Dagur - 28.11.1983, Blaðsíða 4

Dagur - 28.11.1983, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - 28. nóvember 1983 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI SlMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 130 Á MÁNUÐI - LAUSASÖLUVERÐ 18 KR. RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARM.: HERMANN SVEINBJÖRNSSON FRÉTTASTJÓRI: GlSLI SIGURGEIRSSON BLAÐAMENN: EIRlKUR ST. EIRlKSSON, GYLFI KRISTJÁNSSON, AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. Þróunin í heilbrigðisþjónustu Allsérstök staða virðist vera að koma upp í heilbrigðisþjónustu okkar íslendinga. Allir hafa heyrt af útboðum á verkefnum innan heilbrigðiskerfisins, s.s. hvað varðar þvotta og fleira. Allt er það gert í nafni hagkvæmn- innar og í sjálfu sér er ekki nema gott eitt um það að segja ef spara má á þessu sviði með því að láta einstaklingum eða fyrirtækjum þeirra eftir að vinna eitt og annað sem við- kemur þjónustu við sjúkrahúsin. Hins vegar er alveg ljóst að það fer enginn út í þetta af einhverri hugsjónastarfsemi, heldur til að græða. Hitt er e.t.v. furðulegra og umhugsunar- vert, að ríkið virðist smátt og smátt vera að afsala sér því að annast heilbrigðisþjón- ustuna sjálfa. Svo virðist sem þetta gerist næstum óafvitað, því ekki er umræða mikil um þessa þróun. Á Kristnesspítala er fullbúin deild til að annast eftirmeðferð áfengissjúklinga. Nú er sú staða komin upp að líklega verður þessi deild aldrei opnuð sem slík og ástæðan er sú að í Reykjavík er að rísa stór og mikil stöð SÁÁ, sem er svo sannarlega góðra gjalda vert og frábært framtak, og heilbrigðisyfirvöld virðast meta málið þann veg, að best sé að eftirláta þessum aðilum þennan þátt heil- brigðiskerfisins. Með því er að sjálfsögðu ver- ið að leggja mjög auknar kröfur á hendur SÁÁ, því að á sama hátt og samtökin leita til allra landsmanna í fjársöfnunum sínum verð- ur að huga að einhverri skynsamlegri dreif- ingu þessarar þjónustu. Það liggur reyndar einnig nokkuð ljóst fyrir að rekstarkostnaður af þessum þætti verður að meira eða minna leyti greiddur af þjóðfélaginu öllu. Annað mál vekur einnig athygli og það er einkaframtak nokkurra lækna í Reykjavík, sem nýlega opnuðu þjónustumiðstöð í heil- brigðismálum, þar sem m.a. er að finna skurð- stofur. Þetta er alveg nýtt í heilbrigðiskerfi okkar og virðist einhvern veginn hafa dottið inn fyrir þröskuldinn án þess að menn gerðu sér grein fyrir hvað raunverulega væri á ferð- inni. Ekki er gert ráð fyrir að í þessari þjónustu- miðstöð læknanna verði hægt að láta sjúkl- inga dvelja til að ná sér eftir aðgerðir. Það leiðir hugann að því hvort slíkt sé í mörgum tilfellum hreinasti óþarfi, eða hvort það muni koma í hlut almenna heilbrigðiskerfisins að taka við eftirmeðferðinni, sem líklega er dýr- asti þátturinn í málinu. Það er tímabært að þessum málum sé gef- inn gaumur og þau ekki látin þróast eins og hverjum og einum dettur í hug. Heilbrigðis- þjónustan er miklu mikilvægari en svo að hún verði látin þróast stjórnlaust. Hvað réttlætir núverandi stjórnarsamstarf? — Eftir Ingvar Gíslason alþingismann í upphafi máls míns leyfi ég mér að varpa fram þeirri staðhæfingu, að það sé að ýmsu leyti óæskilegt að Framsóknarflokkur og Sjálf- stæðisflokkur sitji saman í ríkis- stjórn. Eðlilegast væri að þessir tveir flokkar mynduðu hin and- stæðu skaut í íslensku flokka- kerfi. En eins og sakir standa rík- ir hvorki æskilegt flokkakerfi hér á landi né eðlilegt pólitískt ástand að öðru leyti. Af þessum ástæðum var ekki annar kostur fyrir hendi en að þessir flokkar mynduðu stjórn síðastliðið vor. Úrslit kosninganna gerðu ekki annað en auka glundroðann á vinstri vængnum, sem var ærinn fyrir. Af ýmsum ástæðum voru vinstri menn ekki þess umkomnir að vinna saman í ríkisstjórn. Ég tel að vísu að brugðið geti til beggja vona um störf þessarar ríkisstjórnar og samstarf núver- andi stjórnarflokka, en það sem af er hefur orðið mikilsverður ár- angur hvað varðar hjöðnun verð- bólgu. Ætti enginn að vanmeta það. Góður árangur í verðbólgu- málum er til kominn af tveimur aðalástæðum: 1. Ró á vinnumarkaði, þ.e. stöðugu kaupgjaldi. 2. Föstu gengi gjaldmiðla. Aðrar aðferðir í þessum efnum hafa ekki skipt miklu máli til þessa, þótt áhrif þeirra komi vafalaust síðar fram. Ríkisstjórnin hefur átt árangur efnahagsaðgerða sinna undir þessu tvennu fyrst og fremst. Launþegar hafa sætt sig við þetta hingað til. Hér er ekki um neina nýja hagspeki að ræða, heldur viðtekin úrræði, sem reynt hefur verið að beita áður. En úrræði af þessu tagi hafa yfirleitt verið brotin á bak aftur fyrr eða síðar, ýmist af launþegum eða atvinnu- rekendum og öðrum þrýstihóp- um í þjóðfélaginu. Ég minni á árið 1981, þegar ríkisstjórn Gunnars Thoroddsens festi geng- ið í nokkra mánuði og skar niður vísitölubætur á laun. Pá snar- lækkaði verðbólgustigið, en bæði atvinnurekendur og launþegar knúðu fram breytingar á þessum aðgerðum: Gengið var gefið frjálst og vísitölukerfið tekið að fullu upp á ný - allt í ótíma að sjálfsögðu miðað við verðbólgu- markmiðið. Ef fara þarf eins fyrir þessari ríkisstjórn og gengis- breyting reynist áhjákvæmileg innan skamms eða ef launabreyt- ingar verða umfram hæfileg mörk á næsta ári, þá renna þessar efna- hagsaðgerðir út í sandinn. Svona einfalt er málið, enda engin töframeðul til í efnahagsmálum. Og kaupmætti er ekki hægt að halda uppi þegar þjóðarfram- leiðslan dregst saman. Eða hvaða töfraráð eru til þess? Og við hljótum að átta okkur á því að þjóðarframleiðslan á næsta ári verður lítil, hún mun enn dragast saman eins og ljóst er af nýlegum aflaspám. Ríkisstjórnin á allt sitt undir því að hún fái starfsfrið og eðlilegan tíma til þess að láta ár- angur efnahagsaðgerða sinna koma í ljós og sýna hvers þær eru megnugar upp á framtíðina og miðað við heildarhag þjóðarbús- ins. Framsóknarmenn bera mikla ábyrgð í þessu stjórnarsamstarfi, enda var sá kostur valinn að Steingrímur Hermannsson yrði forsætisráðherra. Því er mikið í húfi fyrir Framsóknarflokkinn, að stjómin skili góðum árangri og hafi almenningstraust, hvort heldur sem hún verður langlíf eða ekki. Gengi Framsóknar- flokksins kann að standa og falla með vinsældum þessarar ríkis- stjórnar. Verðbólgan átumein í meira en 40 ár hefur verið talað um verðbólguna sem átumein í íslensku efnahagslífi. Og það er Ingvar Gíslason. rétt. Verðbólgan er átumein í siðuðu samfélagi efnahagslega og siðferðislega. Þrátt fyrir miklar framfarir og stóraukna velmegun þjóðarinnar, sem segja má að sé á heimsmælikvarða, þá er fjarri því að efnahags- og fjármála- stjórn hafi farið þjóðinni sem heild og ráðamönnum hennar vel úr hendi, né heldur hafa viðhorf almennings til fjármála og efna- hagsmála verið sérstaklega hrósverð. Um almenning má að vísu segja, að eftir höfðinu dansa limirnir eða: Hvað höfðingjarnir hafast að, hinir meina sér leyfist það. En ráðamenn svokallaðir kunna að eiga sér afsökun í því að áratuga linka þeirra í efna- hagsstjórn sé afleiðing af almenn- ingsáliti og sífelldum þrýstingi vel skipulagðra sérhagsmunaafla. Ætli raunin sé ekki sú að íslend- ingar hafa í áratugi verið í víta- hring, sem samanstendur af veik- burða ríkisstjórnum og sérhags-. munaóreiðu. Það er svo mál út af fyrir sig að skilja það og skýra, hvernig á því stendur að Islendingar búa við slíka velmegun og framfarir sem raun ber vitni. Það mál ætla ég þó ekki að ræða að sinni. En sú afstaða íslendinga til verðbólg- unnar, sú trú, að hægt sé að lifa með henni endalaust, er á engum rökum reist. Hér er um blekk- ingu að ræða, sem tíminn mun af- hjúpa fyrr eða síðar. íslendingar verða að rífa sig út úr þessum vítahring blekkingarinnar, öðlast skilning á nauðsyn þess að verð- gildi peninga haldist sem stöðug- ast, átta sig á því, að þjóðin getur ekki aukið velmegun sína á sam- dráttartímum, að þjóðarbúið er háð afkomu atvinnuveganna og að nú er nauðsynlegt að íslenska þjóðin leggi á sig byrðar til þess að koma verðlagsþróun á íslandi í siðmannlegt horf, þ.e. eyða óðaverðbólgunni og miða lífskjör við raunverulega afkomu þjóðar- búsins. Ekkert efnahagskerfi, hvort sem það er á íslandi eða Pól- landi, Kína eða Bandaríkjunum, getur staðist 40, 50, 60 eða 100% verðbólgu ár eftir ár. Ef svo er látið heita að efnahagskerfið standist slík ósköp, þá er það vegna þess að inn í það er dælt utanaðkomandi fjármagni með óeðlilegum hætti. Að öðrum kosti hrynur kerfið. íslendingar verða að átta sig á þessu. Og það er ekkert verra að þjóðin átti sig á þessu alvarlegá máli undir samstjórn Framsóknar og íhalds heldur en undir einhverri annarri stjórn. í þessu efni eru engin töframeðul til. í verðbólgu- málum verður að nota þær að- ferðir, sem tiltækar eru. í þeim efnum býr enginn flokkur yfir galdraráðum. Full atvinna. Kjarabætur láglaunafólks En þó að verðbólguhjöðnun sé aðalmarkmið þessa stjórnarsam- starfs, ber að hafa í huga, að ann- að og jafngilt markmið stjórnar- samstarfsins er að halda uppi fullri atvinnu. Hér verða fram- sóknarmenn að vera vel á verði sem aðalábyrgðarmenn þessarar ríkisstjórnar. Hætta á atvinnu- samdrætti er víða fyrir hendi. Þá hvílir sú skylda á ríkis- stjórninni - ekki síst framsókn- armönnum - að beitast í raun fyrir nýskipan húsnæðismálanna. Það mál er að vísu til sérstakrar umfjöllunar undir stjórn félags- málaráðherra og ýmislegt lofar góðu í því efni miðað við aðstæð- ur, m.a. að fyrirhugað er að veita stórauknu fjármagni til húsnæðis- mála á næsta ári. Að mínum dómi þyrfti þó að kafa enn dýpra í þessi mál og tryggja til langrar framtíðar að húsnæðislán verði ekki óbærilegur baggi á launa- fólki eins og nú er og verið hefur. Aukin skylda hvílir nú á ríkis- stjórninni að tryggja lífskjör lág- launahópa með lagasetningu og stjórnvaldsráðstöfunum. Þetta vona ég að framsóknarmenn, sér- staklega ráðherrar Framsóknar- flokksins, geri sér Ijóst. Hér kemur margt til greina. Og yfirleitt reynir hér á framsýni og framsækni í félagsmálum og réttláta dreifingu þess fjármagns sem er til skiptanna í þessu sam- bandi. Hér hefur Framsóknar- flokkurinn tekið á sig miklar skyldur, sem hann verður að standa undir. Við skulum leggj- ast á eitt um að það megi takast. (Úr ræðu á kjördæmisþingi á Hrafnagili 4. þ.m.)

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.