Dagur - 09.12.1983, Blaðsíða 9

Dagur - 09.12.1983, Blaðsíða 9
DAGUR - 9. desember 1983 Johannes Gislason í Grínssgerði 9. desember 1983 - DAGUR „Það er von þú spyrjir, og ég er oft spurður þessarar sömu spurn- ingar af fólki á förnum vegi; hvað eruð þið eig- inlega að dunda þarna í skóginum yfir hávetur- inn. Sannleikurinn er nú hins vegar sá, að vetrarmánuðirnir eru okkar aðal afurðatíð og tekjurnar af þessum vetrarafurðum standa undir nær helmingnum af útgjöldum Skógrækt- arinnar hér á Vöglum. Þaö er ísleifur Sumarliðason, skógarvörður á Vöglum, sem hefur orðið í samtali við blaðið. Ég heimsótti Vaglaskóg nú í vik- unni, til að forvitnast um hvað þar væri að gerast yfir veturinn. Það var jólalegt um að litast þeg- ar ég renndi í hlað í gróðrarstöð- inni; jafnfallinn snjór var yfir öllu, líka yfir svellbunkanum sem mér varð hált á þegar ég ætlaði að stíga með virðuleik út úr Jettu þeirra „Kennedybræðra". ísleifur tók á móti mér. Hann hefur verið skógarvörður á Vögl- um í 35 ár, allt síðan hann kom heim frá Danmörku eftir þriggja ára nám í skógræktarfræðum. Hann er fæddur og uppalinn á Akranesi og Sumarliði Halldórs- son, faðir hans, var einnig skóg- fræðingur og um tíma skógar- vörður í Borgarfirði. En hann varð að hætta því starfi því launin voru ekki til að framfleyta fjöl- skyldu svo vel væri. Nú er Jóhann sonur ísleifs og Sigurlaugar Jóns- dóttur konu hans, að læra skóg- fræði í Noregi. Sigurlaug er frá Skarði í Dalsmynni og þau hjón- in eiga fjóra syni og eina dóttur, auk Jóhanns. En allir eru ungarn- ir flognir úr hreiðrinu. Dagur í heimsókn </ LZá 9 Að mörgu að hyggja Það er að mörgu að hyggja fyrir ísleif skógarvörð að Vöglum, því þjónustusvæði hans nær yfir Þingeyjarsýslurnar báðar og Eyjafjarðarsýslu að auki, en þar er eingöngu um að ræða þá reiti, sem Skógrækt ríkisins tilheyra, að Kristnesi, Grund og á Vöglum á Þelamörk. í Þingeyjarsýslum eru auk Vaglaskógar; Þórðarstaða- skógur, Sigríðarstaðaskógur í Ljósavatnsskarði, stórar skóg- ræktargirðingar í Bárðardal, hluti af Fellsskógi, skógurinn í Dalsmynni og einnig í Asbyrgi. Öllum þessum g'róðurvinjum þarf að sinna meira og minna á hverju ári, auk þess sem Skógræktin á Vöglum er leiðbeinandi fyrir áhugafólk um skógrækt. En ég ætlaði að forvitnast um vetrar- starfið hjá ísleifi og hans mönn- um og ég bað hann að byrja á haustönnum. „Seint í september byrjum við að undirbúa plönturnar okkar hér í gróðrarstöðinni undir vetur- inn. Sumar þeirra eru undir beru lofti, en við reynum að fyrirbyggja skakkaföll af fannfergi með því að leggja þær hávöxnustu á hlið- ina. En margar plöntutegundir tökum við upp, flokkum og setj- um síðan í frysti til vorsins.“ - í frysti! ? „Já, þær eru geymdar í 1-2 gráðu frosti og það fer mjög vel með þær. Ætli við séum ekki með um 150 þúsund plöntur í frysti- geymslunni okkar í vetur. Þeim verður síðan plantað út í vor. Stærsti kosturinn við þetta er sá, að plönturnar byrja ekki að vaxa fyrr en þeim hefur verið plantað út og auk þess losnum við nær alveg við myglu- og sveppasjúk- dóma. Síðan tekur skógarhöggið við og það stendur yfir meira og minna allan veturinn, jafnframt því sem við vinnum að því að koma afurðunum í verð. Núna erum við að hefja sölu á jóla- trjám, en Skógrækt ríkisins, ásamt skógræktarfélögunum sér öllum Norðlendingum fyrir ís- lenskum jólatrjám, auk þess sem við sendum talsvert af þeim á markað í Reykjavík. Rauðgrenið er alltaf vinsælast, en við erum einnig með talsvert af fjallaþin og stafafuru. Þær tegundir eru barr- heldnari en rauðgrenið og hafa notið vinsælda. En stafafuran er um 30% dýrari en rauðgrenið og fjallaþinurinn er nær helmingi dýrari. Ég reikna með að meðal- tré af rauðgreni kosti um 500 krónur og rauðgrenið er fallegt í ár, þannig að ég hef trú á að það verði barrheldið fái það rétta meðferð." - Hvernig er rétt meðferð? „Fyrst og fremst þarf að geyma tréð á skýldum og köldum stað, þar til það er tekið inn. Um leið og það er sett upp er gott að saga • Fáfólkiðtilað vinna með okkur - ísleifur, hvaða breytingar hafa helstar orðið í skógrækt á þeim 35 árum sem þú hefur verið hér skógarvörður? „Ætli þar muni ekki mest um viðhorfsbreytingar almennings," svaraði ísleifur, og hann hefur orðið áfram. „Hér áður fyrr var litið á skógrækt sem hugsjóna- starf, sem aldrei gæti gefið neitt af sér. Þess vegna voru eldhug- arnir oft fáliðaðir, en sem betur fer gáfust þeir aldrei upp. Nú hefur hins vegar verið sýnt fram á, að skógrækt getur verið arðbær atvinnustarfsemi og gæti skapað mun fleira fólki atvinnu hér á landi en nú er. Ég held að það sé verðugt íhugunarefni fyrir stjórnvöld á þessum síðustu og verstu tímum. En fjárveitingar til skógræktar eru takmarkaðar, þær eru ekki nema lítið brot af heildarútgjöldum ríkisins, en við þyrftum ekki nema örlítið meira til að geta gert stóra hluti. Fyrir nokkrum árum var ég hér eini starfsmaðurinn í heils árs starfi. Nú eru hér 4-5 manns að störfum að jafnaði og yfir há- annatímann yfir sumarið eru hér 20-30 manns. Nú er Skógræktin hér í Vaglaskógi eini vinnuveit- andinn, sem að kveður hér í Fnjóskadal. Ég tel að við getum gert enn betur, enda er eitt af markmiðum Skógræktar ríkisins að auka fjölbreytni í atvinnulífi þar sem skógrækt getur verið arðbær veðurskilyrða vegna.“ - Er þá grundvöllur fyrir nytjaskóga í Þingeyjarsýslum, líkt og rætt hefur verið um í Eyjafirði? „Já, það tel ég. Þetta var kann- að á sínum tíma af Skógræktinni samkvæmt ósk skógræktarfélags sýslunnar og Búnaðarfélagsins og niðurstaðan varð jákvæð. Það var talið að hver hektari þyrfti að geta gefið af sér 3 teningsmetra til að slíkt borgaði sig og niðurstaðan varð sú úr þessari athugun, að hver hektari gæti skilað 6 teningsmetr- um þar sem skilyrðin væru best; í hlíðum Reykjadals og umhverf- is Þingey í Skjálfandafljóti. Við könnuðum einnig áhuga meðal bænda og komumst að raun um, að 16 landeigendur eru tilbúnir til að leggja af löndum sínum undir nytjaskóg, samtals 1.100 hektara. Plönturnar eru tilbúnar, en því miður hefur ekki orðið úr fram- kvæmdum enn, þar sem ekki hafa fengist peningar til að kosta girðingar og skipuleggja þetta starf. Það er því ljóst að viðhorf manna hafa mikið breyst, en við þurfum samt sem áður að ná enn betur til fólksins, til að fá það með okkur í að skila landinu aftur einhverju af þeim skógi, sem eitt sinn var hér víðáttu- mikill. En þetta kemur með tímanum.“ Þegar farið er um Fnjóskadal á sumardegi má víða sjá þar hróp- andi andstæður; fagurgræna skóga, tún og engi, en þess á milli rofabörð og kolsvarta mela. En hefur þetta alltaf verið svona? Nei, síður en svo. Það mun hafa verið Þórir snepill, sem nam land í Fnjóska- dal. Hann þurfti að höggva lund í skóginn til að geta reist sér bæ og heitir landnámsjörðin því eðli- lega Lundur. Ennfremur eru til sagnir um það frá landnámstíð, að höggva hafi þurft braut í skóg- inn eftir Ljósavatnsskarði hjá Hálsi og þaðan suður og niður að Þingvaði á Fnjóská. Þaðan lá svo Þingmannavegur vestur yfir Vaðlaheiði. Samkvæmt jarðabók 1712 eru aðeins taldar sex skóg- lausar jarðir í Fnjóskadal, eftir þó átta alda byggð. En núna er aðeins stórvaxinn skógur á fimm byggðum jörðum; Hálsi, Vöglum, Lundi, Þórðarstöðum og Þverá. Þarna hefur margt hjálpast að. Skógarhögg var miskunnarlaust stundað af ábú- endum, og jafnvel voru þess dæmi að menn komu langt að til að sækja sér eldivið í skógana í Fnjóskadal. Sauðfé var beitt í skóginn og einnig geitum, sem voru til á mörgum bæjum í Fnjóskadal áður fyrr. Þá unnu eldgos, ísár og langvarandi harð- indi skóginum mikið tjón, bæði náttúrufarslega og einnig varð það til þess að nær þeim var gengið af mönnum og skepnum. Það er athyglisvert, að nú er skógurinn mestur að austanverðu í Fnjóskadal. Ástæðuna telur ís- leifur þá, að erfitt hafi verið að komast í skóginn þar áður fyrr, t.d. fyrir Eyfirðinga, sem sóttu hart að skóginum í vestanverðum dalnum. Þar var þó mikill skógur allt fram á 18. öld, því þá þurfti að hengja bjöllur á kýrnar á Hróarsstöðum, þannig að hægt væri að finna þær f skóginum. Þetta er haft eftir Guðrúnu Árna- dóttur, sem ólst upp á Hróars- stöðum, en bjó síðar í Hrísgerði. Hún var eitt sinn stödd á Jóns- höfða og heyrði þá í skógar- höggsmanni. En hún sá hann ekki, svo þéttur var skógurinn. Nú er Jónshöfði svartur melur, sem blasir við á hægri hönd þegar ekið er austur yfir gömlu Fnjóskárbrúna. Og þegar yfir brúna er komið og haldið áfram austur yfir hálsinn að prestssetrinu Hálsi, má einnig sjá blásið land, en það hefur tek- ið stórstígum framförum á undanförnum áratugum, eftir að melarnir voru friðaðir og mark- viss uppgræðsla hafin. Raunar eru melarnir fagurbláir yfir að líta fyrripart sumars. Þá skartar Alaskalúpínan þar sínu fegursta, en hún er harðgerð og kemur að góðum notum á meðan verið er að binda gróðurríkari jarðveg við melana. aðeins neðan af því til að opna æðarnar og síðan þarf að sjá trénu fyrir nægu vatni. Jafnframt þarf að hafa það sem lengst frá hitagjafanum í stofunni.“ 0 Skógarhöggið En þeir Vaglamenn höggva fleira en jólatré, því vetrarmán- uðirnir eru notaðir til að grisja skóginn og eru ákveðin svæði tekin fyrir á ári hverju. Raunar er ekki lengur hægt að tala um skógarhöggsmenn, því þeir Sig- urpáll Jónsson og Ingimundur Gunnarsson voru vopnaðir helj- armiklum vélsögum við grisjun- ina. Þeir gengu á hvert birkitréð á eftir öðru og á svipstundu kipptu þeir þeim úr lóðréttri í lá- rétta stöðu með þessum verkfær- um. Flest voru trén 5-8 metra löng og áratuga gömul. Ég spurði þá í sakleysi mínu hvað þau hefðu sér til saka unnið. Þeir sögðust fella þau tré, sem fyrir- sjáanlega ættu ekki framtíð fyrir sér og oftast væri það vegna topp- skemmda. Þegar trén eru fallin svipta þeir af þeim greinunum, x en síðan er trjábolunum safnað saman í kesti, sem dregnir eru með dráttarvél inn í gróðrarstöð. Þegar þangað er komið byrjar nú fyrst aðgerðin. Beinustu trén fá það hlutverk að verða girðing- arstaurar. Þeir eru yddaðir, síðan er berkinum svipt af og loks eru þeir baðaðir í fúavarnarefni og það er ekki „snöggt bað“, því þar fá þeir að dúsa í 12 sólarhringa. Eftir það er þeim staflað upp og í stæðunum fá þeir að jafna sig í að minnsta kosti 2 mánuði. Á ári hverju verða til um 3000 girðing- arstaurar á Vöglum, sem Skóg- ræktin notar sjálf að hluta, en annað fer á almennan markað. Lélegustu trén eru söguð niður í arinvið og reykingarvið. Arinvið- urinn er sagaður í 30 cm búta og sverustu raftarnir eru einnig klofnir. Reykingarviðurinn er hafður öllu lengri og stærsti við- skiptavinur Skógræktarinnar í þeim efnum er Niðursuða K. Jónssonar á Akureyri og alls fara um 80 tonn af arin- og reyking- arviði árlega frá Vöglum til neyt- enda út um allt land. Og nú er komin ný vél í Vagli, sem hakkar viðinn og „hakkið“ er ætlað til að reykja við matvæli, en slíkt reyk- ingarefni hefur fram til þessa ver- ið flutt inn í talsverðum mæli frá Noregi. skreytingar, en þeir á Vöglum saga einnig niður nokkurs konar gólfflísar. Frægasta lerkigólfið frá Vöglum er í Smiðjunni á Ak- ureyri. 0 Viðarkolagerð í bígerð Og það er fleira á döfinni, því Vaglamenn hafa áhuga á að reyna viðarkolagerð, sem aðal- lega yrði þá notuð í útigrillin vin- sælu. Slík framleiðsla var eitt sinn á Vöglum og um tíma átt Skógræktin vörubíl, sem gekk fyrir gasi framleiddu með viðar- kolum. En ofninn til kolagerðar- innar ónýttist og síðan hefur ekki verið hugsað til slíkrar fram- leiðslu, þar til nú. Ofninn er til- búinn og ætlunin er að gera til- raunir í vetur. En það er eftir að fá vél til að köggla kolin. Þarna hlýtur að vera óplægður akur, því öli grillkol eru flutt inn og ætla mætti að það sé umtalsvert magn. Það er því í mörgu að snúast í gróðrarstöðinni á Vöglum þó vet- ur sé. Og ísleifur telur að það sé hægt að auka þessa starfsemi enn frekar án mikils tilkostnaðar og skapa þannig meiri atvinnu, sem hlýtur að vera athugunarvert í öllu atvinnuleysinu. En hversu miklir eru þeir möguleikar, sem felast í skógrækt á Islandi? „Það er erfitt að segja ná- kvæmlega til um það, en það er sannað mál, að hér er hægt að rækta nytjaskóga. Það er hægt að rækta hér tré ekki bara í girðing- arstaura, heldur einnig í allan almennan smíðavið. Ég er sannfærður um að trjá- rækt getur orðið umtalsverð atvinnugrein í veðursælustu hér- uðunum hérlendis, en til þess þarf nokkurt fjármagn til byrjun- arframkvæmda. Það hefur ekki fengist enn, en vonandi verður þess ekki langt að bíða að átak verði gert í þessum efnum, því nytjaskógur verður ekki til á ein- um degi,“ sagði ísleifur Sumar- liðason í lok samtalsins. Það er af sem áður var ísleifur Sumarliðason, skógarvörður að Vöglum. Guðni Þorsteinn Arnþórsson verk- stjóri á Vöglum. „Gullmolarnir" í afurðunum sem falla til við skógarhöggið fá það sæmdarheiti að kallast smíðaviður. Sverir birkistofnar eru til dæmis eftirsóttir í útskurð og úr mörgum slíkum drumbnum hefur orðið fagurlega skreyttur askur svo dæmi séu tekin. Einnig hefur álitlegum lerkitrjám verið flett í borð og planka og plattar úr ýmsum trjátegundum eru eftirsóttir. Slíkir „plattar“ eru notaðir í margs konar vegg- sögina á lofti. Sigurður Gunnarsson var sig fag- mannlega með hamarinn. Hér er Brynleifur Siglaugsson að ydda girðingarstaur. Sigurlaug Jónsdóttir, eiginkona ísleifs, var að vigta greinar. hja Skógræktinni á Vöglum Fnjóskadal i

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.