Dagur - 21.11.1983, Blaðsíða 3

Dagur - 21.11.1983, Blaðsíða 3
21. nóvember 1983 - DAGUR - 3 Upptaka í Myndlistaskólanum. Þór Élís við myndavélina en Kristján Pétur situr á góifinu og fylgist með, Vídeó- og Ijósmyndaönn í Myndlistaskólanum á Akureyri: Kennslumynd í Ijósmyndun unnin af nemendum skólans „Það hefur verið ákaflega mikill áhugi ríkjandi hérna og mjög gaman að vinna að þessu,“ sagði Kristján Pétur Guðnason, en hann hefur kennt á Ijósmynda- og vídeó- önn í Myndiistaskólanum á Akureyri að undanfömu ásamt Þór Elís Pálssyni, en þeir tveir reka saman fyrirtækið „Vídeóvarp“ í Reykjavík. Þeir nemendur sem tóku þátt í þessum önnum eru á 2. og 3. ári í Málunardeild skólans. Á fyrri önninni kenndu þeir Kristján og Þór Elís undirstöðuatriði í ljós- myndun, allt frá því að þræða filmuna í vélina til þess að skila fullunninni mynd úr myrkra- kompu. Nemendurnir héldu einnig út í bæjarlífið til að leysa ákveðin verkefni í myndatöku sem fyrir þá höfðu verið lögð. Síðari hlutinn, hin svokallaða vídeóönn hafði alltaf verið miðuð við það að þá yrði tekin upp kennslumynd um ljósmyndun og var unnið sleitulaust að því verk- efni í síðustu viku. Þetta mun vera fyrsta mynd sinnar tegundar sem gerð er hérlendis, þ.e. unnin að hluta til af nemendum sjálfum. „Það má segja að hringnum sé lokað þegar nem- endur eru farnir að vinna kennslumynd fyrir aðra nemend- ur,“ sagði Kristján Pétur. Námsgagnastofnun hefur sýnt því nokkurn áhuga að kaupa um- rædda kennslumynd og yrði hún síðan notuð við kennslu í skólum. Kristján Pétur vildi þó taka fram að ekki væri búið að taka endanlega ákvörðun í þessu efni. Umrædd vídeómynd er sem fyrr sagði kennslumynd í ljós- myndun. Ljósmyndir þær sem nemendur Myndlistaskólans tóku verða notaðar þannig í vídeómyndinni að þeim verður skotið inn á milli, t.d. til þess að sýna hvernig ákveðinn staður eða hlutur lítur út á ljósmyndinni annars vegar og hins vegar séður í gegn um auga vídeómyndavél- arinnar. Pað var ljóst er við litum inn í Myndlistaskólann við Glerár- götu að þar starfaði fólk sem hafði áhuga á því sem unnið var að. „Áhuginn hefur verið alveg einstakur og unnið hér langt fram á kvöld,“ sagði Kristján Pétur Guðnason og var greinilega ánægður. Þór Elís við myndavélina. '&yt&M iMZ-M ÍÍIÉSi ISiii I 'k' ' I / v AkureyH, (96)23599 '•; v-;-'• Leiðalýsing St. Georgsgildiö stendur fyrir leiðalýsingu í kirkju- garðinum eins og undanfarin ár. Tekið á móti pöntunum í síma 22517 og 21093 fram til 1. des- ember nk. Verð kr. 150 á krossinn. Þeir sem vilja hætta tilkynni það í sömu síma. Helgarferðir til Reykjavfkur Gisting: Loftleiðir, Esja, Saga, Borg Gerum verðtilboð fyrir stærri hópa FERÐASKRIFSTOFA AKUREYRAR RÁÐHÚSTORGI 3 SÍMI 96-25000

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.