Dagur - 25.11.1983, Blaðsíða 5

Dagur - 25.11.1983, Blaðsíða 5
25. nóvember 1983 - DAGUR - 5 iða af fjöri. Ég held þeir séu hrifn- astir af völsum og tangó! Ekki man ég hvaða lög ég söng fyrir ærnar, en þetta voru ljúfir og áhyggjulausir tímar. Síðan hefur smaladrengurinn alltaf átt ítök í mér.“ Fleiri minningar á Jói frá æsku- dögum sínum, sem of langt mál er að rekja hér, en næsti kafli bókar- innar heitir „Grenivík og stóri vinn- ingurinn". Þar fjallar Jói um Greni- víkurár sín, en þangað fór hann 16 ára gamall til sjóróðra hjá Oddgeiri Jóhannssyni. Við skulum grípa þar niður, sem Jói segir frá söngglöðum Grenvíkingum: 0 Dannaðir í söngnum þar „Já Grenivíkurárin eru ljúf í endur- minningunni. Heimamenn tóku mér vel, en ég var þó ekki talinn fullgild- ur til að byrja með. Ég hef aldrei verið hár í loftinu og ef til vill hafa Grenvíkingar ekki talið mig til stór- ræðanna. Mér er minnisstæður smávægileg- ur atburður, sem átti sér stað stuttu eftir að ég kom til Grenivíkur. Þá fórum við að tuskast, ég og Kristján Vernharð, bróðir Adda, en hann er aldrei kallaður annað en „Venni“. Ég hafði betur í þeirri viðureign. Ekki naut ég þar þó aflsmunar, en ég var léttari á mér og liðugri. Það gerði gæfumuninn. Stuttu síðar þreytti ég kappsund við besta sund- mann heimamanna, Jóhann Stef- ánsson í Miðgörðum. Við syntum í sjónum, enda ekki um aðra sund- laug að ræða. Ég hafði betur, enda hafði Ólafur Magnússon kennt mér réttu sundtökin og ég hafði mjög gaman af sundi. Eftir þessa atburði fannst mér viðhorfin til mín breytast meðal jafnaldra minna á Grenivík. Ég var búinn að sanna þeim að ég var gjaldgengur í hópinn. Við syntum oft í sjónum strákarn- ir. Við vorum ungir og hraustir og létum kuldann ekki á okkur fá. Oft- ast stukkum við þá af bryggjunum eða fórum beint úr fjörunni. En það kom líka fyrir, að við stungum okk- ur til sunds úr bátnum þegar við vor- um að koma að landi. Sættum við þá lagi og létum öldurnar bera okk- ur til lands. Þetta þótti glannalegt og oft vorum við skammaðir fyrir til- tektina, því það er hætt við að lítið hefði orðið úr okkur köppunum, ef við hefðum ekki náð landi, en þess í stað lent í útsoginu. Það var mikið sungið á Grenivík á þessum árum. Það var gert við vinnuna og það var líka gert þegar frístundir gáfust. Þá var lítið annað til að glepja hugann. Og þeir voru dannaðir í söngnum þar, því fólkið söng alltaf raddað við vinnuna. Þar kynntist ég fyrst rödduðum söng. En fyrst í stað fékk ég ekki að vera með. Strákarnir sögðu að ég væri laglaus. Ástæðan var einfaldlega sú, að ég kunni ekki raddirnar. Þess vegna fór ég alltaf út af laginu þegar hinar raddirnar komu með. En þetta lærðist óg ég var tekinn full- gildur í sönginn áður en langt um leið.“ 0 Söngurinn var Jóa yndi „Söngvarinn" heitir næsti kafli bókarinnar og í upphafi hans er Jói spurður um upphafið að söngferlin- um. Ég veit satt að segja ekki hvar ég á að setja mörkin. Mamma sagði mér, að ég hefði verið byrjaður að syngja áður en ég byrjaði að tala. Ég hef verið sísyngjandi stðan ég man eftir mér. Sem barn söng ég fyrir sjálfan mig, en það skipti mig ekki máli þótt einhverjir hlustuðu á. Söngurinn veitti mér útrás þá og síðar. Söngurinn var og er mitt yndi. Sjálfsagt hefur sönglið í mér barn- inu farið í fínu taugarnar á einhverj- um, en ég er viss um að móður minni leiddist það ekki. Til marks um það er lítil saga af óhappi, sem henti mig barnið. Þá fékk ég slæma byltu og höfuðhögg. Lá ég um tíma mikið veikur og með óráði, hef sennilega fengið snert af heilahrist- ingi, þannig að mamma óttaðist um mig. Hún sagði mér síðar, að hún ( hefði beðið fyrir heilsu minni, og hún sagðist hafa beðið þess sérstak- lega í bænum sínum, að ég fengi að halda söngröddinni. Svona var mamma og hennar hreina og inni- lega Guðstrú, sem hún innrætti okk- ur krökkunum og ég bý alla tíð að. Ég trúi á Guð og almættið. Ég trúi því að Guð hafi bænheyrt móð- ur mína, bæði hvað varðar heilsu mína og söngrödd. Ég hef alltaf litið á söngrödd mína sem hljóðfæri, sem skaparinn lánaði mér. Ég held líka, að hann hafi ætlast til þess að ég legði rækt við hana og leyfði fólkinu að njóta hennar með mér. Það hef ég líka gert af fremsta megni. í'sam- ræmi við þessa trú mína þurfti ég alltaf að eiga andartak með Guði og sjálfum mér áður en ég byrjaði að syngja. Um leið strauk ég yfir hljóð- færið með lófanum, frá munni, yfir höku og niður háls. Ég þarf ekki prest til að þjóna Guði mínum. Ég get gert það milli- liðalaust. Hins vegar er mér vel við presta og á marga vini í þeirra röðum. Já, trúin hefur verið snar þáttur í öllu mínu lífi, eins konar kjölfesta, sem ég hef ekki getað ver- ið án.“ 0 Samkvæmt lögregluskipun Síðar í sama kafla segir Jói frá skemmtilegu atviki, sem átti sér stað á Meyjarskemmunni og Bláu káp- unni og sagt er frá ferð Kantötukórs Akureyrar til Norðurlanda árið 1951, sem er einhver sögufrægasta ferð sem íslenskur kór hefur farið út fyrir landsteinana. 0 Söngvinirnir „Jói Konn og söngvinir hans“ heitir bókin og í samræmi við það heitir viðamikill kafli í bókinni „Söngvin- ir“. Þar er rætt við Magnús Sigur- jónsson, Jón Þórarinsson, Jóstein Konráðsson, Sverri Pálsson, Áskel Jónsson, Kristin Þorsteinsson og Sigurð Demetz. Hér verður gripið niður í kaflann með Sverri Pálssyni. Fyrst er það Jói sem segir sjálfur frá, en síðan tekur Sverrir við. Ég var alltaf mjög sæll í sam- starfinu við Sverri vin minn. Hann er góður drengur, sem hægt er að treysta, og hann er prýðilegur söngvari. Við ferðuðumst vítt og breitt um landið á okkar samstarfs- tíma, oft á jeppanum hans Áskels eða Fordinum mfnum. Fengum við þá viðurnefnið „Þrír í bíl“, en á sama tíma voru reykvískir leikarar á landshornaflakki og nefndu sig „Sex í bíl“. Eitt sinn vorum við á heimleið að nóttu til. Sverrir ók jeppa Áskels, en hann hafði orð á því í Ljósa- í umrætt skipti vorum við búnir að syngja Andvarpið í tvígang og enn klöppuðu þakklátir áheyrendur lagið upp. Þeir vildu fá að heyra það einu sinni enn. En við vildum ekki láta það eftir þeim, fannst nóg komið, og ætluðum að syngja næsta lag á söngskránni. Þá heyrðist kallað: - Ég skipa þér Jóhann, með lög- regluvaldi, að syngja þetta lag einu sinni enn. Á myndinni hér til hlið- ar eru Jói Konn og Sig- urður Demetz Franzson. Þar fyrir ofan er Smára- kvartettinn og ofan hennar er mynd úr Bláu kápunni, þar sem Jói er með Ragnhildi og Bryn- hildi Steingrímsdætrum og Björgu Baldvinsdótt- í Ásbyrgi þegar Karlakór Akureyrar var þar á ferð. „Andvarpið er rólegt lyriskt lag, nokkuð langt í flutningi, en það gerði samt mikla lukku, sagði Jói, og hann hefur orðið áfram: - Mér er sérstaklega minnisstætt atvik úr Ásbyrgi, þar sem Karlakór Akureyrar kom fram og söng, með- al annars þetta lag. Það var stór- kostlegt að syngja í Ásbyrgi, sem er ein sú besta „sönghöll“ sem ég hef sungið í. Tónninn er svo lifandi þar. Klettarnir sjá um hljómburðinn. Það var Júlíus Havsteen, sýslu- maður þeirra Þingeyinga, sem kall- aði, sá mannlegasti sýslumaður sem ég kynntist um ævina. Nú, það dugði ekki annað en gegna yfirvald- inu og Andvarpið var sungið í þriðja skiptið. En hvorki fyrr né síðar söng ég samkvæmt lögregluskipun." Víða er komið við í þessum kafla, m.a. vitnað í marga blaðadóma, sagt frá kynnum Jóa af Páli ísólfs- syni, Stefáni íslandi, Primo Mont- anari og Davíð Stefánssyni, svo ein- hverjir séu nefndir. Einnig er fjallað um sýningar Leikfélags Akureyrar vatnsskarðinu, að jeppinn hlyta að vera eitthvað bilaður, því hann ynni svo illa. Áskell hélt nú ekki, það gæti hreint ekki átt sér stað, því bíll- inn væri svo til nýr. Við héldum þvt ótrauðir áfram. Én þegar við vorum búnir að aka drjúga stund, þá hafði Sverrir orð á þessu aftur. - Það hlýt- ur að eitthvað að vera að bílnum, því hann vinnur svo illa, sagði hann. Þá fór Áskell að verða órólegur, hélt að nýi bíllinn væri að gefa sig. Eftir að við félagarnir höfðum rætt málið nánar ákváðum við að rétt væri að stoppa og skoða bílinn. Kom þá í ljós að við vorum búnir að aka marga kílómetra á „punkter- uðu“! Þetta sagði Jói mér, en í lok heimsóknarinnar til Sverris spurði ég hann um afstöðu hans til Jóa sem söngvara og félaga. 0 „Svona var Jói Konn“ Ég sakna Jóa mikið, bæði sem ná ' ranna héðan úr götunni, og ekki síður sem söngbróður og vinar. Ég er afar þakklátur fyrir að hafa feng- ið að kynnast honum og fyrir allar minningarnar, sem ég á frá sam- starfi okkar og utan þess. Jói var mikill skapmaður og um- fram allt mikill tilfinningamaður. Hann var ekkert að lúra á skoðun- um sínum, en hann átti ekki til falskan tón. Ég er svo sem ekki skaplaus maður heldur. Þrátt fyrir það kom okkur alltaf ágætlega saman. Ég man aldrei eftir því, að á milli okkar hafi gengið styggðar- yrði. Að vísu höfðum við ekki alltaf sömu skoðanir á hlutunum, en við máttum vera með þær í friði hvor fyrir öðrum. Við eigum marga góða raddmenn, en færri góða söngvara. Það er heldur ekki nóg að vera lærður söngvari. Sumir þeirra minna mig oft á tunglsljós, og birta þess getur vissulega verið falleg, en er alltaf köld og lífvana. En Jói minnir mig hins vegar á sólarljósið, sem er bæði bjart, hlýtt og lífgandi. Góður söngvari verður að hafa neistann í sér, verður að geta gefið eitthvað af sjálfum sér í söng sinn. Annars verður tómahljóð í tónunum, hversu falleg sem röddin kann að vera. En þennan neista gefa menn sér ekki sjálfir, heldur hljóta hann í vöggugjöf, ef þeim hlotnast sú náð- argáfa á annað borð. Og þennan neista átti Jói.“ 0 Ertþú Jói Konn? Að lokum grípum við hér niður í kafla sem ber yfirskriftina „Litli- Kleppur". Þar segir Jói m.a.: „- Ég skal segja þér eina sögu af áhrifum söngsins á sjúkling. Þetta gerðist á gamlársdag fyrir mörgum árum. Þá komu tveir bændur hér út með firði með einn sveitunga sinn til mín í böndum. Þeir komu með hann hér inn á gólf, leystu af 'ionum böndin, en fóru síðan, þóttu t lausir allra mála eftir að maðurinn var kominn inn á Klepp. Ég stóð þarna augliti til auglitis við manninn og mér var um og ó. Hann var eins og þrumuský og barði saman hnefun- um. Þessi maður hafði alla tíð verið sérstakur, en aldrei hættulegur um- hverfi sínu. Ég vissi aldrei hvernig það kom til, að ástæða þótti til að setja hann í bönd, en því atferli virt- ist hann ógurlega reiður. Ég beið þess sem verða vildi, en allt í einu vék hann sér snöggt að mér og spurði hvatskeyttur: - Ert þú Jói Konn? - Já, ég er hann, sagði ég. - Syngdu þá fyrir mig. - Já, alveg sjálfsagt, hvað viltu heyra? sagði ég, guðs lifandi feginn því að maðurinn fór ekki fram á annað. - Mér er sama hvað þú syngur, syngdu bara eitthvað, sagði þá sjúklingurinn. - Eigum við að hafa það Sólset- ursljóð? spurði ég. - Já, mér líst vel á það, sagði hann þá og ég byrjaði sönginn. Síðan söng ég fyrir manninn hvert lagið af öðru. Brátt rann honum reiðin: Söngurinn mildaði huga hans og hann átti eftir að vera nokkuð lengi hjá okkur og aldrei varð hann til vandræða og við vorum góðir vinir. Hann hafði yndi af söng og góðri tónlist og heima í sveitinni átti hann handknúinn plötuspilara og hljómplötur. Ferðaðist hann gjam- an á milli bæja með þessar eigur sínar til að leyfa sveitungum sínum að njóta með sér góðrar tónlistar.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.