Dagur - 28.11.1983, Blaðsíða 3

Dagur - 28.11.1983, Blaðsíða 3
28. nóvember 1983 - DAGUR - 3 Foreldraráð Lundarskóla spyr: . -111 ■ »*"* Verður Lundar- skóli umkringdur hraðumferð? Á 60 manna fundi stjórnar og félagsráðs foreldrafélags Lundarskóla hinn 15. þ.m. urðu heitar umræður um um- ferðarmál hverfisins. Á Þingvallastrætinu norðan skólans er umferð einna þyngst og hröðust í bænum. Önniir aðal- umferðaræð, Skógarlundurinn, liggur kringum skólann að vestan og sunnan. Með lagningu Dal- brautarinnar að austan verður lokið við að girða skólann af. Mikill meirihluti nemenda skólans eiga heimili utan þessa umferðarhrings. Yfir hann fara um 360 nemendur frá sex ára aldri tvisvar til fjórum sinnum daglega á skólaleið sinni. Ef öll börn ofan Mýrarvegar sæktu Lundarskóla, hækkaði sú tala upp á fimmta hundraðið. Á fundinum var einróma sam- þykkt þessi áskorun: „Fundurinn skorar á yfirvöld að nú þegar verði komið upp hraða- hindrunum á aðalumferðargötum í kringum Lundarskóla, þ.e. á Þingvallastræti (tvær hindranir), Skógarlund (tvær hindranir) og e.t.v. á Mýrarveg líka. Fundurinn telur þetta mjög brýnt mál sem þolir enga bið.“ í framhaldi af þessari áskorun hefur félagið ákveðið að boða til fundar foreldra og annarra sem áhuga hafa á öryggi íbúa hverfis- ins. Fundurinn verður haldinn í sal Lundarskóla í kvöld kl. 20.30, og verða þar m.a. fulltrúar frá skólanefnd, umferðarnefnd, skipulagsstjórn og lögreglu. Rætt verður um leiðir til að draga úr lífshættu af völdum um- ferðar og þrýst á aðgerðir til úr- bóta. íbúar hverfisins og aðrir bæjar- búar eru eindregið hvattir til að fjölmenna. Málefnið varðar okk- ur öll, og fjölmenni eykur styrk ákvarðana. mm. mm . •ý's'Ý'v^; mm Ifi mmmm mmá í''L':i4"L*‘>é,VS sg'psmm Wmm t .-.•'v-v >&»-•. W.v - 'ii'v . —1u" yv \ : (llifii. __Æms&mk ' iiliil I I I Léttir loðfóðraðir kuldaskór Stærðir: 28-46 ^porthú^id HAFNARSTRÆTI 94 SIMI 24350 hf

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.