Dagur - 09.12.1983, Blaðsíða 15

Dagur - 09.12.1983, Blaðsíða 15
9. desember 1983 - DAGUR - 15 Gott skíðafæri í Hlíðarfj alli Gott skíðafæri er nú í Hlíð- arfjalli og snjórinn þar meiri en hann varð nokkru sinni í fyrravetur, að sögn ívars Sigmundssonar, for- stöðumanns Skíðastaða. Meðan rigndi hvað mest í bænum snjóaði í fjallinu og ef veður verður gott um helgina, eins og útlit er fyrir ættu skíðaáhugamenn að geta náð nokkrum góðum ferðum á tímabilinu frá hálf ellefu til hálf fjögur á laug- ardag og sunnudag. Stóla- lyftan og Stromplyftan verða opnar. Nú er byrjað að selja vetrarkort í Hlíðarfjall, sem koma í stað árskort- anna áður. Þau gilda frá nóvember fram í maí. Messa á Möðruvöllum Nk. sunnudagskvöld 11. desember verður að- ventukvöld í Möðruvalla- kirkju í Hörgárdal, hefst kl. 21.00. Þar mun kór kirkjunnar syngja nokkur aðventu- og jólalög undir stjórn organista kirkj- unnar Guðmundar Jó- hannssonar. Félagar í æskulýðsfé- laginu munu flytja inn- göngubæn, lesa jóla- kvæði og jólasögu. Ræðumaður kvöldsins er Magnús Aðalbjörns- son yfirkennari á Akur- eyri. Að lokum munu stúlk- ur úr æskulýðsfélaginu flytja ljósahelgileik með lestri og söng. Hjörtur Steinbergsson stjórnar söngnum og leikur undir á orgel. Þessi aðventu- dagskrá er sniðin bæði fyrir unga sem eldri og því kjörið fyrir fjölskyld- una að sameinast þetta kvöld í kirkjunni og undirbúa sig fyrir komu jólanna. Eftir aðventukvöldið verða unglingar úr æsku- lýðsfélaginu með til sölu við kirkjudyr jólaplötuna Kom blíða tíð (verð að- eins kr. 200.-), og jóla- kort til styrktar æskulýðs- starfi kirkjunnar hér. Nýár í Sjallanum „Þetta verður heljarmikil veisla og við leggjum áherslu á góðan mat, há- tíðarklæðnað og vönduð skemmtiatriði“, sagði Sigurður Sigurðsson framkvæmdastjóri Sjallans, í samtali við Dag, aðspurður um dag- skrána í Sjallanum á ný- ársdagskvöld. Við opnum húsið kl. 19.00 og dagskráin byrjar með því að Kristinn Örn Kristinsson og Lilja Hall- grímsdóttir leika létta dinnermúsík á píanó og fiðlu. Þau verða með létt klassísk lög og ragtime- tónlist. Þá mætir Passíu- kórinn á svæðið og syng- ur lagasyrpu úr My fair Lady og dansarar frá dansstúdíói Alicar koma og sýna dansa. Einnig koma fram tvær söng- stjörnur sem gerðu garð- inn frægan hér á árum áður, en það er leyndar- mál ennþá hverjir það eru. Auk þess koma fram leikarar frá Leikfélaginu með ýmiskonar skemmti- atriði. Að sjálfsögðu sér hljómsveit Ingimars Ey- dal um dansmúsíkina og þeir verða með lagaval sem hæfir nýársdags- kvöldi. Þetta verður því ekkert venjulegt kvöld í Sjallanum og það verður ekki endurtekið“, sagði Sigurður Sigurðsson. Sigrún sýnir í Sjallanum Sigrún Jónsdóttir sýnir þessa dagana í Sjallanum kirkjumuni, batik og glerskreytingar. Á sýn- ingunni er m.a. hökull úr Akureyrarkirkju, en fyrir uppdrátt að þessum hökli fékk Sigrún verðlaun á sýningu í Stokkhólmi. Sigrún hefur haldið sýningar víða, í Banda- ríkjunum, Frakklandi, Þýskalandi og víðar í Evrópu. Margar sýningar hefur hún verið með í Svíþjóð. Hún hefur unn- ið mörg verk fyrir stofn- anir og einstaiclinga, og allir munirnir á sýning- unni í Sjallanum eru -til sölu. Vefnaðar- og listiðnað- arskóli Sigrúnar Jóns- dóttur er með námskeið víða um land. Sýningin er opin frá hádegi í dag til kl. 10 og á sama tíma á sunnudag- inn. í kvöld verður tísku- sýning í Sjallanum í tengslum við sýningu Sig- rúnar. AKUREYRARBÆR Frá Strætisvögnum Akureyrar Ekið verður samkvæmt leiðabók eftirtalda daga. Innbær og Brekkur: Frá Ráðhústorgi á 30 mín. fresti. Laugard. 10. des. frá kl. 9.35 til kl. 18.35 Laugard. 17. des. frá kl. 9.35 til kl. 22.35 Föstud. 23. des. frá kl. 7.00 til kl. 23.05 Oddeyri og Glerárhverfi: Frá Ráðhústorgi 5 og 35 mínútur yfir heila klukkustund fyrir hádegi en 5, 25 og 40 mínútur yfir heila klukkustund eftir hádegi. Laugardaginn 10. des. frá kl. 9.35 til 12.05 og 12.25 til 18.25 17. des. frá kl. 9.35 til 12.05 og 12.25 til 22.25 Föstudaginn 23. des. frá kl. 7.00 til 12.05 og 12.25 til 23.05 Forstöðumaður Jólatilboð Ardmona blandaðir ávextir 1/1 dós . kr. 66,20 Ardmona perur 1/1 dós ........... kr. 48,50 Ardmona Twofruit 1/1 dós ........ kr. 56,90 Ath: Ardmona merkið er gæðamerki Opið á I lau igar dai 1 jtil Ikl 1.18 U APIT ATTT> Norðurgötu 62, Akureyrí llAunAU f Sími 23999

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.