Dagur - 16.12.1983, Blaðsíða 12

Dagur - 16.12.1983, Blaðsíða 12
12 - DAGUR - 16. desember 1983 „Litluu söfiiudlmlr og jólln GuðBnna Thorlacius, Kaþólska tírkjan - Það sem ég held að sé aðal- munurinn á jólahaldi kaþ- ólskra manna og lútherskra, er að kaþólikkar hafa mjög mikla þörf á að komast til kirkju á jólunum. Það er e.t.v. erfitt fyrir þorra íslendinga að átta sig á þessu en þeir sem verið hafa viðstaddir kaþólska messu á jólunum vita við hvað ég á. Það er mikil og ógleym- anleg lífsreynsla. Þetta sagði Guðfinna Thorlac- ius í samtali við Dag er hún var að því spurð hvað hún teldi að greindi helst á milli jólahalds kaþólskra og annarra kristinna manna. Guðfinna hefur verið kaþólsk frá 16 ára aldri. Fædd í Reykjavík en hefur verið búsett á Akureyri í 22 ár. Eiginkona Aðalgeirs Pálssonar, skólastjóra Iðnskólans. - En hvað varð þess valdandi að þú tókst kaþólska trú? - Pað kom margt til. Fjöl- skylda mín bjó nálægt Landa- kotskirkju og systir mín gekk í Landakotsskóla. Hún varð mjög hrifin af þeirri skólagöngu og tal- aði oft um það að hún vildi gerast kaþólsk. Þetta gekk svo langt að móðir mín fékk viðtal við kaþ- ólskan prest í því skyni að kynna sér hvað væri um að vera. Pað atvikaðist svo þannig að við móð- ir mín tókum fljótlega kaþólska trú og síðar bættist þessi systir mín í hópinn. Faðir minn og bröðir gerðust svo kaþólskir nokkrum árum síðar. - Hvað var það við kaþólska trú sem höfðaði sérstaklega til ykkar? - Fyrst og fremst það að okkur fannst þetta vera eina rétta trúin sem komin væri beint frá Kristi. Pess má geta að Guðfinna er hjúkrunarkona og hún kom ung til starfa við sjúkrahúsið á Akur- eyri. Nokkrir kaþólikkar voru þá í bænum og kaþólskur prestur, síra Hákon Loftsson sem kenndi jafnframt við Mennta- skólann. - Pað var ekki auðvelt að vera kaþólsk í þessu umhverfi á þess- um árum. En trúin var mér mikils virði eins og hún er í dag og sið- ferðilegur styrkur, segir Guð- finna. Aðalgeir, maður Guðfinnu er ekki kaþólskur og hún var spurð hvort þetta hefði ekki valdið erf- iðleikum. - Nei, alls ekki. Við erum bæði það víðsýn í trúmálum að þetta olli engum erfiðleikum. Maðurinn minn varð að vísu að gangast undir það að við vorum gefin saman í kaþólskri kirkju og sætta sig við það að börnin okkar yrðu alin upp í kaþólskri trú, en þetta er síður en svo ókostur fyrir hann. Frekar öryggi ef eitthvað er. - Hvernig haldið þið jól? - Eins og aðrir kristnir menn þá minnumst við jólanna sem fæðingarhátíðar frelsarans. Það er orðinn siður hjá okkur í fjöl- skyldunni að hafa jólatré að ís- lenskum sið en auk þess þá skreytum við jötuna fyrir hver jól. Þetta er alkunnur kaþólskur siður en auk jötunnar með Jesú- barninu þá setjum við upp Mar- íulíkneski og styttur af Jósef, vitringunum, hirðingjunum og ýmsum dýrum sem tilheyra fjár- húsum. A sjálfum jólunum þá förum við til messu í kaþólsku kirkjuna kl. 23 á aðfangadags- kvöld sem stendur fram eftir nóttu. Það er svo önnur messa á jóladagsmorgun kl. 11 fyrir þá sem ekki komast í messuna á jólanóttina. - Hvað hyggist þið hafa í jóla- matinn? - Ég er búin að koma fólkinu upp á að borða jólagæs. Ég hafði hvorki borðað gæs né rjúpu áður en ég kom hingað í bæinn en það atyikaðist þannig að ég fór alltaf til Reykjavíkkur um hver jól fyrstu árin. Guðmundur Karl yfirlæknir á sjúkrahúsinu bað mig a’lltaf fyrir jólagæs til dætra sinna og smám saman þá fannst mér að það hlyti að vera ómiss- andi að borða gæs á jólunum. Nú erum við í áskrift á jólagæs hjá bónda hér í nágrenninu, ef svo má að orði komast og jóla- gæsin skilar sér alltaf fyrir hver jól. Annar jólamatur hjá okkur eru rjúpur og síðan borðum við alltaf hangikjöt hjá tengdamóður minni á jóladag. Bogi Pétursson, Sjónar- hæðar- söúiuður - Meölimir Sjónarhæðarsafn- aöar eru algjörlega frjálsir að því hvernig þeir verja jólun- um. Það greinir okkur ekkert frá Þjóðkirkjunni í þeim efn- um og enda er þáð svo að margir safnaðarmeðlima fara í messu t.d. í Akureyrarkirkju á aðfangadag. Þetta sagði Bogi Pétursson talsmaður Sjónarhæðarsafnað- arins á Akureyri í samtali við Dag er hann var spurður hvort eitthvað greindi söfnuðinn frá Þjóðkirkjunni í afstöðunni til jólanna. - Hvað eru jólin fyrir þér? - Það sem skiptir mig máli í sambandi við jólin er fæðing Krists. Það sem hefur breytt mínu lífi mest er það að ég fékk að þekkja Krist sem frelsara minn og drottin. Þess vegna er fæðing hans mjög mikilvæg fyrir mig. - Sækir þú sjálfur messur á vegum Þjóðkirkjunnar? - Ég hef gert það. Mín kona var nú í 25 ár í kirkjukór og það kom því af sjálfu sér að ég fylgdi henni oft í kirkjuna. Ég er sjálfur Guðfinna. Jósteinn.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.