Dagur - 23.11.1983, Blaðsíða 9

Dagur - 23.11.1983, Blaðsíða 9
23. nóvember 1983 - DAGUR - 9 Konráð Óskarsson sést hér senda boltann framhjá leikmanni UMFS „(set-shot)“. Hvað gerir Þór gegn Fram? Stórleikur verður í 1. deildinni í körfuknattleik í íþróttahöll- inni á Akureyri kl. 13 á laugar- dag, en leikurinn hefur verið færður fram um klukkustund vegna beinnar útsendingar í ensku knattspyrnunni sem hefst kl. 15. Leikurinn á laugardag er á milli Þórs og Fram, en Fram er eina liðið í 1. deildinni sem ekki hefur tapað leik eða leikjum. Öll önnur lið hafa tapað tveimur leikjum eða fleiri og er Þór í þeirra hópi með tvo heimaleiki unna en þrjá útileiki tapaða. Það verður því fróðlegt að sjá hvað Þór gerir gegn Fram á heimavelli sínum á laugardag. Aðal- fundur hjá G.A. Aðalfundur Golfklúbbs Akur- eyrar verður haldinn annað kvöld, og hefst hann kl. 20.30 að Jaðri. Á fundinum verða almenn aðalfundarstörf á dagskrá auk lagabreytinga og annarra mála. Meðal tillagna sem bornar verða fram má nefna tillögu um að allir stjórnarmenn verði fram- vegis kosnir til eins árs í senn í stað tveggja ára eins og verið hefur. Gunnar Þórðarson sem verið hefur formaður klúbbsins mun ekki gefa kost á sér til endur- kjörs. Reyndar eiga allir að ganga úr stjórn nema Árni Jóns- son og Sigbjörn Gunnarsson, og hefur heyrst að enginn þeirra sem á að ganga úr stjórn muni gefa kost á sér til áframhaldandi starfa. „Tröllin“ mæta á Grétarsmótið - í kraftlyftingum sem haldið verður í Sjallanum Stórmót akureyrskra kraftlyft- ingamanna, Grétarsmótið, verður haldið í Sjallanum 3. desember. Þar mæta allir sterkustu kraftlyftingamenn Akureyrar en auk þess er von á góðum gestum að sunnan, með Jón Pál Sigmarsson í broddi fylkingar. Kraftlyftingamennirnir sem keppa eru þessir: Kári Elíson sem gengur undir viðurnefninu „Tígriskötturinn“, Freyr Aðal- steinsson, Flosi Jónsson „sterk- asti gullsmiður landsins", Jó- hannes Hjálmarsson fyrrum heimsmeistari í öldungaflokki, Jóhannes Jóhannesson, Konráð Jóhannsson „hinn lauflétti“ og Haraldur Ólafsson, en hann er eini tvíþrautarmaðurinn í hópn- um og verður gaman að sjá hann í keppni við kraftlyftingamenn- ina. Auk Jóns Páls Sigmarssonar, sem þessa dagana veltir bílum og lyftir trjábolum í keppni sterk- ustu manna veraldar á Nýja Sjá- landi, þá koma til mótsins „Torfan", öðru nafni Torfi Ólafs- son sem frægur varð fyrir stóla- spark á Norðurlandamótinu og Hjalti Úrsus Árnason sem geng- ur undir nafninu „Diesel Power“ Þeir verða í sviðsljósinu á Grétars- mótinu Jón Páll Sigmarsson og Jó- hannes Hjálmarsson. meðal kraftlyftingamanna. Kynnir á mótinu verður lyft- ingakappinn kunni, Guðmundur Sigurðsson, núverandi íslands- meistari í vaxtarrækt og vonir standa til að Óskar Sigurpálsson verði yfirdómari á mótinu. Þess má að lokum geta að það verður ýmislegt til skemmtunar gert á mótinu og margt bendir til þess að Flosi Jónsson og Freyr Aðalsteinsson hyggist bæta ár- angur sinn í réttstöðulyftu tveggja manna. Þeir lyftu hálfu tonni á KA-hátíðinni sl. sunnu- dag en í upphituninni lyftu þeir 300 kg ásamt tveim stúlkum sem sátu á lóðunum, samtals rúmlega 400 kg. Hyggjast þeir jafnframt bæta þennan árangur verulega en til að létta hlassið verulega verð- ur þess krafist að stúlkurnar verði í baðfötum. Þórsarar gegn Ögra Einn leikur verður í 3. deild ís- landsmótsins í handknattleik um helgina á Akureyri en þá mætast Þór og Ögri og verður leikur lið- anna á föstudagskvöld. Ekki er ástæða til að búast við neinni keppni í þessari viðureign, Ögra-liðið er á botni deildarinnar og tapar öllum leikjum sínum stórt, en Þórsarar sem eru í topp- baráttu deildarinnar fá tvö stig í safnið. Opið mót í vaxtarrækt: Akureyringar heim með fern verðlaun Vaxtarræktarfólk frá Akureyri gerði góða ferð til Keflavíkur- flugvallar um síðustu helgi, en þá var haldið þar opið mót á vegum varnarliðsmanna. Þar kepptu fjórir Akureyringar og uppskera þeirra varð 3 gull- verðlaun og ein bronsverð- laun. AJls tóku 23 vaxtarrækt- armenn þátt í mótinu. Keppt var í 4 flokkum og í létt- asta flokknum, 80 kg flokki, sigr- aði Sigurður Gestsson Akureyri og Gísli Rafnsson varð í 3. sæti. í 90 kg flokki sigraði Magnús Óskarsson Reykjavík, í +90 kg flokki sigraði Sigmar Knútsson Akureyri og Aldís Arnardóttir Akureyri vann öruggan sigur í kvennaflokki. Ljóst er að Akureyri hefur eignast harðsnúinn kjarna vaxtarræktarfólks sem er líklegt til stærri afreka er fram líða stundir, og er áhugi á þessari íþróttagrein sífellt að aukast í bænum. Aldís Amardóttir. Sigurður Gestsson. 1-X-2 Ólafur Ásgeirsson. „Mitt uppáhaldslið er Exet- er sem leikur í 3. deild og er ekki tíður gestur á getrauna- seðlinum,“ segir Ólafur Ás- geirsson aðstoðaryfírlög- regluþjónn á Akureyri sem fer í „spámannsgallann“ þessa vikuna. „Ég dvaldi í Englandi í eitt ár og hafði þá aðstöðu til að fylgjast með Exeter sem þá var í 4. deild og er því á uppleið, og vonandi eiga þeir eftir að færa sig enn ofar. Annars er Totten- ham mitt uppáhaldslið í 1. deildinni. Nei, ég spái þeim ekki sigri gegn QPR þótt þeir séu á heimavelli. Mér er sama þótt „mín Iið“ tapi ef það verður til þess að ég sit einn að „summunni“ í getrauna- pottinum. Þannig að mínar spár eru engar óskaspár mínum Uðum til handa. Ég spái að Liverpool, Man- chester United og Totten- ham tapi, og ef þau tapa öU þá getur svo farið að ég kræki í stóran og mikinn getraunapott.“ Þetta segir Exeter-aðdá- andinn Ólafur Ásgeirsson og spá hans fer hér á eftir: Birmingham-Sunderland X Coventry-Southampton 2 Everton-Norwich 1 Ipswich-Liverpool 1 Leicester-Arsenal 1 Notts County-A. Villa 2 Stoke-Nott. Forest 2 Tottenham-QPR X Watford-Luton X West Ham- Man. Utd. 1 C. Palace-Sheff. Wed. 2 Leeds-Chelsea 1 Spá Ólafs Ásgeirsonar hljóðar þvi upp á 5 heima- sigra, 3 jafntefli og 4 útisigra og við sjáum hvað Ólafur kemst langt með þessa spá sína. Tryggvi með 7 Tryggvi Gíslason skólameist- ari Menntaskólans á Akur- eyri sem spáöi fyrir okkur í síöustu viku var með 7 leiki rétta, og sló því met sr. Pálma Matthíassonar frá fyrri helgi. Tryggvi hefur því tekið forustuna í „spámanna- keppni“ okkar og veröur fróðlegt að sjá hvort hann heldur þeirri forustu eða hvort aðrir og „rneiri" ná henni frá honum. 1—X—2

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.