Dagur - 12.12.1983, Page 1

Dagur - 12.12.1983, Page 1
TRÚLOFUNAR- HRINGAR AFGREIDDIR SAMDÆGURS GULLSMIÐIR SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI 66. árgangur Akureyri, mánudagur 12 . desember 1983 140. tölublað „Jóla glaðningur“ Verðstríð gosdrykkjaframleið- endanna, Vífilfells og Sana, heldur áfram af fullum krafti. í síðustu viku sögðum við frá „jólaglaðningi“ Vífilfells til Norðlendinga, í formi 30-34% lækkunar á Coca cola, Fanta, Tab, Fresca og Sprite í líters umbúðum. Nú hefur Sana boðið enn betur og Iækkað verð á sínum gosdrykkjum í Iít- ers umbúðum niður fyrir það sem Vífilféll býður. „Pegar kóktilboðið kom fram ákváðum við að vera ekkert að tvínóna við þetta og lækkuðum verð á okkar gosdrykkjum í líters umbúðum í 29.20, en kók-verðið er 32.40. Okkar gosdrykkir eru því enn ódýrari í verslunum á Akureyri,“ sagði Ragnar Birgis- son hjá Sana, í samtali við Dag. - Hvernig er þetta hægt? „Við verðum að mæta sam- keppninni og hér er um jólatil- boð að ræða. Við ætlum ekkert að hleypa kókurunum upp. Við bjóðum 20% afslátt frá ver- smiðjuverði á þeim tíma sem sal- an er mikil. Kókararnir bjóða 10% afslátt frá verksmiðjuverði og gefa flutningskostnaðinn til Akureyrar að auki. Þaö væri nær að spyrja þá, hvernig það er hægt,“ sagði Ragnar Birgisson. - En ætla „kókarar" að bjóða betur? „Reyndar ekki, því okkar hug- mynd hefur aldrei verið sú, að fara út í verðstríð,“ svaraði Jó- hann Magnússon, skrifstofustjóri hjá Vífilfelli. „Það er ekki stætt á því með neinu skynsamlegu móti, að fara lægra með verðið, enda er hér fyrst og fremst um til- raun að ræða, sem stendur fram að áramótum, til að kanna hver viðbrögð neytenda verða við lægra verði vörunnar.“ - Er hægt að standa undir 10% afslætti og gefa flutnings- kostnað að auki? „Nei, ekki til lengdar. Það hafa hins vegar lengi verið uppi þær hugmyndir hjá ölgerðunum, hvort skynsamlegt væri að taka upp landsverð á okkar fram- leiðslu og hugsanlegt er að niður- stöður desembersölunnar gefi einhver svör í því sambandi,“ sagði Jóhann Magnússon. Samkvæmt upplýsingum Jó- hanns er mesti verðmunur á gos- drykkjum nær 40%. Hæst er verðið í Norður-Þingeyjarsýslu en lægst á framleiðslustað. Verðkönnun Neytendafélagsins: Sama verð í Hrísa- lundi og Hagkaupum 1 verðkönnun sem Neytenda- félag Akureyrar og nágrennis gerði í nokkrum verslunum á Akureyri 1. desember sl. kem- ur fram að vöruverð í Vöru- markaði KEA í Hrísalundi og Hagkaupum er því sem næst það sama. Samanlagt verð á 30 vorum í Hagkaupum var 1.472,70 en í Hrísalundi 1.471,85. Munurínn er ekki nema 85 aurar eða 0,06%. % Af 30 sambærilegum vöruteg- undum voru 14 ódýrastar í Hrísa- lundi, þar af 2 á sama verði í KEA Sunnuhlíð, 10 tegundir voru ódýrastar í Hagkaupum, 2 í Garðshorni, 2 í Búrinu og 2 í Kaupfélaginu á Svalbarðseyri. Þegar bornar eru saman niður- stöðurnar varðandi 18 vöruteg- undjr sem sambærilegar voru í 8 verslunum kemur í'ljós við hlut- fallslegan samanburð, þegar meðalverð er sett 100, að þessar vörur kostuðu 89,8 í Hagkaup- um, 88,5 í Hrísalundi, 104,4 í Búrinu, 104,5 í KEA Brekku- götu, 112,3 í Hafnarbúðinni, 99,9 í KEA Sunnuhlíð og 100,5 í Kaupfélaginu á ' Svalbarðseyri. Nánari upplýsingar eru í frétta- bréfi NAN. —6 verktakar á Akur- eyri sameinast um stærri verkefni „Við viljum vera viðbúnir því að hér verði farið út í stórar framkvæmdir á næstunni; þess vegna stofnuðum við þetta verktakafyrírtæki, til að reyna að fyrirbyggja einokun sunn- lenskra verktaka á stórverk- efnum á Norðuriandi,“ sagði Hörður Tuliníus, stjórnarfor- maður Eyfirskra verktaka hf., í samtali við Dag. Eyfirskir verktakar hf. er hluta- félag 6 fyrirtækja; Norðurverks hf., Aðalgeirs og Viðars hf., Hí- býlis hf., Barðs sf., Malar og sands hf. og Slippstöðvarinnar hf. Félagið var stofnað 12. mars sl. Tilgangur félagsins er að efla samstarf og þátttöku hluthafa í meiri háttar byggingarfram- kvæmdum og verktakastarfsemi. Ekki er stefnt að fjárhagslegum hagnaði félagsins af framkvæmd- um hluthafa. Tilgangi sínum hyggst félagið ná með því að ann- ast skipulagða upplýsingaöflun um fyrirhugaðar framkvæmdir, sem gætu hentað tveimur eða fleiri aðilum innan samsteypunn- ar í sameiningu, jafnframt því sem félagið mun sjá um sameig- inlega tilboðsgerð í slík verkefni. Þá mun félagið hafa milligöngu um að fyrirtæki innan þess leigi hvert öðru afnot af tækjum og mannskap í meiri háttar verk, eftir því sem hagkvæmt er talið og unnt er á hverjum tíma. „Hvað viltu svo fá í skóinn, góði?“ sagði jólasveinninn. Sá stutti var soldið á báðum áttum, enda ekki á hverjum degi að maður er ávarpaður af sjálfum jólasveininum. Mynd: KGA.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.