Dagur - 25.11.1983, Blaðsíða 3

Dagur - 25.11.1983, Blaðsíða 3
25. nóvember 1983 - DAGUR - 3 Sönglist í Operunni — Matarlyst á Amarhóli — Dagur í menningarferö Flugleiöa og Islensku óperunnar Hvað skyldu togarasjómenn á Isafirði, iðnaðarmenn á Akur- eyri og JC-félagar á Hornafirði eiga sameiginlegt? Ekki mikið, kynni einhver að svara í fljótu bragði en þessari spurningu væri líka hægt að svara á þann veg að margir í umræddum hópum njóta meiri menningar en félagar þeirra á höfuðborg- arsvæðinu, sem þó búa í næsta nágrenni við allar helstu lista- og menningarmiðstöðvar landsins. Hvernig má þetta vera? Svarið er einfalt. Togarasjómaðurinn, iðnað- armaðurinn og JC-félaginn bregða sér í heigarreisu með Flugleiðum og njóta á einni helgi eða einni viku meiri list- viðburða en Meðal-Reykvík- ingur á einu ári. Þeir fara í Óperuna, Þjóðleikhúsið, Iðnó og sjá Rokkhátíðina á Broad- way. Snæða á bestu veitinga- húsum borgarinnar og njóta matarlystarinnar og bregða sér síðan á söfnin og sýningarnar. A hverju ári er talið að um 2000 til 3000 Akureyringar bregði sér í slíka helgarreisu og flestir bergja á menningunni, í botn. Af helgarreisum í haust og í vetur hafa ferðir til Akureyrar á My fair Lady og til Reykja- víkur í Óperuna og Þjóðleik- húsið, verið vinsælastar. Blaðamaður Dags brá sér á dögunum í helgarreisu á veg- um Flugleiða og Óperunnar og eftir á að hyggja er þetta ferð sem hægt er að mæla með við alla. Fyrsti kosturinn er verðið. Ferð sem þessi kostar aðeins rúmar þrjú þúsund krónur sem er svipað og venjulegt fargjald fram og til baka frá Akureyri. Auk flugsins færðu í þessum pakka, tvær gistinætur á hóteli í Reykjavík (Loftleiðum eða Esju) ef þú ferð á vegum Flug- leiða en hægt er að velja um fleiri hótel hjá Ferðaskrifstof- unum. Þá er ótalinn maturinn. í verðinu er innifalinn kvöld- verður á hinum glæsilegu veit- ingahúsum Arnarhóli og í Kvosinni og síðast en ekki síst þá fá viðkomandi helgarreisar- ar miða í Óperuna en slíkur kostar í dag tæpar 400 krónur. Það má því segja með fullum sanni að það sé hægt að spara sér um 3000 krónur í einni helgarreisu. Garðar Cortes syngur hlutverk Alfredo. Ólftf Kolbrún Harðardóttir sem Violetta Valcry. La Traviata þýðir í raun Hin afvegaleidda en óperan er byggð á sögu Alexandre Dumas, Kamelíufrúin. Óperan fjallar um ástir Alfredo Ger- mont og gleðikonunnar Vio- lettu Valery. Alfredo er aðdá- andi drósarinnar og er kynni takast með þeim þá biður hann hana að láta af hinu ósiðsam- lega líferni sínu. Violetta gefur ekkert út á það en annar þáttur hefst á hamingjuþætti skötuhjú- anna á sveitabæ utan við París þar sem þau hafa búið saman um þriggja mánaða skeið. Inn í þennan ástarþátt blandast faðir Alfredos sem biður Violettu að slíta sambandinu við son sinn sökum þeirrar óhamingju sem hún baki fjölskyldunni. í síð- asta atriði þáttarins er Violetta horfin til borgarinnar og Al- fredo kemur til að jafna reikn- ingana. í þriðja og síðasta þættinum liggur Violetta svo dauðsjúk af tæringu. Alfredo kemur og bið- ur fyrirgefningar og þau heilsast með fögnuði. Það birtir yfir Violettu, hún fyllist fögnuði og deyr . . . Það er ómögulegt að horfa og hlýða á ítalska óperu án þess að vita nokkuð um það hvað verk- ið snýst. Þetta skilja allir og ís- lenska óperan hefur leyst þetta með því að gefa út vandaðar leikskrár, sannkallaða fróð- leiksbrunna. Gallinn er bara sá að það tekur talsverðan tíma að lesa langan texta svo vel sé. Við höfum því brugðið á það ráð, þar sem við erum þess fullvissir að Norðlendingar láti ekki af helgarreisum og óperuheim- sóknum, að segja í örstuttu máli um hvað óperan La Traviata snýst. Undirritaður gisti Hótel Esju og snæddi á Arnarþóli og gerði sér gott af. Ég hafði aldr- ei komið í óperu og hef í raun alltaf verið þeirrar skoðunar að óperur séu eitt hjákátleg- asta form sönglistarinnar. Kveinstafasöngur á alls óskilj- anlegum tungumálum í bjána- legum búningum. Vissulega hef ég mildast mikið síðustu árin og í Óperunni brá svo við að ég hafði bara gaman af La Traviata sem þó sannarlega er sungin á ítölsku. Það er upplifun að koma í óperu í fyrsta sinni og sjá fólkið, gamlar konur í upphlut og með rauðan skúf í peysu, venjulegt fólk sem bæði snobbar og hefur gaman af og svo hina útvöldu og upplýstu sem hafa vit á óperum. Sýning íslensku óperunnar á La Traviata er að mörgu leyti stórbrotin, kannski jafn stór- brotin og maturinn á Arnar- hóli. Bæði La Traviata og kræsingarnar á Arnarhóli eru stórir bitar að kyngja, hvorum á eftir öðrum en heilbrigt helg- arreisufólk fer samt létt með það. Þjónustan á Arnarhóli er ævintýri út af fyrir sig og þá er sama hvort þú snæðir gufu- soðin smálúðuflök með úthafs- rækju og freyðivínssósu eða heilsteikt nautafilet með whiskey-kanelsósu, kartöflu- gratin, blómkáli og hrásalati. Eða jafnvel léttsteikta heiða- gæs með trönuberjasósu eins og ég lét í mig. Þjónustan er „elegant“ eins og ópera eftir Verdi og óperuferð og góður kvöldverður er tvöfaldur list- viðburður. - ESE. Norðlendingar ! Munið hagstæðu kjörin hjá okkur Veríð velkomin HQTEL LOFTLEIÐIR FLUGLEIDA S HÓTEL

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.