Dagur - 05.12.1983, Blaðsíða 9

Dagur - 05.12.1983, Blaðsíða 9
5. desember 1983 - DAGUR - 9 Skólaheimili fyrir þroskahefta á Egilsá í Skagafirði: Sambýlisform sem hefur marga kosti Skólaheimili fyrir þroskahefta tók í haust til starfa á Egilsá í Norðurárdal í Skagafirði og eru þar starfandi 5 kennarar og leiðbeinendur sem aðstoða þroskaheft böm á ýmsum aldri við nám og leik. Uppbygging og form starfsins eru nokkuð óvenjuleg af stofnun að vera. Starfsfólkið býr á stofnun- inni og ekki aðeins starfsfólkið heldur einnig börn þess. Hér er því um „stórfjölskyldu" að ræða þar sem öll börnin hafa svipaða stöðu, nema hvað stefnt er að því að þroskaheftu börnin komist aftur til síns heima eins fljótt og árangur hefur náðst með dvölinni á Egilsá. Sambýlisform af þessu tagi hef- ur marga kosti hvað snertir mannleg samskipti og mann- eskjuleg bæði fyrir börnin og full- orðna fólkið. f>að er einnig mikil- vægt að með þessu fyrirkomulagi nýtast starfskraftar betur en ella, bæði hvað varðar tíma og gæði starfsins. Persónuleg samskipti barna og fullorðinna verða með svipuðum hætti og gerist á heim- ilum yfirleitt og ýmsir gallar vaktafyrirkomulags starfsmanna eru úr sögunni. Sú spurning kann að vakna hvernig fimm starfsmenn geti leyst verkefni eins og það að reka skólaheimili eins og á Egilsá. Svarið er ekki síst fólgið í því að starfsfólkið leggur á sig ákveðið aukaálag og ábyrgð sem felst í því að ekki eru skýr mörk á milli vinnutíma og frístunda og getur vinnudagurinn því á stundum orðið mjög langur. Pær raddir hafa heyrst að heimilið á Egilsá sé skref aftur á bak á þeim tíma þegar talað er um að þroskaheft börn eigi að vera með öðrum börnum við leik og nám í venjulegum skólum. Forráðamenn heimilisins á Egilsá vilja í þessu sambandi benda á eftirfarandi: „Forsenda fyrir blöndun nem- enda í skóla í heimabyggð þeirra eru sérmenntaðir kennarar með góða starfsþjálfun sem geta leið- beint og aðstoðað almenna kennara við kennslu barna með sérþarfir í hinni almennu kennslu. Auk þess þarf að vera fyrir hendi velmönnuð ráðgjafa- þjónusta í fræðsluumdæminu sem getur fylgst með og stutt þá skóla þar sem fram fer kennsla nemenda með sérþarfir. Það verður að taka tillit til þess, að það munu alltaf vera takmörk fyrir hversu langt við getum gengið í bekkjarblöndun. Lítil greind, ákveðin geðræn vandamál og mikil fjölfötlun hljóta að setja ákveðin mörk. Hvar mörkin eru, er meðal ann- ars háð áðurnefndri forsendu og hvaða kennsluaðferðir eru notað- ar. Kennsla í sérbekkjum eða deildum við hina einstöku skóla á Norðurlandi vestra er ófram- kvæmanleg vegna þess að fjöldi nemenda með nokkuð ámóta sér- þarfir í hinum einstöku skólum er of lágur. Aðalmarkmiðið með Egilsá er „endurhæfing" eða (reintegrer- ing), þ.e. að nemendur fari aftur til heimahaga sinna, enn hæfari en áður til að fást við raunveru- leikann. Sumir munu fara á sam- býli, sem vonandi verða sett á stofn í nánustu framtíð. Sú aðstoð er þjóðfélagið lætur í té foreldrum barna með sérþarf- ir er það lítil að byrðin á sumum foreldrum er orðin alltof mikil. „Opin“ stofnun (þar sem nem- endurnir koma vikulega heim og foreldrum mun verða boðin náin samvinna) er mun æskilegri en að senda einstaklingana á stofnun utan héraðs, sem í mörgum til- fellum mun hafa þær afleiðingar, að tengslin við fjölskylduna veikjast eða rofna. Á Egilsá mun það fólk er vinnur þar fá góða og mikla sér- hæfða kennslu og geta aðstoðað foreldra og skóla t.d. við að koma nemendum aftur inn í skól- ana. Við lítum svo á að það sé mikilvægt að meginþorri starfs- fólksins búi á staðnum (þ.e.a.s. Hluti heimilisfólksins á Egilsá. undir sama þaki) því reynslan sýnir hversu mikilvæg stöðug og náin tilfinningaleg tengsl eru, til að einhver framför verði hjá nemendunum. Þetta á í jafn miklum mæli við andlega þroska- heft börn og börn sem af mis- munandi félagslegum ástæðum hafa stöðvast námslega og upp- eldislega. Hin svokallaða ADL- þjálfun sem fram fer á öðrum stofnunum mun á Egilsá vera sjálfur hversdagsleikinn. Fast starfsfólk (4-5) og tiltölu- lega lítill nemendafjöldi gefur góða möguleika á því að það sjálfkrafa skapast gagnkvæm ábyrgðartilfinning gagnvart vandamálum daglegs lífs. Nemendur hafa verið valdir út frá eftirfarandi forsendum: Að foreldrarnir séu jákvæðir gagnvart vistun og séu jafnframt jákvæðir gagnvart samvinnu. Nemendurnir mega ekki vera það líkamlega og/eða andlega heftir að þeir þarfnist hjúkrunar allan sólarhringinn. Það sama á við börn sem hafa fengið sjúk- dómsgreininguna „kronisk psyk- ótiske“, eða á annan hátt verið of þung byrði fyrir heildina. Það verður reynt að hafa hóp- inn þannig samsettan að mögu- legt sé að taka tillit til einstakl- inganna. Þ.e.a.s. ekki of mörg börn í hinum „þunga enda“ og ekki of mörg börn þar sem frum- orsök þeirra er að leita í félags- legu umhverfi eða í fjölskyld- unni. Það mun verða tekið tillit til hvernig fjölskylduaðstæður eru hjá hverjum og einum og einnig hvernig aðstæður eru innan þess skóla sem barnið gengur í. Þau börn og unglingar sem dvelja á Egilsá eru mjög misjöfn m.t.t. andlegrar og líkamlegrar fötlunar. Nokkur þurfa stöðuga hjálp og stuðning, önnur eru til- tölulega sjálfbjarga. Meginmark- mið með dvöl þessara barna á Egilsá er að þau geti, bæði í nán- ustu framtíð og þegar til lengri tíma er tekið, lifað eins ánægju- legu lífi og mögulegt er með fjöl- skyldu sinni og í samfélaginu almennt. Til þess að uppfylla þetta meginmarkmið þarf fyrst og fremst að veita hjálp til sjálfs- hjálpar. Sjálfstæði næst með kennslu, þjálfun í hagnýtri færni, líkams- þjálfun og samvinnu við foreldra, starfsfólk og kennara. Ætlunin er að börnin á Egilsá njóti almennrar kennslu í Varmahlíðarskóla í þeim mæli sem þroski þeirra og ytri aðstæð- ur leyfa. Svokallað tveggja kennara kerfi er m.a. notað þ.e. einn starfsmanna á Egilsá kemur inn í bekkinn sem viðbótar- kennari og fer kennslan fram í samvinnu þessara tveggja kennara sem skipta með sér verkum. Báðir kennararnir eru ábyrgir fyrir nemendahópnum sem heild. Einnig fer kennslan fram sem sérkennsla og kennsla í smáum hópum. í Varmahlíðarskóla starfa tveir sérkennarar og er annar þeirra talkennari. Þeirra hlutverk er auk beinnar kennslu að leiðbeina um og samræma atriði varðandi kennsluna. Lögð verður áhersla á for- eldrasamstarf. Börnin eru hluti af fjölskyldu og meiriháttar breyt- ingar og áhrif sem bömin verða fýrir án þess að foreldrarnir fái tækifæri til að fylgjast með og helst taka þátt í og aðlaga sig því sem er að gerast getur leitt til erf- iðleika í samskiptum foreldra og barna og þannig brotið niður það sem á hefur unnist. Fötluð börn njóta oft sérstöðu í fjölskyldu og hefur það bæði sínar jákvæðu og neikvæðu hliðar. Foreldrar geta t.d. verið haldnir sektarkennd sem gerir þeim erfitt fyrir um uppeldi barna sinna eða erfiðleikar geta komið upp í samskiptum syst- kina. Það getur því verið nauð- synlegt að vinna tímabundið með fjölskyldunni sem heild til að finna lausn á slíkuin \^"damál- um.“ Feykismynd: GM.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.