiðnir Hermann Stefánsson, fyrrum íþróttakennari við Mennta- skólann á Akureyri lést að kvöldi fimmmdagsins 17. nóv- ember, nær áttræður að aldri. Hermann var fædduf 17. janú- ar 1904 í Miðgörðum á Grenivík, þar sem hann ólst upp í stórum systkinahópi. Foreldrar hans voru Friðrika Kristjánsdóttir og Stefán Stefánsson. Hermann varð gagnfræðingur frá Gagn- fræðaskólanum á Akureyri 1922, en síðan fór hann til náms í íþróttaskólanum í Ollerup og í Statens Gymnastik-Institut í Kaupmannahöfn og lauk íþrótta- kennaraprófi 1929. Sama ár réð- ist hann íþróttakennari við Menntaskólann á Akureyri og gegndi því starfi allt til 1974, að hann lét af störfum vegna aldurs. Hermann Stefánsson tók virk- an þátt í íþróttamálum á Akur- eyri, var m.a. formaður skíða- ráðs í mörg ár, í stjórn íþrótta- bandalagsins og formaður Skíða- sambands íslands. Hermann var söngmaður góður og starfaði lengi með karlakórnum Geysi og var formaður kórsins í nokkur ár og einnig var hann formaður Heklu, sambands norðlenskra karlakóra. Hermann var eldhugi, sem ef til vill kom best fram þeg- ar verið var að hefja uppbygg- ingu skíðamannvirkja í Hlíðar- fjalli. Þar á hann ófá handtökin. Hermann var heiðursfélagi, ÍSÍ, Skíðasambandsins, Karlakóra- sambands íslands, íþrqttafélag- anna KA og Þórs, auk fleiri fé- laga. Eftirlifandi eiginkona Her- manns er Þórhildur Steingríms- dóttir, íþróttakennari. Börn þeirra eru Stefán, verkfræðingur, og Birgir Steingrímur, viðskipta- fræðingur. „Þetta hlýtur að enda með því að ef fólkið fær ekki kaupið sitt verður ekki hægt að reka skólana. Þarna er um að ræða kaup bflstjóra, starfsfólks í mötuneytum og kennara fyrir svokölluð gæslustörf, svo eitt- hvað sé nefnt. Sveitarfélögin hafa greitt þessi laun og ríkið á síðan að endurgreiða þau mánaðariega eftir á. Nú þegar hefur komið til þess á nokkr- um stöðum að sveitarfélögin hafa ekki getað greitt þessi i laun vegna vanefnda ríkisins og við sjáum ekki fram á að neinar breytingar séu að verða á þessu. Fræðslustjóri fer suður í vikunni og vonandi skýrist þetta þá, en svona getur þetta einfaldlega ekki gengið," sagði Sigurður Aðalgeirsson, skólastjóri Hrafnagilsskóla í viðtali við Dag. í vikunni sem leið héldu reikn- ingshaldarar og skólastjórar heimavistarskóla á Norðurlandi eystra fund í Stóru-Tjarnaskóla þar sem þessi vandamál voru rædd. í ályktun sem samþykkt var á fundinum var „átalið harð- lega það framferði ríkissjóðs að greiða ekki lögbundinn áfallinn skólakostnað á tilskyldum tíma á haustmánuðum 1983. Fundur- inn vekur athygli ríkisvaldsins á því að framferði þess mun óhjá- kvæmilega leiða til stöðvunar skólahalds berist lögbundin fram- lög ríkissjóðs eigi á næstu dögum." í ályktuninni segir að túlkun laga varðandi þetta efni sé ótvíræð og var fræðslustjóra Norðurlandsumdæmis eystra fal- ið að bera samþykktir fundarins fyrir viðkomandi ráðuneyti og þingmenn kjördæmisins. Sigurður sagði að skólarnir, 10 talsins, væru ekkert búnir að fá greitt fyrir september og októ- ber, nema Þelamerkurskóli. Hann sagði að þeir sem mest ættu inni væru Hafralækjarskóli og Stóru-Tjarnaskóli, um 320 þús- und krónur. Vandamálið væri verst þar sem heimavistir væru stórar og mikill daglegur akstur. Fyrr í haust var farið fram á úr- bætur í þessum málum, en ekkert hefur gerst ennþá. Þetta vanda- mál snýr nær eingöngu að skóla- haldi í dreifbýli og ef ekki rætist úr er jafnrétti til náms á íslandi lítið annað en orðin tóm, og lög- um um skólaskyldu ekki lengur framfylgt. Maur komst í herta þorsk- hausa í Hrísey - ekkert einsdæmi og með hitun er hægt að ná honum úr Þar sem skreið er geymd í gömlu og röku húsnæði er hætta á að húsamaurar komist í liuua, eins og gerðist með hertu þorskhausana í Hrísey og gerst hef- ur víðar í sumar og hausl. Þegar átti að fara að skipa út hertum þorskhausum í Hrísey á föstudagskvöldið, kom í Ijós við skoðun, sem Pétur Ólafs- son, eftirlitsmaður annaðist á vegum fy rírt ækis sem vinnur fyrir Nígeríustjórn, að maur var kominn í skreiðina. Varð það til þess að nú um helgina hefur verið unnið við það að útrýma honum með því að hita þá 1200 pakka, eða um 40 tonn sem um er að ræða, upp í yfir 50°C í minnst 24 tíma. Þar sem þetta er ekki einsdæmi þar sem skreið er geymd í gömlum, rökum húsum, hefur reynslan sýnt að hægt er að losna við þetta og drepa maurinn með þessum aðgerðum. Þessi maur, sem nefndur hefur verið húsamaur, tímgast mjög hratt eftir að hann er á annað borð kominn í fiskinn, ekki síst þegar kemur suður á bóginn. Því er þetta engin söluvara, að sögn Péturs Ólafssonar, og nauðsyn- legt að gera þessar ráðstafanir. Þetta vandamál hefur komið upp víðast hvar á landinu. Hríseying- ar tjölduðu skreiðina af í saltfisk- verkunarstöðinni og þar var hita- blásurum komið fyrir. Gert er ráð fyrir að skreiðin rýrni um 2% við að hita hana með þessum hætti, en að sögn Péturs var yfir- vigt á pökkunum í Hrísey með tilliti til geymsluþols, þannig að líkur voru á að ekki þyrfti að bæta í pakkana. Árangur þessara aðgerða kemur í ljós í dag og ef allt hefur farið að óskum verða þorskhausarnir lestaðir í kvöld. Á blaðsíðu 3 er fjallað um námskeið dlistaskolans í Ijosmyndun í máli og myndum A blaösiöu 9 er fjallað um áhugaverðar hugmyndir frá ráðstefnu Al- þýðusambandsins um atvinnumál Á blaðsíðu 4 er viötal við Kristján Jóhannsson óperusöngvara, sem þegar er farinn aft leggja drög að næstu plðl BMRHHHHBHHlHHMMlSHHHHH ¦' •: ..... ¦¦ '

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.