Dagur - 14.12.1983, Blaðsíða 3

Dagur - 14.12.1983, Blaðsíða 3
14. desember 1983 - DAGUR - 3 Þorsteinn Pétursson lögregluþjónn búinn að opna einn bflinn eins og sardínudós og lyftir þakinu af. mynd: gk- , ,Svona tæki er nauðsynlegt“ - segir Ólafur Ásgeirsson um tæki til að bjarga fólki úr bifreiðum eftir árekstur „Ég tel að það sé nauðsynlegt að svona tæki sé til hér í byggðarlaginu. Eitt slíkt tæki ætti að vera nóg fyrir Eyja- fjarðarsvæðið og ég teldi að það ætti að vera staðsett á slökkvistöðinni á Akur- eyri,“ sagði Ólafur Ásgeirsson aðstoðaryfirlögregluþjónn á Akureyri í samtali við Dag eftir sýningu á björgunartækj- um sl. föstudag. Tækin sem þar voru sýnd eru flutt inn af fyrirtækinu Pálmason og Valsson og eru hollensk. Hér er um að ræða klippur og tjakk, og eru þessi tæki notuð til þess að ná slösuðu fólki úr bifreiðum eftir árekstur. Tækin voru sýnd lögreglu- mönnum frá Akureyri, Húsavík og Dalvík og einnig slökkviliðs- mönnum frá Akureyri. Fyrst sýndi fulltrúi Pálmason og Vals- son hvernig tækin vinna og síðan fengu viðstaddir að reyna tækin. Pað var Ijóst að hér er um að ræða tæki sem geta verið mjög gagnleg undir vissum kringum- stæðum enda voru menn ekki lengi að „ganga frá“ bílunum sem tækin voru reynd á. Tjakkinn má m.a. nota til að spenna upp hurðir og einnig til þess að lyfta bílum upp og þegar klippurnar voru handleiknar voru bílarnir hreinlega klipptir í sundur á nokkrum mínútum. „Þetta eru dýr tæki,“ sagði Ólafur Ásgeirsson. „Mér skilst að þetta tæki kosti um 320 þús- und krónur en ef góðgerðarfélög gæfu þessi tæki myndu falla niður opinber gjöld og tækin þá lækka í verði um 100 þúsund krónur. Ég myndi telja þetta nauðsynleg öryggistæki því það getur alltaf komið upp sú staða að vandræði væru við að ná farþegum út úr bifreiðum eftir árekstur og jafn- vel eitt einasta slíkt tilvik er nóg til að réttlæta það að slík tæki væru til hér.“ Maður og maskína II - Ný grafíkmappa eftir Guðmund Ármann Guömundur Ármann, mynd- listarmaður, hefur nýlega gefið út sína þriðju grafíkmöppu, sem jafnframt er önnur mapp- an í seríunni um Mann og maskínu. Þær myndir eru gerðar á Iðnaðardeild Sam- bandsins og sýna fólk við störf innan um þær vélar sem þar er að finna. I þessari nýju möppu eru 5 myndir, gerðar í tveimur Iitum með dúkristu. í fyrstu möppu Guðmundar voru myndir úr innbæ Akureyrar. „Viðfangsefnið er sótt í ullar- iðnaðinn að þessu sinni, en fyrri mappan sýndi fólk að störfum í skinnadeildinni. Ég fékk leyfi yfirmanna á verksmiðjunum til að fara þar inn og hafði einnig gott samstarf við trúnaðarmenn og starfsmenn yfirleitt nteðan ég vann frummyndirnar. Ég var þarna að þvælast með trönur og teikniáhöld á þriðju viku, dag- part í senn, og fólkið tók þessu mjög vel þó mér fyndist ég vera svolítið fyrir. Parna teiknaði ég með kolum milli 30 og 40 myndir og útkoman varð svo þessi mappa,“ sagði Guðmundur Ár- mann í viðtali við Dag. „Vinnandi fólk er þér hugleik- ið myndefni, af hverju er það? „Ég hef verið að „pæla“ í þessu nokkuð lengi, svona á vinstri kantinum ef svo má segja. Að sumu leyti eru þetta vafalaust áhrif frá námsárum mínum í Svíþjóð, nú og svo finnst mér eins og fleirum að þessu mynd- efni hafi verið sinnt allt of lítið í íslensku listalífi.“ „Hvað er að gerast hjá þér núna? „Fyrirhugað er að gera þriðju möppuna um Mann og maskínu og sennilega verður hún nokkuð með öðrum hætti. Ég er orðinn svolítið leiður á sósíalrealisman- um og langar til að breyta til, stíl- isera myndirnar meira og koma í þær meiri skáldskap. Það má segja að þetta komi að nokkru leyti í ljós á myndinni sem er á möppunni sjálfri, utan um grafík- myndirnar. Hugmyndin er svo sú að hafa sýningu á verksmiðj- unum á myndunum úr möppunni og einnig á vinnuteikningunum fljótlega eftir áramót," sagði Guðmundur Ármann að lokum. Þess má geta að grafíkmappan kostar 3.400 krónur og hún er gefin út í 100 eintökum. Þar af er Guðmundur búinn að selja 60, sem Iðnaðardeil Sambandsins keypti til jólagjafa. Póstsendum. E EUROCARD Gránufélagsgötu 4 Akureyri, sími (96)23599. *X Nykomio: Svört vesti, svartar buxur, leöurslaufur og leðurbindi, margir litir. Fyrir helgi: Kjólkragaskyrtur, hvítar og svartar. Leöurjakkar, margar gerðir. Vestur-þýsku jakkafötin í úrvalí. Aldrei fjölbreyttara né glæsilegra vöruúrval Sjón er sögu ríkari Fimmtudaginn 15. des. verður opið til kl. 10 um kvöldið. Föstudaginn 16. des. verður opið til kl. 7 e.h. Laugardaginn 17. des. verður opið til kl. 7 e.h.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.