Dagur - 16.12.1983, Blaðsíða 9

Dagur - 16.12.1983, Blaðsíða 9
16. desember 1983 - DAGUR - 9 r ! í : i aði sig á því hvernig mennirnir hefðu getað smíðað þessa lista- gripi, eins og Grundarstólinn og fádæma vel skorna prédikunar- stóla, með litlum og lélegum verkfærum. Hann þekkti það að þurfa að bjarga sér með litlu. Fyrsta verkfærið sem hann keypti sér var nafur og þá var hann 12 ára. Áður hafði honum verið gefinn hamar og steðji. Nafurinn og steðjann á hann ennþá. Hann seldi þrjú lambs- skinn af sjálfdauðu fyrir 15 aura stykkið og fékk fyrir nafurinn sem hann notaði til að gera við hrífur. Við skoðuðum gamlar spiladósir, mjög flóknar og full- komnar, og það kom í ljós að handsnúnir grammófónar hafi fljótt verið til á bernskuheimili Ola. Hann átti sjálfur nokkrar plötur og mundi í fljótu bragði eftir söngvurunum Pétri Jónssyni og Sigurði Skagfeld. Einnig voru nokkrar dansplötur. Við að skoða alla þessa gömlu muni reikaði hugurinn heim í sveitina, þegar rekið var til slátr- unar í gamla sláturhúsinu í Gil- inu. Þá var tún þar sem nú er Barnaskóli Akureyrar. Hann minntist þess einnig þegar hann var 9 ára og kom fyrst til Akur- eyrar, árið 1917, en þá var Akur- eyri ekki nema lítið þorp. Óla þótti meira til Reykjavíkur koma í þessari fyrstu ferð sinni þangað en þegar hann kom til Akureyrar í fyrsta sinn. „O, nei, ætli það,“ var svarið þegar ég spurði hann að því hvort hann gæti hugsað sér að búa í höfuðborginni. En honum leist ekki illa á höfuðstaðinn og kvaðst vel geta hugsað sér að koma þangað aftur í heimsókn. Fyrirfram hefði ég haldið að Ólafi yrði meira um þessa ferð en raun bar vitni. Að fljúga í fyrsta skipti, búa í fyrsta skipti á hóteli og það á sjöundu hæð. Nei, öðru nær, því ekkert raskaði ró hans allan tímann. Hann var lítt snort- inn af öllu glamrinu og glæsileik- anum, hraðanum og hávaðanum. Hins vegar minnti margt hann á gömlu dagana heima í Hraun- gerði. Sífellt leiddi eitthvað í höf- uðborginni hugann að gamla tímanum. Þetta ætti að minna okkur nútímafólk á það, hversu stutt er í raun síðan allt var með öðrum hætti hér á landi og hve þakklát við megum vera kynslóð- unum á undan okkur, sem hver og ein lagði sitt af mörkum til uppbyggingar þess sem við njót- um í dag. Þetta ætti einnig að geta leitt huga okkar að því hvernig verðmætamati okkar er nú háttað og hvað það verður sem standa mun upp úr minn- ingahafinu undir lokin. Það er næstum öruggt að Óli gamli mun minnast fyrstu Reykjavíkurferðar sinnar e.t.v. með nokkurri gleði en örugglega engri eftirsjá, að hafa ekki kom- ist þangað fyrr. Þegar við spurð- um harin að því hvort hann hafi aldrei átt sína æskuást og staðið til að hann kvæntist, sagði hann: „Berklarnir sáu fyrir því.“ Þá var hann um tvítugt. Hvað er ein Reykjavíkurferð í samanburði við lífsreynslu af þessu tagi? sagðist aðeins einu sinni hafa fundið á sér í réttum í gamla daga - brugðum við okkur á nýjasta staðinn í bænum, Gauk á Stöng, eins konar bjórkrá. Þar var held- ur hávaðasamt fyrir okkur og var stutt staldrað við, en kvöldið tek- ið snemma. Það tekur alltaf svo- lítinn tíma að venjast nýjum svefnstað. í birtingu morguninn eftir fór- um við á hæsta stað í borginni til að fá útsýni yfir dýrðina - efst í Hallgrímskirkjuturn. Útsýnið var herlegt en þar uppi nísti stormur merg og bein. Það getur tekið sinn tíma fyrir aðflutta í Reykja- vík - og jafnvel innfædda - að glöggva sig á áttunum. Sérstak- lega er þetta erfitt fyrir þá sem alltaf hafa haft þröngan fjalla- hring að miða við. Óli var ekki frá því að hann væri hálf áttavillt- í bjórkjallaranum, Gauki á Stöng. tveimur árum eldri en Ólafur og búinn að vera viðloðandi þingið í hálfa öld, orðinn eins og hálf- gert húsgagn þarna, nema hvað hann er sífellt á þeytingi, óþreyt- andi og ómissandi að því er virðist. Hann sýndi okkur fund- arsal sameinaðs þings og það virt- ist gleðja Ólaf að sjá Dag á borði eins þingmannsins, vitandi það að hann hafði sjálfur haft hönd í bagga við að koma blaðinu þangað. í ráðherraherberginu sýndi Jakob okkur ýmsa merka muni sem erlendar þjóðir gáfu ís- lendingum á Alþingisháti'ðinni. En það var inni í sal sameinaðs þings sem við fengum að heyra kíminsögurnar, sem Jakob er þekktur fyrir að reyta af sér með viðeigandi raddbrigðum og lát- bragðsleik. Þessa sagði hann okkur af Oddi sterka á Skagan- um: „Já, já, sgo það logaði allt í slagsmálum og ég óð inn í miðja þvöguna með krepptan hnefann í annarri hendinni, sgo, og gaf þeim á kjaftinn bak við eyrun svo að þeir steinlágu. Og þá kom ein- hver náungi á móti mér, sgo, og sló til mín en hitti mig ekki - ég snéri mér eldsnöggt við og sló hann á nákvæmlega sama stað svo hann steinlá, já, já.“ Og aðra af föður Kristmanns, sem nú er nýdáinn, Guðmundi Helgastaða: „Meiningin - ég átti byssu sem enginn gat skotið úr nema ég, það var tvíhleypa. Ég reri á henni Hönnu minni út í bugt, þá strokkar sig upp úr sjónum sá stærsti úthafsselur sem ég hef nokkurn tíma á ævi minni séð. Ég spratt upp og tók byssuna Þegar við ókum af flugvellin- um bentum við Ólafi á það mark- verðasta sem fyrir augu bar, fyrst Hótel Sögu, bændahöllina. Eitt- hvað kannaðist hann nú við það fyrirbæri, þó hann hefði aldrei fyrr barið það augum. Jú, hann hafði nefnilega lagt sitt af mörk- um þegar höllin var í byggingu, eins og aðrir bændur á þeim tíma, visst gjald á hvert kíló kýr- kjöts í hans tilviki. Við ákváðum með það sama að bóndinn frá Hraungerði í Hrafnagilshreppi í Eyjafirði skyldi einnig fá að líta húsið sitt innan og njóta þeirra lystisemda sem þar er boðið upp á. Við borðuðum í Grillinu um kvöldið. En er þetta nú ekki dæmigert fyrir svo marga í okkar þjóðfélagi? Allir leggja sitt af mörkum, mismunandi mikið eftir efnum og ástæðum, en sumir fá aldrei að vita í hvað tíund þeirra fór, hvað þá að þeir nytu nokk- urn tíma nokkurs af því. Leið okkar lá á Austurvöll. Einhvern veginn lá það beint við með mann sem hefur lifað full- veldishátíðina 1918, Alþingishá- tíðina 1930 og lýðveldisstofnun- ina 1944 að líta á styttu frelsis- hetjunnar Jóns Sigurðssonar, for- seta. Þaðan lá leiðin inn í Alþingi og undir leiðsögn Jakobs Jóns- sonar, yfirþingvörðs, var húsið skoðað hátt og lágt. Jakob er í Gríllinu á Hótel Sögu. hirða dýrið úr því ég var búinn að drepa það. Svo ég dólaði að þvf og dró fangalínu í gegnum gatið á hausnum og setti fast um hnífil- inn og reri til lands. Þegar lapp- irnar kenndu grunns þá tók ég sitt hvorri hendi í borðstokkinn og labbaði með skektuna upp í fjöru og geri aðrir betur.“ Reykjavík, en þótti mikið til bílafjöldans koma, ekki síst þeg- ar hann horfði yfir Suðurlands- brautina úr hótelglugganum á sjöundu hæð á Esju, en þar skyldi gista. Eftir vel heppnaðan kvöldverð á Grillinu á Hótel Sögu - kaffi á eftir en ekkert koníak, því Óli í tumi Hallgrímskirkju. Á tali við Guðmund Bjamason, alþingismann. maður og stóð svona sitt hvorum megin við kjölinn og skaut - og gerði það sem enginn íslendingur hefur gert eða getur gert, ég skaut jafnt úr báðum hlaupunum þannig að hvort skotið elti annað og beint í hausinn á kvikindinu og gatið var svo stórt að ég sá Snæfellsjökul í gegnum það. En byssan sló svo mikið að ég fór með báðar lappirnar niður úr súðinni upp að hnjám. Ég mátti ekki hreyfa lappirnar, þá hefði skektan sokkið, en ég vildi nú í stórmarkaði Sambandsins, Miklagarði. Óli var sammála því að Al- þingishúsið væri gamalt og virðu- legt og fallegt, en það var byggt 1881, og einnig sammála þvf að margt misjafnt kæmi nú frá þeim blessuðum þingmönnunum og þó stundum skemmtilegt, en ekki í líkingu við sögurnar hans Jakobs. Eftir stutt spjall við einn af um- boðsmönnum okkar Óla í stjórn landsins, Guðmund Bjarnason, alþingismann, helltum við okkur út í umferðina. „Það fer ögn af bensíni á alla þessa bíla,“ sagði Óli og annað hafði hann ekki að segja um umferðarmenninguna í ur. Kirkjuklukkurnar í turninum hringdu áður en við héldum niður í lyftunni. Hringt var til fyrirbænastundar og talsverður fjöldi fólks, einkum miðaldra og eldra en það, kom til að láta biðja fyrir ástvinum. Við ventum kvæði okkar al- gjörlega í kross og fórum úr guðshúsinu í stærsta musteri Mammons í Reykjavík. Ekki verða þeir nú hrifnir af orðalag- inu, eigendur þess, en þar sem við Óli teljum okkur báða þeirra á meðal sem samvinnumenn leyfi ég mér þetta orðalag. Þetta var Sambandsmarkaðurinn stóri, Mikligarður. Við gengum rólega hring í versluninni og það tók ekki nema ríflega hálftíma. Þar sem Ársæll er gamall starfsmaður í Moggaprentsmiðjunni fór hann með okkur þangað til að líta á „kollega" Ólafs. Það er vél sem raðar og pakkar blöðunum. Svo- lítið framandlegt en háttbundinn prentvéladynurinn lét kunnug- lega í eyrum. Eftir góðan hádegisverð í Veit- ingahöllinni í Húsi verslunarinnar (musteri Mammons er meira rétt- nefni á þeim stað) var haldið á Þjóðminjasafnið. Það var há- punktur þessarar stuttu ferðar til Reykjavíkur. Þar kannaðist Óli við eitt og annað. Hann útskýrði fyrir mér verkan hinna ýmsu gömlu tækja og tóla sem þar er að finna og meðan ég var að rýna á vélrituð merkispjöld til að sjá hvað hlutirnir hétu hafði hann það á hraðbergi. Það lifnaði yfir honum á þeim stað. Hann furð- I I

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.