Dagur - 30.11.1983, Blaðsíða 9

Dagur - 30.11.1983, Blaðsíða 9
30. nóvember 1983 - DAGUR - 9 frískir og gætu fengið útrás fyrir starfsgleði sína í félagi eins og okkar. Þá hefur einnig verið rætt um að byggja íbúðir fyrir aldr- aða, koma á fót einhvers konar byggingarsamvinnufélagi en þetta mál er á algjöru byrjunar- stigi nú, sagði Jón G. Sólnes. Þess má geta að Félag aldraðra er reglulega með samkomu í Húsi aldraðra einu sinni í viku og að sögn Jóns þá kemur fólk þarna saman til kaffidrykkju og grípur í spil. Þessi samverutími er kl. 15 á hverjum fimmtudegi en auk þess þá hefur Félagsmálastofnun verið með föndurtíma í samráði við Félag aldraðra á þriðjudögum og föstudögum. Eru Akureyring- ar 67 ára og eldri hvattir til þess að mæta í þessa tíma og ganga í Félaga aldraðra. Myndirnar hér í opnunni voru teknar í afmælishófi Félags aldraðra af K.G.A. tMinning Stefán Kjartan Snæbjörnsson, vélvirkjameistari fæddur 19. júní 1915 - dáinn 21. okt. 1983. Góður maður er genginn, sem gott var að kynnast. Þetta voru þau orð, sem mér komu fyrst í hug, er mér var sagt lát vinar míns og samstarfsmanns um ára- bil, Stefáns Kjartans Snæbjörns- sonar. Eftir stutta legu á sjúkra- húsinu á Sauðárkróki lést hann, föstudaginn 21. okt. sl. Minning- arathöfn- um hann var í Sauðár- krókskirkju mánudagínn 24. okt. en útför hans var gerð frá Akur- eyrarkirkju, föstudaginn 28. okt. Stefán sá ég fyrst á fögrum haustdegi árið 1976. En það haust flutti hann að Hólum í Hjaltadal og hóf þar kennslu- störf, þá um sextugt.. Fundum okkar bar saman á kennsluverk- stæðinu þar sem hann var að undirbúa vetrarstarfið, fullur áhuga og eftirvæntingar. Mátti ætla, að þar færi ungur maður, sem væri að hefja sitt ævistarf. Heimsóknir mínar urðu margar á verkstæðið til Stefáns eða heim til hans, á meðan við dvöldum báðir á Hólum. Þegar eitthvað gekk miður var gott að hitta Stefán. Þegar Stefán kom að Hólum, var hann nýlega farinn að vinna eftir erfið veikindi og aldrei varð hann heill heilsu. Þó gat enginn séð, að þar færi sjúkur maður, sem Stefán fór, því ætíð var hann glaður og bjartsýnn og lét lítið yfir veikindum sínum þótt spurð- ur væri. Stefán var meðalmaður vexti og fríður. Framkoma hans var hæg og viðmót hlýtt. Hann var skapmaður en kunni vel að stilla skap sitt. Ágætlega var hann gef- inn og hafði fjölhæfa greind. Áberandi þættir í fari Stefáns voru hjálpsemi, iðjusemi og skyldurækni. Aldrei vissi ég til, að hann neitaði bón nokkurs manns. Það var eins og honum væri nauðsynlegt að geta rétt ein- hverjum hjálparhönd á degi hverjum. Að veita samferðafólk- inu aðstoð var Stefáni andleg næring, sem hann naut að með- taka. Iðjusemi hans var við brugðið og hagur var hann svo af bar og skipti litlu við hvað hann fékkst. Þótt heilsa Stefáns væri tæp síðustu árin kom fréttin um and- lát hans mér á óvart. Heilsa hans hafði virst heldur betri síðustu árin, heimilisaðstæður hans voru einnig betri og í þriðja lagi var starfsvettvangur hans tryggari en verið hafði um tíma. Hins vegar kveið Stefán því að láta af störfum, flytja frá Hólum og ger- ast bara ellilífeyrisþegi. Ætti Stefán frístund frá amstri daganna, leit hann gjarnan í bók. Las hann þá helst bækur um þjóðlegan fróðleik, ættfræði og sögu. Þá las hann mikið um vélar og tækni og fylgdist vel með á því sviði, enda ótrúlega víða heima í þeim efnum. Við fráfall vinar hvarflar hug- urinn til baka. Allar mínar minn- ingar um Stefán eru góðar. Yfir þeim er birta og ylur. Minningar um mann, sem ætíð reyndi eftir bestu getu að létta samferða- mönnunum lífsgönguna og láta gott af sér leiða. Við fráfall slíks drengs hefur samfélag okkar mikið misst. Við gerum okkur ef til vill nú fyrst grein fyrir því hversu alltof lítið við ræktum vináttuna við hann, og hversu miklu betur við hefð- um getað stutt hann í lífsbarátt- unni en við gerðum. En þó vinir tregi góðan dreng þá er söknuðurinn sárastur hjá ástvinum hans. Þeim öllum sendi ég mínar innilegustu samúðar- kveðjur. Ég vil svo að síðustu Stefán minn flytja þér þakkir frá mér og fjölskyldu minni fyrir vináttu þína og góðvild í okkar garð og samstarfið, sem aldrei bar skugga á. Guð varðveiti þig á nýjum leið- um. Og Vilborg mín. Guð styrki þig og leiði á þessum vegamót- um. Góður maður er genginn, sem gott er að minnast. Sigtryggur Jón Björnsson frá Framnesi. £ Bók um Jóhann Konráðsson söngvara og nánustu söngvini hans ásamt ívafí úr sögu söngsins á Akureyri um miðja öldina. Skjaldborg og söngvinir hans

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.