Dagur - 05.12.1983, Blaðsíða 3

Dagur - 05.12.1983, Blaðsíða 3
5. desember 1983 - DAGUR - 3 „Vil frekar vera álit- inn vitlaus og láta mér líða vel“ - segir Bjarni Sigurjónsson sem hefur ákveðið að selja bifreiðaverkstæði sitt sem hann hefur byggt upp „Ég vil frekar vera álitinn vit- íaus og láta mér líða vel en vera vitlaus og halda þessum rekstri áfram við þær aðstæður sem nú eru fyrir hendi,“ sagði Bjarni Sigurjónsson í stuttu spjalli við Dag, en Bjarni hefur nú ákveðið að selja bifreiða- verkstæði sitt og er kaupandi Bflasalan hf. Bjarni hefur rek- ið alhliða bifreiðaverkstæði með sínu nafni þar sem einnig hefur verið hægt að fá ryðvörn og sprautun, og þá hefur hann verið með umboð fyrir Mazda- bifreiðir sem Bflasalan hf. tek- ur yfir. „Það er ýmislegt sem spilar þarna inn í. Það er ástandið í bænum í dag og ekki síður sú staðreynd að það eru orðin of mörg bifvélaverkstæði í bænum og of margir bifvélavirkjar. Við erum komnir með á götuna í dag betri bíla en áður var, bíla sem þurfa minna viðhald og viðgerð- ir. Árið 1974 voru um 400 bílar á hvern bifvélavirkja í bænum og nóg að gera en í dag eru á milli 700 og 800 bílar á hvern bifvéla- virkja og lítið að gera. Mér fannst því gáfulegra að selja til þess að hægt sé að sameina eitt- hvað af þessum verkstæðum heldur en að halda þessu til streitu svona. Ég var með 15 starfsmenn þeg- ar flest var en þeir eru 8 núna og varla nóg fyrir þá að gera. Ég treysti þeim sem kaupa af mér til þess að þjóna mínum viðskipta- vinum áfram. Það eru góðar líkur á að mínir starfsmenn fari með fyrirtækinu og mínir viðskipta- vinir vilja það alveg endilega. Jú, þetta var erfið ákvörðun því ég hef byggt þetta fyrirtæki upp frá grunni, en ég ætla að ein- beita mér að rekstri fyrirtækisins NP varahlutir sem ég rek núna í Draupnisgötu 2, þar sem ég versla með varahluti í alla jap- anska bíla. Ég tók þessa ákvörðun að vandlega athuguðu máli og tel að hún sé eini raunhæfi kosturinn í stöðunni í dag,“ sagði Bjarni. Éjá. Í • -Á: L n Bjami fyrir utan bifreiðaverkstæði sitt. I®8®*t!^ ISI ■ '■sp W0: B B I i ■ Wr Wmlmm &M§. tí-1'* v*. : i v».' * *s I , *, ý*! f*tssit ÉÍÉÉSSI Mpép •. . • • "#TV ■ •*X ' V\ - (Jl)lÖ *s# auuar* 1, llf—12, SlfcHI Jsako 1M Akureyringar, nærsveitamenn Skagfirðingar, Sauðkrækingar Luciuhátíð Karlakór Akureyrar heldur hina árlegu Luciuhátíð sína í Akureyrarkirkju, í samvinnu og með aðstoð fleiri aðila, föstudaginn 9. des. og laugardag- inn 10. des. ki. 20.00 bæði kvöldin. ...OKKAR MAÐUR ER í NÁGRENNINU! RAUFARHÖFN: Jónas Guðnason, Aðalbraut 53. KÓPASKER: Kf. N-Þingeyinga, Árni Sigurðsson. ÞÓRSHÖFN: Kf. Lananesinga, Þorkell Guðfinnsson. HÚSAVlK: Samvinnubankinn, Þormóður Jónsson AKUREYRI: Vátryaginqadeild KEA, Magnus Steinarsson. NORÐURLANDSKJÖRDÆMI m______________m EYSTRA. SVALBARÐSEYRI Samvinnubankinn, Svavar Laxdal. SAMVINNU TRYGGINGAR ÁRMÚLA3 SÍMI81411 UMBOÐSMENN UM LANDALLT Ennfremur verður þessi hátíð haldin í Miðgarði sunnudaginn 11. des. kl. 15.00. - Sporthúydh, HAFNARSTRÆTI 94 SIMI 24350 Skautar svartlr og hvítir stærðir 28-42

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.