Dagur - 14.12.1983, Blaðsíða 11

Dagur - 14.12.1983, Blaðsíða 11
14. desember 1983 - DAGUR - 11 Aðventukvöld í Glæsibæ og á Bægisá Útvarp IMON, sem er útvarp ís- lendingafélagsins í Malmö og nágrenni, byrjaöi með þá ný- breytni um jólin í fyrra, að gefa fólki kost á að senda jólakveðjur til ættingja og vina á hlustenda- svæðinu, sér að kostnaðarlausu. Þessu var svo vel tekið að ákveð- ið hefur verið að hafa sama hátt á, nú um jólin. Kveðjurnar eiga að sendast til: Útvarp IMON Box 283 201 22 Malmö Sverige Kveðjurnar verða lesnar upp í út- varpinu á jóladag frá kl. 20.30 til kl. 22.30 en að venju verður þá sérstök jóladagskrá. Útvarpið sendir á FM-bylgju 90,2 Mhz. Útvarpið heyrist ágætlega í Lund og sæmilega í Kaupmannahöfn. Leiðrétting í frétt af nýársgleði í Sjallanum misritaðist nafn eins af þeim sem þar koma fram. Lilja Hjaltadóttir var ranglega sögð Hallgrímsdótt- ir og eru viðkomandi beðnir vel- virðingar á mistökunum. Vegna mistaka féll nafn Kristjáns frá Djúpalæk niður með grein um bókaumsagnir í síðasta Helgar- Degi. Eru viðkomandi beðnir velvirðingar á. Ragnheiður Steindórsdóttir í My falr Lady. Leikfélag Akureyrar My fair Lady Sýningar 32. sýning á annan í jólum kl. 20.30. 33. sýning þriðjudag 27. des. kl. 15.00. 34. sýning fimmtudag 29. des. kl. 20.30. 35. sýning föstudag 30. des. kl. 20.30. Ath! Miði á My fair Lady er tilvalin jólagjöf Miðasala opin alla daga kl. 16-19, kvöldsýningardaga kl. 16-20.30 og dagsýn- ingardaga kl. 13-15. Lokað 24. og 25. desember. Sími 24073. Ósóttar miðapantanir seldar tveimur tímum fyrir sýningu. Handhafar áskriftarkorts á Galdra-Loft hafið sam- band við miðasölu. Leikfélag Akureyrar. t>ann 18. desember á 4. sunnu- degi í aðventu veður aðventu- samkoma í Bægisárkirkju. Þar verður dagskrá sniðin bæði fyrir unga sem eldri. Samkoman hefsf kl. 21. Lesin verður jólasaga, sr. Birg- ir Snæbjörnsson flytur hugleið- ingu 'og jólasáimarnir verða sungnir við undirleik organista kirkjunnar Ingólfs Jónssónar. Sóknarpresturinn mun flytja stutta hugleiðingu um Bægisár- kirkju, en kirkjan er nú 125 ára. Að lokum munu öll börn í kirkj- unni fá kerti í hönd og sýna stutt- an ljósahelgileik. Þann 20. desember (þriðju- dagskvöld) kl. 21 verður að- ventusamkoina í Glæsibæjar- kirkju. Organisti kirkjunnar Birgir Helgason mun leiða í sam- eiginlegum jólasöng, fólk úr söfnuðinum mun lesa jólasögu og jólakvæði, og ungt fólk frá Akur- eyri mun tala og syngja. Sam- komunni lýkur með því að jóla- ljósin verða tendruð, og börnin í kirkjunni flytja ljósahelgileik. LETTIH ii Hestamenn Þeir sem eiga hross í högum Hestamannafélags- ins Léttis eru beðnir að huga að ástandi þeirra. Hrossin eru á túninu á Hrafnsstöðum. ATH. Hjá félaginu eru í óskilum tvö brún hross, hryssa og hestur. Þau eru á járnum. Uppl. í símum 22969 og 21323. Hestamannafélagið Léttir, haganefnd. Laugardagurinn 17. desember Opið frá kl. 10-19 ☆ Ingimar Eydal leikur á orgelið frá kl. 14. Frést hefur að jólasveinar séu á ferðinni og verði í verslunar- miðstöðinni Sunnuhlíð laugardaginn 17. des. eftirkl. 15.00. Verið velkomin og takið vel á móti jólasveinunum. Húsmæður ath. Ódýrt svínakjöt af nýslátruðu í jólamatinn Nýtt svínalæri m/beini.156 kr. pr. kg. Nýtt svínalæri úrbeinað. 270 kr. pr. kg. ;Nýir svínahryggir......... 250 kr. pr. kg. Svínakótelettur........ 276 kr. pr. kg. Hamborgarhryggir....... 292 kr. pr. kg. Reyktir kambar úrb..... 250 kr. pr. kg. Reykt læri m/beini......198 kr. pr. kg. Bajoneskinka........... 320 kr. pr. kg. Reyktur bógur úrb...... 230 kr. pr. kg. Bacon ..................... 200 kr. pr.kg. Skinka................... 330 kr. pr. kg. Svínahakk................120 kr. pr. kg. Brytjaðir hrossasperðlar. 90 kr. pr. kg. Kjötfars................. 75 kr. pr. kg. Saltað hrossakjöt........ 55 kr. pr. kg. Beríð verðsamanburð Sláturhús Benna Jensen Lóni, sími 21541. Opið 10-18. Jólin nálgast Urvalið hvergi meira af fatnaði fyrir dömur á ölltim aldri. Vorum að taka upp nýja sendingu af pilsum í mörgum litum og stærðum (38-50). Hjá okkur fáið þið kjóla fyrir öll tækifæri, einnig í yfirstærðum. Sommermann blússurnar eru alltaf jafn vinsælar. Stórkostleg úrval. Svörtu samfestingarnir komnir aftur einnig ódýru joggingsettin. Margs konar annar fatnaður. Snyrti- og gjafavörur. Sunnuhl íð Sendum 1 Póstkröfu- sérverslun ® ^ou meó kvenfatnaó Rækjubátar Þeir útgerðarmenn rækjubáta sem hefðu hug á að landa rækju hjá okkur á næstkomandi sumri eru vinsamlegast beðnir að hafa samband sem fyrst. Rækjan verður sótt eins og áður í löndunar- höfn. K. Jónsson & Co. hf. niðursuðuverksmiðja, Akureyri. til jólanna Úr matvörudeild: Niðursoðið grænmeti Niðursoðnir ávextir Fransman skífur Jolasteikin Soda-Stream tæki og margt fleira Úr fatadeild: Barnapeysur, dömublússur, dömuúlpur herraskyrtur, nuddtæki, kruilujárn HAGKAUP Norðurgötu 62 Sími 23999

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.