Dagur - 30.11.1983, Blaðsíða 12

Dagur - 30.11.1983, Blaðsíða 12
12 - DAGUR - 30. nóvember 1983 Mannlíf á jörðu Geysimikil landa- og þjóðfræðibók komin út hjá Bókaklúbbi Almenna bókafélagsins Bókaklúbbur Almenna bóka- félagsins hefur sent frá sér bókina Mannlíf á jörðu í þýð- ingu Björns Jónssonar. Hér er um að ræða geysimikla landa- fræði og þjóðfræðibók sem spannar allan hnöttinn og lýsir þjóðum hans og þjóðflokkum, aðstæðum þeirra, lifnaðarhátt- um, þjóðtrú og sérkennum og þeim breytingum sem nútím- inn veldur víðast hvar. Bókin er með miklum fjölda vandaðra mynda og korta lesend- um til glöggvunar. Mannlíf á jörðu er rituð af mörgum sérfræðingum víðs vegar um heim, en menn á vegum tíma- ritsins Life hafa séð um ritstjórn og samræmingu. Einnig er mynd- um safnað úr söfnum víðs vegar um hnöttinn. Bókin er kynnt þannig á bókarkápu: „Mannlíf á jörðu fjallar um mannkynið - fjölskyldu þjóð- anna, upphaf hennar og menn- ingarsögu, streymi þjóðanna um hnöttinn, einkenni þeirra og að- lögunarhæfni við umhverfið. Bókin er unnin af færustu sér- fræðingum víðs vegar úr heim- inum. Hún greinist í tvo hluta: Yfirsýn um alla jörð og Pjóðir heims. MM-WdF ÁJÖftÐU ■ / ' * ÍJS Á J ; r f Mðölr r.cura upptiai þetrra og saga meruilno og tru Hinn fyrri fjallar um upphaf mannkyns, sameiginleg einkenni, sjálfsbjargarviðleitni og þróun, hinn síðari um sérkenni einstakra þjóða og hvernig fólki tekst eða tekst ekki að lifa saman í sátt. Með könnun hins almenna og hins sérstæða leitast bókin við að skýra og skilja þau reginöfl sem móta og endurmóta veröldina á líðandi stund.“ Mannlífá jörðu er í mjög stóru broti, 24x34 cm. Hún er með rækilegum nafna- og efnisorða- skrám alls 208 bls. að stærð. Bjargvætturinn í grasinu eftir J.D. Salinger í þýðingu Flosa Ólafssonar Almenna bókafélagið hefur sent frá sér í 2. prentun skáld- söguna Bjargvætturínn í gras- inu, Catcher in the Rye eftir bandaríska höfundinn J.D. Salinger. Þýðandi er Flosi Ólafsson. Bjargvætturinn í grasinu kom fyrst út í Bandaríkjunum 1945 og hefur stöðugt komið út víðs vegar um heiminn síðan. Bókin er kynnt þannig á bókarkápu: „Bjargvætturínn í grasinu er löngu viðurkennd í hópi merk- ustu skáldsagna á þessari öld. Vel gefinn sextán ára piltur týnir áttum. Hann stingur af frá skóla og fjölskyldu og ráfar út í myrk- við New York borgar. Að bjarga öðrum í svipaðri aðstöðu er hið eina sem hann getur hugsað sér að leggja stund á - eða svo segir hann. Sagan fjallar á óvæginn hátt um öfgar gelgjuskeiðsins, enda var hún umdeild í fyrstu. En fjót- lega sáu lesendur að hér var hvorki ofsagt né vansagt. Bókin er Rji j.d.salinger RGVÆTTURiNN í r'DACIbll I I UKrOilMU afar vanþýdd vegna unglingamáls og slanguryrða og er þýðing Flosa Ólafssonar á henni sann- kallað þrekvirki." Bjargvætturinn ígrasinu er 198 bls. að stærð og gefin út sem pappírskilja. Kynning á bókumfiá Almenna bókafélaginu New York Ljoðabok eftir Kristján Karlsson Út er komin hjá Almenna bókafélaginu ný bók eftir Kristján Karlsson. Er þetta þriðja Ijóðabók skáldsins. Þessi nýja bók er kynnt þannig á bókarkápunni: „Um skáldskap Kristjáns Karls- sonar má segja með sanni að þannig hafi ekki áður verið ort á íslensku og eiga slík ummæli ekki hvað síst við um hina nýju bók NewYonh hans New York. Þarf engum að blandast hugur um að þarna er á ferðinni mikill skáldskapur og gleðilegt vitni um frumleg efnis- tök og grósku í ísienskri ljóða- gerð. New York er eins konar ljóða- flokkur, en samband kvæðanna óþvingað með öllu og form þeirra margvísleg. Þau eru sjaldnast einföld við fyrstu sýn, jafnvel ekki þau sem eru annars ljóðræn- ust. Ef til vill má hér minna á at- hugasemd höfundarins sjálfs í öðru sambandi: „Merking kvæðanna er að finna í yfirborði þess; það á að vera hús, sem lesandinn getur gengið um fram og aftur eða tek- ið sér bústað í. Hann kann að reka sig á ókunnugleg húsgögn, en hann þarf ekki að varast ósýni- lega innanstokksmuni, ef hann tekur fullt tillit til þess sem kvæði segir berum orðum.“ Enginn vafi er á því að útkoma þessarar sérstæðu ljóðabókar er viðburður í íslenskri Ijóðagerð. Ljóðin í New York eru 50 að tölu og bókin er 72 bls. að stærð. ,, . - 43 ára miöilsþjónusta Heimur framllOinna BjargarS OIafsdottur Árnesútgáfan á Selfossi hefur sent frá sér bók um dulrxna hæfi- leika Bjargar S. Ólafsdóttur og miðilsstarf í 43 ár. En um hana hcfur fatt eitt verið ritað áður. Bókin er samin og skrásett af C'niðmundi Kristinssyni. og er hun i sjö köflum. í fyrsta kaflanum, sem ber hcitið „Sex landa sýn ', eru 20 frásagnir af skyggni Bjargar og dulheyrn i skemmtiferð með dönsku ferðaskrifstolunni Tjærc- borg um sex Evrópulönd sumarið 15)7f». I’á er sagt frá uppvexti hennar a Þingeyri við Dýrafjörð og mið- ilsþjálfun hennar hja Guðrúnu Ciuðnuindsdóttur frá Berjanesi. Lýst er tilhögún fundanna og gerð grein fyrir stjórnendum hennar að handan og sambandi hennar við þá. . Þá er kaili, sem heitir „Sýnir viö dánarbeð". Þar eru sex frá- sagnir af sýnum Bjargar og dul- heyrn við dánarbeð og brottför af þessum heirni. Síðustu fjórir kaflarnir cru byggðir a 14 miöilsfundum, sem Björg hélt á Selfossi sumarið 1980 og 1981. Þar koma fram þrír þjóðkunnir menn, löngu látnir, ásamt aðalstjórnanda hennar og veita svör við því, liver örlög mönnum cru búin við iíkams- dauöann. hvað við taki og lýsa hinum nýju heimkynnum. Fyrst er frásögn scra Kristins Daníelssonar alþingisforseta, þá frásögn séra Jóhanns Þorkcls- sonar dómkirkuprcsts og loks frásögn Einars Loftssonar kennara. Er hún mest að vöxtum eða helmingur bokarinnar. Hann lýsir þar andláti sínu og hvað við tók, segir frá för sinni um lægri sviöin og hærri sviðin og sam- ræðum viö fjölda fóks, sem hann hitti þar. Frásögn hans lýkur með skemmtisiglingu i heimi framiið- innát Bókin cr 236 blaðsíður að stærð og var prentuð í Prent- smiðju Suðurlands, en kápu- teikningu gerði Gísli Sigurösson. Dalalíf 2. bindi eftir Guðrúnu frá Lundi Almenna bókaféiagið hefur sent frá sér skáldsöguna Dala- líf eftir Guðrúnu frá Lundi, 2. bindi. Þetta er 2. útgáfa bókar- innar. Dalalíf kom út í fyrstu útgáfu í 5 bindum 1946-1950 og var strax lesið upp til agna. Utgáfa Al- menna bókafélagsins verður í 3 bindum og kemur lokabindið út næsta ár. Um þetta 2. bindi skáldsög- unnar segir í kynningartexta á bókarkápu: „Áfram er haldið að að rekja sögu fólksins á Nautaflötum og nágranna þess. Gömul kynslóð hverfur, ný kynslóð tekur við sem ber sum einkenni eldri kyn- slóðar, sum af öðrum toga . . . Samspil fjölskrúðugs mannlífs í fábrotnu umhverfi, hörð lífsbar- átta, refskák fólksins innbyrðis, ástamál. Úr slíku samspili mynd- ast sú sérkennilega spenna sem bækur Guðrúnar frá Lundi eru þekktar fyrir . . .“ Þetta miðbindi Dalalífs er 583 bls. að stærð og unnið í Prent- stofu G. Benediktssonar og Fé- lagsbókbandinu. * Don Kíkóti frá Mancha eftir Cervantes Saavedra í þýðingu Guðbergs Bergssonar Almenna bókafélagið hefur sent frá sér fjórða og fimmta bindi Don Kíkóti eftir Cervantes í þýð- ingu Guðbergs Bergssonar. Don Kíkóti er eins og kunnugt er einn af risum heimsbókmenntanna og hefur fyrri bindum verksins um hann verið mjög vel tekið, enda allir á einu máli um hve mikill fengur er að eignast það á ís- lensku í snilldarþýðingu Guðbergs. Don Kíkóti er eins og vera ber í bókaflokki AB Úrvals- rit heimsbókmenntanna. Fjórða bindið er 216 bls. að stærð og það fimmta 244 bls. og er verkið unnið í Víkingsprenti. Tilræðið Sakamálasaga eftir danska höfundinn Poul-Henrik Trampe Út er komin sem aukabók hjá Bókaklúbbi AJmenna bóka- félagsins skáldsagan Tilræðið eftir danska höfundinn Poul- Henrik Trampe. Sagan gerist í Kaupmanna- höfn. Þingmaður er skotinn til bana í þinginu og skotið hefur komið ofan af þingpöilunum. Snýst sagan einkum um afar spennandi leit að hinum seka. Poul-Henrik Trampe var einn af fremstu sakamálahöfundum Dana, fæddur 1944. Hann lést síðastliðið sumar, týndist af ferj- unni milli Oslóar og Kaupmanna- hafnar eins og frægt var á sínum tíma. Þýðandi Tilræðisins er Anders Hansen. Bókin er pappírskilja, 175 bls. að stærð og unnin í Prentsmiðju Árna Valdemarssonar. & Mannheimar Úrval úr Ijóöum Heiðreks Guömundssonar valiö af Gísla Jónssyni menntaskólakennara. Almenna bókafélagið hefur sent frá sér úrval úr Ijóðum Heiðreks Guðmundssonar. Nefnist úrvalið Mannheimar og er valið af Gísla Jónssyni menntaskólakennara sem einnig ritar rækilegan inngang að bókinni um Heiðrek og skáldskap hans. Bókin er kynnt m.a. á þessa leið: „Heiðrekur er í hópi okkar bestu skálda og hefur eflst sem skáld með hverri nýrri bók. Mannheimar er úrvalið nefnt því að „Allt verk hans er könnun og lýsing mannheima í einhverjum skilningi; umhverfi mannsins, mannlegt félag og allra helst hug- arheimur mannsins, reynsla hans og tilfinningalíf", eins og Gísli Jónsson kemst að orði í ritgerð sinni um skáldið fyrir bókinni. Heiðrekur Guðmundsson hef- ur sent frá sér 6 ljóðabækur á tímabilinu 1947-1979 og er hér valið eitthvað úr öllum þeirra og auk þess eru hér þrjú ljóð ort eftir 1980 og ekki hafa áður birst.“ Alls eru 101 ljóð í bókinni sem er 175 bls. að stærð. MANNHEIMAR HEIOREKUR GUÐMUNDSSON

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.