Dagur - 21.11.1983, Blaðsíða 6

Dagur - 21.11.1983, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - 21. nóvember 1983 21. nóvember 1983 - DAGUR - 11 hvern tíma í ljós ánægju mína með störf hans þar. Ég sé því ekki betur samkvæmt þessu en að knattspyrnudeild KA sé búin að fá æviráðinn formann.“ - Hljóðið í ykkur formönnun- um virðist ekki vera þannig að um neina kærleika sé að ræða? „Nei því miður.“ - Getur það ekki komið niður á starfsemi deildanna á næstunni? „Það er a.m.k. ekki til bóta. Við störfum að vísu ekki einir, erum báðir með góða menn með okkur og vonandi lagast þetta." - Víkjum að félagslegri að- stöðu ykkar Pórsara, hvernig er hún í dag? „Vallaraðstaðan hjá okkur er alveg þokkaleg og batnar enn ef jafnað verður og tyrft á svæði norðan við vellina en við þurfum mjög nauðsynlega að fá þar æf- ingasvæði vegna þess að grasvöll- urinn okkar er alveg fullnýttur og vel það. Félagsaðstaðan er hins vegar alveg í lágmarki og enn neðar en það reyndar. Við höfum smá herbergi með öðrum deild- um félagsins og aðalstjórn. Við höfum sótt nokkuð á að fá að- stöðu í kjallara Glerárskólans en það virðast vera ýmis ljón á veg- inum hvað það snertir. Það má segja að ýmsir ráðamenn hafi uppi góð orð í þessu efni en alltaf skjóta þó upp kollinum annmark- ar, bæði fjárhagslegir og aðrir. Ég held að menn séu fallnir frá þeirri hugmynd að fara út í bygg- ingu félagsheimilis, það er nógu erfitt að reka þetta í dag þótt byggingaframkvæmdir, bættust ekki þar við.“ - Að lokum. Hvernig leggst komandi starfsár í þig? „Knattspyrnulega séð leggst það vel í mig en það er fyrirsjá- anlegt að það verður sama baslið áfram hvað snertir fjármálin. Við vorum í 4. sæti í 1. deild sl. sumar og við erum staðráðnir í því næsta sumar að horfa á topp deildarinnar, annað kemur ekki til greina. Ég vil fá að skjóta því hér að í lokin varðandi félags- starfið að knattspyrnudeildin hef- ur nú ráðið sér framkvæmda- stjóra, Jónas Hallgrímsson. Við höfum fengið aðstöðu fyrir hann að Furuvöllum 13 og þar er opið virka daga kl. 16-18 og ég vil hvetja Þórsara til að líta þar inn og ræða málin. — Unnu ÍS 3: „Þetta var leikur kattarins að músinni, það gekk ailt upp sem við reyndum og það má segja að um algjöran bakstur hafi verið að ræða,“ sagði Hannes Karlsson þjálfari 1. deildariiðs Völsungs í blaki kvenna er við ræddum við hann eftir að Völsungur hafði sigrað helsta keppinaut sinn í blakinu um helgina. Það var lið ÍS sem var fórnar- lamb stúlknanna í Völsungi um helgina, en þessi lið voru tvö ein taplaus fyrir leikinn. En ÍS átti aldrei nokkurn möguleika gegn Úr leik KA og Völsungs á dögunum. 0 í blakinu og hinu skemmtilega liði Völsungs. Var sama hvort um var að ræða vörn eða sókn og úrslitin gátu ekki orðið nema á einn veg, stór- sigur Völsungs 3:0. Hrinurnar fóru 15:2, 15:4 og 15:6. „Það var geysileg barátta í lið- inu hjá okkur,“ sagði Hannes þjálfari. „Við reiknuðum með ÍS- liðinu miklu sterkara en það var og sigurinn var fyrirhafnarlaus. Þetta var sigur góðrar liðsheildar en þó voru þær bestar Kristjana Skúladóttir, Jóhanna Guðjóns- dóttir og Ásdís Jónsdóttir," sagði Hannes. Nú er lokið fyrstu umferðinni af fjórum í 1. deild kvenna, og Völsungur er með fullt hús stiga. Meira en það, því liðið hefur ætti samstarf á einhverjum svið- um að vera báðum til hagsbóta en er slíkt fyrirsjáanlegt í stað rígsins? „Ég er sammála Stefáni Gunn- laugssyni formanni knattspyrnu- deildar KA sem sagði í við- tali við Dag að rígur að vissu marki er ekki óæskilegur, hann eflir baráttu beggja aðila. Pers- ónulegt skítkast er hins vegar ekki æskilegt þótt það sé fyrir hendi. Undanfarin ár hefur verið mjög gott samstarf og samvinna á milli KA og Þórs í knattspyrn- unni en eins og staðan er í dag finnst mér erfitt að sjá að svo geti orðið á næstunni. Ég hef fengið nokkrar athyglisverðar „glósur“ frá kollega mínum hinum megin, bæði í blöðum og eins boðsend- ar. Þar á meðal er boð um sál- fræðiþjónustu sem ég reikna að vísu með að þiggja ef svo fer að ég stend mig að því að hæla Stef- áni.“ Engir kærleikar „Ég neita því hins vegar ekki að þessi maður hefur ýmsa kosti en gallarnir skyggja því miður á. Hann gumaði af því í viðtali við Dag að hafa bent okkur á nýráð- inn þjálfara okkar og í sama við- tali sagði hann að hann myndi segja af sér hjá KA ef ég léti ein- stefna ákveðnar á íslandsmeistaratitilinn Hvert var álit þitt á sínum tíma þegar hætt var að keppa undir merki ÍBA í knattspyrnunni og félögin fóru að tefla fram sínum liðum, og hefur það álit breyst? „Ég var hlynntur því á sínum tíma að þessi ákvörðun var tekin og er enn á því að þá hafi verið stigið rétt spor. Hitt er annað mál að í dag er allt annað og erfiðara að reka þetta fjárhagslega en þá var og það kemur hugsanlega niður á starfinu. Þó held ég að það sé til bóta að nú starfa menn mun meira í anda síns félags en áður var. Þó væri æskilegt að skoða þetta mál, t.d. hvað varðar kvenna- knattspyrnuna. Við höfum, óformlega að vísu, vakið máls á því við KA að það mál verði skoðað hvort æskilegt væri að sameina kvennaliðin, kvennalið okkar þarf t.d. ekki færri en 7 ferðir suður næsta sumar og ég sé ekki fjárhagslegan grundvöll fyrir þessu til viðbótar við allt annað. Við viljum ræða þetta og jafnframt önnur atriði einnig.“ Rígurinn - Þegar hugsanlegt samstarf ber á góma er ekki óeðlilegt að maður spyrji sem svo hvort slíkt sé unnt á milli KA og Þórs þar sem rígurinn virðist á stundum keyra úr hófi fram. Að sjálfsögðu Hið hefð- bundna „betl“ „Síðan við tókum við stjórn cíeildarinnar fyrir um ári sýnir bókhald okkar að við höf- um verið með alls 35 mismunandi fjáröflunarleiðir. Stór hluti þeirra er þetta hefðbundna „betl“ sem íþróttahreyfingin er fræg fyrir, en ekki tapað einni einustu hrinu og unnið álla leiki sína 3:0. „Ég veit ekki hvað verður, við bíðum bara og sjáum en ætlum ekki að gefa neitt eftir,“ sagði Hannes er við spurðum hann hvort leiðin að titlinum væri ekki greið. Þessi árangur Völsungs þarf ekki að koma svo mikið á óvart. Stelpurnar í liðinu urðu flestar meistarar með Völsungi fyrir nokkrum árum, þá héldu þær til Reykjavíkur þar sem þær léku með Víkingi í tvö ár, og Víkingur varð íslandsmeistari þau árin. Nú eru þær komnar heim aftur og allt bendir til þess að þær ætli að taka titilinn til Húsavíkur á ný. „Horfum á toppinn“ - segir Guðmundur Sigurbjörnsson nýkjörinn formaður knattspyrnudeildar Þórs „Reksturinn kostar 1,9 milljónu „Rekstur knattspyrnudeildar Þórs á þessu ári kostar 1,9 millj- ónir króna. Við fáum upp í húsa- leigu yfir vetrarmánuðina frá Frá aðalfundi knattspyrnudeildar Þórs um helgina. Þetta er þeim mun athyglisverð- og því ekki hægt að gefa boltann ara þegar þess er gætt að æfinga- upp nema inni á vellinum og loft- salur Völsungs er 10x20 metrar, hæð er einnig mjög lítil. „Þokkalegir kaflar“ — nægðu KA ekki gegn ÍS Um helgina var haldinn aðal- fundur knattspyrnudeildar Þórs og fór hann fram í Glerár- skóla. Þar var kjörin ný stjórn eins og lög gera ráð fyrir og að sjálfsögðu voru aðalmál fund- arins hin sígildu fjárhagsvand- ræði sem allar íþróttadeildir hér á Iandi eru í sífelldri glímu við. Aðalfundir deildanna marka einnig stefnuna hvað önnur mál snertir því starf knattspyrnudeildanna er ekki einungis bundið við sumar- tímann þótt þá sé auðvitað há- vertiðin. Við ræddum við Guðmund Sigurbjörnsson sem var um helgina endurkjörinn formaður knattspyrnudeildar Þórs og auðvitað voru það fjármálin sem við byrjuðum að ræða. „Það er alveg óhætt að segja að fjárhagsstaða okkar er afar slæm um þessar mundir eftir síðasta starfsár. Við eigum þó útistand- andi nokkuð af loforðum um fjárhagslegan stuðning sem von- andi tekst að innhemta. Þá vant- ar okkur nýjar leiðir til þess að brúa bilið. Skuldahalinn hjá okk- ur í dag er langur og ég sé ekki annað en að okkur vanti nýjar fjáröflunarleiðir til þess að ná inn um 300 þúsund krónum sem er hluti af honum.“ „Það komu þokkalegir kaflar í þessum leik en annars var hann fremur daufur,“ sagði Sigurður Harðarson, þjálfari KA í blaki kvenna eftir að KA hafði tapað 0:3 fyrir ÍS um helgina. Sigurður sagði að lið ÍS hefði verið mun slakara en hann hefði átt von á vegna þess að liðinu hefur gengið vel í leikjum sínum fyrir sunnan. Þær höfðu þó getu til að vinna KA 3:0 en hrinurnar einnig höfum við tekið að okkur sölu og dreifingu á hinu og þessu fyrir ýmis fyrirtæki. Þegar við höfum starfað að stærri verkefn- um eins og t.d. útburði á ýmsum hlutum og söluherferðum þá höf- um við mikið leitað til okkar leik- manna úr hinum ýmsu flokkum. Það má segja að við séum með allar klær úti og fjármálin eru sí- felldur höfuðverkur sem maður getur sjaldan leyft sér að hætta að hugsa um, því miður.“ - Finnst þér að bæjarfélagið ætti að veita ykkur meiri stuðning en gert er? „Mér finnst að bæjaryfirvöld geri alls ekki nógu vel við okkur, og að mínu mati vantar talsvert upp á að yfirvöld og reyndar allur almenningur geri sér grein fyrir því mikla æskulýðsstarfi sem íþróttafélögin inna af hendi. Við höfum t.d. haft mikinn áhuga á því að bærinn legði til einn starfs- mann eða greiddi laun hans, og þessi starfsmaður gæti verið meira á félagssvæðinu við leið- beiningastörf hjá yngri börnun- um. Við fáum að vísu framlag frá bænum til þess að reka íþrótta- og ieikjanámskeið en það framlag er ekki nema hluti af kostnaðinum við þessi námskeið. Það vantar meiri skilning á því hvað við erum að gera fyrir æsk- una og þetta er ekki bundið við Akureyri." bænum. Báðum knattspyrnu- deildunum voru færðar 100 þús- und krónur frá bænum í haust sem er vel metið en yfir höfuð mætti þessi stuðningur vera mun meiri og skilningurinn einnig." - Hvernig gengur að fá menn til að starfa við rekstur knatt- spyrnudeildarinnar? „Það er erfitt, ég hef það á til- finningunni að menn haldi að ef þeir rétti okkur litla fingur til hjálpar þá hellist yfir þá verkefni og þeir verði hreinlega kaffærðir og þar spilar örugglega mest inn í að menn vilja ekki gefa kost á sér í þetta margumtalaða betli- starf. Það er eins og menn gefist hreinlega upp þegar þeir hafa starfað að þessum málum um ein- hvern tíma.“ - Látum þetta nægja um fjár-' málin, og snúum okkur að öðru. Breyttur leiktími vegna sjónvarpsins fóru 15:8, 15:8 og 16:14. KA var því nærri því að vinna síðustu hrinuna. Sigurður sagði að Hrefna Brynjólfsdóttir hefði átt bestan leik í liði KA en að öðru leyti hefði liðið verið mjög jafnt. Jón Héðinsson skorar í leik gegn UMFS á dögunum. eflir bók- — þegar Þór mætir Fram í körfuboltanum Tveir leikir voru háðir í 2. deild í Norðurlandsriðli um helgina í blakinu, og urðu úr- slit þeirra „eftir bókinni“ ef svo má segja. Á Dalvík lék lið Reynivíkur gegn b-liði KA og vann Reynivík örugglega 3:0. Éinstaka hrinur fóru 15:2, 15:4 og 15:0 þannig að ekki var um mikla keppni að ræða. Þá léku a-lið KA og lið Skauta- félags Akureyrar og vann KA þar átakalausan sigur 3:0. Þess má geta að lið Skautafélagsins er skipað leikmönnum sem eru 40 ára og eldri svo segja má að þarna sé á ferðinni „old boys“ lið í bókstaflegum skilningi. Þetta er vegna þess að leikmenn sem eru yngri en 40 ára mega ekki leika í deildarkeppninni og halda um leið rétti sínum til að keppa í „öld- ungamótinu". Nk. laugardag er ætlunin að sjónvarpið sýni okkur í beinni útsendingu leik Ipswich og Liverpool í 1. deildinni ensku. Eins og venjan hefur verið til þessa setjast allir íþróttaáhuga- menn niður við sjónvarpstækin þegar þessar beinu útsendingar eru, og hefur þurft að flytja til íþróttaviðburði sem hafa átt að vera á sama tíma. Það ætla körfuknattleiksmenn Þórs sér að gera nk. laugardag. Þá eiga þeir að leika gegn Fram í íþróttahöllinni á Akureyri og var leikurinn upphaflega settur á kl. 14. Nú hefur verið ákveðið að leikurinn hefjist kl. 13, og verður honum þá lokið um hálftíma áður en útsending sjónvarpsins hefst kl. 15. Framarar hafa enn ekki tapað leik í 1. deildinni og þeir unnu Þórsara örugglega fyrir sunnan á dögunum. Því er óþarfi að leyna að þá var það hörmulegur fyrri hálfleikur Þórs sem skóp sigurinn fyrir Fram öðru fremur, enda unnu Þórsarar síðari hálfleik þeirrar viðureignar. Þá vantaði einnig Jón Héðins- son máttarstólpa í lið Þórs og var það mjög bagalegt þar sem Fram- arar skoruðu mikið eftir fráköst. Jón verður hins vegar með um helgina og það getur allt gerst í Höllinni með góðum stuðningi áhorfenda. Tindastólsliðið kom á óvart — á íslandsmóti 4. flokks í körkuknattleik Strákarnir í 4. flokki Tinda- stóls í körfuknattleik komu talsvert á óvart um helgina, en þá var leikinn fyrsti hlutinn í þeirra riöli í íslandsmótinu og fór keppnin fram á Akureyri. Það mættu 5 lið til leiks, Tinda- stóll, KR, UMFG, Reynir Sand- gerði og Þór Akureyri og léku liðin einfalda umferð í íþrótta- höllinni. Eftir þá leiki er Tinda- stóll í efsta sæti, en að vísu aðeins vegna þess að liðið er með betra stigahlutfall en KR og UMFG. Tindastóll tapaði aðeins einum leik, fyrir KR eftir hörku baráttu, KR tapaði fyrir UMFG og UMFG tapaði fyrir Tindastól. Þór tapaði öllum sínum leikjum KA-menn halda suður og leika gegn Val og KR Ekkert var um að vera í deild- arkeppninni í handknattleik um helgina, en um næstu helgi fer boltinn aftur á fulla ferð. Þá heldur 1. deildarlið KA suður til Reykjavíkur og leikur þar tvo leiki. Sá fyrri verður gegn Val, en daginn eftir verður svo leikið gegn KR. Tveir erfiðir leikir framundan hjá KA-mönn- um sem verma nú botnsæti 1. deildarinnar. Ekki tókst okkur í morgun að nálgast upplýsingar um leiki hjá Þór um næstu helgi, enda engin mótabók komin út. Er það til skammar fyrir HSÍ að svo skuli vera, en hefur þó verið árviss at- burður að bókin komi ekki út fyrr en líða tekur að jólum. nema fyrir Reyni Sandgerði sem er á botninum. Úrslit leikjanna urðu þessi: Þór - UMFG 40:71 Þór - Reynir 48:32 Þór - Tindastóll 22:49 Tindastóll - KR 30:33 UMFG - KR 48:46 UMFG - Tindastóll 33:64 KR - Reynir 63:23 UMFG - Reynir 75:56 Þór-KR 60:102 Tindastóll - Reynir 80:44 Strákarnir í liði Tindastóls eru ákaflega hávaxnir og sterkir lík- amlega. Það sem háir þeim mest er skortur á meira skipulagi sem vantar í sóknaraðgerðir liðsins og varð það þeim að falli í leiknum gegn KR. En lítum þá á stöðuna eftir leiki helgarinnar: Tindastóll KR UMFG Þór Reynir 223:132 244:161 227:206 170:254 155:266 Völsungsstelpurnar í hlutverki kattarins!

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.