Dagur - 28.11.1983, Blaðsíða 6

Dagur - 28.11.1983, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - 28. nóvember 1983 28. nóvember 1983 - DAGUR - 7 Bjöm Sveinsson var stigahæstur Þórsara og átti mjög góðan leik. Hér skorar hann eina af körfum sínum. Góður leikur KA var ekki nóg gegn KR KA tapaði 14:16 eftir jafna og harða baráttu lengst af „Mér sýnist þetta allt vera á réttri leið hjá okkur og við vor- um að mörgu leyti ánægðir með þennan leik þótt úrslitin væru okkur í óhag,“ sagði Þorleifur Ananíasson hand- knattleiksmaður hjá KA eftir að KA hafði tapað fyrir KR 16:14 í Reykjavík um helgina í 1. deild íslandsmótsins. KA-menn fengu óskabyrjun í Jóhann Einarsson var markahæstur KA-manna gegn KR. leiknum, komust í 3:0 en KR- ingar áttu næstu mörk og jöfnuðu metin. Eftir þetta sigldu KR-ing- ar fram úr, komust í 7:4 en Sig- urður Sigurðsson skoraði síðasta mark hálfleiksins beint úr auka- kasti eftir að leiktími var útrunn- inn þannig að staðan í hléinu var 7:5 KR í vil. KA náði að vinna muninn upp og jafna metin 9:9. Þá missti liðið hins vegar mann út af og það voru KR-ingar fljótir að notfæra sér, komust 3 mörk yfir og gerðu raunar út um leikinn. „Þetta var góður leikur hjá okkur,“ sagði Þorleifur. „Vörnin var í lagi núna og markvarslan einnig, og í sókninni lékum við af skynsemi, létum boltann ganga og leituðum eftir góðum færum. Langflest mörk okkar komu úr hornunum og af línunni." Tvo leikmenn vantaði í lið KA, þá Magnús Birgisson sem er meiddur og Jóhann Bjarnason sem fékk sig ekki lausan úr vinnu. í KR-liðið vantaði einnig Jakob Jónsson fyrrum KA-mann, en hann var að taka út leikbann frá aganefnd HSÍ. Ekki fannst Þorleifi Ananías- syni ástæða til að fara að tína sérstaka menn út úr KA-liðinu að þessu sinni. Sagði að liðið hefði verið jafnt, en þó.gat hann Loga Einarssonar sem átti mjög góðan leik. Mörk KA: Jóhann Einarsson 4 (1), Logi Einarsson 3, Þorleifur Ananíasson 2, Sigurður Sigurðs- son 2, Erlingur Kristjánsson 1, Jón Kristjánsson 1 (1) og Krist- ján Óskarsson 1. - Tvö mörk voru því skoruð úr vítaköstum, en í fyrri hálfleik þegar KR var að ná forskoti sínu fóru 3 slík for- görðum hjá KA. Þórsarar aldrei í erfið- leikum með Framara! — Höfðu yfirburði og Framarar töpuðu sínum fyrsta leik Þórsarar fóru létt með það sem engu liði öðru hafði tekist til þessa, að sigra Fram í 1. deildinni í körfuboltanum. Liðin mættust í Iþróttahöll- inni á laugardag og yfír- burðir Þórs voru miklu meiri en lokatölur leiks- ins 84:79 gefa til kynna. Þegar liðin mættust í Reykja- vík á dögunum og Fram vann með 18 stiga mun máttu Þórsarar ekkert vera að því að leika körfu- knattleik vegna anna við rifrildi við dómara, andstæðinga og jafn- vel innbyrðis. Nú mættu þeir hins vegar með því hugarfari að hafa skipti á þessum hlutum og árang- urinn lét ekki á sér standa. Jafnt var 2:2 og 4:4 en síðan komust Framarar yfir 8:5 og 10:7. Þá reyndi á skapið og Þórs- arar höfðu vald á því. Með stór- góðum leik í vörn og sókn sigldu þeir fram úr, komust í 15:10, 23:16 og í hálfleik höfðu þeir yfir 50:42. Þess má geta til gamans að það tók Þór 6 fyrstu mínútur leiksins að skora jafn mörg stig og í öllum fyrri hálfleiknum gegn Fram á dögunum eða 17 stig! Þórsarar héldu sínu striki í síðari hálfleiknum. Fram náði ekki að minnka muninn, hann jókst heldur og varð mestur 14 stig 80:66 er 6 mínútur voru til leiksloka og leikurinn þá unninn. Þá tóku Þórsarar þá ákvörðun að „hanga á“ boltanum og vinna tíma við að innbyrða sigurinn en það varð til þess að Fram náði að- minnka muninn. Einnig voru Þórsarar komnir í villuvandræði og misstu tvo menn, Jón Héðins- son og Björn Sveinsson út með 5 villur. Þetta var langbesti Ieikur Þórs á keppnistímabilinu og sá besti sem yngri strákarnir Konráð Óskarsson, Björn Sveinsson og Guðmundur Björnsson hafa leik- ið með liðinu. Nú fóru þeir ekki með neinni minnimáttarkennd, gegn mótherjum sínum, sama hvort var í sókn eða vörn og þeir höfðu í fullu tré við þá á öllum sviðum. Svæðisvörnin, þar sem einn fékk reyndar það hlut- verk að vera „frakki“ á landsliðs- manninum Þorvaldi Geirssyni var mjög góð lengst af og sókn- arleikurinn óþvingaður af leik- kerfum, aðeins einfaldar uppstill- ingar sem menn unnu síðan úr. Þeir leikmenn Þórs sem nefnd- ir voru hér að framan voru bestu menn liðsins, en ekki má gleyma „þeim gamla“, Jöni Héðinssyni. Styrkur hans undir körfunum er með ólíkindum og menn ekki öf- undsverðir af því að lenda á milli fingra hans þar. Framliðið lék ekki slakan leik. Þeir komust hins vegar ekki áleiðis undir körfu Þórsara og skoruðu því megnið af stigum sínum fyrir utan með skotum þaðan. Þeirra bestu menn vóru Þorvaldur Geirsson sem aldrei má líta af, Davíð Arnar og Guð- brandur Lárusson. Stigin: Þór: Björn Sveinsson 23, Kon- ráð Óskarsson 18, Jón Héðinsson 15, Guðmundur Björnsson 12, Eiríkur Sigurðsson 12 og Jóhann Sigurðsson 4. Fram: Þorvaldur Geirsson 24, Davíð Arnar 15, Guðbrandur Lárusson 14, Lárus Thorlacius 8, Ómar Þráinsson 10, Auðunn Elíson og Guðmundur Hall- grímsson 4 hvor. Leikinn dæmdu þeir Magnús Jónatansson og Hörður Tulinius, og kom Hörður þar inn sem vara- maður vegna fjarveru Rafns Benediktssonar. Þór gegn IS um helgina Næsti leikur Þórs I körfubolt- anum verður um næstu helgi, en þá kemur eitt af toppliðun- um í heimsókn til Akureyrar. Það er lið ÍS, en þeir ÍS-menn hafa einungis tapað tveimur leikjum í mótinu, fyrir Fram og UMFG. Þeir léku gegn Þór í fyrstu umferð mótsins og vann ÍS þá öruggan sigur. Með liðinu leika nokkrir þekktir kappar og má nefna Kristin Jörundsson þar fremstan í flokki, en hann er jafnframt þjálfari liðsins. Mikill stígandi virðist nú í leik Þórsara og verður svo vonandi áfram. Með leik eins og liðið sýndi gegn Fram eru góðir sig- urmöguleikar gegn ÍS en lítið má út af bregða gegn jafn sterku liði og ÍS hefur yfir að ráða. Gunnar óhress hjá Osnabruck Konráð Óskarsson átti mjög góðan leik gegn Fram. Guðmundur Björnsson lék sinn besta leik með Þór. Eitthvað mikið má gerast ef svo fer að Gunnar Gíslason hafí áhuga á því að endurnýja samning sinn við þýska knatt- spyrnuliðið Osnabruck er hann rennur út um áramótin. Gunnari hefur ekki líkað lífið hjá þessu félagi sem hann réðst til í haust, og spilar þar ýmislegt inn í. í leikjum liðsins virðist sem hinir þýsku félagar hans samein- ist um það að „frysta hann“ út úr leiknum, hann fær enga bolta til þess að vinna úr frammi og verð- ur að hafa fyrir hlutunum sem einstaklingur en ekki sem einn maður í liðsheild. í einum leik liðsins á dögunum meiddist Gunnar og varð að fara á sjúkrahús. Honum var „hent“ upp í sjúkrabifreið og í honum fór hann á sjúkrahús. Enginn af Gunnar er óhress og virðist hafa fulla ástæðu til þess. forráðamönnum félagsins sá ástæðu til þess að fara þangað með honum sárþjáðum. Á sjúkrahúsinu lá Gunnar svo í heila viku, og sá enginn forráða- manna félagsins eða leikmanna þess ástæðu til þess að líta inn hjá honum. Það er því varla nema von að Gunnar sé óhress, og þess má fastlega vænta að hann komi heim um áramótin. Þær sögu- sagnir hafa borist að ef svo fari og hann leiki hér á landi verði það með félagi fyrir sunnan. Sam- kvæmt heimildum Dags hefur hins vegar ekkert verið ákveðið í því efni, og gæti svo farið að Gunnar klæddist gula KA-bún- ingnum í 1. deildinni næsta sumar. KR tók 2 úr umferð og allt hrundi hjáKA „Það var grátlegt að tapa þess- um leik gegn Vai, við vorum mun betri aðilinn í 45 mínútur af 60 og yfírspiluðum þá Iang- tímum saman. Þegar þeir reyndu hins vegar að taka 2 menn úr umferð hjá okkur síð- ustu 15 mínútur leiksins riðlað- ist allt hjá okkur, við áttum ekki svar og því fór sem fór.“ Þetta sagði Þorleifur Ananías- son KA-maður eftir 19:22 ósigur KA gegn Val í Seljaskóla í gær- kvöld. KA var þar með unninn leik í höndunum að því er virtist, en á lokakafla leiksins hrundi allt og hinir leikreyndu Valsmenn náðu að vinna upp forskot KA, jafna metin og tryggja sér sigur á lokakaflanum. KA byrjaði með glæsibrag. Staðan fljótlega 7:1 og 9:3 og áttu Valsmenn ekkert svar. Allt gekk upp hjá KA og í hálfleik var stað- an 13:8. Um miðjan síðari hálf- leik var staðan 17:11 fyrir KA og sigurinn blasti við. Þá tóku KR- ingar hins vegar tvo útispilara úr umferð og þá riðlaðist allt. KR skoraði næstu sjö mörk, jafnaði 17:17 og komst yfir og innbyrti síðan sigurinn gegn vonsviknum KA-mönnum. Þrátt fyrir ósigurinn lék KA- liðið mjög góðan leik, sinn besta í langan tíma. það er ekki ósenni- legt að reynsluleysi hafi orðið lið- inu að falli undir lokin en það er greinilega allt á réttri leið hjá Birgi Björnssyni og lærisveinum hans. Það er ljóst að KA getur unnið hvaða lið í deildinni sem er á góðum degi nema FH sem er í sérflokki. Mörk KA skoruðu Sigurður Sigurðsson 5, Jón Kristjánsson 4(1), Erlingur Kristjánsson og Þorleifur Ananíasson 3 hvor, Logi Einarsson 2, Magnús Birgis- son og Kristján Óskarsson 1 hvor. Gauti stóð sig mjög vel í mark- inu, og ungu mennirnir Jón Krist- jánsson og Logi Einarsson vaxa með hverjum leik. Gott hjá stelpum í blaki „Stelpurnar áttu mjög góðan leik gegn ÍS en þær þoldu ekki pressuna í Iokin,“ sagði Sig- urður Harðarson þjálfari 1. deildarliðs KA í blaki í morgun, en þá ræddum við við hann um leiki KA um helgina. Sá fyrri var gegn ÍS og sigraði ÍS 3:2. ÍS vann tvær fyrstu hrin- urnar 15:8 og 15:13 en KA jafn- aði með því að sigra í tveimur næstu 15:11 og 15:12. Þurfti því úrslitahrinu og þá brustu taug- arnar hjá KA og ÍS innbyrti sig- urinn með 15:4. Þrátt fyrir þessi úrslit var leikurinn mjög góður hjá jöfnu liði KA. Hinn leikurinn var gegn UBK sem hefur mun slakara lið en ÍS en samt tapaði KA 3:0, 15:12, 15:9 og 15:5. Er ekki ólíklegt að þreyta frá fyrri leiknum hafi setið í liðinu. Leik Þórs og Ögra í 3. deild Is- landsmótsins sem fram átti að fara um helgina var frestað vegna þess að ekki var hægt að fljúga norður á föstudag. „Desember- mót“ í sundi Hið árlega „Desembermót“ sundfélagsins Óðins verður haldið í sundlaug Akureyrar tvær næstu helgar. Á laugardag og sunnudag verður keppt í lengra sundi, 800 og 1500 metra skriðsundi, en helgina 10. og 11. des- ember verður keppt í öðrum greinum. Keppnin hefst báða laugardagana kl. 16.30 og sunnudagana kl. 13.00. Það má telja næsta víst að „Desember- mótið“ sé það sundmót utanhúss sem haldið sé á norðlægustu breiddargráðu á þessum árstíma. Keppendur eru varla öfundsverðir að striplast við laugina í frosti og ekki heldur starfsmenn. Mikið starf hefur verið hjá Óðni síðan æf- ingar hófust um miðjan september og er æft í þremur flokkum. „Afreksflokkur“ æfir 6 sinnum í viku og félagar í tveimur yngri flokkum æfa tvisvar í viku. Þjálfarar eru Jó- hann Möller, Marinó Steinarsson, íris Val- garðsdóttir og Geir Baldursson. Gísli Bragi formaður GA Aðalfundur Golfklúbbs Akureyrar var hald- inn fyrir helgina, og var þar kjörin ný stjórn. Aðeins tveir stjómarmanna sem sátu í stjórn fyrir fundinn eru áfram, þeir Sigbjöm Gunnarsson og Árni Jónsson. Aðrir sem kjörnir voru í stjórn em Gísli Bragi Hjartar- son sem er nýr formaður klúbbsins, Birgir Björnsson sem verður formaður vallarnefnd- ar, Smári Garðarsson sem verður formaður kappleikjanefndar, Jón Steinbergsson sem verður formaður forgjafarnefndar, og Krist- ín Pálsdóttir gjaldkeri. Á fundinum voru ýmis mál til umræðu eins og vera ber. Á meðal þess sem rætt var um má nefna að ákveðið var að setja form- lega á fót nýliðanefnd og unglinganefnd og er nýliðanefndinni m.a. ætlað það hlutverk að taka á móti nýjum félögum og leiða menn fyrstu skrefín á vellinum. Þór - Ögri annað kvöld Ólafur Jensson formaður Handknattleiksdeildar Þórs hafði samband við Dag í morgun og sagði að búið væri að setja leik- inn á, og verður hann í Iþrótta- höllinni kl. 19.30 annað kvöld. kiormn a ■ ■■ hlutkesti Aðalfundur Knattspyrnuráðs Akureyrar var haldinn fyrir helgina, og kom þar til kosning- ar um formann í fyrsta skipti, a.m.k. í langan tíma. Marinó Víborg fulltrúi KA sem verið hefur formaður að undanförnu gaf kost á sér til endurkjörs og það gerði einnig Páll Leós- son fulltrúi Þórs. AUs höfðu 10 fulltrúar á fundinum atkvæðisrétt, 5 frá KA og 5 frá Þór og féllu atkvæði jöfn. Var þá varpað hlutkesti og fóru leikar svo að PáU Leósson er orðinn formaður Knattspyrnuráðs. Aðrir í ráðinu eru Steindór Kárason og Páll Magnússon frá Þór, og frá KA þeir Gunnar Níelsson og Marinó Víborg. Á meðal mála sem afgreidd voru á fundin- um var tiUaga þess efnis að framvegis verður aðeins leikinn einn leikur í Akureyrarmóti meistaraflokks og verður væntanlega reynt að gera þann leik að miklum íþróttaviðburði í bæjarlífinu.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.