Dagur - 23.11.1983, Blaðsíða 6

Dagur - 23.11.1983, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - 23. nóvember 1983 23. nóvember 1983 - DAGUR - 7 betur en Norðmönnum. í því sambandi vil ég nefna 3 ástæður: 1) Hrygningarstöðvar og vaxtar- svæði norska þorskstofnsins er óhemju stórt hafsvæði, kannski tíu sinnum stærra en svæðið sem íslenski þorsk- stofninn hrygnir og vex á. 2) Barentshafið er heldur kald- ara en hafsvæðið í kringum ísland. Þ.a.l. vex norski stofn- inn hægar og verður kyn- þroska um 7 til 8 ára gamall, en sá íslenski verður kyn- þroska við 5 ára aldur. Nátt- úrlegur dauði er því talsvert meiri hjá norska stofninum, sem þýðir minni endurheimt- ur. 3) Sú ástæða sem vegur þyngst á metunum, er að Sovétríkin ráða yfir stórum hluta af eldis- stöðvum norska þorskstofns- ins. Samstarf þjóðanna varð- andi fiskveiðar á þessu svæði er afskaplega lítið. Þeir draga hvor sína línu þvert yfir Barentshafið, út frá landamærunum. Stærri fiskur- inn heldur sig að jafnaði Nor- egs megin (þ.á m. hrygning- arfiskurinn) en minni fiskur- inn að jafnaði Sovét megin. Norðmenn vilja þess vegnæ stækka möskvastærð og veiða hrygningarfisk við Lófót, en Sovétmenn vilja minnka möskvastærð og friða alger- lega hrygningarstöðvar. Þess má geta að stofninn hefur nú verið verulega ofveiddur. Frá 1950 til 1960 var stærð hrygn- ingarstofnsins í kring um 800.000 tonn, og þótti lítið. í dag er hann milli 100.000 og 200.000 tonn. íslendingar hafa sérstöðu að þessu leyti. Við sitjum einir að landgrunn- inu kringum landið, og talið er að sáralítið sem ekkert af hrygningarþorskinum hrygni á öðrum hrygningarstöðvum en við ísland. Framleiðsla á þorskseiðum — Er það framtíðin að ala upp þorska til að koma í veg fyrir sveiflur í hrygningarstofninum RIÍMRÁ.L = 60.000 m5 segja allt sem að kjafti kemur. Lax er hins vegar matvandur fisk- ur og getur átt það til að hætta að éta í nokkra daga, ef skipt er um fóðurtegund. Þess má geta að til- raunir, með að fóðra lax á hafs- botni, sem gerðar voru í rann- sóknareldisstöðinni að Auste- voll, leiddu eftirfarandi í ljós: Laxinn virðist gleypa loft við yfirborð sjávar (þ.e.a.s. setur loft í sundmagann) og stillir þannig þyngd sína í sjónum. Þegar hann hefur ekki lengur aðgang að lofti, þyngist hann og erfiðar til að sökkva ekki. Álitið var að leysa mætti vandann með því að stað- setja hvelfingu með lofti ofan í búrinu. Það hefur hins vegar ekki verið fullreynt. Stærsta spurningin er sú, bæði varðandi þorsk og lax, hvort fóðrið sé nægilega ódýrt til að það borgi sig að fara út í slíkt. Þumalfingurregla til hjálpar við að svara því er að ef kg af fóðri er undir 30% af söluverði fisksins/ kg, þá er grundvöllurinn kominn. Pollaaðferð Þrjár þorskeldisaðferðir sem hentað gætu íslenskum aðstæðum Hér er um að ræða sömu aðferð og notuð er við rannsóknirnar í Hyltropollinum, þ.e.a.s. maður- inn reynir að hafa áhrif á líffram- leiðslu pollsins, á þann hátt að sem allra mest fari f mat handa 1) Ala upp u.þ.b. 10 cm seiði, setja þau í búr á hafsbotni og ala til slátrunar. 2) Sleppa u.þ.b. 10 cm seiðum í lokaðan poll, ión eða fjörð. Með réttum aðgerðum má stýra lífframleiðslunni þannig að sem allra mest fari í fóður fyrir eldisþorskinn. 3) Ala upp 5 til 7 cm seiði í niillj- ónatali til að sleppa. (Til upp- byggingar á íslenska þorsk- stofninum). Botnkvíaeldi Hér mætti hugsanlega auka framleiðslu þörunga með áburð- ardreifingu, þ.e.a.s. fosfor (fos- fat-P04—) og köfnunarefni (nitrat-N03—). Með tiltölulega litlu af fosfor má auka framleiðsluna verulega, en auðvitað eru takmörk fyrir því hvað framleiðslan getur verið mikil. Tæknilega séð er eflaust hægt að koma fyrir stóru nótabúri á hafs- botni og losna þannig við öldu- gang og áhrif veðra og vinda. Og rétt eins og að vitja um net, væri hægt að fóðra fiskinn í gegn um slöngur. Það góða við þorskinn í þessu sambandi er að hann étur upp af botninum, (það gerir laxinn t.d. sjaldan) og hann étur svo að Guðmundur Valur Stefánsson. i þorskinum, en ekki handa sam- keppnisverum, og þeim sem éta þorsk eða þorskseiði. T.d. eins og áður er nefnt, drepa allt líf og byrja svo frá grunni og hafa þannig stjórn á hvaða lífverur eru til staðar og hvað mikið af hverri tegund. o 5» 100111 I lokuðum polli (fírði) þar sem hægt er að hafa áhrif á lífsskilyrði þorsk- seiðanna er hægt að ná tæplega 17% lifandi seiðum, þar eð ekki drepst nema um 83% á sama tíma og yfír 99% þorskseiða drepst í náttúrlegu umhverfí. í sambandi við þessa eldis- aðferð langar mig til að minnast á rannsóknir sem gerðar voru í Þrándheimi (undir stjórn próf. Belkan) á atferli fiska. Hún gekk út á að kenna fiskunum ákveðið atferli. Dæmi: 8 fóðrunarpöllum er komið fyrir úti á lokuðum firði (polli). Hver pallur er útbúinn sjálfvirkum fóðrurum og ákveðn- um ljós- og hljóðmerkjum. Pallur nr. 1 gefur frá sér ljós- og hljóð- merki kl. 4 og fóðrar svo 5 mín. seinna. Pallur nr. 2 gefur ljós- og hljóðmerki kl. 4.15 og fóðrar 5 mín. seinna. Svona tekur hver pallur við af öðrum. Af þessu leiðir að fiskitorfan hefur ákveð- ið göngumunstur í firðinum, og nýtir þannig aðra náttúrulega fæðu vel, sem er væntanlega dreifð um fjörðinn. Við pall nr. 1 er komið fyrir fiskigildru. Inn í hana safnast fiskitorfan, á meðan pallurinn fóðrar. Er þá hægt að taka fiskinn á auðveldan hátt, þegar þörf er á. Hafbeitaraðferð Við framleiðum 5 til 7 cm þorska- seiði í milljónatali og sleppum á hafbeit. Þessir hafbeitarhópar gætu bætt upp lélega árganga í ís- lenska þorskstofninum. Til þess að átta sig á hvar vandamálið og vinningurinn liggur, vil ég setja upp lítið reikningsdæmi varðandi þorskstofninn. Hugsum okkar að hrygningar- stofninn sé 200.000 tonn. Helm- ingurinn er hrygnur sem vega að meðaltali 10 kg, eða samtals 10 milljón hrygnur. Hver hrygna hrygnir u.þ.b. 3 milljónum hrogna. Hrygningarstofninn hrygnir þá samtals 3x10°, eða þrjátíu þúsund milljörðum hrogna. Helmingurinn af öllum hrognum klekst út og verða að 1,5x10”, eða fimmtán þúsund milljörðum seiða. Fyrstu 3 mánuðina drepst 99,999% af seiðunum. Eftir það eru á lífi 1,5x10“ eða hundrað og fimmtíu milljónir seiða. Við reiknum með að eftir þetta erfiða tímabil, drepist af náttúrunnar völdum u.þ.b. 20% á ári, eða að eftir 5 ár verði eftir á lífi u.þ.b. 4,95xl07, fimmtíu milljónir seiða. Ef hver fiskur vegur 8 kg, þá vegur árgangurinn 396.000 tonn, sem er (þrátt fyrir þennan mikla seiðadauða) stór árgangur. Staðreyndin er sú, að dauðatala þorskseiðanna í nátt- úrunni nálgast ískyggilega 100% dauða, en hin geysiháa hrogna- tala vegur á móti. Hugsum okkur að við hefðum poll sem væri að rúmmáli u.þ.b. 500 þús. m\ Við tækjum hrogn úr 30 hrygnum sem hver vegur 10 kg, eða samtals 90 milljón hrogn. Helmingur klekst út og verða 45 milljón seiði. Eftir 3 mánuði eru á lífi 16% af seiðunum (sami árangur og úr Hyltropollinum). Þá sleppum við á hafbeit 7,2 milljón seiðum af stærðinni 5 til 7 cm. Eftir 5 ár (20% deyja á ári) hefur bæst við árganginn 2.376.000 stk. af 8 kg fiskum, og er hann þá tæpum 20.000 tonnum stærri en hann hefði verið. Af hverju hafa Norð- menn ekki prófað þorsk-hafbeit? Hugsanlega hentar þessi síðast- nefnda eldisaðferð Islendingum 5-7 cm stórum þorskseiðum, sem framleidd eru með pollaaðferðinni, mætti sleppa á hafbeit. Þanniggætu hrogn úr 30 hrygnum orðið að 20 þúsund lestum aí kynþroska þorski eftir 5 ar. Guðmundur Valur Stefánsson, frá Auðbrekku í Hörgárdal, er við nám í háskólanum í Bergen í fiskifræði og fiskeldi. Dagur fór þess á leit við hann að fá upplýsingar um það hvernig að fiskeldismálum væri staðið hjá Norðmönnum og hvernig ísiendingar gætu hugsanlega notfært sér þá þekkingu sem Norðmenn búa yfír á þessu sviði. Hér á eftir fer útdrátt- ur úr því sem Guðmundur Valur sendi okkur. Tilraunir með framleiðslu á þorskseiðum í lokuðu lóni eða polli hófust vorið 1980 við ríkis- rekna eldisstöð í Austevoll- hreppi, nánar tiltekið á Huftar- eyju, sem liggur 30 km suður af Bergen. Tilraunapollurinn sem nefndur er Hyltropollen er 22 þúsund fermetrar að flatarmáli og vatnsrúmmál hans er um 60 þúsund rúmmetrar við meðal- vatnsflæði. Þess má geta til sam- anburðar að laxeldispollur sem A.S. Mowi (sem er meðeigandi í laxeldisstöðinni Lóni í Þistilfirði) elur sinn lax í á eyjunni Sotra við Bergen er um 182 þús. rúmmetr- ar, eða þrisvar sinnum stærri en Hyltropollurinn. Til að ná stjórn á þeim lífver- um sem vera eiga í pollinum er honum lokað í báða enda og út- búin eins konar sjávarfalladæla, sem knúin er af sjávarföllunum. Sjórinn í pollinum er tekinn á um 40 metra dýpi og þar að auki sí- aður svo að einungis smæstu líf- verur komast með dæluvatninu. Áður en seiðunum er sleppt í pollinn er hann meðhöndlaður með eitrinu „rotenon" og er til- gangurinn sá að fá sjóinn eins líf- lausan og mögulegt er, svo betur sé hægt að hafa stjórn á því hvaða lífverur verða þar. Reynt er að haga því svo til að sem mest verði af fóðurlífverum fyrir þorskaseiðin, en ekki verur sem lifa á þorskseiðum eða veita þeim samkeppni um fæðuna. Sjálft klakið fer fram í eldis- stöð. Hrygnurnar og hængarnir eru látnir í sérstaka flotkví sem hefur nót með svo fínni möskva- stærð að hrognin fara ekki í gegn, en þau eru örsmá og fljóta í efri vatnslögum. Þeim er svo safnað saman í eins konar trektlaga fín- möskva síu og færð í stöðina þar sem klakið fer fram í 100 lítra hringlaga ílátum. Þegar seiðin eru fjögurra til fimm daga gömul eru þau flutt og þeim sleppt í Hyltropollinn. Síð- astliðið vor var sleppt um 2,1 milljón seiðum. Fyrsta hópnum 20. mars og síðan í þremur áföngum til viðbótar og þeim síð- asta um mánaðamót mars-apríl. Um miðjan júní var gerð úttekt á tölu lifandi seiða og kom í ljós að fyrsti hópurinn hafði staðið sig best en ekkert varð vart við lif- andi seiði úr tveimur síðustu hóp- unum. Heildartala lifandi seiða var um 200 þúsund, stærð þeirra um 5 cm. Þetta þýðir að um 16,7% af seiðunum var lifandi. Þorskseiðið og náttúran í náttúrunni hrygnn V CX.il olv hrygna u.þ.b. 3 milljónum hrogna. Þau seiði sem klekjast út eiga afar litla lífsmöguleika. Ástæðurnar fyrir því eru senni- lega fleiri en þær sem nefndar eru hér á eftir. 1) Hluti seiðanna étur aldrei mat, þótt nægur matur sé í kring og drepst því úr hungri. 2) Seiðin, sem liggja hreyfing- arlítil í efri vatnslögum sjávar eru auðveld bráð fyrir ýmsar lífverur, svo sem marglyttur. Fjöldi marglytta í hafinu er oft mestur þegar þorskseiðin eru á sínu viðkvæmasta ald- ursskeiði. Hér er stuðst við mælingar úr Hyltropollinum. Þess má geta að marglyttan Rathkea octpunctata var í talsverðum meirihluta. Hún er lítil u.þ.b. 0,5 cm á hæð og Guðmundur Valur með laxa í höndum ■ skólanum í Bergen. telja að það þurfi einhvers konar utanaðkomandi lykil- efni úr náttúrunni til að koma magastarfseminni í gang,(að maginn hefji framleiðslu á magasýrunni pepsín) t.d. ákveðið enzím, eða hormón. 4) Einnig virðist vera að þeim „Tækniiega séð er eflaust hægt að koma fyrir stóru nótabúri á hafsbotni og losna þannig við öldugang og áhrif veðra og vinda. Og rétt eins og vitja um net væri í gegnum glær á litinn. Rannsóknir hafa leitt það í ljós að marglytturn- ar éta og drepa þorskseiði í stórum stíl á fyrstu ævivikum þeirra. 3) Rannsóknir hafa sýnt að mörg seiðanna deyja úr hungri þó að þau séu með fullan magann af mat. Hjá þeim hefur engin melting átt sér stað. Sumir seiðum sem éta, hætti til að taka til sín fæðu sem hin ófull- komni magi þeirra ekki þolir. T.d. hálf eða fullvaxna rauð- átu Calanus sem er krabbadýr með skelhýði. En afkvæmi rauðátunnar (Nauplíur) eru hins vegar ein algengasta fæða seiðisins í náttúrunni á þessu viðkvæma vaxtarstigi þess. 5) Til þess að seiðið taki fyrsta matarbitann þarf að vera svo mikið af örverum umhverfis, að það þurfi varla að gera annað en opna kjaftinn. Ef hrygningartíminn (sem er venjulega styttri, því minni sem hrygningarstofninn er) er ekki á sama tíma og hámarks blómstrunartími grænþör- unga, getur dauðatalan orðið allt að 100% af klöktum seið- um. En ef hins vegar er um stóran hrygningarstofn að ræða, sem dreifist niður á marga árganga, verður hrygn- ingin venjulega talsvert lengri, sem þýðir að eitthvað af hrygningunni hittir á há- marksblómstrun þörunga. Hér verða menn að hafa í huga að við slík skilyrði er algengt að finna um eina milljón þörungafrumna í ein- um lítra af sjó, og allt að 3-4 milljónum. Þá má búast við að dauðatalan lækkaði e.t.v. niður í u.þ.b. 99,99% af klöktum seiðum. Stór munur er á því og 99,9999% dauða. (sjá síðar í grein) (mynd nr 6) OG SÖNGVENIR HANS Jóhann Konráðsson var dæmigerður alþýðusöngvari sem varð vinsæll af þeim hæfileikum sem hann hlaut í vöggugjöf. í bókinni er rakið lífshlaup Jóa í grófum dráttum, allt frá æskudögum í Innbænum á Akureyri, til síðustu daga. í bókinni er rætt við nánustu söngvini Jóa Konn; Sverri Pálsson, Askel Jónsson, Kristin Þorsteinsson, Magnús Sigurjónsson, Jóstein Konráðsson o.fl.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.