Dagur - 16.12.1983, Blaðsíða 5

Dagur - 16.12.1983, Blaðsíða 5
16. desember 1983 - DAGUR - 5 Til er dœmisaga sem allir hefðu gott af að hugleiða og draga aflærdóma. Þar segirfrá því að myrkrahöfðinginn hafi verið mjög áhyggjufullur og engan veginn getað á heil- um sér tekið. Tilefnið var það, að hver jól missti hann tökin á þeim sem ánetjast höfðu og með öllu virtist vonlaust að vinna nýja einstaklinga. Menn sem fúsir höfðu verið til alls kyns óhappaverka héldu að sér höndum á hinni helgu hátíð hvernig sem í þeim var róið. Þeir sem horið höfðu út óhróður og ill- mœlgi og marga hæft með slíkum eiturörv- um, sátu ýmist hljóðir eða höfðu algjörlega breitt um tungutak. Einstaklingar, sem ein- göngu höfðu hugsað um sjálfa sig, fundu allt í einu hjá sér löngun til þess að leggja öðrum lið. Því var líkast að enginn vildi valda með- bræðrum og systrum sárum eða tárum. Þess í stað kappkostuðu menn að bera gleði og gæfu á annarra veg. Myrkrahöfðinginn reif í hár sér og hugs- aði lengi um það hvernig hann gæti eyðilagt hin sönnu jól sem grundvölluðust á því að þá átti Guð svo greiða leið til jarðarbarna í barninu Jesú. Loks fann hann lausnina. Hann snéri sér að jólaundirbúningnum æsti og ærði fólk út í taumlaust kapphlaup og þrotlaust annríki, sem þó var œrið fyrir. Af- leiðingin varð sú að menn höfðu engan tíma til þess að hugsa um Guð, sem vildi gista heimili þeirra og hjörtu. Æ minna rúm varð einnig fyrir frelsarann Jesúm Krist, sem Guð sendi til þess að vera mönnum Ijós, líf og leiðarstjarna. Eftir því sem áhrifin að ofan minnkuðu átti hið illa léttari leik. Myrkur getur grúft yfir þar sem allt er baðað skraut- Ijósum, sem endurkastast af alls kyns punti og prjáli. Þannig er þessi dæmisaga endursögð. Ég vil biðja þig, sem þessar línur lest að hug- leiða efni hennar vel og gaumgæfilega. Ekki er þar með sagt að hreingerningar, bakstur, gjafir og svo ótal margt annað sem hugurinn er bundinn við séu afhinu illa, því fer fjarri. En ef þetta verður til þess að enginn tími verður fyrir Guð, sem elskaði svo heiminn að hann gaf son sinn eingetinn til þess að hver sem á hann trúir glataðist ekki, heldur hafi eilíft líf, þá er illa farið. Það er mikill munur á því sem stundlegt er og hinu eilífa. Stundargleði er oft svikul en gleðin í Guði er varanleg og sönn. Verald- legur auður er oft valtastur vina og kemur stundum að minnstu gagni þegar mest á reynir. Jafn slypp og snauð verðum við að yfirgefa heim okkar eins og við komum inn í hann. En fjársjóðurinn sem Guð gefur okkur í Jesú Kristi, eyðist aldrei, hann auðg- ar sífellt þann sem á móti tekur, hann getur gert veika og vanmáttuga mikla, hann getur opnað mönnum leið inn í dýrð himnanna þegar öll heimsins gleðiljós eru að daprast og deyja. Svo mikill munur var á þessu tvennu í augum séra Matthíasar Joch- umssonar að hann sagði: Fyrir hálmstrá herrans jötu frá hendi ég öllu; lofti, jörðu, sjá. Mundu það, lesandi minn, að jóla undirbúningur þinn á fyrst og fremst að felast í því að þú greiðir Jesú Kristi veg að hjarta þínu og bjóðir honum þar gist- ingu. Hafðu það hugfast að frelsarinn er ekki neinn fjarlœgur veruleiki, sem bíð- ur þess eins að koma aftur til jarðarinn- ar til þess að gera upp sakir við óguð- lega. Jesús er lifandi og ætíð nálægur í okkar heimi. Hann er jafn kær- leiksríkur og forðum, hann finnur til með öllum sem líða og vill bæta mann- leg mein. Hann kýs ekkert fremur en að vera með okkur og í okkur alla daga og takast þar á við hin illu öfl, er heyja sí- fellt stríð við hið góða sem Guð lagði okkur í brjóst. Vœnlegasta leiðin til þess að birti í lífi einstaklinga og í heiminum er að undirbúa jól með Jesú og áfram- haldandi líf með honum. Þetta hafði danskur drengur gert. Er land hans var hertekið í síðustu heims- styrjöld var hann í guðfrœðideild. Trúr frelsara sínum taldi hann sér skylt að taka upp merki sannleikans og berjast mót lýgi og kúgun. Fyrir það var hann fangelsaður og dœmdur til dauða. í kveðjubréfinu til foreldra sinna skrifaði hann m.a. eftirfarandi: „Það er mín síð- asta ósk að þið takið munaðarlaust þýskt barn að ykkur í minn stað þegar friður kemst á. Það er vilji Guðs að við berjumst með honum gegn hinu illa, en ekki síður ósk hans að við séum samverkamenn hans í hinu góða. “ í dœmisögunni var myrkrahöfðingj- anum mest í mun að upprœta heilög jól. Það er illa gert að vilja taka frá blessun sem á slíkri hátíð veitist þá mannanna börnum. En gætum þess líka að týna henni ekki í ytra umstangi og endalausri eftirsókn í alls kyns óhóf ogfánýti. Biðj- um því með skáldinu: Ó, ger oss börn, og gefoss aftur jó/in, hin glöðu jól, með helgri barnatrú; um miðja nótt þá rennur signuð sólin; ó, sólarherra, ásján til vorsnú! Þín jólaljós, þó jarðnesk hverfi sólin, í Jesú nafni skíni til vor nú. Guð gefi þér kœri lesandi, heilög jól með honum sem hann sendir þér til frelsunar. á

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.