Dagur - 14.12.1983, Blaðsíða 13

Dagur - 14.12.1983, Blaðsíða 13
14. desember 1983 - DAGUR - 13 „Fullt hús“ á heima- velli Lítið verður um að vera hjá íþróttamönnum á Norðurlandi um næstu helgi, blakmenn og konur eru komin í jólafrí og sömuleiðis handboltamenn að því undanskildu að KA fær FH í heimsókn á milli jóla og nýárs og munum við segja nánar frá þeirri viðureign í blaðinu nk. mánudag. Körfuboltamenn eiga einn Ieik eftir fyrir jól, og verður hann nk. laugardag kl. 14 f íþróttahöllinni á Akureyri er Þór fær UMFG í heimsókn. Þetta er annar leikur liðanna af fjórum í 1. deildinni og með sigri geta Þórsarar enn lagað stöðu sína í deildinni og verið í toppbaráttunni er jólafríið hefst. Staða efstu liða í deildinni er nú þannig að Fram hefur tapað fjórum stigum, Þór og ÍS 6 stig- um hvort en ÍS og Fram eiga að mætast annað kvöld og þá getur svo farið að þrjú lið verði jöfn ef ÍS sigrar og Þór vinnur UMFG um helgina. Ekkert er reyndar öruggt fyrirfram í þessum efnum því liðin eru mjög jöfn að styrk- leika þrátt fyrir gott gengi Þórs að undanförnu, en liðið er ósigr- að á heimavelli. Badminton: Hörð barátta þeirra ungu Um síðustu helgi fór fram í íþróttahöllinni á Akureyri haustmót TBA í unglinga- flokkum. Þátttakendur voru 61, keppt var í einliðaleik og tvfliðaleik og úrslitaleikirnir fóru þannig: Hnokkar: Karl Pétursson vann Magnús Teitsson í einliðaleik 11:8, 10:11 og 11:1. Óttar Erl- ingsson og Karl unnu Jón Hróa Finnsson og Magnús 15:8, 5:15 og 15:10 í tvíliðaleik. Tátur: Sigrún Ingadóttir vann Sonju Magnúsdóttur í einliðaleik 11:5, 5:11 og 11:0. Sveinar: Karl Karlsson vann Hauk Hauksson í einliðaleik 11:3 og 11:0. Tómas Hermannsson og Karl unnu Helga Jóhannsson og Hauk í tvíliðaleik 18:17 og 15:11. Meyjar: Guðrún Sigurðardótt- ir vann Birnu Ágústsdóttur í ein- liðaleik 11:12, 11:7 og 11:0. Val- gerður Ófeigsdóttir og Guðrún unnu Halldóru Konráðsdóttur og Björgu Erlingsdóttur í tvíliðaleik 15:5, 6:15 og 15:14. Drengir: Einar Karlsson vann Sigurð Sveinmarsson í einliðaleik 15:7 og 18:15. Einar og Sigurður unnu Þórarin Árnason og Rúnar Jónsson í tvíliðaleik 15:4 og 15:5. Telpur: Jónína Jóhannsdóttir vann Jarþrúði Þórarinsdóttur í einliðaleik 11:8, 6:11 og 11:3. Piltar: Fjölnir Guðmundsson vann Andra Teitsson í einliðaleik 15:5 og 15:0. Árni Gíslason og Fjölnir unnu Óskar Einarsson og Andra í tvíliðaleik 15:5 og 15:10. Stúlkur: Heiðdís Sigursteins- dóttir vann Hjördísi Sigursteins- dóttur í einliðaleik 11:7 og 12:10. Hermína Hreiðarsdóttir og Hjör- dís unnu Gunnhildi Helgadóttur og Heiðdísi í tvíliðaleik 15:12 og 18:16. 1—X—2 Elmar Geirsson. „Mitt lið er West Ham og einfaldlega þess vegna spái ég þeim sigri á útivelli gegn Nottingham Forest,“ segir Elmar Geirsson tannlæknir og fyrrverandi leikmaður með KA sem spáir fyrir okk- ur þessa vikuna. Elmar þarf ekki að kynna fyrir íþrótta- áhugamönnum, en skyldi hann vera mikill aðdáándi enskrar knattspyrnu? „Nei, ekki er ég nú einn af þeim hörðustu í þessum bransa. Ég á þó mitt lið West Ham og ég fylgist með úrslit- um og leikjum sem boðið er upp á í sjónvarpinu og mér þykir West Ham leika skemmtilega knattspyrnu.“ Ekki vafðist það fyrir Elm- ari að spá um úrslit leikjanna nk. laugardag. Hann spáir fjórum heimasigrum, fjórum jafnteflum og fjórum útisigr- um og spá hans er þannig: Arsenal-Watford X A. Villa-Ipswich X Norwich-Coventry 2 Nott. For.-West Ham 2 QPR-Everton 1 Wolves-Stoke 1 Brighton-Newcastle 2 Cambridge-Man. City 2 Carlisle-Bamsley X Derby-Chrewsbury 1 Huddersf.-Middlesb. X Swansea-Portsmouth 1 ¥ Þorsteinn með 2 rétta Þorsteinn Ólafsson sem spáði fyrir okkur í síðustu viku hafði af því áhyggjur þegar hann var að spá að hann myndi ekki fá marga rétta því leikirnir væru erflð- ir. Ótti hans reyndist ekki ástæðulaus því hann var að- eins með 2 rétta leiki. Það voru leikir Everton og Aston Villa sem lauk með jafntefli og Notts County gegn Sund- erland sem einnig lauk með jafntefli. Þorsteinn skaut hins vegar aftur fyrir sig þeim Stefáni Gunnlaugssyni og Ólafl Ásgeirssyni sem skipa nú „teningaflokkinn“ hjá okkur, en sá vafasami heiður þýðir að þeir ættu að notast við tening þegar þeir spá í stað þess að láta „vitið“ ráða. 1—X—2 Pepsi JÓLAVERO Iflöskustærð 1 lítri Látið bragöió ráða

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.