Dagur - 09.12.1983, Blaðsíða 16

Dagur - 09.12.1983, Blaðsíða 16
Akureyri, föstudagur 9. desember 1983 Framreiðum jólaglögg bæði í Smiðju og á Bauta Munið kafíihlaðborðið á Bautanum alla daga frá kl. 15-17. Gott hljóð í Þórshafharbúum „Ég held að það sé óhætt að segja að það sé aimennt gott hljóð í mönnum hér á Þórshöfn,“ sagði Jóhann Jóns- son framkvæmdastjóri Hrað- frystihúss Þórshafnar h.f. er við slógum á þráðinn til hans til að leita fregna. „Við höfum þrátt fyrir allt auk- ið afla okkar á árinu frá sl. ári. Þá vorum við með 4200 tonn allt árið en erum nú komnir í um 4500 tonn þannig að það er ekki ástæða til þess að kvarta á meðan svo er. Togarinn Stakfell er auð- vitað hrein viðbót frá fyrra ári og hann er kominn með rúmlega 3000 tonn en bátaaflinn hefur dregist mikið saman. Það hefur verið mjög þokkaleg atvinna allt þetta ár. Það er mikið um húsmæður sem vinna hér og það er auðvitað besti tíminn fyrir þær ef hægt er að hægja á vinn- unni að gera það í desember svo þær geti snúið sér að heimilis- haldinu af krafti fyrir jólin. Það lítur hins vegar ekki út fyrir það að um hægist verulega fyrr en um 20. desember, Stakfellið er að koma inn og við verðum a.m.k. næstu viku að vinna þann afla,“ sagði Jóhannes. Vel gengur í Krossanesi Jólatréssala Skógræktarfélags Eyfirdinga hefst I göngugötunni í Hafnarstræti kl. 1. á morgun. Hér er Tryggvi Marinósson með væna furu, en fyrir andvirði hennar verður hægt að gróðursetja tugi trjáplantna næsta sumar. Mynd: GS. Hagi h.f! hættír allrí starf- Viðgerð fyrir 1.2 mill j. í stað 800 þúsund króna? „Við erum búnir að taka á móti 11-12 þúsund tonnum af loðnu til þessa,“ sagði Pétur Antonsson forstjóri í Krossa- nesverksmiðjunni er við höfð- um samband við hann í gær. „Það er erfitt með samanburð hvað þetta snertir, þetta byrjaði svo seint núna að það er eiginlega enginn samanburður til en þetta hefur gengið þokkalega miðað við hvar loðnan hefur verið að veiðast." - Hvernig leggst framhaldið í Þig? „Það er varla hægt að tala um að við höfum gert tilboð í verkið. Okkur var hins vegar boðið upp á það að gefa upp grófáætlaða kostnaðartölu en það var ekki um formlegt til- boð að ræða,“ sagði Bragi Jónsson en hann er einn af eig- endum Tréverks hf. á Dalvík. Það sem Bragi er að ræða um hér að framan er viðgerð á bátn- um Blika sem gerður er út frá Dalvík og skemmdist mikið í eldsyoða á dögunum. „Við sendum inn þessa kostn- „Loðnan er svo austarlega núna að við erum hálfsmeykir um framhaldið, hvað við fáum mikið. Það sem við erum að vona er auðvitað að fleiri göngur komi með Norðurlandinu sem myndu bjarga málunum hér.“ - Hvernig hefur vinnslan gengið í nýju tækjunum? „Það gekk upp og niður til að byrja með en er farið að ganga þokkalega núna. Það voru byrj- unarerfiðleikar sem þurfti að yfirstíga en þeir eru vonandi að baki,“ sagði Pétur. aðartölu en einhverra hluta vegna gekk dæmið ekki upp þannig að báturinn er kominn til Akureyrar í viðgerð hjá Slipp- stöðinni þar. Við áttum aldrei við tryggingarfélag bátsins beint heldur útgerðarmanninn sjálfan. Það var búið að segja honum að hann hefði hönd í bagga með hvar þetta væri unnið. Ég vil ekki fullyrða neitt um þá tölu sem viðgerðin hjá Slipp- stöðinni mun kosta, en pkkar tala var 800 þúsund krónur. Ég hef hins vegar heyrt það frá útgerð- armanninum hér að upphæð Slippstöðvarinnar fyrir viðgerð- ina muni vera 1200 þúsund. Mér skilst að þarna hafi átt sér stað einhver mistök. Við erum auðvitað ekkert ánægðir ef svona tölur geta legið á milli hluta. Þá er ástandið hjá okkur þannig fyrir að við sögðum upp í haust 5 smiðum og nú erum við eigendurnir einir eftir. Þeir menn sem við sögðum upp hafa ekki haft nema eitthvað sáralítið að gera og það var ætlunin að ráða þá aftur eða eitthvað af þeim ef við hefðum fengið þetta verk. Nú eru þessir menn hins vegar á atvinnuleysisbótum,“ sagði Bragi. „Ég get ekki staðfest þessar tölur,“ sagði Finnur Stephensen skrifstofustjóri hjá Samábyrgð ís- lands á fiskiskipum er við rædd- um við hann, en Bliki er tryggður þar. „Ég hef að vísu engar upplýs- ingar í höndunum, en eftir því sem ég kemst næst mun tilboð Slippstöðvarinnar vera á milli 900 þúsund og ein milljón króna.“ semí Hagi hf. hættir rekstri 1. mars nk. og hefur öllum starfsmönn- um fyrirtækisins verið sagt upp störfum. Fyrirtækið verður auglýst til sölu. Ástæðan fyrir þessari ákvörðun er samdrátt- ur í markaði og sölu á þessu ári og fyrirsjáanlegt framhald þess ástands á næsta ári. Ekki hefur fengist fjármagn til að mæta rekstrarhalla sem verið hefur, að sögn Hauks Árnasonar, framkvæmdastjóra og eins eig- anda Haga hf. Hagi hf. hefur verið með stærstu innréttingafyrirtækjum á landinu. Á Akureyri starfa 25 manns við fyrirtækið og 5 í Reykjavík, auk þess sem mikil þjónusta hefur verið í tengslum við það, svo sem flutningar fram- leiðslunnar á markað, en 90% framleiðslunnar hefur farið á markað utan Akureyrar. Haukur sagði að einnig hefði hjálpað til að fyrirgreiðsla fékkst ekki til að útfæra útflutningshugmyndir, en góður grundvöllur væri fyrir út- flutningi innréttinga um þessar mundir. Hann sagði ennfremur að framleiðslan væri samkeppnis- fær við innfluttar innréttingavör- ur, en markaðurinn væri einfald- lega of lítill þegar svo mikið væri flutt inn sem raun ber vitni. Hagi hf. getur í dag framleitt sem nem- ur öllum föstum innréttingum í 2 íbúðir á dag og auðvelt væri að auka framleiðslugetuna um meira en helming. Haukur sagði að þetta ætti ekki að þurfa að koma mönnum á óvart. Ekki yrði um það að ræða að núverandi eigendur héldu áfram rekstrinum og spurning hvort einhverjir aðrir gætu tekið upp þráðinn. Ljóst væri í því sambandi að fjármagn vantaði inn í fyrirtækið. Veður Reiknað er með norðan andvara og bjartviðri í dag og á morgun norðanlands, en annað kvöld má búast við að þykkni upp og á sunnu- dag verður að líkindum austan-átt með snjókomu, að minnsta kosti á vestan- verðu Norðurlandi. Eftir helgina er útlit fyrir hlýnandi veður, með suð- austan og austan-átt, en síð- an er reiknað með frosti aftur seinni part vikunnar. Bjódum yfír 100 tegundir af glösum

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.