Dagur - 09.12.1983, Blaðsíða 5

Dagur - 09.12.1983, Blaðsíða 5
9. desember 1983 - DAGUR - 5 fjallabílstjóra í lífsævintýri þess- ara ára. En hver er þá hlutur skrásetj- ara þessarar viðburðaríku sögu? f>ví miður verður að játa að þar skortir mikið á. Margt bendir til að Páll hafi talað inn á segul- band, sagt frá atburðum eftir því sem þá bar í minnið, síðan hafi verið skrifað beint af bandinu, án þess að „klippa saman“ sögu- þráð. Hér er hvarflað mjög til í tíma og rúmi og frásögn ýmist í nútíð eða þátíð, jafnvel á sömu síðu. Petta veldur manni leiða og ruglar allt samhengi. En bókin er fróðleg og galvösk, hefði mátt vera helmingi lengri og fyllri af smærri atriðum, t.d. umhverfis- og mannlýsing- um. Og nafnið á bókinni: Prjú hjól undir bílnum, er vel valið þótt því miður mætti eins segja: Þrjú hjól undir stílnum. Ritsafn Eiös Guðmundssonar i Skriöuhreppi foma Eiður Guðmundsson, ÞúfnavðUum: Búskaparsaga í Skriðu- hreppi forna II. bindi ritsafns. Árni J. Haraldsson bjó til prentunar. Útg. Skjaldborg Pessi bók er beint framhald af fyrsta bindinu í ritsafni Eiðs Guðmundssonar, Mannfellirinn mikli, sem út kom í fyrra. Rekur hann hér ábúendatal í Öxnadal frá og með Geirhildargörðum og inn að austan ár, síðan niður að vestan, þá inn Hörgárdal sólar- sinnis út að Myrká. Fjöidi byggðra bóla þátíðar er nú í eyði. Fyrsta manntal á íslandi fór fram 1703. Eftir því og síðan jarðabókum fóta menn sig í fræðum sem þessum, svo og kirkjubókum sem þó eru ekki alltaf fullkomnar. Mér sýnist að þessi ábúendatöl nái flest eitt- hvað aftur fyrir 1750 og fram á okkar daga og eru bundin i Skriðuhreppi hinum forna; en 1910 varð Óxnadalur sérhreppur. Árni J. Haraidsson sér um út- gáfuna eins og fyrr og á þakkir skilið fyrir að koma verki þessu á framfæri því hér er um mikinn fróðleik að ræða um menn og aldarfar sem alla varðar. Því, eins og ég sagði viðvíkjandi 1. bindi þessa verks, þá skulu menn hafa það í huga að þó sögusviðið sé ekki stórt hafa afkomendur fólks þar dreifst vítt um landið. Munu því margir finna forfeður sína hér þó fjarri búi og sjá þá í hörðu lífsstríði sínu. Slíkt gæti verið hollt nú á tímum velsældar er fáir kunna að meta sem vert er; samanburð vantar við fortíð- ina. Þess má geta til vitnisburðar um dreifingu afkomenda dala- fólks þessa að núverandi og fyrr- verandi tveir forsætisráðherrar okkar eiga hingað ættir að rekja. Auk þess nokkrir þingmenn og allra stétta fólk. Eiður Guðmundsson er þe(ckt- ur af því að tala tæpitungulaust um menn og málefni og er glögg- ur fræðimaður. Hann segir hik- laust persónusögu þeirra ábú- enda hverrar jarðar sem heimild- ir leyfa og sjálfur er hann lang- minnugur og skrifar eftir eigin mati og kynningu. Má hugsa sér að ýmsum þyki að kyrrt megi liggja ýmislegt þó satt sé skv. framangreindu. Mér þykir þessi bók taka hinni fyrri fram sem skemmtilegt les- efni, t.d. þáttur Hrauns-Jóku með inngripi Bólu-Hjálmars, Sig- urðar í Þverbrekku, Jóns Sveins- sonar í Staðartungu, Jóns á Framlandi og afkomenda hans, Guðmundar á Nýjabæ, Sláttu- Gvendar og Myrkár-Helgu. Einn af kostum þessa ritsafns er málfar höfundar og stíll. Gætu yngri skrásetjarar fróðleiks margt lært af Eið í þessu efni. Ég fagna því að von er framhalds á ritsafni þessu. í moldinni hjá rfkum og snauðum búandkörlum og kerl- ingum íslenskra dala og stranda liggja rætur okkar sem nú þykj- umst bera yfir þá höfuðið hátt og herðar. Síðan fékk mærin nýjan kúst og vísa fylgdi: Frímann Einarsson orti í skammdeginu: Nú sem aðrir yfirmenn ég vil reynast vinur og luma a ráði einu enn ef að þessi er linur. Karl Kristjánsson kvað: Útigefst þér ágæt sjón efþú bara vakir, Það eru margir fífl og flón fyrir Amors sakir. Langra kvelda leið er tíð, Ijós og eldar dvína, myrkraveldi og vetrarhríð vefja að feldi sína. Björn Pétursson á Sléttu, Skagafirði kallaði til manns er sat að blaðalestri um sláttinn? Ekkert þig til vinnu vekur. Veðrið er að breyta sér. Tíminn er þér tímafrekur, taðan bíður eftir þér. Þættinum lýkur með vísu til Firðrik Hansen á Sauðárkróki leiðréttingar, að gefnu tilefni: orti: Nú skal hlaupa á hendingum, hefja staupagaman. Hafa kaup á hengingum hlæja og raupa saman. Þóáð ég á vinavegi veiði í þáttinn hér og hvar þær eru smíði þeirra á Degi þáttafyrirsagnimar. Jón Bjarnason. Látið bragðið ráða

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.