Dagur - 21.11.1983, Blaðsíða 8

Dagur - 21.11.1983, Blaðsíða 8
12 - DAGUR - 21. nóvember Ingvar Gíslason alþingismaður: Margbreytni þjóðfélagsins krefst víðsýnnar stefnuskrár og tillits til fjöljiættra áhugamála Hér verður birtur kafli úr ræðu Ingvars Gíslasonar alþingis- manns á kjördæmisþingi fram- sóknarmanna á Hrafnagili 3. þ.m. I ræðu sinni kom hann víða við, ræddi um núverandi stjórnarsamstarf milli Fram- sóknarflokksins og Sjálfstæðis- flokksins, erfiðleikana sem við væri að etja í efnahags- og atvinnumálum og nauðsyn þess að ráða fram úr þeim til frambúðar. Þá gerði hann að sérstöku umtalsefni þann vanda sem Framsóknarflokk- urinn virðist eiga við að striða í þjóðfélagi, sem einkennist af mikilli fjölbreytni og mis- munandi þörfum og áhugamál- um almennings. Að vera í takt við tímann. „Þjóðfélagið er nú af allt annarri gerð en áður var. Fjölbreytileiki er einkenni nútímaþjóðfélags og fjölbreytni hefur sífellt verið að aukast á síðustu árum og áratug- um. Greining í starfsstéttir er gerólík þvt' sem var og stéttarvit- und allt önnur, svo og skilningur á því hvaða rétt menn telja sig eiga á hendur samfélaginu í ýms- um efnum. Búseta og lifnaðar- hættir, lífsviðhorf og jafnvel sið- ferðisvitund hefur allt tekið stökkbreytingum á tiltölulega stuttum tíma. Hjá því getur ekki farið að allt þetta hafi áhrif á almenn pólitísk viðhorf manna og þar með á vöxt og viðgang stjórnmálaflokka og myndun stjórnmálasamtaka. Það er því algert höfuðskilyrði að stjórnmálaflokkur, sem ætlar að hafa áhrif og lifa af verður að vera í takt við sinn tíma án þess Frá þinginu í Hrafnagilsskola. þó að láta stjórnast af tískufyrir- bærum eða félagslegum loftból- um, hvað þá að slá nokkuð af hvað varðar grundvallarsjónar- mið eða aðalmarkmið í pólitísk- um efnum. Um hvað er að velja? En margbreytnin í þjóðfélaginu sem gerir einnig kröfu til marg- breytni í pólitískum viðfangsefn- um og mikillar „breiddar“ í stefnuskrám stjórmálaflokkanna, - þessi margbreytni getur Ieitt af sér, að hinn almenni kjósandi á oft erfitt með að átta sig á hvaða flokkur sinnir best ýmsum áhuga- málum hans eða beinum hags- munum. Það fer vaxandi, að menn sjá svo margt jákvætt í stefnum og málflutningi hinna ólíkustu flokka, að þeir eiga erf- itt með að gera upp við sig, hverjum þeirra skuli veita kjör- fylgi í það og það skiptið. Svo- kallað lausafylgi fer vaxandi ekki einungis í þéttbýli, heldur einnig í dreifbýlinu. Ég hef mjög orðið var við það, að margt sveitafólk, sem viðurkennir fúslega forystu Framsóknarflokksins í landbún- aðarmálum og landsbyggðarmál- um yfirleitt og á að því leyti til samleið með flokknum, setur eigi að síður ýmislegt annað fyrir sig í stefnu og málflutningi flokksins og lætur það ráða afstöðu sinni á kjördegi, þ.e. kýs ekki Fram- sóknarflokkinn vegna ágreinings um mál, sem okkur er gjarnt að líta á sem eins konar aukaatriði miðað við brýn og augljós hags- munamál heilla stétta eða atvinnugreina. Enginn ásakar Framsóknarflokkinn fyrir áhuga-. leysi um atvinnumál, margs konar fyrirgreiðslu á fjármála- sviði né hlédrægni í stjórnar- myndunum, þegar slíkt er á döf- inni, en því miður liggur það orð á, að framsóknarmenn séu ekki eins brennandi í andanum í ýms- um öðrum málum, sem kjósend- ur láta sig varða og þeim finnst miklu skipta. Staða Framsóknarflokksins Og í beinu framhaldi af þessum orðum ætla ég að leyfa mér að snúa mér að Framsóknar- flokknum sérstaklega og hug- •leiða hver sé styrkur hans og staða í þessu margbrotna og sí- breytilega þjóðfélagi nútímans. Ég hlýt að segja sem er, að ég hef •ekki alltaf verið ánægður með umræður ýmissa flokksmanna um stöðu og styrk flokksins, síst af öllu ýmsar snöggsoðnar „skýr- ingar“ manna í því sambandi, hvort heldur flokknum hefur vegnað vel í einn tíma eða verr í annan. Ég hef skrifað nokkuð um þessi mál í Dag og Tímann. Ég veit að margir hafa lesið þessar greinar mínar, og það gleður mig að þær hafa orðið ýmsum hugleiðingar- efni, enda var sá tilgangur minn með þessum skrifum. Þeim var ætlað að vekja flokksmenn til umhugsunar um hvert stefnir um styrk Framsóknarflokksins. Til þess að átta sig á því taldi ég ein- faldast að sýna hlutfallstölur um kjörfylgi Framsóknarflokksins í landinu í heild og einstökum kjördæmum á árabilinu 1963- 1983, en á þessum 20 árum var 7 sinnum kosið til Alþingis. Við þennan samanburð biasir við sú mynd, að Framsóknarflokkurinn fer að tapa fylgi svo að um munar frá og með árinu 1971. Þetta verður að teljast einkenni á flokknum, tilhneigingin er aug- ljós. Sígandi fylgistap er eins konar hlutskipti Framsóknar- flokksins síðustu 12 ár. Þetta kemur fram í öllum kjördæmum, og að sjálfsögðu í landinu sem heild. Eins og ég hef orðað það áður og sagt í greinum mínum í Degi og Tímanum fyrr á þessu ári, þá er e.t.v. mest áberandi að Framsóknarflokkurinn er smám saman að missa þá yfirburðaað- stöðu, sem hann hafði löngum í landsbyggðarkjördæmum, þ.e. kjördæmum utan höfuðborgar- svæðisins, sbr. það að nú hefur Framsóknarflokkurinn 37% af atkvæðum í Austurlandskjör- dæmi, en hafði nærri 54% 1963 og reyndar 57% á árunum fyrir 1960. Atkvæðatapið á Austur- landi (sem hefst fyrir alvöru 1971) stingur mest í augu, en til- hneigingin er hin sama í öðrum kjördæmum og dreifist yfir um- rætt 12 ára tímabil 1971-1983. Þar að auki hefur algerlega tekið fyrir vöxt Framsóknarflokksins í Reykjavík og á höfuðborgar- svæðinu sem áður var kominn vel á veg. Þar hefur orðið mikið fylg- istap miðað við árið 1963. Hvers vegna fylgistap? Ég bendi á að þessi ferill hefst á því ári, sem framsóknarmenn tóku við stjórnartaumum eftir 12 ára stjórnarandstöðu og heldur áfram á þvf tímabili þegar flokk- urinn hefur verið samfleytt í ríkisstjórn í önnur 12 ár, að vísu með ýmsum samstarfsaðilum ým- ist-til hægri eða vinstri. Ég kann því miður enga al- gilda skýringu á þessari hnignun Framsóknarflokksins og mér er ekki kunnugt um að aðrir hafi fullkomna skýringu á takteinum. Hins vegar er þetta mál um- hugsunarefni, sem ég efa ekki að góðir og skynsamir flokksmenn taka alvarlega. Ljóst er þó að Framsóknar- flokkurinn verður fyrir aukinni „samkeppni“ á sínum hefð- bundna pólitíska „markaði", þ.e. í dreifbýlinu og á landsbyggðinni yfirleitt. Þetta má þó ekki mis- skiljast, því að ég er sannfærður um að flokkurinn nýtur enn mikils fylgis í sveitum og miklu meira en aðrir flokkar, en hann er fjarri því að vera einráður í sveitum, hvað þá í þéttbýli víða um land. Þar hefur flokkurinn á ýmsum stöðum andbyr eins og dæmin sanna, t.d. í Reykjavfk og Reykjaneskjördæmi, þótt ekki sé það einhlítt, sem betur fer, enda má benda á þéttbýlisstaði, þar sem flokkurinn hefur haft mjög góða útkomu í sveitar- stjórnarkosningum, enda er eng- in regla án undantekningar. Að hugsa ráð sitt Eins og ég hef nú lýst aðstöðu Framsóknarflokksins þarf engum að blandast hugur um, að tími er kominn til þess að flokkurinn hugsi alvarlega ráð sitt. Hann þarf endurnýjunar við, ekki ein- ungis hvað varðar menn, sem ég efa ekki, heldur og málefni. Ég óttast að málefnastaða flokksins sé ekki nógu góð, ekki fyrir það að ályktanir skorti og flokkssam- þykktir um hin ólíkustu málefni, heldur af hinu að mörgum þeirra fylgir ekki nægur hugur í flokknum, þegar á hólminn er komið. Sótt hefur í það horf að raunverulegt málefnasvið flokks- ins dregst saman. Áhuginn bein- ist fyrst og fremst að atvinnu- og efnahagsmálum í þrengstu merk- ingu, glíman við skammtíma- lausn efnahagsóreiðu hefur orðið allsráðandi í umræðum innan flokksins. Lifandi umræður um önnur þjóðfélagsmál verða út- undan. Og þetta gerist á þeim tíma þegar margbreytnin í þjóð- félaginu fer vaxandi! Þörf endurnýjunar Að mínum dómi er þörf á því að Framsóknarflokkurinn einbeiti sér af meiri flokkslegum áhuga að fleiri málum en verið hefur. Framsóknarflokkurinn þarf yfir- leitt á meiri róttækni að halda, en minni smáborgaraskap, sem oft sækir á flokkinn, ekki síst ef hann telur sig neyddan til að vera lengi í stjórn með Sjálfstæðisflokkn- um. Hvað framtíðarmálefni Fram- sóknarflokksins snertir kemur reyndar til íhugunar, hvort flokk- urinn verði ekki að taka sér af- dráttarlausa stöðu gegn Sjálf- stæðisflokknum, þ.e. stefna að því að verða í reynd, - í orði og á borði -, forystuflokkur íhalds- andstæðinga, en láta hvorki Al- þýðubandalaginu né öðrum eftir þann hlut. Helst kysi ég að slík stefna yrði tekin. Það kostar að vísu nýjan hugsunarhátt og nýjar forsendur fyrir þátttöku í ríkis- stjórnum. Ég er engan veginn úrkula vonar um að slík stefna eigi eftir að sigra í Framsóknar- flokknum. Ég held að hún yrði flokknum til góðs. Með því væri flokkurinn að nálgast uppruna sinn, ekki til illkynjaðs aftur- hvarfs og óraunsæis, heldur endurnýjunar, sem hæfir nútíma- þjóðfélagi og næstu framtíð." Ingvar Gíslason flytur ræðu í kjördæmisþinginu í Hrafnagilsskóla.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.