Dagur - 25.11.1983, Blaðsíða 12

Dagur - 25.11.1983, Blaðsíða 12
Um helgina leikur Þorvaldur á píanóið og Örn Viðar á gítarinn. Munið miðnæturmatinn í Smiðju um helgar Pantið með fyrirvara Hvemig ná unglingamir í áfengi^ Ekkert vandamál að fá aðstoð við vínkaupin! „Á þeim stutta tíma sem ég var í bflnum mínum fyrir utan út- sölu ÁTVR við Hólabrautina og fylgdist með, sá ég 9 aðila sem tóku að sér að kaupa áfengi fyrir unglinga,“ sagði Bragi Bergmann í samtali við Dag. Bragi á sæti í Æskulýðs- ráði Akureyrar og gerði það upp á sitt einsdæmi að fylgjast með vástandinu“ fyrir utan út- sölu ÁTVR á dögunum. „Þetta var þann 12. nóvember, og ég lagði bílnum mínum á bíla- stæðið fyrir sunnan húsið. Þar fylgdist ég með í um klukku- stund, og á þeim tíma leituðu unglingar sem þarna voru á vappi til 15 aðila og báðu þá að kaupa fyrir sig áfengi. Níu af þeim fimmtán sem þeir leituðu til tóku við peningum og keyptu síðan áfengi fyrir unglingana sem voru á ýmsum aldri en greinilega allt niður í 14 til 15 ára. Þeir sem þetta gerðu voru að langmestu leyti ungt fólk, ég sá ekki eldra fólkið taka þessi vínkaup að sér fyrir unglingana. Við alla útsölustaði ÁTVR í Reykjavík hefur lögreglan eftirlit á föstudögum og fylgist með að þetta eigi sér ekki stað. Hér er ekkert slíkt eftirlit og finnst mér að lögreglan ætti að snúa sér að þessu af krafti því það er að mínu mati brýnna en að vera að eltast við það hvort bílum er lagt ólög- lega uppi við Ráðhústorg," sagði Bragi. Æskulýðsráð hefur talsvert fjallað um áfengisvandamál ung- linga að undanförnu. Þar hefur þeirri hugmynd verið hreyft hvort ekki væri hægt að fá bifreið til afnota um helgar, því oft vill það brenna við að unglingar eru nær ósjálfbjarga í Miðbænum og þurfa þá á heimkeyrslu að halda. Hefur jafnvel komið til tals hvort ekki sé orðið nauðsynlegt að koma á fót svokallaðri „útideild" á Akureyri eins og starfað hefur í Reykjavík með góðum árangri. „Þetta verður stutt hjá okkur núna, svona rétt til þess að sjá hvernig þetta virkar allt saman,*' sagði Þorsteinn Vil- helmsson skipstjóri á Akur- eyrinni EA 10, en skipið fór í sína fyrstu veiðiferð frá heimahöfn sinni, Akureyri, í gærdag. Þeir Þorsteinn, bróðir hans Kristján og Þorsteinn . Baldvinsson keyptu skipið sem hét áður Guðsteinn og hefur skipinu verið breytt hjá Slippstööinni á Akureyri í frystiskip. Hefur verið sett- ur um borð sams konar út- búnaður og er í Örvari frá Skagaströnd. GeðdeOd Fjórðungssjúkrahússins: Enginn sótti um stöðu yfirlæknis — Geðvemdarfélag Akureyrar gerlr kröfur um úrbætur „Það sótti enginn um stöðu ytirlæknis við Geðdeild sjúkra- hússins,“ sagði Ásgeir Hösk- uldsson framkvæmdastjóri Fjórðungssjúkrahússins á Ák- ureyri í samtali við Dag, en umsóknarfrestur um stöðuna er útrunninn. Eins og sagt hefúr verið frá í fréttum sagði fyrr- verandi yfirlæknir upp störfum vegna óánægju og síðan hefur engin starfsemi farið fram í húsakynnum deildarinnar við Skólastíg að sögn Ásgeirs. Ásgeir sagðist reikna með að staðan yrði auglýst aftur, eða ráðið í hana til bráðabirgða þar til aðstaða fyrir deildina verður komin upp á sjúkrahúsinu, en hann sagðist reikna með að það yrði ekki fyrr en eftir eitt til eitt og hálft ár. Geðverndarfélag Akureyrar hélt fund um helgina og ályktaði þá m.a.: „Fundur í Geðverndar- félagi Akureyrar 20. nóv. 1983 ályktar að núverandi neyðar- ástand í þjónustu við geðsjúka bæjarbúa sé algjörlega óviðun- andi. Skorar félagið á opinbera aðila og almenning að beita sér fyrir úrbótum sem fyrst. Einkum er því beint til stjórnar FSA að búa þessari þjónustugrein betri aðstöðu innan veggja sjúkrahúss- ins. í fyrsta lagi að hraða sem mögulegt er uppbyggingu geð- deildar. í öðru lagi sé þangað til tekið á móti bráðatilfelum á lyfjadeild...“ „Ég vil ekki svara því, það eru læknarnir sem sjá um að taka hér inn sjúklinga og þetta er alfarið í þeirra höndum,“ sagði Asgeir er við spurðum hann hvort tekið væri á móti bráðatilfellum á Lyfjadeild. Þorsteinn Vilhelmsson skipstjóri og einn af eigendum Akureyrinnar fyrir framan skip sitt í gær áður en lagt var úr höfn. Mynd: gk- Veður „Ég ætla að láta ykkur hafa leiðindaveður um helgina fyrir norðan,“ sagði veður- fræðingur á Veðurstofu ís- lands í morgun. „Þið fáið norð-austanátt í dag og slyddu og þannig verður veðrið einnig á morgun. Á sunnudag verður norð-austanátt og éljagang- ur og það verður ekki fyrr en á þriðjudag sem eitthvað fer að rofa til, en þá reikna ég með suð-austanátt fyrir norðan og mildara veðri. Það verður ekki mjög kalt hjá ykkur á Norðurlandi, en eitthvað smávegis frost samt sem áður.“ r ÍiPÍÍS®®® Allar geröir og stærðir. Ath. að eftir því sem kertin eru eldri, verða gæðin meiri. Gerið kertainnkaupin tímanlega, meðan úrvalið er mest.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.