Dagur - 21.11.1983, Blaðsíða 12

Dagur - 21.11.1983, Blaðsíða 12
Kaffitár á teríunni. Mynd: KGA. Hefjast framkvæmdir við stækkun Hótels KEA eftir áramót? Slysum fækkará norrænu umferðar- öryggisári Nú þegar 10 mánuðir eru liðnir af Norrænu umferðaröryggisári, hafa 13 látið lífið af völdum um- ferðarslysa hér á landi. Það eru 9 færri en á sama tíma í fyrra. Ef fjöldi látinna það sem af er árinu er borinn saman við meðaltal sömu mánaða árin 1978-1982 kemur í ljos að 8 færri hafa látist það sem af er árinu en nemur fyrrgreindu meðaltali, sem er fækkun um nærri 62%. Ef aldursskipting slasaðra er skoðuð, kemur í Ijós að slysum af völdum umferðar hefur fækkað í öllum aldurshópum í ár borið saman við meðaltal 10 fyrstu mánaða áranna 1978-82, nema í aldurshópnum 17 til 20 ára. Það er alvarleg staðreynd að slysum virðist enn fjölga í þeim aldurs- hópi þar sem þau eru flest fyrir. Slys á gangandi vegfarendum eru mun færri, það sem af er ár- inu en að jafnaði sömu mánuði áranna 1978-’82. Þá slösuðust að jafnaði 109 gangandi vegfarendur fyrstu 10 mánaða áranna, en 83 í ár. Það er um 24% fækkun. Fyrirhugað er að hefja fram- kvæmdir við stækkun og endurbyggingu Hótels KEA eftir áramót og verður þá að líkindum stofnað hlutafélag um reksturinn, með þátttöku fleiri aðila en Kaupfélagsins, samkvæmt heimildum Dags. Fyrirhuguð stækkun mun fela í sér, að herbergjum fjölgar úr 28 í 59 og veitingasalir verða fyrir um 240 manns. Þessi viðbót verð- ur í því húsnæði, sem áður hýsti brauðgerðina og apótekið, auk þess sem ein hæð verður byggð ofan á austur-vesturálmuna. Breytingarnar verða fram- kvæmdar í áföngum á nokkru árabili. Engin ný riðutilfelli í Saurbæjarhreppi: Ekkert lát á veik- í Svarfaðardal inni „Það hafa engin ný riðuveiki- tilfelli komið fram í Saurbæjar- hreppi í tæpt ár, en því miður virðist ekkert lát vera á veik- inni í Svarfaðardal,“ sagði Ólafur Vagnsson, ráðunautur hjá Búnaðarsambandi Eyja- fjarðar, í samtali við Dag. „Við gerum okkur vonir um að framfjörðurinn sé sloppinn, þar sem ekkert nýtt tilfelli hefur kómið fram,“ sagði Ólafur. „Það er þó of snemmt að kætast, því veikin getur verið í skepnunum 3-4 ár, án þess að koma fram. Sú staðreynd veldur erfiðleikum við að hamla gegn þessum sjúk- dómi. Óvenju mörg riðuveikitilfelli komu fram í Svarfaðardal við göngur í haust og einnig vantaði bændur fé af fjalli, sem búast má við að hafi fallið fyrir þessum sjúk- dómi. Niðurskurður þar hefur þó ekki komið til tals, enda þyrfti þá að fella nær allt fé í sveitinni, ef eitthvert gagn ætti að vera að þeirri aðgerð. Þó er mér kunnugt um að einn bóndi fellti allt sitt fé í haust óumbeðið, vegna þess að hann var að skipta um fjárhús. Það leikur nefnilega grunur á, að sýkillinn geti lifað í fjárhúsunum. Þess vegna þótti bóndanum rétt að byrja með nýjan stofn í nýju húsi,“ sagði Ólafur Vagnsson. Er hægt að bæta nýtingu á búfjáráburði? Gæti sparað tilbúinn áburð svo um munar „Það hafa verið tilraunir í gangi hér á landi til að finna leiðir til að bæta nýtingu á hús- dýraáburði, og þar með spara tilbúinn áburð, sem miða aðallega að því að koma áburð- inum niður í grasrótina,“ sagði Ólafur Vagnsson, ráðunautur hjá Búnaðarsambandi Eyja- fjarðar, í samtali við Dag. í síðasta tölublaði Freys er sagt frá niðurstöðum Tilraunaráðs landbúnaðarins í Noregi um bú- fjáráburð, meðferð hans pg notkun. Þar kemur fram, að verðmæti þeirra næringarefna sem jurtir geta fengið úr einu tonni af húsdýraáburði er um 30 n. kr., eða um 100 kr. íslenskar. Segir þar jafnframt, að með því að bæta nýtingu þessa áburðar um 25% gæti norskur landbún- aður sparað 105 millj. norskar kr. í kaupum á tilbúnum áburði. „Það er ekki vafi á því, að hér- lendis væri hægt að bæta nýtingu á búfjáráburði verulega,“ sagði Ólafur. „Áburðinum er dreift á völlinn á ýmsum tímum, oft jafn- vel á freðna jörð um hávetur, og þá veit maður að nýtingin er ekki mikil. Nú er hins vegar verið að prófa tæki, sem koma áburðinum niður í jörðina, undir grasrótina, en fram til þessa hafa ekki verið til nógu góð tæki til þessa. Ef þetta gefur góða raun má eflaust spara talsvert af tilbúnum áburði. Það getur hins vegar verið tví- eggjað, því talsverður kostnaður verður eflaust í þessum tækjum og áburðurinn er plássfrekur og krefst því stórra safnhúsa, sem eru dýr í byggingu,“ sagði Ólafur Vagnsson. Veður „Það verður sennilega hæg- viðri með sunnanátt næstu daga og þar af leiðandi úr- komulítið þarna hjá ykkur,“ sagði Trausti Jónsson, veðurfræðingur, í samtali við Dag. Hann sagði að það myndi fara hægt hlýnandi og yrði ekki beinlínis hlýtt fyrr en á miðvikudág eða fímmtudag. Trausti sagði að þetta væri ekki beinlínis óvenjulegt, þessi hlýindi á þessum árstíma, en svona nokkuð hefði hins vegar ekki verið í tísku undanfar- ið. Búast má við eitthvað átakameira veðri um eða undir næstu helgi. # Hann talar alveg eins... Þorsteinn Pálsson nýkjörinn formaður Sjálfstæðis- flokksins var í „yfirheyrslu“ í sjónvarpinu sl. þriðjudags- kvöld. Það vakti mikla athygli þegar Þorsteinn byrjaði að tala að hann virðist hafa tekið í notkun nýja „taltækni". Mönnum krossbrá um allt land því það var engu líkara en að Geir Hallgrímsson væri að tala. Nýi formaðurinn er kominn með sömu gömlu áherslurnar og Geir. Þarf kannski engan að undra, báðir eru þeir „Morgunblaðs- egg“ undan sömu hænunni, enda fannst manni ekkert vanta í sjónvarpið á þriðju- daginn nema nefið fræga. # Svívirðilegur bremsu- stuldur í Víkurblaðinu á Húsavík er þáttur sem heitir Víkurpóstur- inn og stendur hann opinn lesendum blaðsins. Þar birt- ist á dögunum grein undir fyrirsögninni „Svívirðilegur bremsustuldur" og hófst hún á þessa leið: „Eiður Aðal- geirsson leit inn á Víkurblað- ið og hafði þá sögu að segja að einhver, trúlega auralítill maður hefði gerst svo bíræf- ínn að stela bremsum, bæði að aftan og framan á hjólinu hans, sem stóð í mesta sak- leysi suður við blokk. Að vísu tók Eiður ekki eftir því að bremsurnar hans vantaði og ekki að ástæðulausu, því hjólið var nefnilega horfið líka ... “ - Síðan segir frá því að hjól Eiðs hafi fund- ist bremsulaust úti á túni. í lok greinarinnar segir svo: „En tillaga Eiðs í þessu sérkennllega sakamáli er þessi. Annað hvort kemur sá er sök á á brottnámi brems- anna og skilar þeim og málið er þá úr sögunni reiðilaust af hendl Eiðs eða þá að sá hinn sami hlrði hjólið í heild sinni, því það kemur Eiðl að sjálf- sögðu ekki að notum eins og það stendur nú. Eiður vill þó, ef sökunauturinn vill þessa lausn frekar fá að sjá framan í andlit viðkomandi fyrst. Því það getur ekki veríð lýtalaust andlit sem veiur þann kostinn, a.m.k. hlýtur sálin að vera í dekkra lagi.“

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.