Dagur - 28.11.1983, Blaðsíða 2

Dagur - 28.11.1983, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - 28. nóvember 1983 Ferðu oft í strætó? Hulda Marvinsdóttir: Aldrei, ég er á mínum eigin bíl. Jóhann Ingólfsson: Ekki nema þegar ég er í höf- uðborginni. Jóhannes Jóhannesson: Nei, ég geng það sem ég fer. María Pétursdóttir: Nei aldrei. Ég á stutt að fara í vinnu, og svo er ágætt að trimma. Jóhann Hannesson: Aldrei, ég fer á eigin bíl það sem ég fer. hjá KEA eru alltaf til þeir menn, sem vilja halda í það gamla, vegna þess að það hafi reynst vel. Þeim vil ég hins vegar benda á, að gamli T- Fordinn reyndist einnig vel. En það lætur sér enginn detta í hug, að nota hann til daglegra þarfa árið 1983. Næstu daga verður opnuð ný deild á annarri hæðinni, þar sem við verðum með fatnað fyrir ungt fólk á aldrinum 15 ára til fimmtugs. Þá er í gangi núna af- sláttartilboð til félagsmanna, sem rækilega hefur verið auglýst í bæjarblöðunum. Ýmislegt fleira er á döfinni sem of snemmt er að tíunda hér.“ Alfreð Almarsson er þrjátíu og þriggja ára að aldri, kvæntur Helgu Haraldsdóttur. Þau eiga þriggja ára gamlan son, Almar. Að lokum var Alfreð spurður um áhugamál utan vinnunnar. „Ég hef Iátið eitt „hobby“ nægja, enda er það tímafrekt. Það er í músíkinni, ég hef spilað í hljómsveitum síðan ég var 15- 16 ára. Núna er ég með hljóm- sveit Finns Eydal og það er búið að vera nóg að gera hjá okkur að undanförnu. Núna fer í hönd dauður tími, en síðan taka árs- hátíðirnar og þorrablótin við og þá verður ekki mikill tími aflögu fyrir önnur hjáverk," sagði Al- freð Almarsson í lok samtalsins. Leiðréttíng í viðtali Dags-ins við Magnús Gauta í síðasta blaði féll niður málsgrein. Þar átti að standa: Eiginkona Magnúsar Gauta er Hrefna G. Torfadóttir og eiga þau tvær dætur, Gunnhildi Lily og Hrafnhildi Ósk. Yið biðjum hlutaðeigandi velvirð- ingar á mistökunum. — segir Alfreð Almarsson nýr vöruhússtjóri „Þetta er fjölbreytt og skemmti- legt starf; það er alltaf eitthvað að gerast og mörg og ólík verk- efni að glíma við,“ sagði Alfreð Almarsson, nýskipaður vöru- hússtjóri hjá Kaupfélagi Eyfirð- inga, í samtali við Dag. „í mér er blanda af Dalvíkingi og Sandara," sagði Alfreð. „Fað- ir minn, Almar Jónsson, er frá Dalvík, en móðir mín, Guðrún Danelíusdóttir er af Snæfellsnesi. Uppeldið er líka svipuð blanda, því ég er fæddur í Reykjavík, en flutti kornabarn með foreldrum mínum til Dalvíkur og ólst þar upp til átta ára aldurs. Þá lá leið- in til Hellissands, þar sem ég full- orðnaðist." - Kynntist þú verslun fyrst þar? „Já, ég byrjaði að vinna þar hjá útibúi Kaupfélags Borgfirð- inga þegar ég var 19 ára gamall. Þá var Omar Arason útibússtjóri, en stuttu síðar sótti hann um starf hjá Loftleiðum. En það voru 70- 80 manns sem sóttu um tvær stöður. Ómar var valinn á nám- skeið og síðan var valið úr þeim sem námskeiðinu luku. Það var því ekki ljóst þegar Ómar fór fyrst suður, hvort hann fengi starfið eða ekki. En ég var gerður að útiþússtjóra á meðan og í því starfi var ég með hléum í tvö ár, því Ómar kom ekki aftur. Síðan lá leiðin í Samvinnuskólann og eftir það var ég hjá KB í Borg- arnesi í eitt ár.“ - Lá leiðin síðan norður? „Já, mér bauðst staða við fata- verksmiðjuna Heklu og því boði tók ég og flutti aftur norður yfir heiðar. Eg sé ekki eftir því.“ - Undanfarin ár hefur þú ver- ið kaupmaður og rekið tísku- vöruverslunina Chaplin. Hvernig stóð á því að þú skiptir yfir og gerðist vöruhússtjóri hjá KEA? „Kaupmannsárin voru um margt skemmtileg, en það er bindandi og einhæft starf að vera kaupmaður í lítilli verslun, jafn- vel þó þú eigir hana sjálfur, því venjulega er kaupmaðurinn eini starfsmaðurinn. Én það var lær- dómsríkt að kynnast öllum hlið- um verslunarinnar. Ég var kaup- maður, sendill, afgreiðslumaður og lagermaður, svo eitthvað sé nefnt. Ég var líka með puttann á tékkheftinu og ef til vill var það hvað lærdómsríkast fyrir mig sem verslunarmann, því á fyrri vinnu- stöðum hafði ég ekki þurft að hafa áhyggjur af heftinu. En mér fannst lítið um að vera til lengdar og því var kærkomið að breyta til.“ - Eru einhverjar nýjungar á döfinni í Vöruhúsinu? „Já, það er ýmislegt á döfinni, sumt er að gerast á næstu dögum, en annað er á langtímaáætlunum. Verslunarhús sem þessi þurfa að vera í stöðugri endurnýjun sam- kvæmt kröfum neytandans og þjóðfélagsvenjum. Húsið hefur verið í svipuðu formi í 10 ár og reynst vel sem slíkt, en það er ekki þar með sagt að það eigi að vera þannig endalaust. Vissulega Alfreð Almarsson bKattstjori svarar: Gjaf ir eru skattskyldar — séu þær sýnilega gefnar sem kaupauki í tilefni af fyrirspurn í Degi 16. þ.m. vil ég taka fram eftirfarandi: Spurt er um hvort jólagjafir frá fyrirtækjum til starfsmanna sinna séu skattskyldar og hvernig háttað sé greiðslu launatengdra gjalda vegna slíkra gjafa. Samkvæmt 1. mgr. 1. tl. A-liðs 7 gr. laga nr. 75/1981 um tekju- skatt og eignarskatt eru gjafir sem sýnilega eru gefnar sem kaupauki taldar skattskyldar. Slíkar gjafir ber að gefa upp með launum. Þær eru frádráttarbærar hjá gefanda eins og annar rekstr- arkostnaður og greiðir hann af þeim launatengd gjöld. Ef hins vegar eru gefnir verð- litlir munir myndi það ekki teljast til skattskyldra tekna, þar sem ekki yrði litið á slíkar gjafir sem kaupauka. Af þeim greiðast ekki launatengd gjöld og þær eru ekki frádráttarbærar hjá gefanda. Rétt þykir að taka fram að þyki fyrirspyrjanda svar þetta ekki nógu ýtarlegt er hónum velkomið að líta við á skattstof- unni og fá að kynna sér ákvæði laga og reglugerðar um þetta Að gefnu tilefni (Dagur 18.11. blaðaviðtal) er rétt að athuga- semd komi fram. Trúarsamfélag sem afneitar vissum grundvallarsannindum kristindómsins, getur naumast atriði. Virðingarfyllst, Hallur Sigurbjörnsson skattstjóri. talist kristið samfélag. Það er ókristið. Slíkt samfélag er meðal okkar. Það nefnir sig votta Jehóva. Reynir Valdimarsson. Að gefnu tilefni

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.