Dagur - 21.11.1983, Blaðsíða 2

Dagur - 21.11.1983, Blaðsíða 2
8 - DAGUR - 21. nóvember 1983 NLFA NLFA 21. nóvember 1983 - DAGUR - 9 Árið 1944 þann 27. ágúst var haldinn stofnfundur Náttúru- lækningafélags Akureyrar í Starfsmannasal Kaupfélags Ey- firðinga. Þar mætti Jónas Krist- jánsson læknir og varaforseti Björn L. Jónsson veðurfræðing- ur, síðar læknir. Björn L. Jónsson hóf umræður og gat þess að samkvæmt lögum Náttúrulækningafélags íslands væri heimilt að stofna félags- deildir utan Reykjavíkur og fyrir tilmæli manna á Akureyri væri forseti félagsins kominn hér til að stofna slíka deild hér á Akureyri. Nefndi hann til fundarstjóra Sig- urð L. Pálsson menntaskóla- kennara, en hann tilnefndi fund- arritara Þorstein Stefánsson bæjargjaldkera. Lögð var fram svohljóðandi dagskrá: 1. Stofnun Náttúrulækningafé- lags Akureyrar. 2. Samþykkt lög N.L.F.Í. sem lög deildarinnar á Akureyri. 3. Kosningar. 4. Erindi Jónasar Kristjánssonar læknis. 5. Umræður. Björn L. ræddi um tilgang Nátt- úrulækningafélags íslands og skýrði starfsemi þess, bókaút- gáfu, matstofu o.fl. Framtíðar- verkefni nefndi hann byggingu heilsuhælis og verslun með heil- næmar fæðutegundir. Að lokum lagði hann fram svohljóðandi til- lögu: „Fundurinn samþykkir að stofna Náttúrulækningafélag Ak- ureyrar sem verði deild í Náttúru- Iækningafélagi Islands.“ Tillagan var samþykkt og inn- rituðust í félagið 58 manns. í fyrstu stjórn voru kosin: Sigurður L. Pálsson, Ingibjörg Halldórsdóttir, Þorsteinn Stefánsson, Árni Jóhannsson, Hallgrímur Valdemarsson. Jónas Kristjánsson lýsti ánægju sinni með stofnun félagsins og flutti síðan fróðlegt erindi um holla lífshætti. Hlutverk hins ný- stofnaða félags væri að útbreiða stefnu samtakanna með því að kynna almenningi heilbrigðari lífsmáta, hollara mataræði með notkun grænmetis, ávaxta og neyslu á grófu brauði, sundi og öðrum þáttum útivistar. Árið 1948 var skipt um meiri- hluta stjórnar í N.L.F.A. Formaður kjörinn Barði Brynjólfsson málarameistari og aðrir í stjórn: Anna Laxdal, Ingi- björg Halldórsdóttir, Margrét Antónsdóttir og Sigurður L. Pálsson. 20. október 1949 kynnti for- maður á fundi væntanlega stofn- un bandalags Náttúrulækninga- félaga á íslandi og las frumvarp til laga þess, sem var í 38 grein- um. Einnig barst fundinum bréf frá framkvæmdarstjóra N.L.F.Í. um sama efni. 14. september 1950 barst félag- inu beiðni frá N.L.F.Í. um að sjá um merkjasölu til ágóða fyrir N.L.F.Í. 12. nóvember sama ár tilmæli um að félagar í N.L.F.A. tækju til sölu happdrættismiða og keyptu helst 20 miða hver. 18. febrúar 1951 á aðalfundi kom fram að sjóðseign félagsins væri kr. 2428,67. Stakk formaður upp á því að sent yrði til N.L.F.Í. kr. 1500,00. Skyldi helmingur fjárins renna til N.L.F.Í. en hitt í afmælissjóð Jónasar Kristjáns- sonar. Pótti flestum fundarmönn- um of mikil rausn að leggja fram kr. 1500,00 af hinum litla sjóði félagsins. Samþykkt að senda kr. 1000,00. Þá var einnig rætt nokkuð hvort tiltækilegt væri að N.L.F.A. keypti rafmagnskvörn til mölunar á korni. Upplýstist að í Svíþjóð fengjust þannig kvarn- ir fyrir kr. 700,00 sænskar. Fundarmönnum fannst mjög æskilegt ef hægt væri að fá alltaf nýmalað korn. En best myndi vera að fá KEA til að annast möl- unina. 12. mars 1951 upplýsti formað- ur á fundi að vilyrði hafi fengist hjá forstöðumanni Gróðrar- stöðvar Akureyrar að korn yrði malað fyrir félagsmenn N.L.F.A. í kvörn sem hann hefði til um- ráða. Ennfremur kom fram að formaður N.L.F.A. hafði skrifað Birni L. Jónssyni og beðið hann að útvega félaginu nokkra sekki af korni. Þá gat Barði þess einnig að Ingibjörg Halldórsdóttir hefði lofað að sjá um úthlutun á hinu malaða korni í verslun sinni Björk Strandgötu 17 17. október 1951 á félagsfundi, var rætt nokkuð um þann mögu- leika að félagið tæki land á leigu og ræktuðu meðlimir þar ýmsar matjurtir. Ennfremur rætt um gildi lífræns áburðar og kosti hans umfram aðrar áburðarteg- undir. 2. mars 1952 á aðalfundi er Páll Gunnarsson kosinn formaður. Þá er einnig samþykkt að festa kaup á nýrri kvörn til mölunar á korni. 22. mars 1953 á aðalfundi kem- ur fram að á síðasta ári voru möl- uð um 9 tonn af korni. 11. október 1953 er bókað í fundargerð að æskilegt væri að fá bakara í bænum til þess að baka brauð úr nýmöluðu korni. Upp- lýst að KEA hefði keypt kvörn, en korn ófáanlegt sem stæði. 11. apríl 1954 á aðalfundi var Jón Kristjánsson í fyrsta sinn kosinn formaður N.L.F.A. Það sama ár gefur N.L.F.Í. út skulda- bréf til ágóða fyrir byggingu Heilsuhælis í Hveragerði. Hafði stjórn N.L.F.A. ákveðið að kaupa eitthvað af bréfum. 6.-12. mars 1955 gekkst N.L.F.A. fyrir matreiðslunám- skeiði í Húsmæðraskóla Akur- eyrar. Kennari var: Guðrún Hrönn Hilmarsdóttir, húsmæðra- kennari frá Reykjavík. Kaup hennar var kr. 140,00 á dag og auk þess frítt fæði og húsnæði, en N.L.F.Í. greiddi ferðakostnað kennarans. Laugardaginn 12. mars hélt N.L.F.A. kvöldverðarboð fyrir félaga og gesti í Húsmæðraskól- anum, með það fyrir augum að kynna stefnu N.L.F.A. í matar- æði. Þarna framreiddu konur þær er þátt tóku í námskeiðinu margskonar grænmetis og ávaxtarétti, svo og brauð úr ný- möluðu heilhveiti. Af hálfu gest- anna talaði Jóhann Þorkelsson héraðslæknir og lauk miklu lofs- orði á veitingarnar. Hann ræddi um ýmislegt í sambandi við mataræði þjóðarinnar og taldi að aukin neysla grænmetis og ávaxta, ásamt brauðs úr nýmöl- uðu korni væri vafalaust spor í rétta átt. 2. apríl 1955 á aðalfundi var samþykkt að stjórnin reyndi að fá bökuð brauð úr nýmöluðu korni. Var fyrst samið við Eyrar- bakarí og brauðin seld í Vöru- húsinu h.f. hjá Páli Sigurgeirs- syni. Mjölið var ávalt nýmalað úr kvörn félagsins. Síðar var gerð tilraun með bakstur svona brauða í Brauðgerð KEA en hvorutveggja tilraunanna logn- uðust útaf. Með haustinu byrjaði svo Eyrarbakarí aftur og voru það svonefnd Kjarnabrauð. Blandaði bakarinn mjölið með hveitiklíði og voru brauð þessi mjög Stjórn N.L.F.A. sá um sölu á happdrættismiðum fyrir N.L.F.Í. sem seldir voru til ágóða fyrir væntanlegt heilsuhæli í Hvera- gerði. Einnig um merkjasölu á afmælisdegi Jónasar Kristjáns- sonar læknis og sölu á skulda- bréfum N.L.F.L vegna bygging- arinnar og seldust bréf fyrir kr. 5000,00. Fjölritaðar voru upp- skriftir af grænmetisréttum oi þeim dreift til félagsmanna. Vöruhúsinu voru til sölu milli 20 og 30 tegundi af hollvörum. 22. mars 1956 er þess getið í fundargerð aðalfundar, að Krist- jánsbakarí sé farið að baka brauð úr nýmöluðu korni úr Vöruhús- inu. 9. apríl 1962 var Árna Ás- bjarnarsyni falið að reyna að út- vega nýja kvörn því sú gamla sé að gefast upp. Einnig að athuga um kaup á 2-3 bakaraofnum. 5. júlí 1962 kom fram svo- hljóðandi tillaga frá formanni, Jóni Kristjánssyni. „Aðalfundur Náttúrukknmgafélags Akureyrar N.L.F.A. felur stjórn félagsins að koma upp brauðgerðarhúsi sem eingöngu framleiði brauð úr nýmöluðum komtegundum.“ Samþykkt í einu hljóði. í framhaldi af þessum fundi sendi stjórnin eftirfarandi bréf: „Náttúrulækningafélag Akur- eyrar fer þess á leit við háttvirta heilbrigðisnefnd bæjarins að fá að starfrækja bökun úr nýmöluðu korni og útsölu á því ásamt ýmiss konar matvöm sem félagið hefur áhuga á að kynna og kenna fólki að nota.“ Virðingafyllst Jón Kristjánsson, Ragnheiður O. Björnsson. Bréf þetta hefur sýnilega feng- ið jákvætt svar því að í plöggum félagsins er næst að finna eftirfar- andi auglýsingu: Ný verslun með lifandi fæðu. “1 bakhúsi við Brekkugötu 7 hefur stjórn Náttúrulækningafé- lags Akureyrar opnað verslun og selur þar brauð úr nýmöluðu hveiti og rúgi ásamt fleiri hollum og hreinum bætiefnum, t.d. fást þar sömu vörur og seldar em í verslun Náttúrulækningafélags Reykjavíkur að Týsgötu 8 og voru seldar hér í Vöruhúsinu á vegum N.L.F.A. Þetta er mjög þörf og góð viðbót við þær ágætu matvöruverslanir sem fyrir eru í bænum. Það er vitað að meiri- hluti þess kornmatar sem íslend- ingar neyta er stórspilltur af íblöndun annarlegra efna og rændur sínum sanna lífgjafa með því að farga hýðinu. Þessi verslun kaupir kornið óspillt af akrinum og malar það hér til notkunar um leið. "En höfuðkosturinn er þó sá að náttúrulækningafélögin kaupa aðeins korn vaxið upp af náttúr- legum áburði. Þess vegna er það fæða sem hægt er algerlega að treysta.“ Stjórn Náttúrulækningafélags Akureyrar skipa nú: Jón Kristjánsson, formaður Ragnheiður O. Björnsson, rit- ari Kristján Aðalsteinsson, gjald- keri. Meðstjórnendur: Margrét Antonsdóttir, Laufey Tryggva- dóttir. Þessir hafa með mikilli atorku og fórnarlund barist fyrir því að koma hér upp brauðgerð og verslun með óspillta fæðu og fyrra miðvikudagskvöld buðu þau blaðamönnum aö koma, sjá og bragða á réttunum. Húsnæði er snyrtilegt og bökunarofnar og mölunarkvörn af bestu gerð. Borið var á borð grasate rautt og ilmandi, er sætt var með hunangi og 8 tegundir af nýbökuðu brauði úr „hreinu hveiti“. Þessi brauð eru mjög bragðgóð og vitundin um það að þetta er holl og nær- ingarrík fæða gerir þau mun betri. Þessi brauð verða nú á boðstólum framvegis ásamt mat- arbrauði úr nýmöluðu hveiti, rúg og hýði. Ennfremur fást hér ýms- ar korntegundir og baunir svo og bætiefni, epla-edik, hunang, lauk- og lýsistöflur og svokallaðir Drottningardropar sem eru mjög fjörefnaríkir og uppbyggjandi fyrir líkamann. Nýmalað hveiti og rúg mun einnig hægt að fá keypt og félagsmenn geta fengið hér keypt þurrger. Margt fleira er og á boðstólum. Þetta framtak er þakkarvert, ættu bæjarbúar og nágrannar að notfæra sér þessa auknu þjónústu í matvælagerð og styrkja þannig heilsu sína og hið góða málefni samtímis. Þess skal getið að héraðslæknirinn, Jóhann Þorkelsson var boðinn ásamt blaðamönnum til opnunar þess- arar og lýsti hann velþóknun sinni og þakklæti yfir þessu fyrir- tæki. 6. september 1963 á aðalfundi kom fram í skýrslu stjórnar að aðalstörf frá síðasta aðalfundi hafi verið framkvæmdir í sam- bandi við stofnun og rekstur brauðgerðarinnar og verslunar- innar í Brekkugötu 7 b, sem hafi verið mikil og mest mætt á for- manni Jóni Kristjánssyni. 26. nóvember 1970 á aðalfundi var Laufey Tryggvadóttir kosin formaður í stað Jóns Kristjáns- sonar. Á þessum fundi er rætt óformlega um Náttúrulækninga- hæli hér á Norðurlandi, svipað því í Hveragerði. Júdit Jön- björnsdóttir bar fram svohljóð- andi tillögu: „Fundurinn samþykkir að styðja þá hugmynd sem fram hef- ur komið um byggingu væntan- legs heilsuhælis á Norðurlandi.“ Var tillagan samþykkt einróma. 14. desember 1970 var fyrsti félagsfundur í N.L.F.A. eftir formannaskiptin. Þótti sýnt að ekki dygði annað en reyna að blása einhverju lífi í félagið. Var aðalumræðuefni fundarins hvort félagar teldu möguleika á að undirbúa framkvæmd áður sam- þykktrar tillögu um byggingu heilsuhælis á Norðurlandi. Var helst hallast að því að staðsetja það í Mývatnssveit. í febrúar 1971 birtist í blöðum rein um hælisbygginguna eftir nnu Oddsdóttur. Fer útdráttur úr henn hér á eftir. „Fram til vorra daga hefur heilbrigðisþjónusta okkar ein- kennst að mestu af því að lækna sjúkdómana, eftir að þeir hafa orðið til. Nú síðustu áratugina hafa augu fólks opnast meir og meir á því að koma í veg fyrir þá og verjast þeim. Ýmis félags- samtök hafa verið stofnuð í þess- um tilgangi og hafa þau komið nokkru áleiðis. Ennþá einblínum við samt of mikið á þær stofnanir sem mest eru áberandi í barátt- unni við sjúkdómana, svo sem sjúkrahús, læknamiðstöðvar o.fl. Það er að vísu góðra gjalda vert, svo langt sem það nær. Einn þátt- ur í heilbrigðisþjónustu margra landa sem við höfum ennþá lítið farið inná er sá að byggja hvíldar- og hressingarhæli fyrir fólk sem ekki er sjúkt í þeirri merkingu sem við hingað til höfum lagt í það orð. Fólk sem þarfnast hvíld- ar og hressingar frá önnum dags- ins og skarkala lífsins. Fólk sem virðist heilbrigt og er það í mörg- um tilfellum, en er með vísinn að sjúkdómnum í sér. Er með and- lega og líkamlega þreytu, lífs- leiða, spennu hins daglega lífs. Hér á Norðurlandi hefur síð- ustu árin öðru hvoru skotið upp hugmynd um að ekki væri van- þörf á að stofnsetja hér hvíldar- hæli í líkingu við Heilsuhælið í Hveragerði og hefur þá einkum Reykjahlíð við Mývatn verið efst í hugum manna. Hefur sá staður upp á að bjóða miklu meira en Hveragerði, svo sem náttúrufeg- urð, vatnið til veiða og bátasigl-. inga til dægrastyttinga og betra veðurfar. Einnig er Reykjahlíð vel í sveit sett hvað Norður og Austurlandi snertir. Svo ekki sé talað um orkuna sem þar er í jörðu falin og þegar er byrjað að virkja. Hér á Akureyri hefur um ára- bil verið starfandi Náttúrulækn- ingafélag, en starfsemi þess verið í nokkrum dvala þar til nú að áhugi hefur vaknað meðal félags- manna um að gera að veruleika hugmyndina um hressingar- og hvíldarheimili hér á Norðurlandi og þá með Reykjahlíð í huga. Árni Ásbjarnarson forstjóri Heilsuhælinsins í Hveragerði mætti á öðrum fundinum og kynnti rekstur hælisins þar. Varð mönnum þá ljósari þörfin fyrir slíkt hæli hér á Norðurlandi sem myndi fyrst og fremst annast heilsu og velferð Austfirðinga og Norðlendinga. Hefur stjórn fé- lagsins ásamt áhugasömum fé- iagsmönnum fyrirhugað að koma af stað öflugri hreyfingu í þessum fjórðungum til þess að koma þessari hugmynd í framkvæmd. og hafa samband við bæjar og sveitarfélög, félagasamtök og einstaklinga viðvíkjandi þessu mikla nauðsynjamáli. Kjörstað til slíks rekstrar telur stjórnin vera Mývatnssveit af fyrrgreind- um ástæðum, ef sá staður fengist og nægur stuðningur til fram- kvæmda. Myndi stofnun hress- ingarhælis jafnframt tryggja þessu ört vaxandi byggðarlagi læknisþjónustu. Hugmynd stjórnarinnar er að koma upp í fyrsta áfanga hæli sem tæki á móti 60-80 manns og að rekstur- inn yrði að mestu í svipuðu formi og rekstur Heilsuhælisins í Hver- ágerði.“ 9. maí sama ár hringdi Hólm- fríður Pétursdóttir í Víðhlíð í Mývatnssveit í formann N.L.F.A. Laufeyju Tryggvadótt- ur og sagði þær fréttir að fundur landeigenda í Reykjahlíð hafi rætt um að gefa N.L.F.A. land undir hressingarhæli og að áhugi hafi vaknað þar um slóðir við grein Önnu Oddsdóttur. 13. maí bauð Eiríkur Brynj- ólfsson í Kristnesi land undir hæl- ið nálægt Hrafnagili. 20. júlí barst fyrsta gjöfin í byggingarsjóðinn kr. 100,000.00 kr. af velunnara sem óskaði nafn- leyndar. Um sama leyti barst formlegt gjafabréf frá landeig- endum í Reykjahlíð um land undir hælið. í september voru send út fyrstu bréfin til hinna ýmsu kvenfélaga í Sambandi Norð- lenskra kvenna og þess vænst að þau verði hjálpleg við fjáröflun. 29. nóvember kemur fram í fundargerð að ýmis kvenfélög hafi sent annaðhvort peninga eða hluti í væntanlegt happdrætti á vegum N.L.F.A. 16. janúar 1972 á aðalfundi kemur loforð fyrir fyrstu fjárveit- ingu frá Alþingi kr. 100,000.00. Á sama fundi er samþykkt við- bótargrein við lög félagsins svo- hljóðandi: Öllum er þess óska er heimilt að gerast styrktarfélagar. Greiði þeir minnst tvöfalt árstil- lag á hverjum tíma. Hafi þeir málfrelsi og tillögurétt á fundum en ekki atkvæðisrétt. Eru undan- þegnir stjórnar og nefndárstörf- um.“ í nokkur ár var starfandi skynidhappdrætti á félagsfund- um. Var það ein af mörgum að- ferðum til fjáröflunar. Árni Bjarnason minnti á að á Laugalandi á Þelamörk væri heitt vatn og rétt væri að athuga með heitt vatn innan Eyjafjarðar, áðúr en farið væri annað~ 12. mars 1972 sáu nokkrir karl- menn úr félaginu um kaffisölu í Sjallanum. Önnuðust sjálfir framleiðslu en brauðbakstur var félagsvinna. Námsmeyjar Hús- mæðraskólans að Laugalandi í Eyjafirði önnuðust skemmtiat- riðin. Hreinn ágóði varð kr. 53.000.00. 10. apríl vekur Haraldur Sigur- geirsson máls á því á félagsfundi að Skjaldarvík kæmi til greina fyrir heilsuhælið. Væri á döfinni að leiða heitt vatn þangað frá Laugalandi á Þelamörk. Þar væri vatnsmagn sem myndi nægja heilsuhælinu og elliheimilinu. 10. apríl 1972 var afhentur út- skorinn fundarhamar, listasmíð sem Friðgeir Sigurbjörnsson gaf. 12. apríl var í fyrsta sinn sótt um fjárveitingu til Menningar- sjóðs KEA og veittar kr. 10.000.00. 11. júní komu arkitektarnir Karl Ómar Jónsson og Örnólfur Hall til að athuga þá staði í ná- grenni Akureyrar sem búið er að bjóða undir hressingarhælið. Land skoðað í Skjaldarvík, Stokkahlöðum og Hrafnagili. Um sama leyti eru send bréf til sýslumanna Norðurlands til að kanna möguleika á fjárstyrk og góðum byggingarstað fyrir hælið í hinum ýmsu sýslum. 30. ágúst 1972 barst svohljóð- andi bréf frá bæjarstjórn Akur- eyrar: „Bæjarstjórn Akureyrar samþykkti á fundi sínum 29. ágúst 1972 að gefa samtökum um byggingu hressingarhælis á Norðurlandi kost á landi fyrir slíkt hæli að Skjaldarvík í Glæsi- bæjarhreppi. Einnig að gefa 1 milljón króna til byggingarinnar þar eða annars staðar í Eyja- firði“. í september sama ár er haldinn stórkostlegur flóamarkaður í 2 daga á 5. hæð í Amaró. Var þetta nýstárleg fjáröflun hér og mikil aðsókn. Ágóði kr. 43.330.00. 15. október kom Árni Bjarnar- son með tillögu þess efnis að „leita eftir víðtækum stuðningi áhrifamanna utan félagsins um undirbúning og byggingu heilsu- hælis á Norðurlandi“,.var tillagan samþykkt. 3. nóvember 1972 er samþykkt að velja hælinu stað í Skjaldar- vík, ef þar sé nægt vatn fyrir hendi bæði heitt og kalt. Þetta ár sá N.F.L.A um fram- kvæmd landshappdrættisins. Aðalvinningur var bíll og var far- ið með hann og seldir ipiðar úr honum á ýmsum stöðum á Norðurlandi og einnig í Reykja- vík. Einnig gengið með miða í hús til sölu. 18. febrúar 1973 á aðalfundi greinir Haraldur Sigurgeirsson f.h. happdrættisnefndar frá því að dregið hafi verið í happdrætt- inu 1. des. 1972. Bíllinn kom á óseldan viða og var hann seldur ónefndum aðila á kr. 500.000.00 út í hönd. 14. maí gerir Gyða Jóhannes- dóttir grein fyrir störfum fjáröfl- unarnefndar kvenna. Héldu þær kökubasar og seldu merki teikn- uð af Emil Sigurðssyni. Ágóði varð kr. 101.606.00. Þetta vor var sett af stað pen- ingavelta til fjáröflunar með að- stöðu í Sport og Hljóðfæraversl- un Akureyrar. Ágóði varð kr. 64.000.00 og var lítið fyrir þessu haft. 14. nóvember 1973 samþykkir N.F.L.Í. að ágóði landshapp- drættisins skiptist jafnt milli fé- laganna. Laugardaginn 9. mars voru seld merki bæði hér á Akureyri og í nágrannasveitum. 10. mars var svo kaffisala og skyndihapp- drætti. 28. mars 1974 kemur fram að búið er að senda út 122 bréf með beiðni um framlag í byggingar- sjóð og höfðu þegar borist fjáupphæðir frá 2 kvenfélögum og 1 sveitarfélagi. 21. maí komu þeir hingað Karl Ómar og Sigurður Hermannsson, fóru út að Skjaldarvík og at- huguðu vænlegasta stað fyrir hælið. Bæjarráði Akureyrar síð- an sent bréf samkvæmt tillögum arkitektanna. 29. september 1974 var haldinn kynningardagur í Húsmæðra- skóla Akureyrar þar sem lækn- arnir Brynjólfur Ingvarsson og Halldór Halldórsson fluttu er- indi. Brynjólfur lagði út af starfi Jónasar sál. Kristjánss. sem vildi gera menn „Matvísa“. Full- komna heilbrigði mætti öðlast ef réttum lífsvenjum væri fylgt. Rétt dagleg næring skapar and- legt jafnvægi, sem er besta vörnin geng hvers kyns sjúkdómum. Halldór gerði samanburð á mataræði fyrri alda og nú. Þá urðu menn að borða kjarngóðan mat til að fá þrek til erfiðrar lífs- baráttu. Nú vinna margir störf sem útheimta litla orku og þar af leiðandi nauðsyn að neyta léttrar fæðu til að verjast offitunni sem hrjáir velmegunarþjóðir. Tann- skemmdir og meltingartruflanir eru afleiðingar rangrar samsetn- ingar fæðunnar.“ Að loknum erindaflutningi var öllum viðstöddum boðið til te- drykkju. Var brauð allt úr rúgi og heilhveiti og bragðaðist vel. 14. október 1974 sátu for- maður og ritari N.F.L.A. fund í Heilsuhælinu í Hveragerði með Arnheiði Jónsdóttur forseta N.F.L.Í. og Árna Ásbjarnarsyni framkvæmdastjóra. Var sú hug- mynd rædd að hefja hælisrekstur að Húsmæðraskólanum að Laugalandi í Eyjafirði. Kemur fram í fundargerð sýslunefndar frá síðasta vori að þar hafi verið ræddur sá möguleiki að leyfa N.F.L.A. afnot af húsinu. Við nánari athugun var sýnt að ekki yrði þarna rúm nema fyrir 25 dvalargesti og reksturinn því ekki bera sig. Húsnæðið er á 3 hæðum og því óhentugt fyrir lasburða fólk. 14. febrúar 1975 fóru 3 fulltrú- ar frá N.F.L.A. á fund Bjarna Einarssonar bæjarstjóra til að fregna um vatnsréttindi að Laugalandi á Þelamörk og fram- lög úr Legatsjóði, sem virtist eiga nokkrar jarðir sem leigðar eru gegn vægu gjaldi og litlir pening- ar eru í sjóðnum. í apríl sama ár barst formanni bréf frá Heimi Hannessyni og ÖUvitumviðað ostur er bragðgóður cn hann cr w w HkahoUur því að í honum cru öil næringarcfni mjólkurinnar.og flcst í mun ríkara mæli. Frótemið- þyggingarefni likamans Daglcgur skummtur af þvícr nauðsynlcgur til uppbyggingar og viðhaltls frtimum líkamans. Osturcr mun prótcinríkari cn t. d. kjtít cöa tiskur. Daglcg þörl af prótcini cr áætluð um 45—65 g cn í 100 g at osti eru 27—32 g af prótcini. Mjólkurostur cr bestákalkgjafínn í vcnjulcgu tæði. En kalkið á mcstan þátt í myndun og viðhaldi tanna og bcina. Af því þurfa börnin mikið og allir citthvað. Auk þcss cr í osti gnægöannana steinefna og vitamina scm auka orku og lctta lund. SKIPAGÖTU 6, sími 21889 Bætið heilsuna og útlitið Við seljum:w Alls konar bætiefni, heilsute, kornmeti, krydd, austurlenskar vörur, eplaedik, snyrtivörur, baðolíur, kvöldvorrósarolía, blómafræflar o.fl. o.fl. Kynnið ykkur úrvalið. Ath. Félagsmenn NLFAfá 10% afslátt Allt til I íkamsræktar! Handlóð 3 þyngdir Lyftingasett og bekkir Gormar Vaxtarmótari Dyraslá Sveigjustangir Handgrip Prótein ýmsar tegundir Söluumboð á Akureyri HLffA VERSLUNAHMIÐSTÖÐINNI SUNNUHLÍÐ Sími 22146 WEIDER

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.