Dagur - 14.12.1983, Blaðsíða 2

Dagur - 14.12.1983, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - 14. desember 1983 Ætlarðu i kirkju á jólunum? r Ragnar Sverrisson: Nei. Finnur Marinósson: Ég reikna ekki með því, en þó er aldrei að vita. Guðmundur Svansson: Pað er ólíklegt. Aðalsteinn Leifsson: Ég efast um það. Jón Heiðar Arnason: Já, líklega fer ég í kirkju, - segir hinn síhressi Steingrímur St. Th. Sigurðsson „Ég segi nú stundum við sjálfan mig, að ég hafi verið að flýja bókmenntirnar þeg- ar ég fór yfir í málverkið, af því að mig vantaði sjálfsaga til að setja saman bók,“ sagði Steingrímur Stefán Thomas Sigurðsson, listmál- ari og rithöfundur, í samtali við Dag. Steingrímur hefur nú sent frá Sér bókina „Ellefu líf“, sem hefur að geyma sögu um lífshlaup Brynhildar Georgíu Björnsson- Borger, sem hefur lifað við- burðaríka ævi. En við skulum láta Steingrím útskýra þetta með sjálfsagann ögn betur. „Það hefur ekki komið út bók eftir mig síðan 1967. Pað er ekki nóg að hafa gaman af að skrifa - og kannski geta það að einhverju leyti, því það þarf gífurlega hörku til þess. Ég er 58 ára gam- all - og tel mig ungan enn - mér finnst ég vera jafn hress og ég var fyrir 20 árum, þegar ég var fyrir norðan! Og núna finnst mér ég loksins vera búinn að témja mér þann sjálfsaga, sem þarf til þess að geta skrifað bók. Þess vegna er ég búinn að plana eina bók á ári næstu 12 árin, þar til ég verð sjötugur. Auðvitað legg ég ekki frá mér penslana, en ég ætla að berjast við að setja saman bók. Pað er steypuvinna og ég lít ekki á það sem neitt „stæl-jobb“. Pað eru svo margir sem feila á því; halda það fínt og nægjanlegt í líf- inu að hafa rithöfundarnafn. Aðalatriðið er að skrifa eitthvað sem líf er í.“ - Hvernig kom það til, að þú skrifaðir þessa bók? „Ég var í eigin hlutverki, var búinn að fá þriggja mánaða rit- höfundarlaun, þegar þessi gamla kunningjakona mín að vestan kom til landsins. Hún hafði fært það í tal við mig fáum árum áður, að við ynnum saman að þessum æviminningum hennar og ég var alltaf að hugsa um þetta annað veifið. Hún hringdi síðan í mig í sumar og ég'hugsaði mig um í þrjá daga og þrjár nætur. Síðan vatt ég mér yfir í þetta „Viðeyjar- klaustur“; ég kalla það því nafni af því Örlygur útgefandi minn er frá Viðey. Og ég sé ekki eftir því, en mikið fjandi getur verið erfitt að fást við skriftir. Þá dugir ekki það eitt, að vera fljótur að skrifa á ritvél. Eftir að ég var búinn að segja já við sögupersónuna, þá fór ég vestur og heimsótti gömlu stað- ina hennar við ísafjarðardjúp, þar sem hún var bóndi og sjó- maður. Og þessi kona hefur átt ellefu líf; það eru fimm hjóna- bönd - og ég læt hana lýsa þeim öllum, tveir sjóskaðar, tvær hat- rammar loftárásir og tvær morð- og nauðgunartilraunir. Summan er ellefu. Og ég fékk inspirasjón í titilinn í gegnum köttinn minn. Ég er með kött; hann er mitt ást- fóstur, mjög stór angóra-himal- aja-fressari, ég er orðinn marg- faldur afi!“ - Hvernig líður rithöfundi, sem nýbúinn er að koma frá sér bók? „Ég hef svona sérkennilega til- finningu inni í mér. Mér finnst ég vera eins og bóndi eftir saman- tekningu á heyi, eða sjómaður sem er kominn í land. Ég er ekki að hugsa um að halda upp á þennan áfanga, en ég er með góðan móral. Ég var um tíma í Þýskalandi á meðan ég var að skrifa bókina og hafði gaman af; notaði tímann líka fyrir sjálfan mig, skoðaði söfn og sýningar og skrifaði dag- bók um allt. Ég sagði við Örlyg útgefanda minn, áð ef bókin gengi illa, þá væri ég með söguna á bak við söguna.“ - Verður það ef til vill efni næstu bókar? „Nei, nei, ég er með ákveðið hugverk í smíðum, en ef til vill kemur dagbókin seinna. Þetta má samt ekki misskiljast. Mér finnst ég hafa fengið vissa útrás. Ég reyndi að virkja alla mína galla, sem frægir eru, í þágu ein- hvers ákveðins jákvæðs hlutverks, sem var þessi bók. Þess vegna finnst mér ákaflega vænt um að hún reyndi svolítið á manndóminn í mér. Ég met mannmennskuna í einstaklingn- um mest, kjarkinn, andlegt hug- rekki og vissa reisn, ekki mont- reisn, heldur þetta sem maður finnur inni í sjálfum sér eins og hamingjuna. Þess vegna er ég hamingjusamur í dag, ekki sjálfs- ánægður. - Þú talar um að virkja gallana til góðra verka; eru þeir ekki þar með orðnir að kostum? „Jú, það má vera, en ég má ekki dæma um það sjálfur, því þá er það of mikil sjálfhverfa. Ég er nú pínulítið farinn að þroskasí eftir alla hanteringuna,“ sagði hinn lífsglaði humanismi, Stein- grímur Sigurðsson, og hló dátt. Steingrímur Stefán Thomas Sigurðsson. Meingallað upplýsingarit um Akureyri: Símanúmer Hermanns Huijbens er 22497 „Langþreyttur“ skrifar: Upplýsingarit um Akureyri er án efa þarft rit en þó eru á því stórir gallar og er þá átt við meinlegar prentvillur er slæddust inn í ritið og illa gengur að uppræta þrátt fyrir ítrekaðar auglýsingar þar að lútandi í Á döfinni. Til dæmis hefur slæðst villa inn í símanúmer Hermanns nokkurs Huijbens og hefur það valdið miklu ónæði þess er á símanúm- erið er skráð var á Hermann, þrjár og upp í fimm símhringing- ar á hinum ýmsu tímum kvölds er ekkert óalgengt. Nú er von þess er langþreyttur er orðinn á eilífu símakvabbi að Dagur reynist betur lesinn en Á döfinni og þessu verði breytt hið snarasta.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.