Dagur


Dagur - 28.11.1983, Qupperneq 1

Dagur - 28.11.1983, Qupperneq 1
TRÚLOFUNAR- HRINGAR AFGREIDDIR SAMDÆGURS GULLSMIÐIR SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI 66. árgangur Akureyri, mánudagur 28. nóvember 1983 134. tölublað Kaldbakur hf. á Grenivík kaupir 182 t. bát: Slippstöðvarinnar fyrir Ú.A.: Greiðir bæjarsjóður það sem á vantar? „Ég held að það sé að finnast flötur á því að saman gangi með Slippstöðinni og Útgerð- arfélaginu varðandi smíði á togara, þannig að allir geti við unað. Það er reyndar nauðsyn- legt fyrir bæði fyrirtækin að þetta mál leysist þannig að Ú.A. fái togara og Slippstöðin verkefni og nú held ég að lausnin sé í sjónmáli,“ sagði Jón Sigurðarson, formaður atvinnumálanefndar Akureyr- ar í viðtali við Dag. Pessi lausn sem Jón talaði um, en vildi ekki tjá sig um frekar, liggur í því, að því er Dagur hef- ur frétt frá öðrum aðilum, að Út- gerðarfélagið láti Slippstöðina smíða togara og greiði fyrir hann 150 milljónir króna, og mun liggja fyrir tilboð þar að lútandi. Slippstöðin þarf hins vegar að fá 170 milljónir króna fyrir skipið og er hugmyndin því sú að bæjar- sjóður ábyrgist mismuninn, þannig að Útgerðarfélagið þurfi ekki að greiða meira en það ræður við og jafnframt að Slipp- stöðin fái þann arð sem hún þarf. Þá mun það og hafa komið fram að japanska tilboðið var ekki eins hagstætt og útlit var fyrir, þar sem boðið var Ián í yen- um en ekki dollurum og þar með á hærri vöxtum en menn ætluðu. Að því frágengnu eru aðeins norsk tilboð hagstæðari en til- boðið frá Slippstöðinni, en að margra mati eru þau talin ósam- rýmanleg fríverslunarreglum, þar sem þau eru niðurgreidd og mun reyndar í bígerð að kæra þau og jafnvel búið að því, af hálfu Við- skiptaráðuneytisins Bæjarráð styrki Ferða- mála- félagið Atvinnumálanefnd Akureyrar- bæjar hefur lagt það til við bæjarráð að það veiti Ferða- málafélagi Akureyrar fjárupp- hæð, samtals 250 þúsund krónur, í þeim tilgangi að fé- lagið geti komið á samhæfingu í ferðamálunum í bænum, m.a. gefið út bækling, samhæft auglýsingaaðgerðir og verið í stakk búið til að vera bæjar- stjórn ráðgefandi í ferðamál- um. Jón Sigurðarson, formaður atvinnumálanefndar, sagði í við- tali við Dag, að menn teldu það einn fljótlegasta möguleikann til að fjárfesta í nýjum störfum að snúa sér af krafti að ferðamálun- um. Hann sagðist hvetja menn til að sýna þessum málaflokki sér- staka athygli, því hann hefði ver- ið vanræktur og þarna væru mikl- ir möguleikar sem ekki hefði ver- ið hugað nógu vel að. Bæjarstjórn var jafnframt send greinargerð um þessi mál, stöðu ferðamála í dag og hvað helst væri til úrbóta. Jón Sigurðarson sagði að það væri álit manna, að fjöldi ferðamanna færi hér í gegn á sumrin án þess að stansa nokkuð, einfaldlega vegna þess að þeir vissu lítið um það hvað hér væri boðið upp á. Vafalaust væri hægt að selja pakkaferðir á svipaðan hátt og nú er gert með helgarpökkunum. Þegar á heild- ina væri litið blöstu við töluverðir möguleikar, og nú væri hug- myndin að skipuleggja þessa starfsemi meira en gert hefði verið. Vöruhús KEA átti tíu ára afúiæli á föstudaginn og var þá ýmislegt nýtt uppi á teningnum. Tónlistarmenn skemmtu viðskiptavinum og boðið var upp á veitingar. Hér má m.a. sjá Sigurð Jóhannesson gæða sér á ostapinnum. Mynd: KGA. íþróttum eins ogsjama í opnu „Skapar öryggi í hráefnisöflun“ — segir Knútur Karlsson, framkvæmdastjóri Frystihús Kaldbaks hf. á Grenivík hefur fest kaup á 182 tonna bát frá Tálknafirði og kom báturinn í fyrsta sinn til sinnar nýju heimahafnar sl. fimmtudagskvöld. Að sögn Knúts Karlssonar, framkvæmdastjóra Kaldbaks hf. þá er þetta í fyrsta sinn sem fyrir- tækið ræðst í að kaupa bát, en Knútur sagðist vonast til þess að tilkoma bátsins myndi skapa meira öryggi varðandi hráefnis- öflun. - Það hefur verið talsverð óvissa í þessum hráefnismálum, sérstaklega yfir vetrartímann. Heimabátar hafa farið á vertíð fyrir sunnan og varðandi sumar- veiðina þá er stöðug óvissa um hvort loðnubátarnir sem lagt hafa upp hjá okkur, fái veiðiheimildir, sagði Knútur Karlsson. Hinn nýi bátur Kaldbaks, Núp- ur fer líklega í sína fyrstu veiði- ferð í dag en um helgina var unn- ið að því að gera bátinn kláran.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.