Dagur - 23.11.1983, Blaðsíða 4

Dagur - 23.11.1983, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - 23. nóvember 1983 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI SlMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 130 Á MÁNUÐI - LAUSASÖLUVERÐ 18 KR. RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARM.: HERMANN SVEINBJÖRNSSON FRÉTTASTJÓRI: GlSLI SIGURGEIRSSON BLAÐAMENN: EIRlKUR ST. EIRlKSSON, GYLFI KRISTJÁNSSON, AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. Húsnæðis- samvinnufélög Samvinnustarf hefur löngum reynst vel sem eins konar millistig milli ríkisreksturs og einkaframtaks, þegar takast þarf á við meiri- háttar verkefni, sem gjarnan eru ofviða ein- staklingum. Oft og tíðum hefur einstakling- um tekist að leysa slík verkefni með sam- vinnu sín á milli og þekkt eru ýmis form sam- vinnureksturs. Byggingasamvinnufélög hafa sannað gildi sitt svo um munar á undangengnum árum og haft mikil áhrif til lækkunar íbúðaverðs. Nú er nýtt samvinnuform í íbúðamálum að ryðja sér til rúms hér á landi, en það eru húsnæðissam- vinnufélög. Leigjendasamtökin beittu sér fyrir stofnun eins slíks félags, komin er fram þingsályktunartillaga á Alþingi um þetta fé- lagsform og nefna má að á kjördæmisþingi framsóknarmanna í Norðurlandskjördæmi eystra fyrir skömmu var rætt um húsnæðis- samvinnufélög sem lausn á ákveðnum vanda í húsnæðismálum landsmanna. Svo virðist af þessu að ná megi víðtækri pólitískri samstöðu um framgang húsnæðis- samvinnufélaga, sem þriðja kostsins í húsnæð- ismálum, auk séreigna- og leiguhúsnæðis. í greinargerð með þingsályktunartillögunni segir m.a.: „Húsnæðissamvinnufélög eru almannasamtök sem hafa forgöngu um bygg- ingu eða öflun íbúða sem félagsmenn hús- næðissamvinnufélagsins eiga eða reka í sam- einingu. Húsnæðissamvinnufélög eru öllum opin gegn greiðslu félagsgjalds og er þátt- taka í hverjum byggingaráfanga háð stofn- framlagi sem veitir svonefndan búseturétt. Fjárhæð fyrir búseturéttinn ákveður stjórn félagsins hverju sinni. Búseturéttur er ótíma- bundinn. Hver byggingarhópur stofnar með sér búseturéttarfélag sem sér um rekstur íbúða félagsins. Húsnæðissamvinnufélög hafa það að mark- miði að gefa fólki kost á góðu og öruggu húsnæði á viðráðanlegum kjörum. Jafnframt er hér um að ræða frjálst framtak einstaklinga sem ekki hlíta algjörlega forsjá einkafjár- magns eða ríkisvalds. Að vísu krefst þetta framtak ákveðinnar fyrirgreiðslu á lánamark- aði og þá að hluta til frá hinu opinbera. En framtakið hefur þó þann augljósa kost að fjár- magn til bygginga á vegum húsnæðissam- vinnufélags helst til frambúðar innan félags- legs húsnæðiskerfis." í þingsályktunartillögunni er rætt um að undirbúin verði löggjöf sem taki mið af því, að tryggður verði lagalegur réttur húsnæðissam- vinnufélaga, búseturéttur verði lögbundinn og að tryggð verði eðlileg fjármögnun til húsnæðissamvinnufélaga. Þarna er gott mál á ferðinni sem vonandi verður hafið yfir póli- tíska þrætulist. Jafnréttis- svartnætti Tilefni þessa greinarkorns eru skrif nokkur um jafnrétt- isnefnd Akureyrar, sem birst hafa í bæjarblöðum og öðrum að undanförnu. Að mínu áliti hafa þau skrif einkennst af fordómum sem ég taldi heyra fortíðinni til, og finnst meir en mál til komið að fleiri sjónarmið fái áheyrn. Það kemur einkennilega fyrir sjónir, að hjá þjóð sem lögboð- ið hefur jafnrétti kynjanna, skuli umfjöllun um jafnréttis- mál og stöðu konunnar vera svo neikvæð sem raun ber vitni, einkanlega hjá fjölmiðlum sem þó hljóta að bera nokkra ábyrgð á þeim viðhorfum sem þeir dreifa. Ég efast um að fjölmiðlum leyfist óátalið það sem kaila má andþjóðfélagsleg- an áróður, við getum nefnt sem dæmi að hvetja unglinga til að neyta eiturlyfja. En er ekki nei- kvæð umfjöllun um jafnrétti karla og kvenna og lítilsvirðing í garð kvenna andþjóðfélagsleg- ur áróður? Ég bara spyr. Vald fjölmiðla er heilmikið, þeir sem fara með það vald ættu að sjá sóma sinn í að nota það til upp- byggingar en ekki til niðurrifs. Islendingar eru ekki einir í heiminum. Þeir vilja teljast til menningarþjóða hins vestræna heims, þeir eru aðilar að Sam- einuðu þjóðunum og þátttak- endur í norrænu samstarfi. Flestar menningarþjóðir heims hafa viðurkennt sjálfsagða nauðsyn þess að karlar og kon- ur hafi sömu mannréttindi í raun. Sameinuðu þjóðirnar hafa gert sérstaka samþykkt, sem íslendingar eru aðilar að, þess eðlis að vinna skuli mark- visst að því að bæta stöðu kvenna. í mörgum löndum og þá einkum á Norðurlöndum hefur þeirri samþykkt verið fylgt eftir með ýmsum aðgerð- um til úrbóta, lagasetningum, aðgerðum stjórnvalda, jafnrétt- isnefndum og með fræðslu og hvatningu til atvinnurekenda, skóla, foreldra og alls almenn- ings. Á öllum Norðurlöndum nema íslandi eru sérstök ráðu- neyti eða deildir innan ráðu- neyta sem sinna eingöngu jafn- réttismálum. Á íslandi eru menn enn að TALA; um það hvort það sé nokkurt misrétti, að þetta sé nú allt að koma, að þetta sé konunum sjálfum að kenna, að konurnar þurfi fyrst að sýna hvað þær geta (ganga fyrir dómarann og verða létt- vægar fundnar, en hver er dómarinn og hvers er mælistik- an?). Ekkert ráðuneyti hérlendis ber beinlínis ábyrgð á fram- gangi jafnréttismálanna. Lög hafa verið sett, en við þeim eru engin viðurlög (enda erfitt að setja viðurlög við fordómum) og koma að litlu gagni, að því er best verður séð á því að lög þessi eru brotin dagsdaglega, án þess að nokkuð sé við því gert. Nú liggur fyrir þingi nýtt frum- varp til jafnréttislaga og verður fróðlegt að sjá hvaða viðtökur það fær hjá ráðamönnum þjóð- arinnar. Samkvæmt tilmælum frá jafn- réttisráði, samþykkti Samband sveitarfélaga árið 1978 að koma á fót jafnréttisnefndum hver í sínu héraði í því skyni að bæta stöðu kvenna. Sveitarfélögin stóðu misjafnlega við þessa samþykkt, einungis örfá stofn- uðu jafnréttisnefndir og víðast hvar voru þær fjárvana og verk- efnalausar frá hendi sveitarfé- lagsins. íslensk stjómvöld hafa þann- ig haft ýmsan hátt á að hundsa alþjóðasamþykkt Sameinuðu Guðrún HaHgrínMdótttr. þjóðanna og gera hana að engu í landi sínu. Á Akureyri var stofnuð jafn- réttisnefnd fyrir rúmu ári, og enn hafa ekki allir áttað sig á gagnsemi hennar, ef dæma má af blaðaskrifum. Nefndir eru á ýmsan hátt tilkomnar. Sumar era lögskipaðar, aðrar eru skip- aðar samkvæmt heimild eða til- mælum og enn aðrar eru skip- aðar að framkvæði viðkomandi sveitarfélags. Allar nefndir fá verkefni sín og starfssvið sam- kvæmt lögum og/eða frá stjórn- völdum á hverjum stað, Svo er einnig um jafnréttisnefndir. Pótt þær séu stofnaðar sam- kvæmt tilmælum frá jafnréttis- ráði, er það ekki jafnréttisráð sem útvegar nefndunum verk- efni, það er stjórnvalda á hverj- um stað. Jafnréttisnefnd Akureyrar er þannig fyrst og fremst tæki í höndum bæjaryfirvalda til að stuðla að framgangi jafnréttis í bænum, til að fylgjast með stöðu jafnréttismála og gera til- lögur um úrbætur. Bæjaryfirvöld á Akureyri hafa ekki, svo mér sé kunnugt um, rætt verksvið jafnréttis- nefndar eða markað stefnu í jafnréttismálum. Það er vissu- lega rétt, að það var fyrir til- stuðlan Kvennaframboðsins, að nefndin var stofnuð, en hún er ekki á einkaábyrgð þeirra af þeim sökum. Aðrir aðilar að meirihlutasamstarfi, svo og öll bæjarstjóm, samþykktu skipan nefndarinnar og bera því jafna ábyrgð á verkum hennar. Ef nefndin er þarflaus, er það ein- ungis af því að jafnréttisstefna bæjaryfirvalda er gagnslaus, því varla dettur nokkram manni í hug, að jafnrétti sé í góðu lagi á Akureyri, af öllum stöðum á landinu. Hafi hins vegar nefnd- in verið stofnsett af hálfu flokk- anna í þeim tilgangi einum að hafa kvennaframboðskonur góðar, segir það okkur ýmislegt um viðhorf flokkanna til jafn- réttismála, þeim lítt til sóma. Einn bæjarfulltrúa hefur lýst því yfir að verði hans flokkur í meirihluta í bæjarstjórn næsta kjörtímabil, verði engar konur í bæjarstjórn. Hvar skyldi þessi flokkur vera staddur í jafnrétt- isumræðunni? En mitt í þessu jafnréttis- svartnætti má þó greina týra og það eru konurnar sjálfar sem hana hafa tendrað. Konur era nú í fyrsta skipti í meirihluta í bæjarstjórn Akureyrar og nú nýlega komu allar þessar konur fram á opnum fundi, sem Jafn- réttishreyfingin stóð fyrir, og ræddu opinskátt og hreinskilnis- lega um stöðu sína og um möguleika á samstöðu kvenna þvert á flokksbönd. Var þetta í fyrsta skipti sem allar konurnar hittust og ræddu saman en þær létu allar í Ijósi áhuga á áfram- haldandi samstarfi. Framsóknarkonur hafa riðið á vaðið og hafið baráttu við flokksveldið og alþýðuflokks- konur héldu afar merkilega „þverpólitíska" ráðstefnu um stöðu konunnar í atvinnulífinu. Þvert á allar stjórnmálaskoðan- ir eru konur almennt nú að taka höndum saman. Þær eru að átta sig á því að það sem þær eiga sameiginlegt skiptir jafn miklu eða meira máli heldur en flokksböndin, og er sjórnmála- afl út af fyrir sig. Karlmennirnir, vormenn íslands, láta enn eins og þeim séu málin gersamlega óviðkom- andi. Líklegt er að enn um sinn muni þeir gera sitt besta til þess að troða konunum aftur í sínar gömlu umbúðir. Vald karla er mikið ekki síður en fjölmiðl- anna. Peir geta með viðhorfum sínum haft mikil áhrif á stöðu kvenna. Að lokum langar mig að benda á að gefnu tilefni, að konur eru ekki „hópur“ og það- an af síður sérþarfahópur. Því ef svo er, hljóta karlmenn ver- aldar líka að vera „sérþarfahóp- ur“. Þeir eru jú álíka margir og konurnar. Guðrún Hallgrímsdóttir. Jafnréttisnefnd Akureyrar er þannig fyrst og fremst tæki í höndum bæjaryfírvalda til að stuðla að framgangi jafnréttis í bænum, til að fylgjast með stöðu jafnréttismála og gera tillögur um úrbætur. Framsóknarkonur hafa riðið á vaðið og haf- ið baráttu við flokksveldið og alþýðuflokks- konur héldu afar merkilega „þverpólitíska“ ráðstefnu um stöðu konunnar í atvinnulíf- inu. Þvert á allar stjórnmálaskoðanir eru konur almennt nú að taka höndum saman. Þær eru að átta sig á því að það sem þær eiga sameiginlegt skiptir jafn miklu eða meira máli heldur en flokksböndin, og er stjórnmálaafl út af fyrir sig.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.